Morgunblaðið - 28.02.2015, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2015
Hæ sæti, hvað ert þú að borða?
Smáralind | Kringlunni | Krossmóa Reykjanesbæ | sími 511-2022 | www.dyrabaer.is
– Bragðgott og hollt fóður sem inniheldur
100% náttúruleg efni.
– Inniheldur ENGIN gerfiefni
– Engin litarefni.
– Engin auka bragðefni.
– Engin erfðabreytt matvæli eru í fóðrinu.
Verð frá 2.49
4 kr.
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Fullorðnir einstaklingar, sem ekki
hafa verið bólusettir gegn misl-
ingum, eða eru í óvissu um það, geta
farið á næstu heilsugæslustöð og
óskað eftir bólusetningu. Haraldur
Briem sóttvarnalæknir mælir sér-
staklega með því ef fólk er að
ferðast til landa sem vitað er um að
mislingar hafi komið upp. Ekki sé
annars þörf á bólusetningu fullorð-
inna.
Embætti landlæknis hefur borist
fjöldi fyrirspurna síðustu daga um
mislinga frá áhyggjufullum for-
eldrum. Haraldur undrast þá miklu
umræðu sem skapast hefur um misl-
inga að undanförnu í ljósi þess að
sjúkdómurinn sé víða búinn að vera
vandamál mörg undanfarin ár og
margir dáið af völdum hans, bæði
austan hafs og vestan. Þúsundir til-
vika komi upp árlega, t.d. í Mið- og
Austur-Evrópu og berist þaðan til
Bandaríkjanna og Kanada.
„Þetta bendir til þess að eitthvað
hafi menn slegið slöku við í bólu-
setningum,“ segir Haraldur, en það
virðist ekki eiga við hér á landi.
Skipulögð bólusetning gegn misl-
ingum á Íslandi hófst árið 1976 þeg-
ar tveggja ára börn voru bólusett.
Aldurinn var síðan lækkaður
1989, þegar 18 mánaða börn voru
fyrst bólusett og einnig í sömu
andrá gegn rauðum hundum og
hettusótt. Við 12 ára aldur hafa börn
aftur verið bólusett við þessum sjúk-
dómum. Aðspurður segir Haraldur
dæmi þess að fullorðnir ein-
staklingar hafi smitast af börnum og
fengið mislinga. Slík tilvik geti orðið
mun skæðari en hjá börnum.
„Við höfum bólusett það kröft-
uglega að líkurnar minnka á út-
breiðslu smits, jafnvel þó að næmir
einstaklingar verði fyrir því óláni að
veikjast. Bólusetningarkerfi okkar
hefur bægt þessum sjúkdómi frá,“
segir Haraldur en vitað er um eitt
mislingatilfelli í fyrra, þegar eins árs
gamalt barn kom hingað frá Filipps-
eyjum og hafði smitast þar og veikst.
Barnið fékk meðferð á Barnaspítala
Hringsins og engin frekari smit
komu upp. Þar áður komu mislingar
síðast upp hér á landi árið 1996.
Fari fólk til útlanda
þarf bólusetningu
Fullorðið fólk sem ekki var bólusett
gegn mislingum getur farið til læknis
AFP
Mislingar Mælt er með því að öll
börn séu bólusett gegn mislingum.
Landsvirkjun
gerði í gær
samning um
kaup á 45 MW
vélasamstæðu
fyrir Þeista-
reykjavirkjun af
fyrirtækjunum
Fuji Electric og
Balcke Dürr. Í
tilkynningu frá
Landsvirkjun segir að virkjunin,
sem er jarðvarmavirkjun, geti hafið
rekstur haustið 2017. Áætlanir gera
ráð fyrir að framkvæmdir við bygg-
ingar virkjunarinnar hefjist í vor.
Vélasamstæðan var keypt í út-
boði og var tilboð fyrirtækjanna
tveggja 75% af kostnaðaráætlun
verkkaupa. Heildarfjárhæð samn-
ingsins er um 5,6 milljarðar króna.
