Morgunblaðið - 28.02.2015, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.02.2015, Blaðsíða 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2015 ✝ Sólveig Árna-dóttir fæddist í Skógarseli í Reykjadal í S-Þing. 13. mars 1925. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Sauð- árkróks 18. febr- úar sl. Foreldrar hennar voru Árni Jakobsson, f. 1885, d. 1964, og Elín Jónsdóttir, f. 1893, d. 1973. Bræður Sólveigar eru Ragnar mælingaverkfræðingur, f. 1926, og Ívar, fv. starfsmaður í Laugafiski, f. 1929. Ragnar var giftur Björgu Þorsteins- dóttur. Dóttir þeirra er Guðný, f. 1963. Sonur hennar og Ólafs Rögnvaldssonar er Ragnar Árni, f. 1991. Sólveig giftist 25. júlí 1953 Árna Bjarnasyni frá Uppsölum í Akrahreppi í Skagafirði, f. 8. nóvember 1931. Foreldrar hans voru Bjarni Halldórsson, f. 1898, d. 1987, og Sigurlaug Jón- asdóttir, f. 1892, d. 1982. Börn Sólveigar og Árna eru: 1) Eyþór sviðsstjóri, f. 1954. Maki Sigríð- ur H. Gunnarsdóttir, f. 1960. Börn þeirra eru: Ragnheiður Vala, f. 1985, maki Unnsteinn V. Unnsteinsson, f. 1981. Árni Gunnar, f. 1990, sambýliskona 1988. Magnús Ívar, f. 1992. Arí- anna, f. 2003. Sólveig ólst upp í Skógarseli og stundaði nám við Laugaskóla og útskrifaðist 1944. Hún fékk styrk til náms í Svíþjóð og var við nám í Lýðháskólanum í Grebbestad 1946-1947. Árið 1948-1949 var hún við nám í Húsmæðraskólanum á Laugum. Hún var síðan ráðskona við Laugaskóla 1950-1951 og á Sjúkrahúsinu á Húsavík 1951- 1952. Sólveig og Árni hófu búskap á Uppsölum sumarið 1953 og stunduðu búskap þar til ársins 1998, en fluttu sig þá um set og byggðu sér nýtt hús á jörðinni. Sólveig stóð fyrir stóru heim- ili og hafði fjölmörg áhugamál. Hún söng áratugum saman í kirkjukórum Miklabæjarsóknar og Rökkurkórnum. Hún starf- aði í Kvenfélagi Akrahrepps alla tíð og var einn af stofn- félögum handverksfélagsins Al- þýðulistar. Sólveig var mjög fjölhæf í öllu handverki og garðrækt. Hún var ættfróð og frændrækin, fylgdist með þjóð- málum og var vel lesin. Hún naut þess að fara í skemmtiferð- ir með fjölskyldunni og ferðað- ist innan lands sem utan með þeim félagasamtökum og kór- um sem þau Árni störfuðu í. Útförin fer fram frá Silfra- staðakirkju í dag, 28. febrúar 2015, kl. 14. Ásdís M. Viðars- dóttir, f. 1993. Sól- veig Vaka, f. 1994. 2) Elín Sigurlaug skrifstofumaður, f. 1956. Maki Rúnar Jónsson, f. 1956. Börn þeirra eru: Svana Ósk, f. 1983, maki Ástþór Ö. Árnason, f. 1984. Börn: Lilja Dóra, f. 2011, d. 2013. Vikt- or Árni, f. 2014. Katrín, f. 1987, maki Birgir Ö. Smárason, f. 1984. Stefán Fannar, f. 1993. 3) Drífa bóndi, f. 1959. Maki Vig- fús Þorsteinsson, f. 1957. Börn þeirra eru: Harpa, f. 1978. Maki Sigurður Berndsen, f. 1978. Börn þeirra eru: Embla Björt, f. 1999, Marín Björt, f. 2004, Bjartþór Daði, f. 2006, og Dag- björt Drífa, f. 2008. Þorsteinn Lárus, f. 1981. Maki Sunna Ingi- mundardóttir, f. 1983. Sonur þeirra er Almar Árni, f. 2012. Árni, f. 1981. Maki María H. Björgvinsdóttir, f. 1984. Dætur þeirra eru Katrín Lind, f. 2010, og Emilíana María, f. 2011. 