Morgunblaðið - 28.02.2015, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 28.02.2015, Qupperneq 23
FRÉTTIR 23Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2015 Brautryðjandinn, árleg viðurkenn- ing Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, var veittur í þriðja sinn á ársfundi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands sem haldinn var á Hilton Reykjavík Nordica sl. fimmtudag. „Vigdís Finnbogadóttir sem nú hlaut viðurkenninguna Brautryðj- andinn hefur komið víða við á sín- um ferli, m.a. bæði í kennslu við menntaskóla og Háskóla Íslands. Í mörg sumur vann Vigdís hjá Ferða- skrifstofu ríkisins og segja má að hún hafi verið frumkvöðull að því sem síðar var kallað menningar- tengd ferðaþjónusta og vann kynn- ingarefni um land og þjóð. Vigdís var einnig leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur en síðast en ekki síst var hún kjörin forseti Íslands árið 1980 og gegndi því starfi í 16 ár,“ segir m.a. í tilkynningu frá Nýsköp- unarmiðstöð. Á myndinni má sjá Vigdísi Finn- bogadóttur, Þorstein Inga Sigfús- son, forstjóra Nýsköpunarmið- stöðvar Íslands, og Sigríði Ingvarsdóttur framkvæmdastjóra. Vigdís var valin braut- ryðjandi  Viðurkenning Ný- sköpunarmiðstöðvar Ljósmynd/Nýsköpunarmiðstöð Árleg sýning Blaðaljósmynd- arafélags Íslands á bestu myndum ársins 2014 verður opnuð í dag, laug- ardag, klukkan 15.00 í Gerðarsafni í Kópavogi. Á sýningunni eru að þessu sinni 116 myndir sem valdar hafa verið af dómnefnd úr 905 mynd- um 24 blaðaljósmyndara. Veitt verða verðlaun í níu flokkum, þ.e. fyrir mynd ársins og fyrir bestu frétta- myndina, umhverfismyndina, port- rett myndina, íþróttamyndina, dag- legt líf, tímaritamynd, myndröð ársins og myndskeið ársins. Bók með bestu blaðaljósmyndum ársins 2014 kemur út við þetta tækifæri og verður kynnt á sýningunni. Við sama tækifæri verða Blaða- mannaverðlaunin veitt í fjórum flokkum, Blaðamannaverðlaun árs- ins, Rannsóknarblaðamennska árs- ins, Viðtal ársins og Umfjöllun árs- ins. Dómnefnd hefur tilnefnt þrjá í hverjum flokki. Þá verður opnuð á neðri hæð safnsins sýning á myndum Ragnars Th. Sigurðssonar, ljósmyndara og norðurheimskautsfara, sem hann nefnir Ljósið. Ragnar hóf feril sinn sem fréttaljósmyndari árið 1975. Hann setti á stofn eigið ljósmyndast- údíó Arctic-Images árið 1985 og hef- ur síðan hlotið alþjóðlegan orðstír fyrir fjölbreytt verkefni, segir í til- kynningu frá Gerðarsafni. Titill sýn- ingarinnar vísar í endurhæfing- armiðstöðina Ljósið, sem veitir stuðning fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess. Myndir ársins sýndar Hvítabjörn Ein mynda Ragnars Th. á sýningunni í Gerðarsafni.  Blaðamannaverðlaunin afhent í Gerðarsafni í dag Afkoma Strætó bs. var jákvæð um 370 milljónir króna árið 2014 samkvæmt árs- reikningi sem samþykktur var af stjórn á fundi hennar í gær, 27. febrúar. Þetta er sjötta árið í röð sem afkoma fyr- irtækisins er jákvæð. Í fréttatilkynningu frá stjórn Strætó segir að farþegum hafi fjölg- að um 4,4% í fyrra frá árinu á undan, úr rúmlega 9,8 milljónum í tæplega 10,3 milljónir. Tekjur af fargjöldum voru tæplega 1.477 milljónir og juk- ust um 3,9%. Afkoma Strætó var lægri árið 2014 en hún var árið 2013. Í tilkynn- ingunni segir að það skýrist fyrst og fremst af lægra framlagi ríkisins til Strætó um 80 milljónir króna. Afkoma Strætó var já- kvæð í fyrra Strætó Afkoman í fyrra var jákvæð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.