Morgunblaðið - 28.02.2015, Page 45
bregða á leik. Gjarnan var tekið í
spil og oft fylgdi því gleði og fjör.
Síðar átti ég góðar stundir með
ömmu og afa í reitnum í Skíðadal
þar sem þau voru með hjólhýsið
sitt. Þar kenndi amma mér að
þekkja fuglana og hljóðin og
hvernig hægt væri að kallast á við
þá.
Stundirnar með ömmu urðu
færri eftir að ég flutti frá Dalvík,
en alltaf var jafn gaman að koma
til hennar. Fram á síðasta dag var
hún alveg með það á hreinu hvað
við vorum að gera og hafði gaman
af því að heyra af langömmubörn-
unum. Hún hafði gjarnan fréttir
handa okkur af öðrum fjölskyldu-
meðlimum enda sýndi hún öllum
áhuga og var vel ern fram í andlát-
ið.
Með ömmu er farin mikil kona.
Kona sem lifði tímana tvenna og
kona sem með eljusemi, dugnaði
og æðruleysi komst það sem hún
ætlaði sér. Minning hennar mun
ætíð lifa með okkur.
Lilja B. Rögnvaldsdóttir.
Elsku amma Lilja, mikið á ég
eftir að sakna þín. Þú varst alltaf
til staðar fyrir mig, hughreystir
mig, huggaðir mig og stappaðir í
mig stálinu þegar á þurfti að
halda. Ég man þær stundir þegar
ég laumaði mér heim til þín úr frí-
mínútum til þess að finna mér
skjól og alltaf gat maður treyst á
það að komast í útbreiddan faðm
þinn og hlýju. Við settumst niður
og tókum oftar en ekki í spil,
rommí og lönguvitleysu, mikið var
það gaman. Þú varst alltaf svo
sterk og glöð, alveg fram á síðustu
augnablikin okkar saman.
Það eru margar stundirnar sem
eru fastar í huga mínum sem við
áttum saman og oft eru það þessar
litlu stundir og augnablik sem eru
manni dýrmætastar. Þótti mér
alltaf merkilegt þegar þú bakaðir,
hvernig þú bjóst til gíg úr hveiti og
skelltir svo öllum eggjum og
blautvöru beint í miðjuna og byrj-
aðir að hnoða þetta saman. Ég
beið alltaf eftir því að allt rynni út
á gólf, en snöggar hendur þínar og
áratuga reynsla sá til þess að aldr-
ei gerðist það. Mikið þótti mér
þetta spennandi.
Skrítna kaffivélin sem sullaði
alltaf kaffinu upp í lokið þegar hún
var að hella upp á, þetta gat maður
horft á, alla uppáhellinguna og að
ógleymdir fjallagrasasúpunni, þú
varst svo dugleg að fara í fjallið. Á
hverjum einasta degi fékkstu þér
göngu og tíndir eitthvað á leiðinni,
hvort sem það voru ber eða fjalla-
grös. Ég man að ég drakk nú eig-
inlega bara mjólkina úr súpunni,
dísæta og volga, grösin fengu ekki
mikla athygli.
Við áttum mörg jólin saman og
voru það yndislegar stundir, ég
mun ekki gleyma góðlátlega
stressinu sem fylgdi þér þegar bú-
ið var að opna pakkana. Nú átti að
drífa sig heim til þín og fara taka
til matinn fyrir jólaboðið sem þú
hélst öll aðfangadagskvöld í mörg
ár. Við vorum nú alltaf frekar tím-
anlega þannig að við pabbi gátum
lagt okkur aðeins í sófunum þínum
áður en ættmennin bar að garði,
enda varstu eiginlega búin að taka
þetta allt til og ekki mikið eftir til
að setja á borðið. Þú varst alltaf
svo skipulögð og með þitt á
hreinu.
Ég veit að á þeim góða stað sem
þú ert komin ertu farin að syngja
og dansa um gólfin, smita alla í
kringum þig með brosi þínu og
hlátri.
Hærra, minn Guð, til þín,
hærra til þín,
enda þótt öll sé kross
upphefðin mín.
Hljóma skal harpan mín:
Hærra, minn Guð, til þín,
hærra til þín.
(Matthías Jochumsson.)
Elsku hjartans amma Lilja
mín, takk fyrir allt sem þú veittir
mér og kenndir á lífshlaupi þínu,
kærleik þinn og hlýju.
Jón Ingi Sigurðsson,
Súsanna Sigurðardóttir.
MINNINGAR 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2015
✝ Bogi JónssonMelsteð fædd-
ist að Vaðnesi í
Grímsnesi 10. októ-
ber 1930. Hann lést
á Landspítalanum
Fossvogi 15. febr-
úar 2015.
