Morgunblaðið - 28.02.2015, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.02.2015, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2015 Rótarýhreyfingin var stofnuð 23. febr- úar 1905 í Chicago í Bandaríkjunum af lögfræðingi, Paul Harris að nafni. Á fyrsta fundinum sem Paul Harris boðaði til mættu auk hans þrír menn: Silvester Schiele, kola- kaupmaður, Gustavus E. Loehr, námaverkfræðingur, og Hiram E. Shorey, fatakaupmaður og klæðskeri. Sjálfur var Paul Harris lögfræðingur, svo að segja nýfluttur til stórborgarinnar og honum fannst hann vera helst til einangraður og vinafár. Þessir fjórir fundarmenn voru af mismunandi bergi brotnir, af sænskum, þýskum, írskum og gyðingaættum komnir og trúar- brögð þeirra voru einnig ólík. Þeir voru því sannir fulltrúar þeirrar þjóðablöndu sem óx og dafnaði í Bandaríkjunum og raunar einnig þeirrar alheimshreyfingar sem spratt upp af þessu framtaki þeirra. Fljótlega bættist fimmti félaginn við, Harry Ruggles prentari, og þá var fyrsti Rótarýklúbburinn form- lega stofnaður, Rótarýklúbbur Chicago-borgar. Nafnið er þannig til komið að þeir félagar komu sér saman um að halda fundi á skrif- stofum sínum á víxl og breyta þannig til vikulega. (Rotate = snú- ast, skiptast á. Rotary = það sem snýst eða hverfist.) Fyrsti Rótarýklúbburinn hér á landi var stofnaður í Reykjavík 13. september árið 1934, Rót- arýklúbbur Reykjavíkur. Það voru Rótarýfélagar í Kaupmannahöfn sem beittu sér fyrir stofnun klúbbsins og komu hingað til lands til skrafs og ráðagerða við líklega forustumenn, einkum þá Ludvig Storr, ræðismann og stórkaup- mann, og Knud Zimsen, fyrrver- andi borgarstjóra. Hann varð fyrsti forseti hins nýstofnaða klúbbs. Stofnendur voru 23. Á næstu árum beittu Rótarýfélagar í Reykjavík- urklúbbnum sér fyrir stofnun klúbba á Ísafirði og Siglufirði 1937, á Akureyri 1939, á Húsavík 1940 og í Keflavík 1945. Núna er heild- arfjöldi félaga í Rót- arý um 1,2 milljónir í 34.000 Rótarýklúbbum í rúmlega 200 löndum. Á Íslandi eru um 1.200 Rótarýfélagar í 30 klúbbum um allt land. Rótarý eru fremstu mannúðar- og þjón- ustusamtök í heimi. Við erum fjölbreytt, alþjóðlegt samfélag félaga sem koma úr forystu ýmissa starfs- greina og beita sér fyrir betra lífi, góðvild og friði, í heimalandi og er- lendis. Við vinnum með Alþjóða- heilbrigðismálastofnuninni (WHO), UNICEF, heilbrigðisyfirvöldum, Bill & Melinda Gates-sjóðnum og ríkisstjórnum til að vinna að út- rýmingu lömunarveiki um heim allan, en það er eitt fjölmargra al- þjóðlegra stórverkefna Rót- arýhreyfingarinnar (PolioPlus). Við einbeitum okkur einnig að ýmsum verkefnum á sviði þjónustu eins og: ·- Friði og úrlausn ágreinings- efna ·- Forvörnum sjúkdóma og með- ferð ·- Öflun drykkjarvatns og hrein- læti ·- Heilbrigði mæðra og barna ·- Grunnmenntun og læsi ·- Efnahags- og samfélagsþróun Rótarý veitir einnig námsmannastyrki eða Gerorgíu- styrkinn og styrk til náms í frið- arfræðum. Æskulýðsstarf er mikið í Rótarý en skiptinemar fara til út- landa og koma til Íslands á vegum Rótarý. Einnig fara ungmenni í sumarbúðir á hverju sumri. Rótarýklúbbar á Íslandi standa að ýmsum verkefnum í