4) Anna Sólveig kennari, f. 1962. Maki Steinarr Magnússon, f. 1962. Börn þeirra eru: Rósa Sól- veig, f. 1991. Sambýlismaður Snæbjörn Ö. Gunnarsson, f. Elsku Sólveig. Sumrinu hallar fölnað nú er fegursta blómið er brosti við mér. Bros þess og angan sem yljaði mér geymist í draumi er frostvindur sker. Er vetri lýkur og sól vermir ský aftur þá brosir blómið á ný. Ástarkveðjur og þakkir. Árni. Kveðja til móður minnar. Mamma, ég man þá daga, man þína hvítu sterku hönd. Ein kunni hún allt að laga og opna hlið í drauma lönd. Stoltari en stormaveldin, sterkari en élja kveldin varði hún æskueldinn, árdaga og fagra strönd. Góða ég sé þú grætur. Grátperla skín á vanga þér. Vakir þú veik um nætur, vakir og biður fyrir mér. Mamma, þitt móðurhjarta mildara en sólin bjarta sendir í húmið svarta sólskinið hvar ég fer. (Sigurður Hansen) Blessuð sé minning þín. Þín Drífa. Sólveig. Á gömlu póstkorti heima á Uppsölum stendur að nafnið sé komið úr norsku, sett saman úr orðunum sál og máttur og þýði húsfreyja eða húsmóðir. Þar stendur einnig að nafnið tákni miðpunkt fjölskyldunnar og að sú sem beri þetta nafn hugsi alltaf fyrst og fremst um aðra, sérstak- lega þá sem næst henni standa. Og að hana elski allir. Þannig var Sólveig tengdamóðir mín. Hún var einstök manneskja sem tók manni með kostum og kynjum, gat spjallað um allt og vildi fræð- ast endalaust og mátaði mann al- gerlega þegar kom að því að rekja manns eigin ættir. Hún varð fjar- ræn og dreymin á svip þegar talið barst að bernskuslóðum í Reykja- dalnum eða dvölinni í Svíþjóð, spennt eins og krakki þegar hún heimsótti okkur til Vínar og stríð- in og sposk á svip þegar hún reyndi að telja mér trú um að það ætti alls ekki að slökkva á hátt- stilltu útvarpinu – því Hekla gæti byrjað að gjósa! Barnabörnin urðu gullmolarnir hennar. Við vorum ekkert alltaf sammála, en alltaf vinir. Það gerir alla að betri mönnum að hafa kynnst og þekkt Sólveigu á Upp- sölum. Blessuð sé minning hennar. Steinarr. Elsku amma. Við kveðjum þig með söknuði en jafnframt þakk- læti fyrir allar minningarnar sem við eigum. Allar stundirnar í sveit- inni á Uppsölum og sumrin sem við dvöldum hjá ykkur afa eru ómetanlegar minningar. Þar var alltaf nóg að gera og mikið fjör. Það var ávallt notalegt að koma til ykkar afa og þú sást til þess að enginn færi svangur heim, hitaðir handa okkur súkku- laði og áttir nýbakaðar bollur. Við fórum heldur aldrei tómhent frá þér, þú gaukaðir alltaf einhverju að okkur þegar við vorum á för- um, eins og til dæmis blómum úr garðinum, grænmeti úr gróður- húsinu, nýbökuðum bollum eða vettlingum og sokkum sem þú hafðir prjónað. Við kveðjum þig, amma, með söknuð í hjarta, en minning um faðmlag og brosið þitt bjarta. Allar liðnar stundir um þig okkur dreymi og algóður Guð á himnum þig geymi. (Sigfríður Sigurjónsdóttir) Svana Ósk, Katrín og Stefán Fannar. Elsku amma mín. Ég trúi því ekki að þú sért í raun og veru far- in. Það verður skrýtið að koma í sveitina