Foreldrar hans
voru Jón Steinn
Bjarnason Melsteð,
f. 8. janúar 1891, d.
22. janúar 1951, og
Gestrún Markúsdóttir, f. 26.
október 1892, d. 19. júlí 1958.
Systir Boga er Jónína, f. 2. júní
1929, búsett í Reykjavík og upp-
eldisbróðir hans er Hreiðar Jón
Hallgeirsson, f. 27. desember
1942, en hann kom að Framnesi
á fjórða aldursári. Hreiðar er
kvæntur Margréti B. Bjarna-
dóttur, f. 14. júlí 1949, og eru
þau búsett á Selfossi.
Eftirlifandi eiginkona Boga
er Kristín Bjarnadóttir, f. 6.
október 1936, frá Syðri-
Brúnavöllum. Kristín er dóttir
hjónanna Bjarna Þorsteins-
sonar, f. 9. ágúst 1899, d. 11.
febrúar 1996, og Helgu Andrés-
dóttur, f. 12. júní 1900, d. 28.
ar, f. 29. janúar 1973, vélvirki, í
sambúð með Önnu Guðbjörgu
Lárusdóttur, f. 2. október 1969,
íþróttakennara. Rúnar og Anna
eru búsett á Akranesi.
Bogi fluttist tveggja ára að
Framnesi í Skeiðahreppi þar
sem hann ólst síðan upp. Hann
gekk í barnaskólann að Braut-
arholti og lauk þaðan barna-
skólaprófi. Að skólagöngu lok-
inni tók Bogi þátt í búskapnum
í Framnesi og eftir andlát föður
hans bjó hann áfram með móð-
ur sinni og var henni innan
handar í búskapnum. Eftir and-
lát móður hans bjuggu Bogi og
Jónína systir hans félagsbúi í
Framnesi uns Bogi flutti að
Syðri-Brúnavöllum 1963 þar
sem hann tók við búi ásamt
Kristínu eiginkonu sinni. Sam-
hliða búskap stundaði Bogi ým-
is tilfallandi störf sem vörubíl-
stjóri, s.s. við vegavinnu, vöru-
og áburðarflutninga, fjárflutn-
inga á fjall á sumri og á haustin
fjárflutninga í sláturhús. Einn-
ig var hann hagleiksmaður á
vélar og í vélaviðgerðum en
hann var sjálfmenntaður á því
sviði.
Útför Boga fer fram frá
Skálholtskirkju í dag, 28. febr-
úar 2015, kl. 13. Jarðsett verð-
ur í Ólafsvallakirkjugarði.
mars 1945. Bogi og
Kristín gengu í
hjónaband 14. sept-
ember 1963 og
eignuðust þau fjög-
ur börn: 1. Helga, f.
28. júní 1961, kenn-
ari, gift Magnúsi
Steinarssyni raf-
virkja, f. 12. októ-
ber 1960. Helga og
Magnús eru búsett
í Reykjavík og syn-
ir þeirra eru Steinar Ingi, f. 25.
september 1991, bifvélavirki og
Kristinn Thór, f. 17. september
1995. 2. Jón, f. 1. febrúar 1964,
vélvirki, kvæntur Þórhildi Unu
Stefánsdóttur sjúkraliða, f. 13.
nóvember 1974. Jón og Þórhild-
ur eru búsett í Reykjavík og
synir þeirra eru Bogi Örn, f. 18.
ágúst 1995, og Hafsteinn, f. 10.
september 2001. 3. Bjarni, f. 10
júlí 1966, vélfræðingur, í sam-
búð með Þorbjörgu Erlends-
dóttur sjúkraliða, f. 4. apríl
1958. Bjarni og Þorbjörg eru
búsett í Hafnarfirði og börn
þeirra eru Gunnar, f. 3. apríl
1994, Davíð, f. 14. júlí 1998 og
Kristín, f. 5 ágúst 2001. 4. Rún-
Mig langar til að minnast afa í
nokkrum orðum.
Frá því að ég man eftir hef ég
dvalið á sumrin hjá afa og ömmu
á Syðri-Brúnavöllum.
Afi var mikill vélamaður og
voru vélar og tæki eitt af áhuga-
málum hans. Hann átti Zetor-
traktora og hafði mikið dálæti á
þeim og sagði að „ekkert jafn-
aðist á við Zetor“. Þá var að-
alsportið að fá að vera með afa í
Zetor við heyskapinn og fyrstu
minningar eru frá heyskapnum í
Framnesi þegar var verið að
tína baggana á vörubílinn. Gam-
an var að sitja í traktornum þeg-
ar var verið að flytja hey, á milli
Framness og Syðri-Brúnavalla.
Samt var skemmtilegast þegar
var verið að rúlla heyinu og
fylgjast með tölvunni fyrir rúllu-
vélina og láta afa vita þegar tölv-
an gaf frá sér hljóð um að rúllan
væri tilbúin því seinni árin var
heyrn afa farin að versna.
