Morgunblaðið - 28.02.2015, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.02.2015, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2015 Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Viðbrögð lesenda Morgunblaðsins við „öfuga blaðinu“ í gær voru nokkuð sterk. Almennt voru þau já- kvæð og skemmtilegar umræður sköpuðust á samfélagsmiðlum. „Þetta er nú meiri vitleysan í ykkur,“ sagði ein kona sem hringdi til blaðsins í gær, og síðan skellti hún á. María Lilja Moritz Viðars- dóttir, þjónustustjóri Árvakurs, segir lesendur almennt hafa haft gaman af þessu og fundist uppá- tækið skondið. „Annars finnum við það glögg- lega að fólk er íhaldssamt og vill fá Moggann sinn réttan í fyrramálið [í dag]. Einn vildi að við lofuðum að gera þetta ekki aftur og annar sagðist lesa blaðið frá a til ö en ekki frá ö til a,“ segir María og hlær. Eins og fram kom í blaðinu í gær var þetta gert í tilefni þess að nýtt happdrætti er hafið meðal áskrifenda. 22. apríl nk. verður Toyota Corolla-bifreið dregin úr potti með nöfnum áskrifenda blaðs- ins. Um samstarfsverkefni Morg- unblaðsins og Toyota á Íslandi er að ræða en bílaumboðið fagnar því á þessu ári að 50 ár eru liðin síðan fyrsta Toyotan var flutt til lands- ins. Með breytingunni á blaðinu í gær var einnig verið að höfða til gamals vana margra lesenda frá því að baksíða Morgunblaðsins var forsíða innlendra frétta og erlend- ar fréttir voru á forsíðunni. Forseti Alþingis fór óöruggur inn í daginn Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, ritaði á Facebook-vefinn sinn í gærmorgun og birti mynd af forsíðu blaðsins, sem jafnan er bak- síðan: „Allt er í heiminum hverfult, sagði skáldið Jónas. En nú gerðist það sem ég átti síst von á. Mogginn minn, sem ég hef lesið frá því ég fór að geta kveðið að, birtist mér umsnúinn í morgun; baksíðan kom- in á forsíðuna og forsíðan á baksíð- una. Mér finnst ég fara hálf óöruggur inn í daginn. – Að vísu einn kostur við þetta allt saman. Vísnahornið hans Halldórs Blöndal, eitt allra besta efni blaðsins, birtist framar í blaðinu.“ Í kjölfar þessarar færslu komu mörg fjörug ummæli, sem sjá má brot af hér til hliðar. En hvort sem það er „öfuga“ Mogganum um að kenna eða ekki, þá var hlegið hátt í þingsölum í gær þegar Einar kynnti Eyglóu Harðardóttur sem „Valgerði Bjarnadóttur, hæstvirtan félags- og húsnæðismálaráðherra“. „Forseti fór línuvillt,“ sagði Einar og gerði létt grín að öllu saman. „Þetta er nú meiri vitleysan í ykkur“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Snúið við Morgunblaðið í gær var óhefðbundið, með baksíðuna á forsíðunni og forsíðuna á baksíðunni. Sterk viðbrögð lesenda en almennt jákvæð við því að Morgunblaðinu í gær var snúið við ’ Heimasætunni fannst þetta stór- snjallt, enda blaðið til heiðurs henni og hennar líkum. Gaman að þessu. Jakob Falur Garðarsson ’ Dásamleg hugmynd sem gladdi mig í morgunsárið. Rúnar Helgi Vignisson ’ Fletti Mogganum ýmist afturábak eða áfram. Var sáttur við uppsetn- inguna í morgun, fannst samt smá skrítið, og áttaði mig ekki fyrr en ég sá fylgimiðann. Tryggvi Pétursson ’ Bara svo gay for a day þetta blað. Guðrún Ögmundsdóttir ’ Þetta ruglar mig nú alveg í ríminu því ég er nefnilega vön að byrja á baksíðunni því þá kem ég fyrr að dán- artilkynningunum. Er það ekki týpískt fyrir minn aldur? Stella Ingvarsdóttir ’ Gott hjá Moggamönnum að vekja landsmenn til vitundar um það hversu stöðugleikinn er mikilvægur. Sturla Böðvarsson ’ Verður þá