„Hagstæð tilboð bárust í verkið og
við fögnum því að skrifa undir
samning við þessa öflugu aðila,“ er
haft eftir Herði Arnarsyni, for-
stjóra Landsvirkjunar, í frétta-
tilkynningu.
Gæti hafist
árið 2017
Hörður Arnarson
Hvernig er orðið bólusetning kom-
ið til, sem notað er um meðferð
gegn smitsjúkdómum? Haraldur
Briem kann söguna á bak við það,
en líkast til hefur íslenskan skapað
sér sérstöðu í þessum efnum sem
mörgum öðrum. „Þetta má rekja
til stórubólunnar, eða bólusótt-
arinnar, sem leikið hefur íslenska
þjóð hvað verst gegnum tíðina.
Stórabóla kom fyrst upp á 13. öld
og gekk yfir landið tvisvar eða
þrisvar á öld. Í stórubólu á árunum
1707-09 dóu hátt í 30% þjóðar-
innar, á besta aldri. Síðan gerðist
það að Edward Jenner og fleiri
uppgötvuðu að mjaltakonur gátu
fengið kúabólu. Ef þú fékkst kúa-
bólu, t.d. bólu á höndum, þá varstu
varinn fyrir bólusótt. Þá datt Jenn-
er í hug að það væri hægt að nota
kúabóluna til að bólusetja og fólk
var þá bólusett með kúabólu.
Þannig er þetta orð, bólusetning,
komið til, en það kom meðal ann-
ars fram í kansellíbréfi til Íslands
árið 1805 frá dönsku heilbrigð-
isstofnuninni, sem vildi hefja hér
bólusetningar, nokkrum árum eftir
uppgötvun Jenners og félaga.
Þetta er eina skyldubólusetningin
hér á landi, fyrr og síðar.“
Fólk bólusett með kúabólu
ORÐIÐ BÓLUSETNING Á SÉR LANGA OG MERKA SÖGU
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Deilihagkerfið er komið til að vera.
Það er ekki lengur bundið við jaðar-
hópa heldur er útbreiðslan orðin al-
menn. Ný tækni lækkar viðskipta-
kostnað mikið og auðveldar nýjum
hópum að stunda viðskipti.
Þetta segir Magnús Árni Skúla-
son, hagfræðingur hjá Reykjavík
Economics (RE), en hann var einn
skipuleggjenda ráðstefnu sem RE,
Expectus og Reykjavíkurborg stóðu
fyrir í Ráðhúsi Reykjavíkur um
ógnir og tækifæri deilihagkerfisins.
Með deilihagkerfi er meðal ann-
ars átt við viðskipti milli einstak-
linga þar sem nytjahlutir, bifreiðar
eða íbúðir eru lánaðar gegn
greiðslu.
Magnús Árni segir kerfið drifið
áfram af hagrænum hvötum. Út um
allan heim hafi fólk reynt að hag-
ræða eftir að heimskreppan skall á
2008 og lækka húsnæðiskostnað.
Magnús Árni telur að útleiga
íbúða til erlendra ferðamanna á Ís-
landi í gegnum airbnb og aðra vefi á
síðustu árum hafi átt þátt í miklum
vexti ferðaþjónustunnar. Notendur
verji minna fé til gistingar en eigi
meira afgangs í ferðir og afþrey-
ingu. Á þann hátt eigi deilihagkerfið
þátt í efnahagsbata síðustu ára.
Magnús Árni segir að á vissan
hátt hafi verið til deilihagkerfi í
gamla daga. Fólk hafi til dæmis
skipst á verkfærum og lánað hvað
öðru kaffi, sykur og annað sem
þurfti í búið. Sú eðlisbreyting hafi
orðið á deilihagkerfinu að nú sé
þátttakan ekki lengur bundin við
persónuleg tengsl. Umsagnir á net-
inu byggi upp traust.
Þriðja byltingin á netinu
Þorvarður Sveinsson, yfirmaður
stefnumótandi verkefna hjá Voda-
fone, segir næstu byltingu á netinu
munu styrkja deilihagkerfið í sessi.