og fara ekki að heim- sækja þig. En ég á svo margar minningar um þig, sérstaklega þegar við fórum alltaf að sækja rabarbara eða kartöflur og svo var svo gaman að vökva blómin með þér. Síðan þú fórst á hjúkr- unarheimilið horfi ég á blómin og þá sé ég þig. En ég geymi þig allt- af í hjartanu mínu. Ég vildi bara segja þér að ég elska þig og gleymi þér aldrei. Litla stelpan þín og afa, Aríanna. Elsku góðhjartaða amma okk- ar er fallin frá. Þar hvarf úr lífi okkar kona sem var hjartahrein og réttsýn. Margar kærar minningar koma upp í hugann þegar við hugsum til þín, elsku amma, og um sveitina okkar. Frá unga aldri var þetta okkar annað heimili og þar upplifðum við svo margt gott. Þú varst alltaf glaðlynd, umburð- arlynd og hafðir góða tengingu við náttúruna. Þarna upplifði maður frelsi og þá umbun sem fylgir góð- um vinnudegi. Frá þér fór enginn svangur eða þyrstur enda eldhús- borðið iðulega hlaðið kræsingum. Allir voru ávallt velkomnir á ykk- ar heimili, sama hvort það voru fjölskyldumeðlimir eða óþekktir ferðalangar á leið hjá. Á kvöldin voru lesnar sögur fyrir okkur til að auðvelda komu svefns en á daginn var okkur fært vínarbrauð, ömmubollur og heitt súkkulaði eftir langa og erfiða smíði á kofum í garðinum. Það var nú ekki bara í eldhúsinu sem góð- gætið spratt fram heldur varstu líka með mjög græna og væna fingur þegar kom að garðyrkju. Þú varst iðin og hæf í gróðurhús- inu. Þú reyndir eftir bestu getu að miðla þekkingu þinni á blómum og grösum með misgóðum ár- angri. Við vorum vanalega spurð reglulega um nöfnin á hinum og þessum grösum, stundum varð fátt um svör en stundum rötuðum við á það rétta, þau voru stundum svo lík, elsku amma. Í nokkur ár slógum við bræður garðinn fyrir þig. Þú hafðir gróðursett ein- hverja plöntu, sem vinkona þín hafði gefið þér, við suðurenda garðsins. Án undantekningar var þessi hrísla „óvart“ slegin með restinni af garðinum við litla hrifningu þína. Á matmálstímum var alltaf tví- réttað. Eftir kvöldmat sátum við oft saman fyrir framan sjónvarpið og leystum hin ýmsu sakamál. Þú sast sjaldan auðum höndum og ef þú varst ekki að prjóna varstu við vefstólinn. Ullin var meira og minna unnin frá grunni og hvert barn, barnabarn, jafnvel lang- ömmubörn og aðrir fylgifiskar hafa fengið að njóta afrakstursins og gera enn. Þú varst frændrækin, vinmörg og veraldarvön. Jólakortin komu úr öllum heimsálfum og á nokkr- um tungumálum. Þú varst stolt af þingeyskum uppruna þínum og sýndir uppruna annarra mikinn áhuga. Þú varst ákaflega góð fyr- irmynd, talaðir aldrei illa um nokkurn mann, þú varst hraust, hafðir ríka réttlætiskennd og varst í góðum tengslum við nátt- úruna. Hjónaband ykkar afa bar alltaf með sér gagnkvæma virð- ingu og traust, það að þið væruð bestu vinir fór ekki fram hjá nokkrum manni. Elsku amma okkar, að hafa átt þig að var einstakt ævintýri. Við munum sakna þín mikið. Þeir ein- ir missa sem eiga. Megi algóður Guð þína sálu nú geyma, gæta að sorgmæddum, græða djúp sár. Þótt komin sért yfir í aðra