Morgunblaðið - 28.02.2015, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 28.02.2015, Blaðsíða 43
MINNINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2015 ✝ Anna KristínBjörgmunds- dóttir er fædd á Kirkjubóli í Val- þjófsdal 27. sept- ember 1949, hún lést á Landspít- alanum 24. febrúar 2015. Foreldrar hennar voru Björg- mundur Guð- mundsson, f. 31.1. 1921, d. 25.12. 1998, og Guðrún Ágústína Bern- harðsdóttir, f. 24.10. 1919, d. 14.5. 2000. 27. september 1973 giftist Anna Kristín, Markúsi Guð- mundssyni, f. 27.9. 1947. Þau eignuðust þrjú börn: 1) Guð- mundur Jón Markússon, f. 25.9. 1971, maki Fríða Birna Andr- ésdóttir, f. 17.3. 1974, d. 23.7. 2014. Börn þeirra eru: a) Mark- ús, f. 15.5. 1995 og b) Anna Kar- en, f. 2.12. 1998. 2) Ágúst Helgi, f. 27.10. 1971, d. 2.11. 1991. 3) Katrín Dröfn, f. 5.10. 1976, maki Vignir Arnarson, f. 20.12. 1966, börn þeirra eru: a) Ágúst Helgi, f. 1.9. 1999, b) Jón Elí, f. 17.5. 2001, c) Kristín Birna, f. 15.3. 2005, d) Örn Ómar, f. 11.11. 2007, e) Björgmundur Steinar, f. 18.10. 2008, f) Arndís Una og g) Viggó Freyr, f. 24.2. 2011. Systkini Önnu eru Edda, f. 1941, Bragi, f. 1943, Fríða, f. 1945, d. 1961, Gerður, f. 1945, d 1988, Guðmundur Steinar, f. 1948, Sigríður, f. 1955, Eyjólfur, f. 1958. Anna Kristín starfaði alla sína starfsævi sem sjúkraliði, lengst af í Bolungarvík og Ísa- firði en síðustu ár á Sólvangi í Hafnarfirði. Útför Önnu Kristínar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 28. febrúar 2015. Guð þig leiði sérhvert sinn sólarvegi alla. Verndarengill varstu minn vissir mína galla. Hvar sem ég um foldu fer finn ég návist þína. Aldrei skal úr minni mér mamma, ég þér týna. (Jón Sigfinnsson.) Mig setur hljóða yfir enn einu áfallinu sem fjölskyldan þarf að takast á við, að í annað skipti á hálfu ári sest ég niður og rita minningargrein um náinn fjöl- skyldumeðlim, nú um elskulegu móður mína sem látin er eftir stutta en harða baráttu við krabbamein. Síðustu fimm vikur hef ég verið hjá mömmu, aðstoð- að hana og hjúkrað eftir bestu getu, við reyndum að halda í von- ina sem smám saman fjaraði út. Mamma hélt í hönd mína og hjarta allt mitt líf en síðasta spöl- inn hélt ég í hönd hennar. Hún mamma var stórbrotin kona sem tók sínum áföllum af yf- irvegun og æðruleysi, því var ekki öðruvísi farið í þessu tilfelli, hún sagðist vera að fara heim og það yrðu margir sem tækju vel á móti henni, en hún hefði óskað að hún fengi meiri tíma. Það er þungt að hugsa til þess að samverustundir barna minna með ömmu sinni verði ekki fleiri, þau eldri eru heppin sem fengu að verja svo miklum tíma með henni en þau yngstu munu fá að kynnast ömmu í gegnum minningar okkar sem eru margar og fallegar. Takk, mamma, fyrir að vera gullunum þínum góð amma, fyrir sumrin sem Ágúst Helgi og Jón Elí voru hjá þér, fyrir að kenna Kristínu Birnu að prjóna, fyrir ís- ferðirnar með Örra og Björra, og öll knúsin sem Dísa og Viggó fengu, fyrir allar fallegu peysurn- ar, húfurnar og sokkana prjónað af ást og umhyggju. Takk fyrir að vera alltaf til staðar fyrir mig og mína. Við sem eftir sitjum höfum lært að við þurfum að lifa með sorginni ekki í sorginni, það er oft erfitt en við munum halda áfram að vera sterkir einstaklingar sem mamma var svo stolt af. Sofðu rótt, elsku mamma. Þín Katrín Dröfn. