Morgunblaðið - 28.02.2015, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.02.2015, Blaðsíða 32
32 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2015 Suðurlandsbraut 48 (bláu húsin í Faxafeni) - Sími 553 3450 - Vefverslun: www.spilavinir.is - sendumumallt land! afsláttur 20% af öllum afsláttur í febrúar púslu spilum Meðal helstu dægurdyggða nú um stundir er ýmislegt sem íeðli sínu verður að teljast ágætt og sjálfsagt og full ástæðaer til að vona að eigi heilbrigt framhaldslíf fyrir höndum.Ég er til dæmis að hugsa um fyrirbæri eins og fjölmenn- ingarhyggju, umburðarlyndi og frjálslyndi. Við eigum öll helst að vera mjög mikið þannig innstillt ef vel á að vera. Síðasttalda orðið er þó reyndar af langri notkun og misnotkun orðið svo margrætt og misvís- andi að það getur varla talist nothæft lengur í annað en lýðskrum eða sem rímorð við hálsbindi. En hvað um það, ætla má að þeir sem beinlínis lýsa sig andsnúna ofan- greindum dyggðum eða gildum séu eitthvað meira en lítið undarlega innréttaðir og vísast ekki mjög skemmtilega. Innréttingarnar í því fólki (ungu sem gömlu) eru líkast til komnar nokkuð til ára sinna, fastgrónar og grómteknar, hvorki létt verk né þrifalegt og varla þarft einu sinni að rífa þær, hvað þá eftirleikurinn auð- veldur að tjasla upp nýjum. Sem sagt: Kappkostum að iðka þessar dyggðir. En, eins og kerlingin sagði: Öllu má nú ofgera. Og ekki er því að leyna að þess verður stundum vart í fjöl- menningarákafanum að í því felist einhverskonar mismunun, jafnvel yf- irgangur og kúgun, já hrein og klár þjóðremba, ef mælt er með því, hvað þá ætlast til þess að útlendingar sem setjast hér að læri íslensku. Ekki gott afspurnar, enda er öll remba yfirleitt afleiðing af einhverskonar harðlífi. En spyrja má, hvaða fjölmenning er það eiginlega þar sem okk- ar eigin menning má helst ekki vera með, vegna þess að lykillinn að henni, tungumálið, sé svo vandmeðfarið? Það hlýtur að vanta í hana að minnsta kosti eina fjöl. Eða getur sönn fjölmenning bara falist í því að öll samskipti fari helst fram á vanefnaensku, svo notað sé nýyrði frá Rík- harði Erni Pálssyni.? Það er mjög mikilvægt að efla og styrkja íslenskukennslu fyrir það fólk sem sest hér að og vinnur þörf verk um lengri eða skemmri tíma og vill vera hér. Það er löngu liðin tíð að sérvitrir fræðimenn séu þeir einu sem áhuga hafa á að læra tungu sem svo fáir tala og rita. Sem betur fer er það líka liðin tíð að okkur þyki eitthvað óvenjulegt og skrýtið eða jafnvel válegt, í besta falli spaugilegt, að heyra íslensku tal- aða með allskonar erlendum hreim og misgóðum tökum á orðaforða, beygingum og málfræði almennt. Flestum Íslendingum held ég þyki þvert á móti gleðilegt og aðdáun- arvert og taki viljann fyrir verkið þegar útlendingar leggja það á sig að læra íslensku. Ýmsar hættur steðja að íslenskri tungu í heimi nútímans en síst af öllu úr þessari átt. Það veitir ekki af því að fjölmenni tali og og skrifi íslensku. Um margt er óþarfi að fjölyrða en ekki um þetta. rímar við... Frjálslyndi Fjölmennum, fjölyrðum Tungutak Þórarinn Eldjárn thorarinn@eldjarn.net Richard Nixon, sem á margan hátt var merkariforseti Bandaríkjanna en ætla mætti af Wa-tergate-málinu notaði hugtakið „hinn þöglimeirihluti“ í stjórnmálabaráttu sinni og vísaði þá til þess hóps kjósenda, sem sjaldan eða aldrei lætur til sín heyra opinberlega en hefur atkvæðisrétt og beitir honum. Hann höfðaði til þessa hóps og taldi sig kannski að einhverju leyti talsmann hans enda ekki af auðugu