heima, mun minning þín lifa um ókomin ár. (Höf. ók.) Harpa, Þorsteinn, Árni og fjölskyldur. Löng og farsæl ganga er að baki. Sólveig mágkona mín hefur kvatt. Dagsverkinu er lokið. Við sjáum á bak atorkukonu sem hafði tíma til alls og kom öllu í verk. Þingeyingnum þóttu fjöllin og ásarnir gróðursnauðir, saknaði kjarrgróðurs og berjalyngs. En hún hófst strax handa og ræktaði garðinn sinn, jafnt tré, blóm og matjurtir, og allt óx og dafnaði. Sólveig var afar félagslynd og naut þess að starfa að félagsmál- um. Hún söng í Kirkjukór Silfra- staðasóknar og Rökkurkórnum um árabil. Starfaði með Kven- félagi Akrahrepps og loks í Al- þýðulist. Hennar mesta áhugamál var þó handverkið, prjónaskapur og vefnaður. Peysurnar hennar hafa farið víða auk annars. Það varð engum kalt í návist hennar. Þegar aðeins fór að hægjast um var vefstóllinn settur upp, þar undi hún sér löngum stundum og skapaði sín listaverk. Þau prýða nú mörg heimili innanlands sem utan. Við sem njótum minnumst með þakklæti listfengu konunnar hennar Sólveigar okkar. Ég og fjölskylda mín eigum Sólveigu svo margt að þakka, hjálpsemi hennar og væntum- þykja var ómæld. Ég nefni nú bara laufabrauðið. Enn er vitnað í jólaboðin á Uppsölum. Hún var okkur öllum svo góð. Sólveig átti mjög auðvelt með að slá upp veislu og naut þess að fá gesti. Alltaf var pláss og alltaf var tími. Hún las mikið og fylgdist vel með. Ættfræðin var henni hug- leikin, hvort sem var austan eða vestan heiða. Sólveig var trygg uppruna sínum en hana vantaði stundum sálufélaga til að ræða þingeysku ættirnar. Þar vorum við tornæm. Þingeyski Skagfirð- ingurinn var sannarlega virk í samfélaginu og framlag hennar var stórt. En hvernig kom hún þessu öllu í verk? Það var hennar list. Elsku Sólveig mín, hjartans þakkir fyrir allt sem þú varst mér og mínum. Fölnuð er nú fjólan blá fallin vinan kæra. Hvíldu góðum guði hjá. glöð sem lindin tæra. Við sjáum hana sitja við vef- stólinn sinn og skapa sín listaverk. Skammt undan eru Þingeysku æviskrárnar. Hún gefur aðeins upp við vefinn og rifjar upp ætt- artengslin þar austur frá. Elsku Árni minn og fjölskyldan þín öll. Guð blessi ykkur minninguna. Samúðarkveðjur. Helga Bjarnadóttir. Hún Sólveig fékk ekki bara Árna þegar hún fluttist að Upp- sölum, frændgarður eiginmanns- ins átti gjarnan leið um Blöndu- hlíðina og leit í bæinn. Verkin gengu glatt á umsvifa- miklu heimili en alltaf var tími og rúm fyrir gesti. Frá húsráðendum stafaði góðvild, hlýja og um- hyggja, það var hlustað og talað af áhuga. Það var og er gott að koma að Uppsölum. Nú þegar lífsgöngu Sólveigar er lokið er okkur virðing og þakk- læti efst í huga, þakklæti fyrir vin- áttu, gestrisni og skemmtilegar stundir. Árna og fjölskyldunni sendum við innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Sólveigar Árnadóttur. Grímur og Theodóra. Uppsalir í Blönduhlíð. Þangað fluttu föðurforeldrar mínir árið 1925. Þar hófu foreldrar mínir, Halldór og Guðrún, sinn búskap árið 1951 og þar hófu Árni föð- urbróðir og