„Við stöndum á þröskuldi nýrrar
tæknibyltingar. Segja má að það sé
þriðja bylgjan í þróun fjarskipta-
tækninnar, þ.e. tengingu hluta.
Fyrsta bylgjan tók hundrað ár og
fólst í að tengja staði með kop-
arlínum fyrir fastlínukerfið. Næsta
bylgja snerist um að tengja fólk
með farsímum. Sú bylgja hófst 1975
og stóð fram á þessa öld. Þriðja
bylgjan snýst ekki aðeins um að
tengja saman staði og fólk heldur
líka hluti. Bíllinn, kaffikannan og
aðrir hlutir munu verða nettengdir.
Þessi tenging mun auðvelda okkur
að deila hlutum. Skilvirkni í notkun
hluta mun aukast mikið. Það gæti
t.d. orðið auðveldara að lána sláttu-
vélina. Upplýsingar um hluti eru
komnar á netið og til fólksins í
gegnum farsíma. Traustið þarf hins
vegar að fylgja með. Fólk þarf að
vera tilbúið að lána hluti. Hið nýja
net allra hluta auðveldar eftirlit
með hlutum. Sláttuvélin lætur stöð-
ugt vita hvar hún er,“ segir Þor-
varður sem telur þessa tengingu
bjóða upp á mikil tækifæri fyrir bíl-
eigendur.
Samnýting bíla mun aukast
Sigurður Jensson, sviðsstjóri
eftirlitssviðs hjá Ríkisskattstjóra,
segir deilihagkerfið orðið umfangs-
mikið. „Þegar ákveðin leyndar-
hyggja er yfir starfsemi, þ.e. þegar
ekki er greinilegt hverjir standa að
viðskiptum, eykur það hættu á því
að menn freistist til að standa ekki
skil á þeim sköttum og gjöldum sem
ber að gera,“ segir Sigurður.
Hann segir útleigu íbúða til
ferðamanna skattskylda starfsemi.
Hins vegar sé samnýting hluta, t.d.
bíla, í gegnum síður eins og sam-
ferða.net ekki skattskyld. Sama
gildi um sölu einstaklinga á lausa-
fjármunum, á borð við húsgögn.
„Það er margt jákvætt við deili-
hagkerfið. Það getur t.d. aukið að-
gengi almennings að þekkingu. Það
auðveldar fólki að deila og miðla
hlutum án þess að það skapi skatt-
skyldu.“
Morgunblaðið/Ómar
Horft úr Hallgrímskirkjuturni Á annað þúsund íbúðir í miðborginni eru
leigðar út af einstaklingum til erlendra ferðamanna í gegnum vefsíður.
Heimskreppan ól
af sér deilihagkerfið
Sviðsstjóri hjá Vodafone segir tæknibyltingu í vændum
Birgir Þór
Halldórsson
forritari stofn-
aði vefinn
samferða.net
árið 2005.
Síðan hafa ríf-
lega 71.500
bílferðir verið
skipulagðar í
gegnum síð-
una og hlaupa
farþegar því líklega á hundr-
uðum þúsunda. Ökumaður og
verðandi farþegar geta óskað
eftir því að deila eldsneytis-
kostnaði og skipta þeir honum
síðan milliliðalaust. Hlutverk
síðunnar er að tengja fólk sam-
an, ekki að miðla greiðslum.
Birgir Þór segir að notkunin
hafi aukist með hækkandi elds-
neytisverði 2008. Hún hafi síð-
an verið stöðug en sú breyting
orðið á að hún sé orðin jafnari
yfir árið. „Til að byrja með voru
útlendingar í meirihluta not-
enda. Notkunin var því meiri á
sumrin. Hún hefur síðan jafnast
út og eru Íslendingar farnir að
nota vefinn allt árið. Akureyr-
ingar eru duglegastir við að
nota síðuna.“
Bílum deilt í
71.500 skipti
SAMFERÐA.NET
Birgir Þór
Halldórsson