Morgunblaðið - 28.02.2015, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 28.02.2015, Blaðsíða 52
52 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2015 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú þarft að leysa vandamál sem krefst mikillar einbeitingar og yfirsýnar. Ekki áætla – mældu og vertu nákvæmur. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú ert áhugalaus og hefur enga burði til að leysa málin. Leggðu þig fram um að styrkja tengslin við vini og vandamenn. Brjóttu niður múrana sem halda þér frá sjálf- stæði. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Með gamanseminni tekst þér að létta á spennunni meðal félaganna. Reyndu að fara meðalveginn. Veltu því jafnan fyrir þér hvað sé sanngharnt og hvað ekki. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú ættir að búa þér til tíma fyrir sjálf- an þig í dag svo þú getir hugleitt menn og málefni í ró og næði. Misskilningur og blekk- ingar liggja í loftinu. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þér finnast samstarfsmenn gera of miklar kröfur um tíma þinn sem aftur kemur niður á afköstum þínum. Stutt skrepp er al- veg jafn áhrifaríkt og langar ferðir. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Láttu ekki sætleika valdsins ná tökum á þér. Vinir þínir og kunningjar sækjast eftir félagsskap þínum auk þess sem ókunnugt fólk sýnir þér óvenju mikinn áhuga. 23. sept. - 22. okt.  Vog Fyrirgefning er meira en tákn frá guði. Gættu þín á að vera ekki óþolinmóð gagnvart þeim sem eru þér nákomnir. Gakktu frá þess- um málum og stefndu ótrauður fram á við. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Ef þú átt erfitt er það vegna þess að þú ert of upptekinn af sjálfum þér. Haltu áfram að sýna gagnrýninni manneskju um- burðarlyndi. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þér lætur vel að leiða aðra í starfi. Gleymdu samt ekki sjálfum þér því þú átt líka við þín vandamál að stríða. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þótt mikið sé að gera þessa dag- ana skaltu sætta þig við það. Flýttu þér því hægt. Þú kemst að því hvernig einhverju hef- ur verið skipt milli þín og annarra. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Enginn er fullkominn á öllum svið- um og aðalmáliðer að þú sért ánægður með sjálfan þig. Hamingjan felst líka í því að eiga kyrrlátar stundir í eigin garði. 19. feb. - 20. mars Fiskar Búðu þig undir hindranir í hvaðeina sem viðkemur rómantík, áhugamálum, skemmtanabransanum og ungum börnum í dag. Samstarfsmenn þínir kunna vel að meta þennan hæfileika sem og yfirmenn þínir. Síðasta laugardag voru gáturnartvær. Sú fyrri eftir Hörpu á Hjarðarfelli: Hann má sjá á húsunum og hér og þar í skápunum. Um loftið flýgur létt hjá mér og líka inn í tæki fer. Harpa leysti gátuna þannig: Á húsum gervihnattadiskur Á heimilunum matardiskur Um loftið flýgur frisbídiskur Fer í tæki geisladiskur. Og þessi er lausn Guðmundar Arnfinnssonar: Loftnetsdisk má líta á mörgu húsi, leirdisk hér og þar í skápum sjá, menn sjá geimdisk máski helst í rúsi, í mínu tæki geisladisk ég á. Skýring Árna Blöndals: Loftnetsdiskar lítið prýða, líka í húsum diska finn. Frisbídiski fleytt er víða. Fer sá í tölvu mína inn. Og loks kemur lausn Helga R. Einarssonar: Að vörum kaffibollann bar þá bragðið dró fram þetta svar: Á frisbí- bæði og geisla- ég giska, gervihnatta- og matardiska. Þessi