Morgunblaðið - 28.02.2015, Side 31
31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2015
Laugardalsvöllur Bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda hófst í gær og eins og í fyrra fer vel um bækur og menn í rými undir vestari stúku Laugardalsvallar.
Eggert
Kort á tölvutæku formi
líkt og notuð eru í leið-
sögutækjum eða á „Google“
innihalda upplýsingar sem
eru jafnan kallaðar land-
upplýsingar. Notkun slíkra
upplýsinga hefur vaxið mjög
hratt síðustu árin m.a. vegna
hraðrar þróunar í fjarskipta-
og upplýsingatækni. Vegna
þessa eru gerðar sífellt meiri
kröfur um betri og nákvæm-
ari kort og myndir af yf-
irborði jarðarinnar og að slík gögn séu
aðgengileg öllum hvar sem er, án hindr-
ana.
Landupplýsingar eru grundvallargögn
fyrir stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga og
mikilvægur hlekkur við vöktun á nátt-
úruvá og öryggi borgaranna. Opinber
stjórnvöld þurfa að hafa tryggan aðgang
að góðum landupplýsingum og að geta
miðlað þeim til samfélagsins, meðal ann-
ars sem hluta af rafrænni stjórnsýslu.
Í frumvarpi um breytingar á lögum um
Landmælingar Íslands (lög um landmæl-
ingar og grunnkortagerð nr. 103/2006)
sem nú er til umfjöllunar á Alþingi eru
lagðar til breytingar sem byggjast m.a. á
því að landupplýsingar, sem keyptar eru
fyrir opinbert fé, verði gerðar aðgengi-
legar og þeim miðlað
óhindrað án gjaldtöku til
annarra stjórnvalda, al-
mennings og fyrirtækja.
Opinber stjórnvöld hér á
landi munu eftir sem áður
þurfa að treysta á fyrirtæki
á markaði þegar land-
upplýsinga er aflað á
grundvelli útboða og þar
skiptir miklu eðlileg og
heilbrigð samkeppni.
Verði framangreint
frumvarp að lögum mun
það leggja grunn að bættu
skipulagi við uppbyggingu, viðhald og
miðlun á landupplýsingum á Íslandi og
koma í veg fyrir tvíverknað, líkt og dæmi
eru um hjá hinu opinbera. Þannig getur
frumvarpið leitt til hagræðingar í rík-
isrekstrinum sem er afar mikilvægt og
um leið stuðlað að nýsköpun á einka-
markaði.
Eftir Magnús
Guðmundsson
» Opinber stjórnvöld þurfa
að hafa tryggan aðgang
að góðum landupplýsingum
og að geta miðlað þeim til
samfélagsins …
Magnús
Guðmundsson
Kort fyrir alla
Höfundur er forstjóri Landmælinga Íslands.
Að því var ég spurð af fjölmiðla-
manni nú nýlega. Og hér kemur
svarið:
Við eldri borgarar þessa lands
verðum að láta meira í okkur heyra.
Alltaf kemur öðru hvoru upp um-
ræða um vandamál hér og þar sem
tengjast umönnun aldraðra. Það er
vöntun á heimaþjónustu, hún er ekki
samræmd á milli sveitarfélaga. Það
vantar hjúkrunarrými, það vantar
starfsfólk. Það vantar peninga til
margra verkefna. Það verður alltaf
þannig. En við viljum líka taka þátt í því að móta
stefnu til framtíðar og takast á við þau verkefni
sem liggja fyrir. Það eru ekki bara vandamál sem
skapast af því að öldruðum fjölgar, aldraðir eru
líka auðlind, sem hægt er að nýta.
En hvernig: Jú við viljum stofna Öldungaráð í
öllum sveitarfélögum með þátttöku sveitarstjórn-
armanna og félaga eldri borgara. Þau Öldungaráð
eiga að hafa það verkefni í sínu umdæmi að skoða
stöðu mála í öllu því sem varðar aðbúnað og þjón-
ustu við aldraða, hvað er gott og hvað má bæta.
Ef menn ná að vinna saman að tillögum og fram-
kvæmd þeirra með góðri samstöðu þá er hægt að
ná miklum árangri. Mér er kunnugt um að víða er
verið að vinna að stofnun öldungaráða út um land-
ið. Öldungaráð Suðurnesja hefur þegar skorað á
ríki og sveitarfélög á svæðinu að fjölga hjúkr-
unarrýmum. Slíkt tekur einhvern
tíma. En hér er dæmi um það sem
Öldungaráðið á Suðurnesjum ætlar
að skoða að tillögu formanns þeirra
og var ákveðið á þeirra fyrsta
fundi:
„Að brúa bilið.“ Koma með til-
lögur eða hugmyndir að þjónustu
eða búsetuformi sem þarf að efla til
að brúa bilið þar til nægt framboð
er á hjúkrunarrýmum. Hér mætti
horfa m.a. til þess að samræma og
efla heimahjúkrun og heimilishjálp,
dagdvalarrými, hvíldar og end-
urhæfingarrými, horfa til annarra
búsetuforma en hjúkrunarrýma og
efla forvarnir með því að auka félagsleg úrræði,
heilsugæslu og hreyfingu.
Þarna er vel af stað farið enda verið vel unnið
að undirbúningi að stofnun Öldungaráðs Suð-
urnesja. Því er hér með skorað á bæði sveit-
arstjórnarmenn og félög eldri borgara að beita
sér af krafti fyrir stofnun öldungaráða í sínu nær-
samfélagi. Þar vinna menn síðan saman að því að
ná ásættanlegri lausn í þeim brýnu málum sem
við blasa.
Eftir Jónu
Valgerði Kristjánsdóttur
Jóna Valgerður
Kristjánsdóttir
Hvað er Öldungaráð?
Höfundur er formaður Landssambands eldri borgara.
»Mér er kunnugt um að víða er
verið að vinna að stofnun öld-
ungaráða út um landið.