Morgunblaðið - 28.02.2015, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 28.02.2015, Qupperneq 30
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ögmundur Jónasson, þing-maður VG og fyrrverandiinnanríkisráðherra, lagðiá miðvikudaginn var fram fyrirspurn á Alþingi um hversu margar ábendingar eða kærur hafa borist vegna brota á banni við áfengisauglýsingum á síðustu árum. Af því tilefni kannaði Morgun- blaðið hvaða reglur gilda um slíkar auglýsingar í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Byrjað var í Noregi. Að sögn dr. Ingeborg Rossow, sérfræðings í forvörnum vímuefna við norsku áfengis- og vímuefna rannsóknarstofnunina (SIRUS), er algert bann við auglýsingum drykkja í Noregi sem innihalda meira en 2,5% alkóhól að rúmmáli. Bannið byggist á lögum frá 1997. Spurð hvort vísbendingar séu um að framleiðendur og seljendur reyni að fara í kringum bannið segir Ros- sow að dæmi séu um það úr sjón- varpi. Á hún þar við útsendingar frá öðrum löndum, þar sem aðrar reglur gilda en í Noregi, sem eru ætlaðar Norðmönnum. Telur hún að fjöldi slíkra auglýsinga sé óverulegur. Hún kvaðst hafa takmarkaðar upp- lýsingar um slíkar auglýsingar á netinu og gæti því ekki rætt um þær. Auglýsa má allt áfengi Næst var spurt um reglur um áfengisauglýsingar í Danmörku. Að sögn Marie Frank-Nielsen, lögfræðings hjá dönsku stofnuninni Alkohol Reklamen Nævnet, sem fylgist með því að reglum um áfengisauglýsingar sé fylgt, má aug- lýsa allt áfengi í Danmörku og gildir þá einu hvernig fjölmiðillinn er. Hins vegar er algert bann við því að kynna áfengi fyrir börnum og ungmennum og miðast aldurs- takmarkið við 18 ár. Þá skulu aug- lýsingarnar ekki vera „ágengar, ögrandi eða á einhvern annan hátt sérstaklega sannfærandi“. Jafnframt mega áfengisauglýs- ingar í Danmörku ekki gefa til kynna að neysla vörunnar sé heilsu- samleg, eða að hún geti aukið árang- ur neytandans í leik og starfi eða bætt andlegt eða líkamlegt ástand- hans. Loks skulu ekki vera fyrir- sætur í auglýsingunum hverra skoð- anir geta haft áhrif vegna starfs eða stöðu viðkomandi í samfélaginu. Bannað í útvarpi og sjónvarpi Síðast var borið niður í Svíþjóð. Að sögn Mattias Grundström, sem gegnir embætti eftirlitsaðila með sænskum áfengisframleið- endum (Alkohol Gransknings- mannen) er óheimilt að auglýsa áfengi í útvarpi og sjónvarpi í Sví- þjóð. Það sama gildir um markaðs- setningu á áfengi utandyra. „Það er ekki óheimilt að senda upplýsingar um áfengi til fólks sem hefur óskað slíkra upplýsinga. Hafi viðtakandinn hins vegar ekki óskað þess eru slíkar sendingar óheimilar. Heimilt er að auglýsa áfengi í dag- blöðum í Svíþjóð upp að 15% styrk- leika en þó að uppfylltum ýmsum skilyrðum. Þannig gilda reglur um hvernig kynna má vöruna í texta og myndum. Texti sem fylgir vörunni má hvorki vera rómantískur né fela í sér ónákvæma lýsingu. Auglýsendur mega aðeins sýna mynd af flösku eða glasi sem tilheyrir tilteknu vöru- merki. Það er óheimilt að sýna fólk, mat, blóm eða aðra hluti sem eru ótengdir vörunni. Loks skulu 70% viðtakanda vera 25 ára gamlir,“ seg- ir Grundström. Sömu reglur gilda á netinu nema hvað ekkert takmark er á styrkleika áfengis sem auglýst er á þeim vett- vangi í Svíþjóð. Misjafnar reglur um áfengisauglýsingar Auglýst með varnaðarorðum Þessi auglýsing birtist í sænsku dagblaði. 