nærsam- félaginu. Verkefnin eru mörg og margvísleg en hér ná nefna hvatn- ingarverðlaun til útskriftarnema, skógrækt, hreinsun svæða, styrki til líknarmála, stuðning við hjúkr- unar- og elliheimili, stígagerð, styrki til ungra tónlistarnema og atvinnugreinakynningu. Rótarýdagurinn hefur verið haldinn víða um heim undanfarin ár. Hvert land ákveður hvaða dag- ur er valinn. Við á Íslandi höfum ákveðið að Rótarýdagurinn í ár verði í dag, 28. febrúar. Í dag munu Rótarýklúbbar um allt land gera Rótarý sýnilegra og kynna verkefnin sem hver klúbbur er að fást við. Fjórprófið okkar lýsir vel hvern- ig við Rótarýfélagar vegum og metum gjörðir okkar: Er það satt og rétt? Er það drengilegt? Eykur það velvild og vinarhug? Er það öllum til góðs? Þessi lýsing á Rótarýfélags- skapnum varpar vonandi einhverju ljósi á hvað við stöndum fyrir. Rót- arý rekur Rótarýsjóðinn (Rotary Foundation) en sjóðurinn er kjarn- inn sem gerir hreyfingunni kleift að starfa að mörgum alþjóðaverk- efnum. Sjóðurinn hefur fengið verðlaun fyrir hversu vel hann er rekinn og að nálægt 100% af því sem fer í hann kemst á rétta staði. Vonandi kveikir þessi stutti pist- ill áhuga á Rótarý, því við viljum gjarnan fjölga félögum og breiða út allt það góða sem hreyfingin stendur fyrir. Rótarý er gríðarlega skemmti- legur félagsskapur og reynir af fremsta marki að vera bakhjarl góðra verka. Það gerir okkur að betri manneskjum og veitir lífsfyll- ingu. Við víkkum líka sjóndeild- arhringinn og fræðumst á hverjum fundi. Verið velkomin þar sem Rótarý- félagar eru að kynna störf sín í dag Við erum á: Facebook, Twitter og Youtube. Kynnið ykkur heima- síðurnar rotary.is og rotary.org. Rótarýdagurinn á Íslandi er í dag Eftir Guðbjörgu Alfreðsdóttur »Núna er heildarfjöldi félaga í Rótarý um 1,2 milljónir Guðbjörg Alfreðsdóttir Höfundur er umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi. Morgunblaðið/Ómar Jökulsárlón Hér ríkir kyrrðin ein. Nokkuð hefur verið rætt um hryðjuverkahættuna nú und- anfarið í tengslum við hryðju- verkaárásir í París og Kaup- mannahöfn. Ég held að það væri barnalegt af okkur Íslendingum að telja að við værum undanskilin hryðjuverkahættunni vegna land- fræðilegrar fjarlægðar okkar frá meginlandi Evrópu. Noregur er ekki langt frá okkur og þar voru framin skelfileg hryðjuverk fyrir nokkrum árum. Ég held því miður að það sé aðeins spurning um tíma hvenær hryðjuverkamenn láta til skarar skríða á Íslandi. Þá skiptir miklu máli að yfirvöld séu vel í stakk búin til að bregðast við þeim vanda og taka á honum. Ég tel mikilvægt að lögreglan fái for- virkar rannsóknarheimildir til að bregðast við hugsanlegum hryðju- verkum hér á landi. En einhver eftirlitsaðili þyrfti að fylgjast með að þeim yrði beitt af hófsemi. Sigurður Guðjón Haraldsson. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Hryðjuverkaógn N Ý PR EN T eh f. Karlakórinn Heimir TÓNLEIKAR Langholtskirkja laugardaginn 14.mars kl.14 og 17. Forsala á midi.is Einsöngur: Ari Jóhann Sigurðsson. Sérstakur gestur okkar á tónleikunum verðurGraduale Nobili, undir stjórn Jóns Stefánssonar. www.heimir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.