Morgunblaðið - 28.02.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.02.2015, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2015 Karl Ásgeir Sigurgeirsson Hvammstanga Fæðingarorlofssjóður hefur starfað á Hvammstanga frá árinu 2007. Þá leigði sjóðurinn stærstan hluta efri hæðar Kaupfélags Vestur-Húnvetn- inga. Nýlega kom stjórn KVH og forsvarsmenn Vinnumálastofnunar, en Fæðingarorlofssjóður er í vörslu stofnunarinnar, saman í starfsstöð sjóðsins til undirritunar framhalds samnings um leigu húsnæðisins til ársins 2023. Einnig var nú bætt við hið leigða rými og hefur sjóðurinn þá leigt alla efri hæð verslunarhússins. Það kom fram í máli forstöðu- mannsins, Leós Arnar Þorleifsson- ar, að starfsemin hafi vaxið með ár- unum. Starfsmönnum hefur fjölgað úr níu í tólf, þar af eru sex sérfræð- ingar að störfum og þrír starfsmenn annast símaþjónustu. Einnig hefur náms- og atvinnuráðgjafi Vinnu- málastofnunar á Norðurlandi vestra aðsetur hjá sjóðnum. Viðskiptavinir eru um 4600 á mánuði og útborgaðar fjárhæðir til foreldra í fæðingaror- lofi um 750 til 800 milljónir á mánuði. Því er ljóst að umfang sjóðsins er mikið. Starfsfólkið er flest með há- skólamenntun og allt búsett í hér- aðinu. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnu- málastofnunar, sagði stofnun sjóðs- ins á Hvammstanga vera einn best heppnaða flutning opinberra starfa frá höfuðborgarsvæðinu. Undirbún- ingur flutningsins hafi verið vand- aður og vel hafi gengið að ráða hæft fólk til starfa. Engin vandamál hafa komið upp á starfstímanum og mjög fagleg vinnubrögð í hvívetna. Því myndi hann undirrita framlengdan samning með jákvæðum huga. Gunnar Þórarinsson, formaður stjórnar KVH, lýsti einnig ánægju sinni með nýjan samning og sagði þessi viðskipti hafa styrkt kaup- félagið afar mikið. Sveitarstjóri, Guðný Hrund Karlsdóttir, og Unnur Valborg Hilmarsdóttir, oddviti Húnaþings vestra, færðu Gissuri loftmynd af Hvammstanga og fögn- uðu þessum mikilvæga áfanga fyrir samfélagið í Húnaþingi vestra. Morgunblaðið/Karl Undirritun samnings Gengið var frá framlengingu á leigusamningum á Hvammstanga á dögunum. Frá vinstri: Leó Örn Þorleifsson, Gissur Pét- ursson, Reimar Marteinsson kaupfélagsstjóri og Gunnar Þórarinsson. Ánægja með starfsemi Fæðingarorlofssjóðs  Leigusamningurinn var framlengdur Óvissustigi á norðanverðum Vest- fjörðum og hættustigi á sunnan- verðum Vestfjörðum var aflétt í gær. Enn er óvissustig vegna snjó- flóðahættu á sunnanverðum Vest- fjörðum og verður það endur- skoðað í dag. Hvöss austanátt var á miðviku- dag með mikilli snjókomu á sunn- anverðum Vestfjörðum. Á fimmtu- dag var hvöss NA-átt og úrkoma. Aðfaranótt föstudags snjóaði svo mjög mikið í norðanátt. Mörg snjó- flóð féllu í veðrinu, meðal annars nokkuð stór snjóflóð á Patreksfirði, Mikladal og Rauðasandi. Á vefsíðu Veðurstofunnar segir að mikill snjór sé til fjalla, einkum í hlíðum sem snúa mót suðri og vestri. Gera verður ráð fyrir að óstöðugleiki geti verið í snjóþekj- unni. Þeir sem eru á ferð í fjallendi ættu því að gæta sérstakrar var- úðar við þessar aðstæður. Óvissustig á Vestfjörðum endurmetið í dag Nú um helgina mun elsta fast- eignasala landsins flytja starfsemi sína úr Síðumúla í Reykjavík og nið- ur á Grensásveg 11. Eignamiðlun hefur starfað frá árinu 1957 og fagnar því 58 ára afmæli á þessu ári. Meðal þess sem einkennt hefur skrifstofu fyrirtækisins á síðustu áratugum og viðskiptavinir þess hafa fengið að kynnast, eru þau fjöl- breyttu listaverk fjölmargra ís- lenskra listamanna sem prýða al- menn rými, skrifstofur þess og fundarsali. Heiðurinn af verkunum á Sverrir Kristinsson, einn eigenda Eignamiðlunar, en hann hefur verið einn stórvirkasti safnari íslenskrar