30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Áþriðjudag-inn dró tiltíðinda í samskiptum for- seta Bandaríkj- anna og þingsins þegar Obama beitti neitunarvaldi sínu á lagasetningu frá Bandaríkja- þingi í þriðja sinn á forseta- ferli sínum. Slíkt þykir heldur í minna lagi, en Obama hefur raunar verið það lánsamur að demókratar hafa hingað til haft stjórn á öldungadeild þingsins og því hefur hann minna þurft að skipta sér af lagasetningu en ella. Hins vegar er búist við að þeim muni fjölga ört lagafrumvörp- unum sem forsetinn muni synja á næstunni á meðan þingið, sem nú er á valdi repú- blikana, býr sig undir frekari átök við forsetann. Að þessu sinni voru það átök um umdeilda olíuleiðslu sem fengu forsetann til þess að grípa til neitunarvaldsins, en leiðslan, sem gengur undir nafninu Keystone XL, hefur nú verið á döfinni í nærri því sex ár. Stuðningsmenn fram- kvæmdarinnar segja að hún muni hjálpa til við að gera Bandaríkin óháðari öðrum um olíuframleiðslu, auk þess sem fjöldi starfa muni skapast, verði hún að veruleika. And- stæðingar segja aftur á móti að verði af leiðslunni muni hún auka á losun gróðurhúsa- lofttegunda og valda um- hverfinu margvíslegum skaða. Forsetinn hefur hingað til ekki viljað tjá sig um deil- urnar, en bar fyrir sig að framkvæmdin, líkt og þingið hafði samþykkt hana, bryti í bága við venjulegar leyfis- veitingar í þessum efnum, og að því væri ekki hægt að stað- festa lögin. Leið- togar repúblikana á þingi hafa hins vegar hótað því að þeir muni nýta sér heimildir sínar til þess að hengja framkvæmdina við aðra laga- setningu, þannig að forsetinn geti ekki hafnað henni öðru sinni. Búast má við fleiri slíkum málum það sem eftir lifir af kjörtímabili Obama. Fram- undan eru erfið deiluefni um innflytjendamál, heilbrigð- iskerfið, þjóðaröryggi og samninga við Írani, svo nokk- ur dæmi séu nefnd, þar sem þingið og forsetinn eru alls ekki sammála um réttar leið- ir. Þá má einnig gera ráð fyrir að deilur um fjárveitingar rík- isins, sem forsetinn leggur til en þingið þarf að samþykkja, muni verða mun algengari nú en áður. Nýjasta dæmið þar um er að landamæragæsla Bandaríkjanna var sett í upp- nám í lok vikunnar þegar fjár- veiting fékkst ekki samþykkt. Á næsta ári verður kosið um eftirmann Obama og mun það ýta undir ósættið enda keppast stóru flokkarnir við að reyna að láta andstæðing- inn líta illa út. Báðir aðilar verða þó jafnframt varir um sig, þar sem kannanir benda til að almenningur í Banda- ríkjunum kunni illa við það þegar deilur í stjórnkerfinu fara úr böndunum. Það má því gera ráð fyrir að næstu tutt- ugu mánuðina verði stiginn sérkennilegur jafnvægisdans í bandarískum stjórnmálum, þar sem deilur verða harðar en jafnframt lögð áhersla á að velta ábyrgðinni á deilunum yfir á pólitíska andstæðing- inn. Átökin á milli Obama og nýja þingsins eru að hefjast fyrir alvöru} Fyrstu skotin Hafrann-sóknastofn- un hefur, líkt og margar aðrar stofnanir og fyr- irtæki á nýliðnum árum, gengið í gegnum nið- urskurð. Í ár hefur fjárhagur stofnunarinnar verið styrktur og rannsóknir hafa aukast til muna, ekki síst með verulegri fjölgun daga rannsókn- arskipa stofnunarinnar á sjó. Sjávarútvegurinn er helsta undirstöðuatvinnugrein þjóð- arinnar og gríðarlega mik- ilvægt er að allt umhverfi hans sé sem best. Rekstr- arumhverfi og lagarammi þurfa að vera til fyrirmyndar og hið sama er að segja um rann- sóknir á fiski- stofnunum. Af þeim sökum er aukið úthald rannsóknarskipa í ár ánægju- efni, en um leið er áhyggju- efni að útlit skuli vera fyrir samdrátt á næsta ári, eins og fram kemur í samtali Morg- unblaðsins við forstjóra Haf- rannsóknastofnunar í gær. Gífurlegir hagsmunir eru fólgnir í traustri þekkingu á lífríkinu umhverfis landið og þess vegna má ekki slá slöku við í eflingu hafrannsókna. Haldgóð þekking á undirstöðum þjóð- arbúsins er nauðsyn} Mikilvægi hafrannsókna A llsherjarnefnd greiddi í gærmorgun atkvæði um áfengisfrumvarpið svonefnda, og frjálslyndi varð ofan á í