Morgunblaðið - 28.02.2015, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 28.02.2015, Blaðsíða 51
Á menntaskólaárum fetaði María Hrund í fótspor föður síns, fluttist til Akureyrar og tók stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri. „Þetta var nokkuð óvænt útspil frá borgarbúanum, en ég hef aldrei séð eftir þessari ákvörðun. Ég á mjög góðar minningar frá mennta- skólaárunum fyrir norðan. Því er kannski best lýst svo að þar hafi gleðin verið við völd. Það var skemmtileg áskorun að flytja úr foreldrahúsum en um leið mikið frelsi fyrir unga konu. Leiðir okkar Finns Beck, eigin- manns míns, lágu saman í Háskóla Íslands en þar vorum við bæði við nám í stjórnmálafræði. Við eigum að baki 17 ár í sambúð og hjóna- band og eru börnin þrjú okkar stærsta afrek, þau eru uppspretta endalausrar ánægju og þakklætis.“ Allt frá útskrift úr Háskólanum árið 2001 hefur María starfað á sviði markaðsmála. „Þetta er margbreytilegt starfssvið og er ég sífellt að kljást við nýjar og spenn- andi áskoranir,“ segir María Hrund sem hefur starfað hjá VÍS sem markaðsstjóri frá árinu 2007. María á sér fjölmörg áhugamál. Má þar nefna eldamennsku, kór- söng, hannyrðir, skotveiði, líkams- rækt, blak og fjallgöngur. „Ég heillast af fegurð hlutanna, litum, hönnun og tísku. En það sem stendur upp úr og gefur mér mest er opið og skemmtilegt fólk og nærandi samverustundir.“ Fjölskylda Eiginmaður Maríu er Finnur Beck, 15.6. 1975, lögmaður hjá Landslögum. Foreldrar hans eru Lilja Guðný Guðmundsdóttir, f. 14.10 1955, sjúkraliði og Páll Emil Beck, 21,11. 1954, byggingameist- ari, bús. í Kópavogi. Börn Maríu og Finns eru Matt- hildur Beck, f. 1.11. 2006, Jakob Beck, f. 31.7. 2008 og Anna Mar- grét Beck, f. 17.12. 2012. Systkini Maríu eru Hrönn Mar- inósdóttir, f. 15.5, 1965, framkv.stj. RIFF - Alþjóðlegrar kvikmynda- hátíðar í Reykjavík; Anna Margrét Marinósdóttir, f. 4.10. 1967, útgef- andi hjá Sögum útgáfu, og Ingvar Marinósson, f. 10.10. 1957, sjómað- ur á Akureyri. Foreldrar Maríu eru Marinó Þorsteinsson, f. 5. júní 1938 á Akureyri, viðskiptafræðingur í Reykjavík, og Anna Garðarsdóttir, f. 23. nóvember 1939 í Reykjavík, húsfreyja og fv. bankaritari. Úr frændgarði Maríu Hrundar Marinósdóttur María Hrund Marinósdóttir Sigurður Jónsson bóndi áYsta-Mó Sigríður Jónsdóttir. húsfreyja á Ysta-Mó í Fljótum Þorsteinn Sigurðsson vélstjóri á Akureyri Margrét Ingibjörg Jónsdóttir húsfr. á Akureyri, síðar í Reykjavík Marinó Þorsteinsson viðskiptafræðingur í Reykjavík Jón Magnússon skósmiður og síðar vélstjóri á Akureyri og í Rvík Margrét Jónsdóttir. húsfreyja á Uppsölum í Eyjafirði María Guðrún Guðjónsdóttir húsmóðir á Svínárnesi á Látraströnd María Guðrún Guðjónsdóttir húsmóðir á Svínárnesi á Látraströnd Garðar Þorsteinsson hrl. og alþingismaður í Reykjavík Anna Pálsdóttir húsfreyja í Reykjavík Anna Garðarsdóttir fv. bankaritari og húsfr. í Reykjavík Páll Hallgrímsson bóndi á Möðrufelli, ólst upp hjá ömmu sinni, Rannveigu Hallgrímsdóttur, sem bróðir hennar, Jónas, orti um – Sáuð þið hana systur mína Guðný Kristjánsdóttir húsfreyja á Möðrufelli í Eyjafirði Mæðgurnar