Afa fannst gaman að fara að
veiða og fór hann stundum í
dagsveiðiferðir á sumrin. Afla-
brögð voru misjöfn eins og
gengur, en alltaf var hann
ánægður með ferðina þó svo að
honum fyndist stundum kíló-
verðið hátt á fiskinum. Í seinni
tíð eftir að afi og amma hættu
með kýrnar fóru þau að ferðast
erlendis. Afi keypti sér vídeó-
upptökuvél og hafði með sér í
ferðirnar. Hann náði góðum tök-
um á þeirri tækni og var mynd-
efnið síðan fært yfir á vídeóspól-
ur til að sýna okkur. Gat hver
ferð tekið nokkra klukkutíma í
sýningu en afi hafði gaman af að
horfa á ferðirnar og segja frá.
Í mörg sumur vann ég í Fjalli
en dvaldi á næturnar hjá afa og
ömmu. Þegar ég kom heim á
kvöldin var afi forvitinn um hvað
ég hafði verið að gera á daginn
og einnig ræddum við um vélar
og málefni líðandi stundar.
Hann spurði ætíð frétta úr
Reykjavíkinni, hvernig gengi í
vinnunni á verkstæðinu og hafði
gaman af þegar ég sagði frá
ferðum mínum út á land að
sækja bilaða bíla og þurfti
margs að spyrja.
Í seinni tíð fór ég að hjálpa
honum í girðingarvinnu og í
sumar sem leið fór ég að laga
girðingar með afa. Það var mik-
ill hugur í honum þó svo að
heilsan væri farin að dala og
hann mátti ekkert vera að því að
hafa stafinn sinn með sér þegar
hann gekk með girðingunni í
þúfunum. Allt í einu hvarf afi og
var sem jörðin hefði gleypt
hann. Þá hafði hann misst fót-
anna í þúfunum, dottið, reis
fljótlega upp aftur og hló að
sjálfum sér en ég þakkaði fyrir
að hann var heill. Það stoppaði
samt ekki afa að halda áfram
staflaus með girðingunni.
Nú er komið að ferðalokum
og ég vil þakka þér fyrir sam-
fylgdina.
Steinar Ingi.
Fyrst þegar ég man Boga bjó
hann í Framnesi með Nínu syst-
ur sinni og móður þeirra. Mikill
og góður samgangur var alla tíð
milli heimilanna í Framnesi og
Fjalli og fljótt komst ég upp á
lag með að elta Boga við vinnu
sína. Hann var alltaf að gera
eitthvað spennandi, að mér
fannst, meðfram hefðbundnum
bústörfum sem vöktu ómælda
forvitni mína í æsku, ákaflega
handlaginn, áhugasviðið vélar og
annað sem snérist og allt virtist
leika í höndunum á honum sem
hann tók fyrir. Oft furðaði ég
mig á hvernig hann vissi alltaf
hvernig hinir flóknustu hlutir
virkuðu eða áttu að virka, svona
sjálfmenntaður eins og hann var.
Ófáar gleðistundir áttum við
saman síðar á ævinni við við-
gerðir á hinum ýmsu tækjum og
ekki alltaf spáð í hvað tímanum
leið og ávallt jafn gaman þegar
hlutirnir voru komnir saman og
virkuðu.
Vatnsaflsstöð var í Framnesi
áður en samveiturafmagn kom
og því voru þar til eldavél,
þvottavél, ísskápur, ryksuga og
önnur raftæki sem ekki voru á
hverjum bæ. Þá voru til í
„bragganum“ alls konar raf-
magnshandverkfæri til viðgerða
sem ekki sáust til sveita. Þá
eignaðist hann gastæki og raf-
suðutæki, þau fyrstu hér í sveit,
á sjötta áratug síðustu aldar og
þá stóð nú orðið fátt fyrir í við-
gerðum og sköpunarvinnu og
hreint með ólíkindum hvað gert
var í Framnesbragganum og þar
gekk margur skrjóðurinn í end-
urnýjun lífdaga. Þá nutu ná-
grannar og vinir góðs af að
koma með tæki og tól til við-
gerða, því greiðasemin var með
ólíkindum og ekki fór ég var-
hluta af henni síðar með aðstoð
við byggingar og hvað annað,
hann kom bara óumbeðinn.
Vorið 1963 brugðu þau systk-
in búi í Framnesi og rak hann þá
kýrnar að Brúnavöllum til Krist-
ínar unnustu sinnar sem þar bjó
með föður sínum og settu þau
þar saman sitt bú og nytjuðu
áfram Framnes til slægna. Á
Brúnavöllum bjuggu þau góðu
og arðsömu búi út öldina en
drógu þá saman skepnuhald að
mestu. Allur vélakostur er til í
toppstandi, geymdur inni og er
þar margur fágætur gripurinn
falinn, enda sérstakt keppikefli
Boga að vélarnar væru í lagi.
