Morgunblaðið - 28.02.2015, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 28.02.2015, Blaðsíða 57
TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Þjóðlagasveitin The Unthankshóf starfsemi í Newcastle ognágrenni en stærsta sýslan þar er Norðumbraland sem er vísun í hið forna konungdæmi Norð- umbríu. Newcastle er merkileg borg og nánast eins og eyja hvað Bretland varðar. Það er tiltölulega langt í næstu þéttbýliskjarna, hvort heldur norðan eða sunnan við og íbúar þarna, „Geordies“, hafa sterka, svæðisbundna sjálfsmynd og sú stað- reynd að svæðið er hluti af Bretlandi er lítið að flækjast fyrir þeim. Eins og nærri má geta lýtur tónlistar- menningin þarna áþekkum lög- málum og norðumbrísk þjóðlaga- tónlist býr yfir mörgum sérkennum, eitthvað sem Unthanks hafa unnið markvisst með. Fyrstu skref Þetta nafn er skrýtilegt og því er ekki ætlað að vera einhver kersknislegur útúrsnúningur heldur eru þetta eftirnöfn systrana, Rachel og Becky (faðir þeirra, George Unt- hank, er giska þekktur tónlist- armaður á Norðumbríuslóðum). Fyrstu tvær plöturnar komu út und- ir heitinu Rachel Unthank & The Winterset og það þó að Becky, yngri systirin, hafi verið hluti af sveitinni frá upphafi. Hún var hins vegar enn á táningsaldri þegar þessi fyrstu skref voru tekin og óviss um hvort hún ætlaði að gera tónlist að að- alstarfa. Plöturnar vöktu hins vegar mikla athygli og önnur platan, The Bairns (2007), var tilnefnd til hinna virtu Mercury-verðlauna. Á þriðju plötunni, Here’s the Tender Coming (2009), stigu systurnar svo fram sem dúettinn The Unthanks. Tónlistin er þjóðlagatónlist en formið er togað, teygt og nútímavætt og systurnar fylgja aðilum eins og Bellowhead, Sam Lee og Lau að málum að því leytinu til. Þessi „nýja bylgja“ breskrar þjóðlagatónlistar hefur verið að skila frábærum listaverkum þar sem haganlega er unnið með áhrif úr ólíkum áttum. Þjóðlaga- tónlist Norðaustur-Englands liggur til grundvallar en djass, nútíma- manna Morgunblaðið/Eggert Brim Gunnar Ragnarsson, forsöngvari Grísalappalísu, borinn um af gestum á einum af tónleikum hljómsveitarinnar á Iceland Airwaves í fyrra. MENNING 57 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2015 tónlist og síðrokk streymir fallega um völlinn þann. Unthanks virða öll mæri að vettugi og þjóðlagatónlist- arheimurinn, sem á það til að vera einstaklega íhaldssamur, hefur nálgast þær af tortryggni. Á meðan heyrast „hallelúja“-hróp frá þekkt- um nöfnum úr rokkheimum; Elvis Costello, Ryan Adams, Radiohead og Portishead hafa öll vottað Unt- hanks virðingu. Það hefur Robert gamli Wyatt líka gert en árið 2011 kom út plata, The Songs of Robert Wyatt and Antony & the Johnsons, þar sem þær systur takast á við lög þessara tveggja listamanna. Epík Sú plata er fyrsti hluti af þriggja platna heildarverki, „Diver- sions“ (vol. 1, 2 og 3) þar sem brugð- ið er af leið eins og nafnið gefur til kynna. Hinar tvær komu út 2012, á bindi 2 sungu systurnar með blást- urssveit og í þriðja bindinu var þem- að skipasmíðastöðvar en nóg er af þeim í nágrenni Unthanks (syngja þær m.a. „Shipbuilding“ eftir Cos- tello, sem er þó jafnvel þekktara í út- gáfu Roberts Wyatt). Nýjasta „alvöru“ hljóðvers- platan, Mount the Air, kom svo út í þessum mánuði. Hér á ferðinni ep- ískt, mikilúðlegt verk, tónlistin er risastór en um leið ægifögur. Spirit of Eden með Talk Talk kom í hug- ann, þar sem þagnir og „það sem ekki er spilað“ er jafn áhrifaríkt og sjálf tónlistin (tékkið t.d. á titillaginu sem er borið uppi af seiðandi fallegu trompetspili nútímadjassarans Tom Arthurs). Einnig er þarna þessi magnaði, náttúrulegi andi sem fylgir mörgu af því besta sem ég hef heyrt frá frændum vorum Fær- eyingum (Eivör, Enekk). Þetta er svona „alger“ tónlist og hreint un- aðslegt að dvelja í henni. Ó … þakka ykkur, kæru systur. Ó … þakkir … Ljósmynd/Andy Gallacher  Unthanks-systur eru frá Norður- Englandi  Systurnar eru einir merk- ustu þjóðlagatónlistarmenn Bretlands »Unthanks virða öllmæri að vettugi og þjóðlagatónlistarheim- urinn, sem á það til að vera einstaklega íhalds- samur, hefur nálgast þær af tortryggni. Tvíeyki Rachel og Becky Unthanks eru mikilhæfir þjóðlagatónlistarmenn. 2 VIKUR Á TOPPNUM! Besta leikkona í aðalhlutverki www.laugarasbio.is Sími: 553-2075 SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á LAUGARASBIO.IS, MIDI.IS OG EINNIG Á SÍÐUNNI HÉR VIÐ HLIÐINA Á - bara lúxus
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.