María og Anna að gróðursetja tré í skólaferðalagi árið 1980. ÍSLENDINGAR 51 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2015 Laugardagur 95 ára Kristjana Jónsdóttir 90 ára Marija Mitrofanova 85 ára Gunnlaugur B. Óskarsson Gunnlaugur Jónasson Hjördís Kristjánsdóttir Ingvi Þ. Þorsteinsson 80 ára Anna Guðmunda Andrésdóttir 75 ára Birna Guðrún Ólafsdóttir Kolbrún Jóhannesdóttir 70 ára Garðar Eyland Bárðarson Guðmundur Rúnar Gestsson Gunnar Jónsson Hilmar Bjarnason Sigríður Ólafsdóttir Valborg Ísleifsdóttir Þorgerður Benediktsdóttir Þórður Þórðarson 60 ára Aðalheiður G. Kristjánsdóttir Ágúst Þór Guðsteinsson Árni Arnar Sigurpálsson Bergur Jónsson Finnbogi H. Theódórsson Guðný Ingigerður Pétursdóttir Jóhanna Björk Helgadóttir Jón Guðmundsson Kristján Ásberg Reynisson Líney Jósefsdóttir Sævar Þorkell Jensson Zofia Gutowska Þórir Björn Kolbeinsson 50 ára Auðunn Guðni Hjaltason Friðþjófur A. Árnason Guðbjartur J. Sævarsson Guðjón Gunnarsson Ingvar Árni Olsen Ívar Már Jónsson Jóhannes Ó. Ólafsson Olga Vule Ólafur Pétursson Sigmundur V. Guðnason Sigríður Ísaksdóttir Victor Gunnarsson Þórunn Hjartardóttir 40 ára Arunas Sangavicius Davíð G. Waage Friðrik Sigurðsson Inga Jokimciute Jón Gunnar Erlingsson Marika Alavere Monika Sóley Skarphéðinsdóttir Sigurður Árni Waage Súsanna Finnbogadóttir Tryggvi Hjörvar 30 ára Aðalsteinn G. Helgason Giacomo Montanelli Halldís Eva Ágústsdóttir Hrafnkell Sighvatsson Jón Sveinbjörn Jónsson Mariusz Adam Cieslik Ólafur Sveinn Haraldsson Vigfús Adolfsson Xabier Þór Tejero Landa Xiao Tang Sunnudagur 100 ára Ásta Bryndís Guðbjartsdóttir 90 ára Sigríður Steinsdóttir 85 ára Cheg Wushueng Ywrée Jakob Helgason Jón Einarsson Sigríður Márusdóttir Unnur Hannesdóttir 80 ára Laufey Eysteinsdóttir Svanur Halldórsson Þóra Hjaltalín 75 ára Guðni Steinar Gústafsson Hallgrímur Bergsson Hilmar Haraldsson Hólmfríður Kristmannsdóttir Jónína M. Sigtryggsdóttir 70 ára Ásta Þórey Ragnarsdóttir Friðjón Guðmundsson Guðrún Gunnarsdóttir Gunnar Ólafsson Gunnbjörn Jensson Halldóra Arthúrsdóttir Hrólfur Smári Jónasson Kristín Bergsteinsdóttir Kristján Stefánsson Margrét Tryggvadóttir Margrét Þorláksdóttir Sigríður Bjarnadóttir Sigurður Ingi Tómasson Snæbjörn Kristjánsson 60 ára Albert Ingason Björn Vilhjálmsson Bryndís L. Siemsen Gísli Ragnar Ragnarsson Grétar Jóhannes Sigvaldason Guðmundur Vilhelmsson Gunndís Rósa Hafsteinsdóttir Gunnhildur G. Guðlaugsdóttir Halldór S. Steingrímsson Helga Stefánsdóttir Kristjana Guðlaugsdóttir Rafnkell Már Magnason Salmann Tamimi Steinunn Ásta Guðmundsdóttir Sævar Hreinn Benediktsson 50 ára Birna Jóna Magnúsdóttir Björk Ágústsdóttir Ele Malm Fanney Sigurgeirsdóttir Guðfinnur Jónsson Guðmundur G. Sigurðsson Guðmundur Jóhannes Ólafsson Hallveig Björk Höskuldsdóttir Jóhann Freyr Aðalsteinsson Jón Hafberg Björnsson Jón Ottó Gunnarsson Margrét Davidsen Margrét Halldórsdóttir Páll Snævar Brynjarsson Ragnhildur H Heiðberg Þórey Hildur Heiðberg 40 ára Ásta Þórisdóttir Guðmundur Ingi Karlsson Hlynur Ásgeirsson Ingibjörg Arnh. Halldórsdóttir Júlíus Freyr Jónsson Kristvina Gísladóttir Laurens Bastiaan van