nefndinni, því frumvarpið fer nú til annarrar umræðu í þinginu. Frumvarpið, þótt mörgum þyki ómerkilegt og ekki forgangsmál á Íslandi – við megum ekki gleyma að hér varð hrun – hefur þegar haft meiri afleiðingar en nokkurn hefði grunað. Margir þingmanna Framsóknarflokksins leggjast gegn frumvarpinu, nokkuð sem eldri flokkssystkini þeirra sem leyfðu bjórinn 1989 kunna örugglega ekki að meta. Þingmenn og flokkar, sem markaðssettu sig sem frjálslynda, kúl, sjálfbæra og gegnsæja þegar kosið var fyrir tveimur árum, hafa verið svældir út og látnir gangast við eigin afturhaldi. Þannig ætlaði allt um koll að keyra á Twitter, þegar þing- maður Bjartrar framtíðar ákvað að sitja hjá þegar afgreiða átti málið úr nefnd fyrir nokkru, með þeim afleiðingum að frumvarpið hefði dagað uppi í nefndinni. Frjálslynt ungt fólk, margt hvert kjósendur Bjartrar framtíðar, reis upp á afturlappirnar og benti á þann óskilj- anlega tvískinnung sem flokkurinn stæði fyrir. Greinarhöfundur tekur heilshugar undir með þessum gagnrýnendum, því það eina sem er verra en andstaða við frjálslyndi er að þykjast aðhyllast frjálslyndi á atkvæðaveið- um, en vera í raun argasta afturhald. Samfylkingin er að sama skapi í hrópandi þversögn við sjálfa sig í málinu. Á þingi eru fúlir forræðishyggjupostular, sem sjá rautt, eða gyllt og hvítt eftir því hvernig kjóllinn er á litinn, þegar þeim býðst að auka verslunarfrelsi almennings. Látum liggja á milli hluta hvað það er stórfurðulegt í ljósi þess að flokkurinn er á mörkunum að vera einsmáls- flokkur um Evrópusambandið, sem hefur það meðal annars að leiðarljósi að auka versl- unarfrelsi. Helsta áherslumál Samfylkingarinnar í borg- arstjórn Reykjavíkur, nýtt aðalskipulag, sem stefnir að því að auka hlut gangandi, hjólandi og almenningssamgangna, stefna sem undirrit- aður er í grundvallaratriðum algjörlega sam- mála, gengur hins vegar þvert gegn afturhalds- stefnu flokksins á þingi. Það gæti kannski útskýrt muninn á gengi flokksins í borg- arstjórnar- og þingkosningum. Ég ákvað fyrir rúmu ári að kveðja einkabílinn og ganga, hjóla og taka strætó. Ferðalagið í vinnuna er að vísu nánast tvöfalt lengra en áður, úr gamla Vesturbænum í Hádegis- móa. Sparnaðurinn af bílleysinu er hins vegar slíkur að tímakaupið þann tíma sem ég er lengur á ferðinni er nærri 10.000 krónum. Ekki slæmt það. En þegar heim er komið, eftir hefðbundinn vinnudag og viðkomu í Mjölni til að berja púða og sveifla bjöllum, þá er klukkan orðin 18:00. Eftir klukkan 18:00, og bjórþurrkur skekur heimilið, er næsta opna Vínbúð frá heimilinu í Skeifunni, í 5 og hálfs kílómetra fjarlægð, talsvert lengra en Kjötborg, Pétursbúð og Mela- búðin. Þá væri nú gott að vera á bíl. gunnardofri@mbl.is Gunnar Dofri Pistill Vertu bíllaus, en samt helst á bíl STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Óheimilt er að auglýsa áfengi á Íslandi. Í áfengislögunum frá 1998 segir orðrétt í 20. grein: „Hvers konar auglýsingar á áfengi og einstökum áfengis- tegundum eru bannaðar. Enn fremur er bannað að sýna neyslu eða hvers konar aðra meðferð áfengis í auglýsingum eða upplýsingum um annars konar vöru eða þjónustu.“ Hins vegar stendur þar einnig að „framleiðanda sem auk áfengis framleiðir aðrar drykkjarvörur [sé] heimilt að nota firmanafn eða merki í tengslum við auglýsingu þeirra drykkja“. Hefur mörgum þótt auglýsendur hafa nýtt sér síðari klausuna til þess að auglýsa bjór undir yfirskini léttöls. Styrkleiki léttöls er sem kunnugt er 2,25% af rúmmáli. Ósjaldan er tilgreint með smáu letri í auglýsingum að um léttöl en ekki bjór sé að ræða. Bannaðar á Íslandi ÁFENGISAUGLÝSINGAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.