Sólveig sinn búskap árið 1953. Þessi bær er því í einstöku uppáhaldi hjá mér þar sem ég átti heima þar fyrstu ár ævi minnar. Við fluttum síðar suður en Sólveig og Árni hafa búið þar góðu búi síð- an. Sólveig hefur ekki legið á liði sínu við að viðhalda rausn og gest- risni á Uppsölum. Þar eru allir velkomnir skyldir sem óskyldir og þótti Sólveigu mjög miður ef hún frétti af einhverjum á ferðinni, sem ekki „kom við“. Sólveig var með duglegri kon- um sem ég þekki, á meðan hún bakaði og eldaði matinn prjónaði hún lopapeysur og sokka, hún óf mottur og veggteppi, söng í Rökkurkórnum og kirkjukórnum og tók fullan þátt í búskapnum. Hún var vel lesin og stálminn- ug, fyrir fáeinum árum áttum við góða stund saman á meðan Árni var í réttarstússi. Þá rifjaði hún ýmislegt upp frá fyrri árum og mundi, að mér fannst, allar heim- sóknir fólks til þeirra. Árið 2008 fór Sólveig með Kvenfélagi Akrahrepps – þar var hún virk félagskona – til Barce- lona. Ég var svo heppin að Drífa dóttir hennar fékk mig með sér í þessa ferð. Þótt Sólveig þá 83 ára ætti orðið frekar erfitt með gang fór hún allt með okkur og gekk eftir þörfum en þegar við frænk- urnar fjórar sem þarna vorum fórum á Queen-tónleika sagðist hún ekki vilja fara með. „En ef það hefði verið Moody Blues …“ Uppsalir æsku minnar eru bað- aðir sérstakri hlýju ömmu og afa og ekki síður Sólveigar og Árna alla tíð síðan. Um leið og ég votta Árna, Ey- þóri, Ellu Sillu, Drífu og Önnu Sólveigu, tengdabörnum og öllum barna- og langömmubörnunum innilega samúð mína þakka ég Sollu fyrir skemmtilegheitin og hennar einstaka hlátur. Með kærri kveðju frá mömmu og Helgu systur. Sigurlaug Halldórsdóttir. „Já syngjum um lífið og lofum það líka.“ (ÞE) Ég man að þegar ég var ung stelpa fékk ég oft að vera á Upp- sölum á meðan göngurnar stóðu yfir og tók þátt í tilfallandi haust- verkum. Ógleymanlegar eru stundirnar í kartöflugarðinum og í minningunni var uppskeran alltaf svo góð og glaðst yfir hverju grasi sem tekið var upp. Og það var ekkert verið að drolla fram eftir á kvöldin en eftir kvöldkaffið sagði Sólveig til um hvenær við ættum að fara að „setjast að“, eins og hún kallaði það að fara í háttinn. Ég man dásamlegu jólaboðin á Uppsölum sem Sólveig stjórnaði af skörungsskap. Eftir matinn fórum við krakkarnir niður og dönsuðum í kringum gervitréð, sem var með lifandi ljósum á, og sungum jólalög. Í stofunni uppi var tré sem Árni hafði höggvið. Einnig var tekið í spil. Sólveig fékk jólakort frá Svíþjóð en þar hafði hún dvalið sem ung stúlka. Það fannst mér merkilegt og fannst hún svo sigld og forfrömuð, sveitastúlkan austan úr Þingeyj- arsýslu. Ég man að umræða um menn- ingu og listir var í hávegum höfð á Uppsölum og mikið hlustað á og rætt um tónlist. Sólveig vissi svo margt um t.d. bíómyndir og leik- ara og allt fannst mér þetta svo framandi. Hún fór bókstaflega á flug þegar rætt var um menningu og menningarviðburði ýmiss kon- ar og þótti ekki alltaf mikið til frammistöðu Skagfirðinga koma í samanburði við