Alltaf átti Bogi vörubíl, ýtur og
gröfur sem hann gerði út sam-
hliða búskap þeirra hjóna og
vildu því dagarnir stundum
teygjast inn í nóttina hjá honum
ef bilanir voru og því mikils virði
að konan og börnin gátu séð um
búskapinn, að ógleymdum
Bjarna afa á meðan hans naut
við.
Frábitinn var Bogi allri fé-
lagsmálastarfsemi og kærði sig
ekki um vegtyllur í lífinu, dag-
farsprúður með ríka réttlætis-
kennd, fastur á skoðunum sínum
og ekki auðvelt að sveigja þær
til, glaðbeittur og hlýr í viðmóti
og sýndi ungum sem eldri áhuga
með spjalli um hugðarefni
þeirra. Um síðustu aldamót þeg-
ar búskapur þeirra hjóna dróst
saman sýndi Bogi á sér nýja
hlið, þá fóru þau hjón að ferðast
innanlands og utan. Þá tók hann
allar ferðir upp á vídeóvél og
sýndi þegar heim kom meðal
annars á samkomum eldri borg-
ara.
Við fjölskyldan í Fjalli kveðj-
um nágranna okkar og vin með
þakklæti í hjarta fyrir auðsýnda
hlýju í okkar garð í gegnum ár-
in. Eiginkonu, börnum, tengda-
börnum og barnabörnum send-
um við okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Bjarni Ófeigur.
Bogi J. Melsteð
ÚTFARARÞJÓNUSTA
Vönduð og persónuleg
þjónusta
Sími: 551 7080 & 691 0919
ATHÖFNÚTFARAÞJÓNUSTA - athofn@athofn.is - www.athofn.is
Inger Steinsson
IngerRósÓlafsdóttir
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna
andláts
GUÐBJARGAR GUÐBJARTSDÓTTUR
frá Hjarðarfelli,
sem lést laugardaginn 3. janúar.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk þriðju hæðar
á hjúkrunarheimilinu Skjóli.
.
Sigrún, Guðný, Þorbjörg og Áslaug Helgadætur
og fjölskyldur.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
SIGURBJÖRN ÞORGEIRSSON
skósmíðameistari,
Hrafnistu,
Hafnarfirði,
er látinn.
Jarðarför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
.
Þórunn Pálsdóttir,
Jónína Sigurbjörnsdóttir, Gunnar Rúnar Magnússon,
Bjarki Gunnarsson, Eva María Guðmundsdóttir,
Andri Gunnarsson, Christine Pepke Pedersen,
Sólfríður Lilja og Matthías Þór.
Faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi,
ÁRNI MAGNÚSSON,
Njálsgötu 108,
Reykjavík,
lést miðvikudaginn 11. febrúar á
Vífilsstöðum í Garðabæ.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
.
Anna Árnadóttir, Þorvaldur Finnbjörnsson,
Theódóra St. Þorvaldsdóttir, Magnus Sivnert,
Kristín Þorvaldsdóttir,
Finnbjörn Þorvaldsson, Gyða Rós Bragadóttir,
Halldóra Júlía Þorvaldsdóttir
og langafabörn.
Þökkum auðsýnda samúð og gjafir til
líknarfélaga í tengslum við andlát og útför
AÐALSTEINS SIGURÐSSONAR,
fv. menntaskólakennara,
Ásabyggð 1,
Akureyri,
sem lést sunnudaginn 8. febrúar.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á öldrunarheimilinu Hlíð.
.
Sigurður Aðalsteinsson og Helena Dejak.
Innilegar þakkir kunnum við öllum þeim
sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför föður okkar, tengdaföður,
afa, langafa og langalangafa,
INGIBERGS ÞÓRARINS
HALLDÓRSSONAR,
Linnetsstíg 2,
Hafnarfirði.
.
Kristín Guðnadóttir,
Katrín Ingibergsdóttir, Jóhann A. Guðmundsson,
Bergþór Ingibergsson, Sirivan Khongjamroen,
Egill Ingibergsson, Móeiður Helgadóttir,
Guðbjörg Ingibergsdóttir, Ólafur Haukdal Bergsson,
Halldór Ingibergsson,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
AÐALHEIÐUR STEFÁNSDÓTTIR,
Kópavogsbraut 1b,
Kópavogi,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð
miðvikudaginn 25. febrúar.
.
Sigurbjörg Magnúsdóttir, Hákon Ísaksson,
Ólöf Margrét Magnúsdóttir
og barnabörn.