fólki kominn eins og margir keppinautar hans og þá ekki sízt John F. Kennedy. Nú er ekki fráleitt að segja að El- isabeth Warren, öldungadeildarþingmaður demókrata, komi fram í sívaxandi mæli sem talsmaður þessa hóps kjósenda vestan hafs. Hinn „þögli meirihluti“ er alls staðar til, líka hér á Ís- landi, og stundum lætur hann til sín taka. Sennilega eru forsetakosningarnar 1952 skýrasta dæmið um það í okk- ar stjórnmálasögu og svo forsetakosningarnar 1968. Ice- save má líka nefna í því sambandi. Fólkið sem frá degi til dags lætur ekki til sín heyra, tekur allt í einu af skarið. Á þessu er haft orð hér og nú vegna þess að hinir hefð- bundnu stjórnmálaflokkar á Íslandi eru augljóslega í al- varlegri tilvistarkreppu. Það þýðir ekki lengur fyrir forystusveitir þeirra að neita að horfast í augu við þann veruleika. Sjálfstæðisflokkurinn sem ára- tugum saman var í 37-40% fylgi og jafnvel þar yfir virðist fastur í 25% fylgi frá hruni með smávægilegum frávikum milli kann- ana. Þetta er niðurlægjandi fyrir þann flokk og bendir til að hann hafi misst tengslin við stóra hópa kjósenda. Samfylkingin, sem hafði þann metnað að berjast við Sjálfstæðisflokkinn um forystusætið í íslenzkum stjórn- málum, er með liðlega fylgi Alþýðuflokksins, eins og það var oft. Í tilviki Sjálfstæðisflokksins er augljóst að Reykjavík, sem áður lyfti fylgi flokksins upp á landsvísu dregur það nú niður og ekki fráleitt að tala um að „hrun“ hafi orðið í fylgi flokksins í höfuðborginni. Að því er Samfylkinguna varðar er Björt framtíð aug- ljós skýring en jafnframt er ekki ólíklegt að kjósendur muni að Samfylkingin átti aðild að ríkisstjórn í hruninu og hafði í rúm tvö ár farið með lykilráðuneyti á borð við viðskiptaráðuneytið. Hið athyglisverða er að hvorugur flokkurinn hefur sett þessa stöðu á dagskrá umræðna innan flokkanna að nokkru marki. Að nokkru leyti má segja að vandi flokkanna sé áþekk- ur. Hvorugur flokkanna höfðar beint til „hins þögla meirihluta“ meðal íslenzkra kjósenda. Sjálfstæðisflokk- urinn er enn hallur undir sjónarmið sérhagsmunahópa innan atvinnulífsins. Sú var tíðin fyrir mörgum áratugum að sjávarútvegur og verzlun tókust á innan flokks en þá var þar öflugur hópur verkalýðsmanna, sem skapaði ákveðið jafnvægi á milli. Nú sést of lítið til síðastnefnda hópsins en auðvitað fór þetta svo allt úr böndum í byrjun nýrrar aldar, þegar peningarnir tóku völdin í íslenzku þjóðfélagi. Samfylkingin hefur aldrei náð að mynda tengsl við rætur þeirra flokka, sem stóðu að myndun hennar, þ.e. við verkalýðshreyfinguna, þótt einstaka forystumenn í þeirri hreyfingu hafi verið hallir undir hana. Hún hefur í þess staðið orðið flokkur þeirrar pólitísku yfirstéttar, sem hefur búið um sig í háskólasamfélaginu. Það er ekki við því að búast að slíkur flokkur nái að höfða til „hins þögla meirihluta“ á Íslandi. Hinir nýju, ungu kjósendur eru sérstakur hópur, sem báðum þessum flokkum hefur mistekizt að ná til, þótt úr- slit kosninga til stúdentaráðs fyrir skömu bendi til að jarðvegur ætti að vera fyrir Sjálfstæðisflokkinn í þeim hópi a.m.k. miðað við mælikvarða fyrri tíma. En þá voru píratar ekki til. Þeir hafa komið öllum að óvörum. Í síð- ustu könnun MMR voru þeir á hælunum á Samfylkingunni! Píratar höfða augljóslega til ungs fólks. Ungt fólk á við vandamál og við- fangsefni að glíma sem ekki er hægt að horfa fram hjá. Þeir ald- ursflokkar koma út í lífið með verðtryggð námslán á bak- inu og horfa framan í aðstæður í húsnæðismálum sem eru nánast