Morgunblaðið - 28.02.2015, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.02.2015, Blaðsíða 26
Morgunblaðið/Ómar Laxeldi Ný eldisstöð Matorku verð- ur nú reist í Grindavík. Í gær undirrituðu fyrirtækið Ma- torka og ríkisstjórnin fjárfesting- arsamning um ívilnanir í tengslum við uppbyggingu nýs fiskeldis í Grindavík. Eldisstöðin notast við affall frá Svartsengi og er það sótt með samningi við HS orku. Heild- arupphæð ívilnunarinnar er metin 425 milljónir til næstu tíu ára. Matorka hefur starfað frá árinu 2010 og sérhæfir sig í svokölluðu landeldi á laxi en sú fram- leiðsluaðferð tryggir að starfsem- in hefur engin áhrif á villta laxa- stofna við strendur Íslands. Þegar framkvæmdum við eldisstöðina lýkur verður hún stærsta landeld- isstöð landsins og framleiðslugeta hennar verður um 3.000 tonn á ári. Vatnstakan sem tryggir fram- leiðsluna felur í sér að hreint og ómengað sjóblandað vatn er sótt þar sem það rennur undan hraun- inu í Svartsengi. Hreinleiki þess tryggir að ekki er þörf fyrir notk- un sýklalyfja eða annarra varn- arefna gegn laxalús. Matorka fær ívilnun frá ríkinu 26 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2015 H a u ku r 1 0 .1 4 Guðni Halldórsson lögfræðingur, gudni@kontakt.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, brynhildur@kontakt.is Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is Jens Ingólfsson rekstrarhagfræðingur, jens@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hrl. lögg. fasteignasali, sigurdur@kontakt.is Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is • Stórt og vinsælt hostel á góðum stað í miðbæ Reykjavíkur. Góð velta og afkoma. • Hótel fasteignir í góðum rekstri. Um er að ræða 4.000 fermetra fasteignir á frábærum stöðum. Góður leigusamningur við núverandi rekstraraðila og góð yfirtakanleg lán hvíla á eignunum. • Stór og vaxandi heildverslun með vörur fyrir stórmarkaði. Ársvelta 370 mkr. EBITDA 50 mkr. • 30 herbergja vel búið íbúðahótel á góðum stað í Reykjavík. EBITDA 25 mkr. • Einn vinsælasti veitingastaðurinn í miðbæ Reykjavíkur. EBITDA 45 mkr. Góð kaup fyrir rétta aðila. • Þekkt innflutningsfyrirtæki með eldhús- og baðherbergisinnréttingar. Ársvelta 120 mkr. og ört vaxandi. • Heildverslun með sælgæti og kex. Ársvelta 75 mkr. Góð afkoma og miklir vaxtamöguleikar. • Rótgróið og vel þekkt bílaþjónustufyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. • Þekkt heildverslun með fatnað og íþróttavörur. Ársvelta 230 mkr. Góð afkoma. • Rótgróin heildverslun með vinsælar vörur fyrir konur, sem seldar eru í verslunum um land allt. Ársvelta 250 mkr. EBITDA 50 mkr. Margrét Kr. Sigurðardóttir margret@mbl.is Ef tillögur stjórna viðskiptabankanna þriggja, Arion banka, Íslandsbanka og Landsbanka, verða samþykktar á aðalfundum munu þeir greiða samtals 45,7 milljarða króna í arð til eigenda sinna. Stjórn Íslandsbanka leggur til að arðgreiðsla nemi 9,1 milljarði króna sem er 40% af hagnaði. Stjórn Arion banka leggur til arðgreiðslu að upphæð 12,9 milljarðar króna sem er er 45% af hagnaði og Landsbanki leggur til 23,7 milljarða króna sem er 80% af hagnaði. Ríkissjóður sem á 97,92% í Landsbanka, 13% í Arion banka og 5% í Íslandsbanka mun því fá góða búbót fyrir utan þá 26 millj- arða króna sem bankarnir þrír greiða í tekju- og