myndlistar síðastliðin fjörutíu ár. „Nú þegar við flytjum í nýtt og glæsilegt húsnæði hér á Grens- ásvegi fannst okkur við hæfi að setja upp nýja sýningu sem við- skiptavinir okkar munu geta notið á komandi árum. Okkur þykir mikil- vægt að bjóða þeim upp á notalegt umhverfi þegar þeir sækja okkur heim,“ segir Sverrir. Þegar Morgunblaðið spyr hann hvaða verk sé í uppáhaldi hjá hon- um segist hann helst ekki vilja ræða það því hvorki eigi menn að gera upp á milli listaverka né barna sinna. Hann lætur þó tilleiðast. „Eitt af mínum uppáhaldsverkum er eftir Magnús Tómasson. Það nefnist Ís- lenskt landslag. Það mun prýða einn af veggjum nýrrar skrifstofu Eignamiðlunar.“ Eignamiðlun á Grensásveg  Ný listsýning mun prýða veggi fasteignasölunnar Morgunblaðið/Eggert Fasteignir Eigendur Eignamiðlunar eru þeir Þorleifur St. Guðmundsson, Guðmundur Sigurjónsson, Sverrir Kristinsson og Kjartan Hallgeirsson. List Íslenskt landslag eftir Magnús Tómasson er í uppáhaldi hjá Sverri. Reykjanesbær hefur undanfarið gert breytingar á einstaklings- bundnum kjörum ýmissa starfs- manna sinna vegna sparnaðar í rekstri. Hjá sveitarfélaginu vinna um 1.000 manns og er hluti þeirra í Starfsmannafélagi Suðurnesja. Stefán Benjamín Ólafsson, for- maður starfsmannafélagsins, sagði að bænum hefði verið gefinn frestur s.l. mánudag að gera grein fyrir breyttum kjörum starfsmanna fyrir 27. febrúar. Einhverjir þeirra fengu útskýringar á breyttum kjörum í gær, en ekki allir, að sögn Stefáns. „Menn vinna áfram samkvæmt kjarasamningum en t.d. verða gerð- ar breytingar á fastlaunasamningum og fastri yfirvinnu. Athugun sem var gerð í september til nóvember sýndi að sumir unnu hluta af föstu yfir- vinnutímunum. Nú verður bara greitt fyrir unna yfirvinnu sem yf- irmenn kvitta fyrir. Þeir sem höfðu fastan bílastyrk missa hann. Þess í stað verða menn að halda aksturs- dagbók og fá greitt samkvæmt henni fyrir akstur,“ sagði Stefán. Hann hafði ekki fengið viðbrögð margra starfsmanna við þessum breytingum í gær. Stefán taldi að fólk væri að skoða sín mál. Breyting- arnar hafa ekki enn tekið gildi hjá öllum og fer það eftir uppsagnar- fresti fólks hve langur tími líður þar til kjörin breytast. gudni@mbl.is Breytt launakjör hjá Reykjanesbæ  Afnema fasta yfirvinnu og bílastyrki Morgunblaðið/Ómar Reykjanesbær Sveitarfélagið end- urskoðar einstaklingsbundin kjör. Samtal á afmælisári50 Gamla bíó Miðvikudagur 4. mars, kl. 14-17 Landsvirkjun býður til opins fundar um hvernig fyrirtæki geta unnið gegn losun gróðurhúsalofttegunda og loftslagsbreytingum. Í tilefni af 50 ára afmæli stendur Landsvirkjun fyrir samtali við þjóðina með opnum fundum. Allir velkomnir! Ábyrgð fyrirtækja í loftslagsmálum Dagskrá: Hlutverk Landsvirkjunar í loftslags- málum Ragnheiður Ólafsdóttir, Landsvirkjun Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra, hvað er til ráða? Bjarni Diðrik Sigurðsson, Landbúnaðarháskóla Íslands Uppgræðsla lands Jóhann Þórsson, Landgræðsla ríkisins Breytum lofti í við – kolefnisbinding með skógrækt Arnór Snorrason, Rannsóknarstöð skógræktar, Mógilsá Landgræðsluskógar og skógrækt við Búrfell Einar Gunnarsson, Skógræktarfélag Íslands Skógrækt undir merkjum Kolviðar Reynir Kristinsson framkvæmdastjóri Mýrviður – loftslagsáhrif skógræktar á framræstu mýrlendi Brynhildur Bjarnadóttir, Háskólanum á Akureyri, Bjarki Þór Kjartansson, Rannsóknarstöð skógræktar, Mógilsá Endurheimt votlendis Hlynur Óskarsson, Landbúnaðarháskóli Íslands Tækifæri og framtíðarsýn íslenskra fyrirtækja í loftslagsmálum Bryndís Skúladóttir, Samtök iðnaðarins Umræður Fundarstjóri er Ragna Sara Jónsdóttir, forstöðumaður samfélagsábyrgðar hjá Landsvirkjun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.