Þingeyinga en hún hélt merki þeirra ætíð hátt á lofti. Ég man fróðlegt spjall um ætt- fræði en hún var Sólveigu hug- leikin. Þá sé ég hana ljóslifandi fyrir mér snúast í eldhúsinu og búa til hræring handa afa. Ég man að á Uppsölum voru stundum útlendingar um styttri eða lengri tíma. Það fannst mér merkilegt og ég skildi ekki af hverju allt þetta fólk kom en ekki virtist tungumálið vefjast fyrir Uppsalahjónum. Ég man alla glugga fulla af blómum, sérstaklega pelargóní- um, gróðurhúsið og garðinn sem Sólveig nostraði við. Hún færði mömmu mjög oft þurrkuð eilífð- arblóm í afmælisgjöf í desember. Ég man eftir heimsókn hennar til mín þá nýkominnar af fæðing- ardeild. Hún sagðist vera komin til að sjá barnið og mig en ekki til að þiggja góðgjörðir. Sagði mér að sitja róleg og hellti sjálf upp á kaffi fyrir okkur. Ég man að Sólveig var ævin- lega með ótalmörg járn í eldinum. Þrátt fyrir að sinna heimilisstörf- um, prjóna lopapeysur í gríð og erg, vefa, sinna garðinum sínum ásamt inniræktun hafði hún alltaf tíma til að setjast niður og spjalla við gesti. Enda sóttu margir í Uppsali og þau Árni höfðingjar heim að sækja. Á eldhúsborðinu var ævinlega gómsætt heimabak- kelsi og oft heitt súkkulaði með rjóma. Ég ætla ekki að dvelja lengi við að syrgja fráfall Sólveigar heldur gleðjast yfir farsælu ævistarfi hennar, þakka fyrir að hafa haft hana sem hluta af tilveru minni og átt með henni ljúfa samleið. „Ég syng bara um lífið og syngdu með mér“ (ÞE). Með virðingu og þakklæti. Blessuð sé minning Sólveigar. Sigurlaug Kristín Konráðsdóttir. Margt er það og margt er það sem minningarnar vekur, og þær eru það eina sem enginn frá mér tekur. (Davíð Stefánsson) Þegar á ævina líður finnur maður glöggt gildi góðra minn- inga og mig langar að leiðarlokum að þakka kærri vinkonu, Sólveigu Árnadóttur, fyrir sjóð góðra minninga. Í mínum huga er hún einstök kona. Síung í anda, fróð og skemmtileg. Áhugamál hennar voru mörg og margvísleg. Hún Sólveig Árnadóttir HINSTA KVEÐJA Elskulega Sólveig mín! Takk fyrir veislurnar, takk fyrir sönginn, takk fyrir garnið, takk fyrir jarðarberin, heita súkku- laðið og nágrennið í nær 20 ár. Þó verður þér aldrei fullþakkað fyrir allt saman. Hvíl í friði mín kæra. Þú áttir söngva og sól í hjarta er signdi og fágaði viljans stál. Þeir þurftu ekki um kulda að kvarta, er kynni höfðu af þinni sál. (Grétar Fells) Öllum á Uppsölum og fjölskyldum þeirra sendi ég mínar innilegustu samúð- arkveðjur. Kolbrún Grétarsdóttir og fjölskylda Úlfsstöðum. Er sól af himni hnígur og höfgi vermir brá. Þá dýrðlegt er að dvelja við og Drottins blessun fá. Þér ljúft var gleði að gefa og græddir margra sár. Þú huggaðir í hljóðri bæn af hvörmum þerrðir tár. Þó degi halli og dofni bál Guðs dýrðarljómi skín. Hann vakir yfir veikri sál Hann verndar og gætir þín. Nú ferðin hinsta er hafin þú hvíldar nýtur brátt. Með klökkum huga kveðjum þig í kærleika og sátt. Kolbeinn og Þorleifur Konráðssynir frá Frostastöðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.