óviðráðanlegar. Húsaleiga er of há og marg- víslegar hindranir í vegi fyrir kaupum nema fólk ráði yfir þeim mun meira eigin fé. Enginn flokkanna hefur lagt fram tillögur, sem höggva á þann hnút, sem húsnæðismálin eru komin í. Ef hinir hefðbundnu stjórnmálaflokkar á Íslandi eða arftakar þeirra ná ekki að endurnýja tengsl sín við fólkið í landinu fjara þeira smátt og smátt út. Ef þeir skynja ekki og skilja ekki þörfina fyrir að höfða til „hins þögla meirihluta“ en hlusta þeim mun meira á gömul sérhagsmunaöfl, sem mega muna sinn fífil fegri, munu aðrir taka að sér það hlutverk að gerast talsmenn almanna hagsmuna. Svo er auðvitað til í dæminu að við séum að fylgjast með dauðateygjum „hinna ráðandi afla“ (the establish- ment). Að rótgróin valdaöfl í landinu með tengsl í öllum flokkum séu orðin þreytt og geti ekki meir. Að vandamál hinna hefðbundnu flokka séu birtingarmynd slíkra um- brota í samfélagi okkar. Ef svo væri mætti ætla að ein- hvers staðar sjáist til nýrrar forystusveitar. Sér einhver til hennar? Á meðan svo er ekki hafa gömlu flokkarnir enn tæki- færi til að endurnýja sjálfa sig, stefnu sína og mannskap. En það gerist ekki meðan þeir sitja með hendur í skauti og gera ekki neitt. Bíða bara eftir því að eitthvað gerist. Þeir hafa ekki langan tíma til að hefjast handa. Það verður eitthvað að gerast hjá þeim á þessu ári. Píratar ná til ungs fólks. Hvers vegna? Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is „Hinn þögli meirihluti“ í íslenzkum stjórnmálum Eftir bankahrunið 2008 hefuroft heyrst, að Íslendingar geti ekki staðið á eigin fótum. Þeir þurfi skjól. Þeir hafi til dæmis gengist á hönd Noregskonungi 1262 til að fá skjól af Noregi. Hvað sem þeirri kenningu líður, reyndist lítið skjól í Noregi. Það land varð nánast gjaldþrota í svartadauða um miðja fjórtándu öld. Því var um megn að halda uppi siglingum til Íslands, og varð að fela það Hansakaupmönnum. Jafnframt var alla fjórtándu öld linnulaus togstreita um völd í Noregi og öðrum norrænum kon- ungsríkjum. Ísland blandaðist á óvæntan hátt inn í þessa togstreitu. Magn- ús VII. Eiríksson Noregskon- ungur, sem tók við ríki 1319, varð um leið konungur Svíþjóðar. Norðmenn settu hins vegar Magn- ús af 1343 og tóku yngri son hans, Hákon Magnússon, til konungs. Eftir það var Magnús aðeins kon- ungur í Svíþjóð. En hann hélt yf- irráðum yfir hinum norsku skatt- löndum í Norður-Atlantshafi, Grænlandi, Íslandi og Færeyjum. Svíþjóð gekk hins vegar úr greip- um hans 1364. Ísland var því í tuttugu og eitt ár í konungs- sambandi við Svíþjóð, en ekki Noreg. Ísland lenti síðan 1380 ásamt öðrum norskum skatt- löndum undir stjórn Danakon- ungs, þegar sonarsonur Magn- úsar, Ólafur Hákonarson, erfði norsku krúnuna, en hann hafði orðið Danakonungur 1376. Hélst konungssambandið við Danmörku allt til 1944. Magnús VII var iðulega kall- aður smek. Var það jafnan haft eftir skýringarlaust í íslenskum heimildum. Eftir nokkurt grúsk (og aðstoð Árnastofnunar) hef ég komist að því, að orðið er ekki ís- lenskt, heldur sænskt og merkir kjass eða flaður. Deila fræðimenn um, hvort það vísi til þess, að kon- ungur hafi frekar verið hneigður til karla en kvenna, eins og svar- inn óvinur hans, heilög Birgitta, hélt fram, eða að hann hafi verið veikur fyrir smjaðri. En eftir þessum tveimur merkingum mætti ýmist þýða viðurnefnið sem „kjassari“ eða „kjassaður“. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Ísland í sambandi við Svíþjóð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.