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir) Elsku mágkona, nú þegar hjarta mitt er fullt af sorg vegna skyndilegs brotthvarfs þíns er svo gott að geta leitað í huganum að öllum fallegu minningunum um samvist okkar, stundunum sem eru mér allar svo kærar. Minningarnar koma hver af ann- arri, hversdagsminningar og spariminningar, gleðidagar og sorgardagar. Það eru liðin meira en 40 ár síðan ég, 17 ára stelput- rippi, kom inn á heimili ykkar Markúsar með henni Diddu okk- ar og ég fann strax hvað ég var velkomin, fann þetta stóra hjarta og faðm sem reyndist svo mörg- um vel. Nokkrum misserum síðar varð ég svo mágkona þín og flutti í dalinn þinn. Þá var gott að eiga þig að, fá stuðning þinn og hand- leiðslu. Það var endalaus sól sumarið sem við gengum með „rabar- bara“-börnin okkar, við vorum báðar óléttar og átum upp rab- arbarann hennar mömmu þinnar, sátum út undir vegg í sólinni og eldri strákarnir okkar léku sér í garðinum og klifruðu í trjánum þegar amma sá ekki til. Börnin komu í heiminn um haustið og við skírðum þau á jólunum í dalnum. Og ég minnist skiptanna sem ég beið hjá þér í Víkinni þegar von var á nýjum strák í heiminn, þá var gott að vera í þinni umsjón. Þeir voru ófáir smaladagarnir er við mágkonurnar stóðum sam- an í fyrirstöðunni uppi í fjalli báð- ar að krókna úr kulda, en strák- arnir okkar að leik veltandi um hlíðina. Svo byggðuð þið ykkur sumar- hreiður í Árnesinu þar sem börn- in og barnabörnin þín nutu ver- unnar, það var notalegt að fá ykkur í dalinn. Anna mín, þú varst kletturinn og stjórnandinn í fjölskyldunni, á öllum samverustundum hvort sem var í gleði eða sorg – þú leystir úr öllu, það voru engin vandamál í þínum huga, bara verkefni til að leysa. Það var þér eiginlegt að hugsa fyrst og fremst um aðra, svo kærleiksrík og góð lést þú þig alla varða, hver og einn var einstakur í þínum huga. Elsku mágkona, hjarta mitt er fullt af þakklæti yfir öllum stund- unum okkar saman. Mér finnst ég rík að hafa fengið að eiga þig sem mágkonu og vin öll þessi ár. Elsku Markús, Gummi, Katrín og fjölskyldur, Guð veri með ykk- ur og styrki í sorginni. Við kveðjum þig með tregans þunga tár sem tryggð og kærleik veittir liðin ár. Þín fórnarlund var fagurt ævistarf og frá þér eigum við hinn dýra arf. Móðir, dóttir, minningin um þig er mynd af því sem ástin lagði á sig. (Guðrún Jóhannsdóttir) Þín mágkona, Sigríður Magnúsdóttir Kirkjubóli. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Elsku hjartans Anna frænka, þú varst yndisleg manneskja, kærleiksrík kona og þér fylgdi alltaf stóísk ró. Takk fyrir að hafa alltaf átt þig að, mín kæra, og allt sem þú hefur verið mér og mín- um. Þó mér finnist að of margir hafa verið teknir burt úr þessu lífi af okkar fólki þá gleðst ég samt yfir því hvað margir taka á móti þér hinumegin og er sann- færð um að þar eru fagnaðar- fundir og mikill kærleikur. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Takk fyrir allt, elsku besta mín. Innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra, elskurnar mínar. Ágústa Björg Kristjáns- dóttir og fjölskylda. Þegar við kveðjum kæra vini og samstarfsfélaga eftir langa viðkynningu og samstarf lítum við gjarnan um öxl og förum yfir farinn veg. Anna var ein af mátt- arstólpum Sjúkraliðafélags Ís- lands, á þessum stólpum byggði félagið tilveru sína og framtíð og án þeirra var ekkert til að byggja ofan á. Þegar félagið var að und- irbúa það að verða stéttarfélag í kringum 1990, með sjálfstæðan samningsrétt á landsvísu, þurfti góða talsmenn um allt land til þess að þetta yrði að veruleika. Á Vestfjörðum var kona sem var til í stéttarfélagsbaráttuna fyrir betri réttindum og kjörum til handa sjúkraliðum. Hún bjó yfir þeim sannfæringarkrafti sem til þurfti til að fá aðra sjúkraliða með sér í baráttuna. Eftir að stéttarfélagið var síðan stofnað var Anna fyrsti formaður Vest- fjarðadeildar Sjúkraliðafélags Ís- lands frá 1991-1995 og sat í fé- lagsstjórn félagsins þann tíma. Anna gegndi fjölmörgum öðrum trúnaðarstörfum fyrir félagið eft- ir að hún hætti sem formaður deildarinnar. Lengst af sat hún í fræðslunefnd félagsins eða frá stofnun nefndarinnar til dánar- dags. Í störfum sínum fyrir félag- ið kom í ljós hvaða persónu Anna hafði að geyma. Hún var réttsýn og sanngjörn og þoldi illa mis- munun og ranglæti. Í starfi sínu sem sjúkraliði var hún alls staðar vel liðin af skjólstæðingum og samstarfsfólki. Eftir að Anna flutti að vestan og í Hafnarfjörð og varð nágranni minn kynntist ég betur mömmunni, ömmunni og handavinnukonunni Önnu. Í þeim hlutverkum var hún ekki síðri en félagsmálakonan. Hún bar hag fjölskyldunnar ofar öllu og talaði um hana með miklu stolti og hlýju. Við töluðum um það þegar við hittumst síðast á fundi að með hækkandi sól tækj- um við fram gönguskóna og könnuðum betur hraunið um- hverfis Hafnarfjörð. Við ætluð- um að ná okkur í andlega nær- ingu og orku úr umhverfinu, við þurftum á því að halda eftir erf- iðleika síðasta árs. Við þurfum að efna það heit annars staðar og í öðrum víddum. Að leiðarlokum langar mig að þakka fyrir frábært samstarf og samveru í gegnum árin. Það verða allir að betri manneskjum við það að hafa kynnst Önnu Kristínu Björgmundsdóttur. Fjölskyldu Önnu votta ég mína dýpstu samúð. Birna Ólafsdóttir sjúkraliði. Fyrirmynd. Þegar ég, 16 ára stelpukjáni, byrjaði í sumarvinnu á Sjúkraskýlinu í Bolungarvík tók á móti mér fullt af góðum konum sem kenndu mér margt og urðu mér mjög kærar, Anna var þar fremst í flokki. Hún var sjúkraliði af lífi og sál. Eftir þetta sumar var ég búin að taka ákvörðun, ég ætl- aði að verða hjúkrunarfræðingur og stóð við það. Í gegnum tíðina hef ég alltaf sagt við Önnu að það sé hennar „sök“ að ég sé hjúkr- unarfræðingur. Mikið leit ég upp til hennar þetta sumar og alla tíð síðan. Hún var dugleg, hjálpsöm, umhyggjusöm, hún var allt sem prýðir góðan heilbrigðisstarfs- mann. Hún var mín fyrirmynd. Ég leitaði mikið ráða hjá henni þetta sumar og mörg sumur þar á eftir þegar ég kom og vann á skýl- inu með skóla. Þegar ég kom svo til baka sem hjúkrunarfræðingur og varð yfirmaður hennar um tíma