bankaskatt. Vaxtatekjur dragast saman Þegar horft er til tekna þá námu hreinar vaxtatekjur (vaxtatekjur að frádregnum vaxtagjöldum) á síðasta ári samtals 79,4 milljörðum króna hjá bönkunum þremur, í samanburði við 86,5 milljarða króna árið á undan og hafa vaxtatekjurnar því dregist sam- an um 8% í heild sinni. Þær drógust mest saman hjá Landsbankanum um 6,2 milljarða króna eða 18%, einnig varð samdráttur hjá Íslandsbanka um 1,3 milljarða króna en hreinar vaxtatekjur jukust hins vegar um tæplega 2% hjá Arion banka. Í því sambandi er fróðlegt að líta til þróunar útlána til viðskiptavina, en þau námu 635 milljörðum króna hjá Íslandsbanka sem er 14% aukning frá árinu á undan, ný útlán námu 165 milljörðum króna hjá bankanum. Hjá Arion banka voru lán til viðskiptavina 647 milljarðar króna og hjá Lands- bankanum voru lán til viðskiptavina 718 milljarðar króna og ný útlán voru 162 milljarðar króna. Vaxtamunur er minnstur hjá Landsbanka eða 2,4%, Arion banki kemur þar á eftir með 2,8% og Ís- landsbanki er með 3%. Hlutfall vanskila umfram 90 daga var 2,5% hjá Íslandsbanka í saman- burði við 4% árið á undan. Hjá Lands- banka mældist það 2,3% í samanburði við 5,3% árið á undan og hjá Arion banka fór 90 daga vanskilahlutfallið úr 4,5% í 3,6%. Þóknunartekjur fara vaxandi Hreinar þóknanatekjur hafa hins vegar aukist á milli ára um tæplega 14% og námu hreinar þóknanatekjur samtals 30,6 milljörðum króna hjá öll- um bönkunum þremur. Það varð mik- ill vöxtur í þóknanatekjum hjá Arion banka en þær jukust um 19%, hækk- un hjá Landsbanka og Íslandsbanka nam 10%. Aðrar tekjur bankanna eru meðal annars vegna virðisbreytinga útlána og tekjur af aflagðri starfsemi sem tengist ekki rekstri þeirra beint held- ur skýrist meðal annars af virðis- breytingum á útlánum til fyrirtækja og einstaklinga og sölu fyrirtækja í óskyldum rekstri. Mest arðsemi eigin fjár hjá Arion Arion banki skilaði mestri arðsemi eigin fjár á síðasta ári, 18,6%, og hækkaði mikið frá árinu á undan þeg- ar arðsemi eigin fjár bankans var 9,2%. Íslandsbanki skilaði 12,8% arð- semi sem er nokkur lækkun frá árinu á undan þegar arðsemin var 14,7% og Landsbankinn var með sömu arðsemi síðasta ár og árið á undan eða 12,5%. Arðsemi eigin fjár er oft talinn betri mælikvarði á árangur í rekstri fyrir- tækja en hagnaður einn og sér en þá er horft til þess hve miklum hagnaði fyrirtækið skilar hluthöfum sínum fyrir það eigið fé sem hefur verið lagt til þess. Bæði Landsbanki og Íslands- banki skiluðu álíka hagnaði og árið á undan, en Arion banki meira en tvö- faldaði hagnað sinn með 28,7 millj- arða króna hagnað á síðasta ári í sam- anburði við 12,7 milljarða árið á undan. Bankarnir þrír skiluðu sam- tals 80,2 milljörðum króna í hagnað, hlutur Landsbanka var 29,7 milljarð- ar króna og hlutur Íslandsbanka 22,8 milljarðar króna. Eignir bankanna þriggja eru sam- tals 2.943 milljarðar króna, hver banki er með um þriðjung af því. 41 milljarður í laun og tengd gjöld Meira en helmingur rekstrargjalda bankanna er vegna launa og launa- tengdra gjalda og er hver bankanna með 13 til 14 milljarða króna gjöld vegna þessa eða samtals tæplega 41 milljarð króna. Fjöldi starfsmanna í öllum bönkunum þremur er 3.400 og er hver þeirra með um 1.100 starfs- menn. Hækkun á launum og tengdum