að lesa hann eins og skrattinn biblíuna? Jóhann Rögnvaldsson ’ Ef þetta væri nú það eina sem er öfugsnúið í Mogganum. Eiríkur Rögnvaldsson ’ Það munaði engu að ég læsi Mogg- ann á hvolfi í morgun til þess eins að geta haldið vana mínum við lestur blaðsins. Svona uppsetning blaðsins er ekki salernisvæn fyrir menn sem bundnir eru í viðjum vanans. Jón Sigurðsson ’ Miklu betri Moggi. Kristján B. Jónasson ’ Af hverju er forsíðan ekki á síðu 1? Finnst þeir klikka á því. Guðmundur Stefán Maríasson ’ Hinsegin dagar hjá Mogganum. En Leiðarinn var á sínum stað. Sveinn Óskar Sigurðsson Ummæli fólks á Facebook „Rétt er að benda á, að svefnhöfgi unglinga að morgni til er þekkt vandamál í öðrum löndum, einnig þeim sem seinka klukkunni að vetri til. Það sýnir að stilling klukkunnar er ekki rót vandans,“ segir í niður- lagi umsagnar Þorsteins Sæmunds- sonar stjörnufræðings og Gunnlaugs Björnssonar stjarneðlisfræðings um þingsályktunartillögu um seinkun klukkunnar. Í umsögninni kennir ýmissa grasa og farið er yfir rök með og á móti klukkubreytingu. „Höfuðmarkmiðið með stillingu klukkunnar hlýtur að vera það að samræma sem best vökutíma og birtutíma annars vegar, og svefntíma og myrkur hins vegar,“ segir í umsöginni. Þar er lítið gefið fyrir þau rök að seinkun hafi jákvæð heilsufarsleg áhrif. Í tillögunni segir m.a. að breyting myndi hafa jákvæð áhrif, sérstaklega á ungmenni sök- um þess að líkamsklukkan fari eftir gangi sólar og það valdi togstreitu þegar staðarklukkan gangi ekki í takt við birtutímann. „Þarna er horft framhjá þeirri staðreynd sem menn hafa lengi þekkt, að raflýsing hefur áhrif á líkamsklukkuna og raskar því hinni náttúrulegu sveiflu […] Í þjóð- félagi nútímans ræður sólarljósið ekki stillingu líkamsklukkunnar nema að takmörkuðu leyti. Því ætti ekki að vekja mönnum falsvonir um að líðan þeirra muni batna til muna við það að seinka klukkunni.“ Morgunblaðið/RAX Birta Sumir vilja að fyrr birti á dag- inn, aðrir að birtan lifi lengur. Ungmenni eru víða þungsvæf  Umsögn um tillögu um breytta klukku Alls eru 694 einbreiðar brýr í ís- lenska þjóðvegakerfinu og er með- alaldur þeirra 50 ár. Þetta kemur fram í svari Ólafar Nordal, innanríkisráðherra, á Al- þingi við fyrirspurn Haraldar Ein- arssonar, þingmanns Framsóknar- flokksins. Alls eru 1.190 brýr í umsjón Vega- gerðarinnar. Af þeim 694 brúm, sem eru einbreiðar, eru 197 þar sem há- markshraði er 90 km/klst. Flestar eru í Suðurkjördæmi, eða 73 og þar af eru 22 í Sveitarfélaginu Horna- firði. Fram kemur í svari ráðherra, að í vegáætlunarhluta samgönguáætlun- ar 2011-2022 sé gert sérstaklega ráð fyrir fjárveitingu til breikkunar ein- breiðra brúa að upphæð 1.500 millj- ónir króna á tímabilinu. Þær 197 brýr, þar sem hámarkshraði er 90 km, eru samtals 9.436 metrar að lengd. Stærðargráða kostnaðar við að endurgera brýr af slíkri lengd og tvöfaldar að breidd gæti verið 30 milljarðar. Til viðbótar kæmi kostn- aður við vegagerð sem sé mismikill eftir aðstæðum á hverjum stað. Verkefnið sé því gríðarlega stórt. Morgunblaðið/RAX Einbreið brú Brúin yfir Hornafjarðarfljót er ein margra einbreiðra brúa. 694 einbreiðar brýr á vegum landsins VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | SÍMI 510 1700 | WWW.VR.IS Frambjóðendur til stjórnar VR kjörtímabilið 2015–2017 kynna sig á félagsfundi í sal VR, Húsi verslunarinnar, jarðhæð, miðvikudaginn 4. mars kl. 19.30. Allir VR félagar velkomnir!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.