var ómetanlegt að hafa hana sér til aðstoðar. Alltaf var hægt að leita ráða hjá henni og gerði ég það óspart. Ég vissi að ég gat treyst Önnu, hún sagði meiningu sína tæpitungulaust og það kunni ég vel að meta. Ég á henni Önnu mikið að þakka. Anna var ein af fáum sem kall- aði mig alltaf báðum nöfnunum mínum, mér þótti mjög vænt um það. Kannski áttaði ég mig ekki á því hvað mér þótti vænt um það fyrr en ég hitti hana í síðasta skiptið, Anna þá orðin veik og nýbúin í uppskurðinum. Ég gekk inn á sjúkrastofuna til hennar og hún var að tala í símann og sagði: Jæja, nú verð ég að hætta að tala, hún Hildur Elísabet er komin að heimsækja mig. Mér hlýnaði mik- ið um hjartaræturnar og þakka fyrir að hafa fengið þessa stund með henni. Elsku Gummi, gamli bekkjar- bróðir minn, Katrín, Markús og aðrir aðstandendur, þið standið nú enn og aftur frammi fyrir sorginni. Mig setur hljóða, á eng- in orð, er ekki komið nóg? Því miður hef ég ekki tök á að koma og fylgja vinkonu minni en hugur minn verður hjá ykkur. Ég bið Guð að styrkja ykkur öll og halda verndarhendi sinni yfir ykkur. Hildur Elísabet Pétursdóttir. Anna Kristín Björgmundsdóttir HINSTA KVEÐJA Að kveðja einhvern sem alla tíð hefur verið til staðar í blíðu og stríðu er ólýsan- legt. Það hefur aldrei skipt máli hvað hefur staðið til; hvort mamma hafi farið á ball, ég komið í skemmti- ferð í bæinn eða sex vikna verknám sé framundan allt- af hefur verið sjálfsagt að ég mætti skríða uppí til gömlu frænku. Þú gerðir aldrei lítið úr neinu sem var stórt í annarra huga og með ólýsanlegum aðferðum vaktirðu áhuga minn á hjúkrun og náðir á nokkr- um vikum að kenna mér grunnhugsun hjúkrunar sem mun hafa áhrif á starf mitt sem tilvonandi hjúkr- unarfræðings. Takk fyrir allt. Þín Gerður Ágústa (Agga). af mörgum kynslóðum. Grunlaus um heimsins harm. Í minningum mínum af lífskrafti þínum og kærleikans ómælisdjúp sem þú gafst þær þerra burt tárin og sefa flest sárin. Skilja eftir þakklæti og von sem aldrei brást. Ég bið þig Guð að halda í hendi þinni alla þá sem kveðja þig nú. Að þeir huggun, frið og líkn finni í minningum sem gefa lífsins trú. Anna mín, ég kveð þig að sinni og þakka fyrir allt sem gafstu mér, nú syngja englar yfir sænginni þinni og vernda allt sem kærast var þér. (Anna Bentína Hermansen) Ættingjum og vinum sendum við samúðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja ykkur í sorginni. Róbert Aron Hostert og Rakel Sesselja Hostert. Elsku Anna mín. Fyrstu ævi- árin mín gerði ég lítinn greinar- mun á þér og móður minni enda varstu meira með mig en mamma. Þú varst mér sem önnur móðir alla tíð og börnunum mín- um einhver sú besta amma sem hægt er að hugsa sér. Í veikind- um móður minnar stóðstu eins og klettur við hlið okkar systkin- anna, þú varst akkeri okkar og styrkur þegar við vorum við það að gefast upp. Þú mættir fyrst á staðinn þegar mamma lést og hringdir til mín nánast daglega fyrstu mánuðina eftir andlát hennar. Þú varst syni mínum ómetan- leg hvatning og hafðir ávallt trú á því að hann yrði Íslandsmeistari þegar hann gekk til liðs við nýliða meistaraflokks ÍBV í handbolta. Okkur öllum fannst