gjöldum varð 3% á milli ára hjá Arion banka, hjá Landsbanka um 8% en kostnaðurinn var svipaður hjá Ís- landsbanka á milli ára. Kostnaðar- hlutfall hækkaði hjá Landsbankan- um, það var 56% á síðasta ári í samanburði við 43% árið á undan. Kostnaðarhlutfall Arion banka lækk- aði og var 50% í samanburði við 57% og kostnaðarhlutfall Íslandsbanka lækkaði einnig úr því að vera 63% í 58%. Leggja til 46 millj- arða í arð til eigenda  Ríkið fær væntanlega 25 milljarða í arð frá bönkunum Tekjur bankanna Virðisbreyting/Aflögð starfsemi Aðrar tekjur Þóknanatekjur Vaxtatekjur Heimild: Ársreikningar bankanna. 63.149 24.220 8.968 16.461 13.309 28.073 20.128 9.112 5.836 27.105 11.483 3.855 12.946 ● Vöruskipti, reiknuð á fob-verðmæti, voru hagstæð um 7,2 milljarða króna í janúar sem er nær sami afgangur og í janúar 2014 á gengi hvors árs. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. Fluttar voru út vörur fyrir 50,6 milljarða króna og inn fyrir 43,4 milljarða króna. Vöruskipti hagstæð ● Fjárfestar tóku vel í uppgjörstölur Sjóvár sem birtar voru eftir lokun mark- aða í fyrradag. Þegar hringt var út í Kauphöllinni seinnipartinn í gær hafði gengi bréfa í tryggingafélaginu hækkað um 5,7% innan dags. Eins og Morgun- blaðið greindi frá í gær var hagnaður fé- lagsins á síðasta ári rúmur milljarður og arðgreiðsla vegna þess 4 milljarðar króna. Minni viðbrögð urðu vegna upp- gjörs VÍS en bréf félagsins hækkuðu um 1,3% í gær. Sjóvá hækkaði um 5,7% ● Núverandi stjórn Marel verður sjálf- kjörin á aðalfundi félagsins sem hald- inn verður 4. mars næstkomandi. Engin mótframboð bárust. Núverandi stjórn- arformaður er Ásthildur M. Othars- dóttir en hún hefur gegnt því hlutverki frá árinu 2013. Með henni í stjórninni sitja þau Arnar Þór Másson, sem er varaformaður, Helgi Magnússon, Ann Elizabeth Savage, Margrét Jónsdóttir, Ólafur Guðmundsson og Ásvaldur Jó- hannsson. Stjórn Marel sjálfkjörin Stuttar fréttir… Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Yfirstjórn bankanna þriggja fékk greiðslur sem nemur rúmum einum milljarði króna. Í hverjum bankanna þriggja eru 7 stjórnarmenn og eru greidd laun til stjórnanna samtals 167,2 milljónir króna. Arion banki greiddi til stjórnar 72,8 milljónir króna, Íslandsbanki greiddi 48,4 millj- ónir króna og Landsbanki greiddi 46 milljónir króna. Greiðslur til bankastjóra og framkvæmdastjóra eru samtals í bönk- unum þremur 851,5 milljónir króna. Í Arion banka fengu bankastjóri og 9 framkvæmdastjórar 310 milljónir, í Landsbanka fengu bankastjóri og 7 framkvæmdastjórar 277 milljónir króna og í Íslandsbanka fengu banka- stjóri og 8 framkvæmdastjórar 264,5 milljónir króna. Bankastjórarnir þrír fengu samtals 140,4 milljónir í laun og árangurs- tengdar greiðslur. Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, fékk 72,8 milljónir króna, Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, fékk 43,4 milljónir og Steinþór Pálsson í Landsbanka fékk 24,2 milljónir. Milljarður til yfirstjórnar HÁAR LAUNAGREIÐSLUR TIL STJÓRNENDA                                     !  "   ! #$!   $ ! " "# $%# &'()* (+(     ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5   $   %%$% #$% !% # %#  $ "!$ $""" %$  $#  !   # #$ !%!$ $   "# $%   $!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.