der Werff Logi Ragnarsson Telma Tryggvadóttir 30 ára Gerður Jóhannesdóttir Hildigunnur Sveinsdóttir Hjörtur Brynjarsson Ingólfur Steinar Pálsson Marina Ravn Lind Pedersen Ómar Ragnarsson Phimsiri Krutkaew Sjöfn Þórarinsdóttir Vaka Dögg Björnsdóttir Til hamingju með daginn Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir hefur varið doktorsritgerð sína við Félags- ráðgjafardeild Háskóla Íslands. Rit- gerðin ber heitið „Quality of Life for People with Mental Illness in a Chang- ing Society Intra- and Inter- institutional Effects on Psychiatric Re- habilitation“ (Lífsgæði fólks með geðrænan vanda í síbreytilegu sam- félagi – Innri og ytri áhrif stofnana á endurhæfingu). Doktorsritgerðin byggist á fjórum ritrýndum fræðigreinum sem eru birt- ar í erlendum vísindatímaritum. Þar er niðurstöðum rannsókna lýst í þeim til- gangi að varpa ljósi á þá margþættu erfiðleika sem geðræn veikindi valda einstaklingum, fjölskyldum og sam- félaginu í heild. Heilbrigði og þar með geðheilbrigði er veigamikill þáttur í lífi fólks og einn af hornsteinum lífsgæða og velgengni. Hugmyndum um geð- ræn veikindi er lýst í sögulegu og fé- lagslegu samhengi og greint er frá fræðilegum bakgrunni. Áhersla er lögð á að viðhorf fólks til endurhæfingar, sem það hefur fengið, komi skýrt fram. Niðurstöður benda til þess að margir þættir geti dregið úr mögu- leikum á bata þeirra sem eiga við geðræna erfiðleika að etja. Of lítil samvinna er milli stofnana svo og þeirra sem koma að endurhæfingu. Eftirfylgni eftir að bráðaveikindi eru gengin yfir, er oft ónóg og vandinn endurtekur sig. Þá kemur fram að starfsfólk telur að endurhæfing skili betri árangri en fólkið sem tekur við þjónustunni telur sjálft. Heildræn sýn yfir félagslegt umhverfi fólks er ekki næg þegar unnið er að endurhæfingu og starfsfólk hefur þess vegna iðulega ekki næga innsýn í þarfir þeirra, sem á þjónustu þurfa að halda. Þetta getur valdið lakari lífsgæðum. Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir er fædd 1954 í Arnardal, en ólst upp í Reykjavík. Hún var við nám við Lunds Universitet og lauk BA-prófi í þjóðfélagsfræði frá HÍ 1985, starfsréttindanámi í félagsráðgjöf frá HÍ 1988 og meistaraprófi (Master of Science of Social Work) frá Göteborgs Universitet 2000. Sveinbjörg Júlía starf- aði hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkur, en lengst af við Landspítalann, þar af í átta ár sem forstöðufélagsráðgjafi geðsviðs. Nú starfar hún m.a. við fræðslu, rannsóknir og ráðgjöf hjá Meðferðar- og fræðslusetri Forvarna. Eiginmaður hennar er Leifur Steinn Elísson, fil.kand. Börn þeirra eru, Elfa Dögg, Unnur Mjöll, Sindri Snær og Silja Ýr. Barnabörnin eru orðin fimm talsins. Doktor Árin segja sitt1979-2014 Hjónin Ragnar Guðmundsson, matreiðslu-meistari og kona hans Bára Sigurðardóttir, stofnendur og eigendur Lauga-ás. Laugarásvegi 1 104 Reykjavík • laugaas.is Lauga-ás hefur frá 1979 boðið viðskiptavinum sýnum uppá úrval af réttum þar sem hráefni, þekking og íslenskar hefðir hafa verið hafðar að leiðarljósi. )553 1620 Verið velkominn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.