var gáta Guðmundar Arn- finnssonar: Sífullan hver maður sér hann. Hann sökkvir sér niður í lestur. Í blekkingarskyni var bestur. Búnaðarháskóli er hann. Og svar Guðmundar: Drykkjuhestur drekkur ár og síð. Dvelur oft við námið lestarhestur. Trójuhestur blekkti borgarlýð. Í Borgarfirði er skólasetrið Hestur Harpa á Hjarðarfelli á þessa lausn: Guðmund ei málið brestur, þann mikla gátusmið. Ég hygg að það sé hestur, sem hann á þarna við. Loks er ný gáta eftir Guðmund: Bert landsvæði blasir við. Blásið út er líffærið. Víst hér mjúkur mosinn er. Mun ei spretti linna hér. Þar sem gáturnar voru tvær að þessu sinni verða tvær limrur eftir Guðmund og ein eftir Helga R. Ein- arsson að bíða mánudags, en allar varða þær gátu Guðmundar um hestinn. Svör við laugardagsgátu verða að berast ekki seinna en á miðvikudagskvöld. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af fljúgandi diskum og Trójuhesti Í klípu „ÉG VAR NEYDDUR Á EFTIRLAUN SNEMMA. ER ÞAÐ YFIRHÖFUÐ LÖGLEGT?“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger HVAÐ MEINARÐU, „HVERT ÞEIRRA ER OKKAR?““ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að fleygja reglubókinni í ruslið Ó, Ó! ÉG ÆTLA AÐ REYNA AÐ FLÝJA! ÞAÐ VIRÐIST VERA SMÁ GALLI Á ÞEIRRI ÁÆTLUN ÉG ER BRÓÐIR ÓLAFUR, HÉR TIL ÞESS AÐ FÆRA HINUM ÓHREINU HEIÐINGJUM SÁLUHJÁLP! ÉG SKAL SEGJA STJÓRANUM... HRÓLFUR, ÞAÐ ER GAUR ÚTI SEM ER AÐ SELJA BAÐKER... Sumt getið þið femínistar ekki tekiðfrá okkur. Þetta kallast herra- mennska.“ Þetta sagði betri helm- ingur við Víkverja á dögunum, með áherslu. Fyrst af öllu ber að lýsa þessum raunverulegu aðstæðum sem þarna komu upp áður en þú, lesandi góður, dregur ályktun. Það skal tekið fram í upphafi að Víkverji var hvorki par hrifinn né sammála þessum ummæl- um. x x x Þetta atvik átti sér stað í aftaka-veðri (einu af mörgum sem hafa gengið yfir landið undanfarið). Vík- verji og fjölskylda voru á leið út úr bænum og þurftu að taka olíu til að komast á áfangastað. Víkverji sat kappklæddur í framsætinu með mið- stöðina í botni við hlið karlmannsins sem keyrði bílinn íklæddur peysunni (þó ekki einni fata). x x x Ooh, ég gleymdi úlpunni minni,“sagði sambýlingurinn. Þá var Víkverji ekki seinn á sér og sagði það litlu skipta, því hann gæti vel staðið úti í óveðri og dælt olíu á þetta fjór- hjóladrifna ökutæki sem myndi bera fjölskylduna yfir háskalega fjallvegi. Svarið sem Víkverji fékk til baka má finna hér efst. x x x Karlmaðurinn var ekki tilbúinn aðgefa sig og bætti við tilsvarið hér að ofan eftirfarandi: „Ég fæ bara þína lánaða.“ Úr varð að karlinn stóð eins og strengdur köttur í úlpu sem stóð honum á beini og dældi olíu. Þegar hann steig aftur inn í bílinn, eftir að hafa afklæðst utandyra, sagði hann veðrið ekki eins slæmt og hann hélt, rauður og veðurbarinn. x x x Þegar Víkverji innti hann eftir betrisvörum við tilsvarinu, kom fátt í ljós annað en „bara“. Hann efaðist hins vegar ekki um getu konu sinnar til að taka þetta verkefni að sér en hann hreinlega hefði það ekki „í sér“ að horfa upp á hana standa úti og dæla olíu á meðan hann sæti inni og ornaði sér við miðstöðina. Hann bara hreinlega „gat ekki hugsað sér það“. Dæmi hver fyrir sig. víkverji@mbl.is Víkverji En Guð auðsýnir kærleika sinn til okkar í því að Kristur dó fyrir okkur þegar við vorum enn syndarar. (Rómverjabréfið 5:8)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.