sú hugmynd ansi langsótt en það kom á dag- inn að þú hafðir rétt fyrir þér. Þú fylgdist með Rakel dóttur minni í heimsreisunni sem hún fór í síð- asta sumar og við tvær plönuðum að fara með henni sem lífverðir svo hún færi sér ekki að voða. Þú varst alltaf til staðar, sterk eins og klettur og mild eins og hin besta móðir. Þú varst mér og fjöl- skyldu minni ómetanleg og við erum þér svo innilega þakklát. Elsku Anna mín. Takk fyrir alla hlýjuna, að kyssa á bágtið, setja plástra á sár, gefa mér app- elsínu með sykurmola og að búa til bestu kjötbollur í brúnni sósu í heimi. Takk fyrir að passa upp á mig í gegnum árin, sýna mér ávallt að þér væri ekki sama, hringja alltaf á afmælum okkar eða bara til að segja hæ. Takk fyrir hláturinn, sögurnar þínar og húmorinn. Takk fyrir að taka okkur systkinin að þér í gegnum súrt og sætt, standa alltaf með okkur þegar okkur fannst við vera ein og halda í höndina á okk- ur í gegnum veikindi móður okk- ar. Takk fyrir börnin mín, hvatn- inguna, kærleikann og áhugann. Takk fyrir allt. Anna Viktoría móðursystir mín var allt í senn máttarstólpi, ættmóðir, umvefjandi, nærandi og algjörlega ómetanleg fyrir svo marga. Missir þinna nánustu er mikill, þú varst ómissandi í lífi þeirra og starfi, fylgdist með öll- um, vökulum augum og af ein- lægum áhuga. Kærleikur þinn, skopskyn, óborganlegar sögur og endalaust stolt af fólkinu þínu var það sem einkenndi þig. Binni, börnin þín og barnabörn voru það sem skiptu þig mestu máli og þú sinntir þeim af alúð og kærleika sem verður mér ávallt fyrirmynd. Elsku Binni minn, Hulda og fjölskylda, Addi og fjölskylda, Daníel og Kristinn, megi algóður Guð þerra hvert ykkar tár og um- vefja ykkur í sorginni og sökn- uðinum. Anna Viktoría lifir áfram í hverju og einu ykkar og öllum þeim minningum sem hún skilur eftir. Elsku Önnu mína kveð ég að sinni og veit að einn daginn hitt- umst við á ný. Þín systurdóttir, Anna Bentína Hermansen. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, BERGSTEINN RAGNAR MAGNÚSSON húsasmíðameistari, Helsingborg, lést föstudaginn 20. febrúar. Útförin fer fram frá Kvistofta kyrka, Helsingborg í Svíþjóð, fimmtudaginn 5. mars kl. 14. . Elín Svava, Magnús, Sólveig Dagmar, Björg, tengdabörn og barnabörn. Okkar ástkæri, MAGNÚS ANNASSON, Tjörn á Vatnsnesi, sem lést fimmtudaginn 19. febrúar, verður jarðsunginn frá Tjarnarkirkju föstudaginn 6. mars kl. 15. . Brynjólfur Magnússon, Ragnheiður Tómasdóttir, Eðvald Magnússon, Þóra Jónsdóttir, Geir Magnússon, Þorbjörg Rut Guðnadóttir, Sesilía Magnúsdóttir, Kristinn Björnsson, Svala Ólafsdóttir, Ragnar Sigurjónsson, Freyja Ólafsdóttir, Hjalti Júlíusson. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, dóttir, systir, tengdadóttir, mágkona og vinur, SANDRA MÜNCH, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi laugardaginn 21. febrúar. Útför fer fram frá Grindavíkurkirkju mánudaginn 2. mars kl. 14.00. Haraldur Björn Björnsson, Björn Lúkas, Hákon Klaus, Fritz Fabian, Sylvia Münch, Dana, Anja, Marcus, Thomas Münch, Guðný Hallgrímsdóttir, Björn Haraldsson og Björnsbörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.