Morgunblaðið - 28.02.2015, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.02.2015, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2015 Brautryðjandinn, árleg viðurkenn- ing Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, var veittur í þriðja sinn á ársfundi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands sem haldinn var á Hilton Reykjavík Nordica sl. fimmtudag. „Vigdís Finnbogadóttir sem nú hlaut viðurkenninguna Brautryðj- andinn hefur komið víða við á sín- um ferli, m.a. bæði í kennslu við menntaskóla og Háskóla Íslands. Í mörg sumur vann Vigdís hjá Ferða- skrifstofu ríkisins og segja má að hún hafi verið frumkvöðull að því sem síðar var kallað menningar- tengd ferðaþjónusta og vann kynn- ingarefni um land og þjóð. Vigdís var einnig leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur en síðast en ekki síst var hún kjörin forseti Íslands árið 1980 og gegndi því starfi í 16 ár,“ segir m.a. í tilkynningu frá Nýsköp- unarmiðstöð. Á myndinni má sjá Vigdísi Finn- bogadóttur, Þorstein Inga Sigfús- son, forstjóra Nýsköpunarmið- stöðvar Íslands, og Sigríði Ingvarsdóttur framkvæmdastjóra. Vigdís var valin braut- ryðjandi  Viðurkenning Ný- sköpunarmiðstöðvar Ljósmynd/Nýsköpunarmiðstöð Árleg sýning Blaðaljósmynd- arafélags Íslands á bestu myndum ársins 2014 verður opnuð í dag, laug- ardag, klukkan 15.00 í Gerðarsafni í Kópavogi. Á sýningunni eru að þessu sinni 116 myndir sem valdar hafa verið af dómnefnd úr 905 mynd- um 24 blaðaljósmyndara. Veitt verða verðlaun í níu flokkum, þ.e. fyrir mynd ársins og fyrir bestu frétta- myndina, umhverfismyndina, port- rett myndina, íþróttamyndina, dag- legt líf, tímaritamynd, myndröð ársins og myndskeið ársins. Bók með bestu blaðaljósmyndum ársins 2014 kemur út við þetta tækifæri og verður kynnt á sýningunni. Við sama tækifæri verða Blaða- mannaverðlaunin veitt í fjórum flokkum, Blaðamannaverðlaun árs- ins, Rannsóknarblaðamennska árs- ins, Viðtal ársins og Umfjöllun árs- ins. Dómnefnd hefur tilnefnt þrjá í hverjum flokki. Þá verður opnuð á neðri hæð safnsins sýning á myndum Ragnars Th. Sigurðssonar, ljósmyndara og norðurheimskautsfara, sem hann nefnir Ljósið. Ragnar hóf feril sinn sem fréttaljósmyndari árið 1975. Hann setti á stofn eigið ljósmyndast- údíó Arctic-Images árið 1985 og hef- ur síðan hlotið alþjóðlegan orðstír fyrir fjölbreytt verkefni, segir í til- kynningu frá Gerðarsafni. Titill sýn- ingarinnar vísar í endurhæfing- armiðstöðina Ljósið, sem veitir stuðning fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess. Myndir ársins sýndar Hvítabjörn Ein mynda Ragnars Th. á sýningunni í Gerðarsafni.  Blaðamannaverðlaunin afhent í Gerðarsafni í dag Afkoma Strætó bs. var jákvæð um 370 milljónir króna árið 2014 samkvæmt árs- reikningi sem samþykktur var af stjórn á fundi hennar í gær, 27. febrúar. Þetta er sjötta árið í röð sem afkoma fyr- irtækisins er jákvæð. Í fréttatilkynningu frá stjórn Strætó segir að farþegum hafi fjölg- að um 4,4% í fyrra frá árinu á undan, úr rúmlega 9,8 milljónum í tæplega 10,3 milljónir. Tekjur af fargjöldum voru tæplega 1.477 milljónir og juk- ust um 3,9%. Afkoma Strætó var lægri árið 2014 en hún var árið 2013. Í tilkynn- ingunni segir að það skýrist fyrst og fremst af lægra framlagi ríkisins til Strætó um 80 milljónir króna. Afkoma Strætó var já- kvæð í fyrra Strætó Afkoman í fyrra var jákvæð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.