Morgunblaðið - 28.02.2015, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.02.2015, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2015 Morgunblaðið/Styrmir Kári Glens og grín Leikhópurinn Lotta bregður á leik í Spönginni í dag klukkan 14. Um helgina verða ýmsir viðburðir fyr- ir börn í Borgarbókasafninu í Gerðu- bergi, Spönginni og í Grófinni. Á vef- síðu safnsins má sjá dagskrána en þar ber helst að nefna að í dag, kl. 14 verður spunaleiksmiðja í Gerðubergi með Ólöfu Sverrisdóttur þar sem börnin fá að spinna leikrit. Leikhóp- urinn Lotta verður í Spönginni þar sem Söngvasyrpa verður sýnd. Á morgun, sunnudag, les María Þórðar- dóttir upp úr barnabók í sögustund sem verður á milli klukkan 15 og 15.30 í Grófinni. Aðgangur er ókeypis að öllum viðburðunum. Vefsíðan www.borgarbokasafn.is Bókasafnið fyrir börnin Malín Brand malin@mbl.is Láttu mig hafa besta bit-ann,“ er setning semmargur kjötkaupmað-urinn hefur heyrt kúnn- ann segja. Þá er oft átt við hrygg- vöðva (entrecote), vöðva úr fram- hrygg (Rib-eye og Prime-ribs) eða innanlærisvöðvi. Er þetta allt og sumt? Eru „bestu bitarnir“ þar með upp taldir? Það er síður en svo að mati þeirra Þórarins og Lisu sem þekkja hvern þumlung holdanautanna sinna. „Við leggjum okkur fram við að selja allt af dýr- inu og reynum að gera öllum pört- um hátt undir höfði. Við erum svo sem ekkert að finna upp neitt nýtt heldur erum við að svara kallinu,“ segir Þórarinn og útskýrir að mat- gæðingar séu oft að skoða upp- skriftir á netinu og sjái þar ein- hvern tiltekinn vöðva og þau hjónin séu þá spurð hvort þau eigi þann vöðva til. „Þannig að þegar við úr- beinum næst kippum við þeim vöðva úr og þannig tínast til fleiri og fleiri vöðvar. Við bjóðum því kannski fleiri vöðva en vaninn er að bjóða upp á hér á landi,“ segir hann. Hver vöðvi með karakter Lisa er frá Sviss, þar sem þau Þórarinn kynntust fyrir rúmum áratug. Hún þekkti til úrbeiningar- aðferða sem tíðkast í Sviss, Frakk- landi, Þýskalandi og Austurríki, svo dæmi sé tekið, og vissi því að til var meira úrval af vöðvum heldur en boðið var uppá á Íslandi. „Mað- ur er stanslaust að læra eitthvað nýtt og prófar sig bara áfram. Ég er kannski að úrbeina eitthvað sér- stakt fyrir viðskiptavin og prófa í leiðinni að elda vöðva sem ég hef ekki eldað áður. Það er mjög spennandi,“ segir Lisa sem sjálf hefur unun af því að elda og þá ekki síst nautakjöt. „Fljótlegasta er að taka eitt- hvað úr og steikja á grilli en það hentar ekki endilega öllum bitum. Það eru ótal mismunandi vöðvar í nautinu og karakterinn í hverjum og einum er mismunandi þannig að það er bara að finna réttu eldunar- aðferðina fyrir hvern vöðva og þá er maður í góðum málum,“ segir Þórarinn. „Fólk er því miður allt of mik- ið að hugsa um að besti bitinn sé bara lund og rib-eye og svo sé það búið því þetta er það sem fólk þekkir en það er svo margt annað en það,“ segir Lisa. Galdurinn í elduninni Steikurnar sem seldar eru á Hálsi eiga sér ekki allar íslensk nöfn, ekki ennþá, en margar hverj- ar eiga sín heiti sem komin eru frá kjötiðnaðarmönnum og má þar nefna klump, ytralæri, Kúlottu- steik, lærtungu og bógvöðva. En svo eru önnur alþjóðlegri heiti sem gæti reynst áskorun að snara yfir á íslensku og má þar nefna flank, tornado, prime ribroast, brisket (nautabringa) og porterhouse. „Hægeldun vöðva hentar mörgum. Þú getur gert rosalega góðan pott- rétt úr bógvöðva og osso bucco, short-ribs og brisket til dæmis,“ segir Lisa. „Úr síðunni kemur flank. Hann dettur bara fullskapaður þar út og hann er bara fínn á grillið. Og herðablaðið, flat iron, er nánast skyndibiti því það tekur bara þrjár mínútur í steikingu á hvorri hlið og er ofboðslega bragðgott,“ segir Þórarinn. Þegar hér er komið sögu fara kynleg hljóð að berast úr iðr- um blaðamanns sem á bágt með að heyra um svo kræsilegar steikur án þess að það æri upp í honum sult- Allir bitar holdanautsins eru góðir Hjónin Þórarinn Jónsson og Lisa Sascha Boije af Gennaes búa á bænum Hálsi í Kjós. Þar reka þau verslunina Matarbúrið sem er sérverslun með ung- nautakjöt. Kjötið er af holdagripum sem eingöngu eru fóðraðir á grasi og finnst það glöggt á bragðinu. Morgunblaðið/Malín Brand Bændur Þau Þórarinn Jónsson og Lisa Sascha Boije af Gennaes reka Matarabúrið, sérverslun með ungnautakjöt. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Á undanförnum árum hafa greining- ardagar svokallaðir, á Þjóðminjasafni Íslands, verið afar vel sóttir. Á morg- un, sunnudaginn 1. mars, á milli klukkan 14 og 16 taka sérfræðingar Þjóðminjasafnsins á móti fólki með eigin gripi til greiningar. Greiningin er gestum að kostnaðarlausu en til að sem flestir komist að er fólk beðið að hafa í mesta lagi tvo gripi með- ferðis og taka þarf númer í afgreiðslu til að forðast langar raðir. Margir skemmtilegir og merkilegir gripir hafa komið í ljós á greiningar- dögum safnsins og eins og fram kem- ur á vef Þjóðminjasafnsins: www.thjodminjasafn.is eru grein- ingar á gripum í einkaeign „ekki að- eins fróðlegar fyrir eigendur grip- anna heldur gefst Þjóðminjasafninu einnig einstakt tækifæri til að fá yfir- sýn yfir þá mörgu áhugaverðu og dýr- mætu gripi sem til eru á heimilum landsmanna.“ Eigendur taka gripina með sér aftur heim en greiningin snýst um aldur, efni og uppruna þeirra. Greining á gripum á Þjóðminjasafni Morgunblaðið/Golli Skart Sérfræðingar safnsins segja til um efni gripa, uppruna og aldur þeirra. Leynast gersemar hjá þér? Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Spennandi ferð til Englands á slóðir norrænna manna og fornra kastala. Farið verður frá Manchester um Blackpool og Fleetwood á leiðinni í Lake District. Ýmsar náttúruperlur héraðsins verða skoðaðar, en einnig verður farið í dagsferð til York borgar. Verð: 184.800 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Sp ör eh f. Fararstjóri: Jónas Þór 20. - 25.maí Víkingar & vaskirmenn Sumar 1 Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.