Morgunblaðið - 28.02.2015, Síða 59

Morgunblaðið - 28.02.2015, Síða 59
MENNING 59 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2015 d KYNNTU ÞÉR ÁSKRIFTARLEIÐIR Í SKJÁHEIMI SKJÁRINN | WWW.SKJARINN.IS STJÖRNUR FRAMTÍÐARINNAR Efnilegustu knattspyrnumenn heims eigast við í Evrópukeppni ungra leikmanna. Stærstu klúbbar álfunnar taka þátt í keppninni. FrábærdagskrááEurosportogEurosport2 –eingöngu íSkjáHeimi. EUROSPORT / HJÓLREIÐAR 8. – 15. mars. Evróputúrinn að hefjast: Eurosport er heimili hjólreiðanna nú við upphaf hjólreiðavertíðarinnar 2015. Eurosport verður á vegunumallan tímann og eltir þá í keppni á nokkrumbestumótunum. EUROSPORT / KNATTSPYRNA 4. – 11. mars. Algarve bikarinn í Portúgal: Bestu landslið heims í knattspyrnu kvenna etja kappi á Algarve Cup. Bandaríkin, Kína, Danmörk, Noregur og Ísland; allar bestu knattspyrnukonur heims á samamóti, á Eurosport. EUROSPORT2 / KNATTSPYRNA 10. – 17. mars. UEFA Youth League: Í mars verður leikið í UEFA ungmennakeppninni í knattspyrnu (UEFAYouth League). Helstu klúbbar Evrópu, efnilegustu knattspyrnumenn Evrópu í knattspyrnu karla. Mögnuð keppni. EUROSPORT2 / SNÓKER 16. – 22. mars.World Grand Prix í snóker: Allar helstu snóker stjörnurnar keppa á nýju stórmóti í Bretlandi í mars, áður en haldið er til Asíu. Öll aðal snókermótin eru á Eurosport 2. skjárheimur er fáanlegur bæði hjá vodafone og símanum UEFA Youth League í beinni, 10. - 17. mars 4 + 47 á 15.15 hljómar kannski eins og stærðfræðiformúla en er það þó ekki. Um er að ræða 4 fiðlustrengi ásamt 47 hörp- ustrengjum sem Laufey Sigurð- ardóttir og Elísabet Waage leika á í tónleikaseríunni 15.15 á tón- leikum sem fram fara í Norræna húsinu á morgun, sunnudag, kl. 15.15. Efnisskráin sem er bæði fjöl- breytt og falleg hefst á syrpu úr Töfraflautu W.A. Mozarts sem tón- skáldið Louis Spohr setti á blað. Hann var sjálfur fiðluleikari og samdi og spilaði dúó með hörpu- leikaranum Dorette, sem var eig- inkona hans. Síðan munu hljóma nokkur falleg lög eftir Ravel, Fauré og Tsjaíkovskí. „Þá er kom- ið að frumflutningi á nýrri tónsmíð eftir Báru Grímsdóttur. Hún kenn- ir kaflana fjóra við árstíðirnar og byggir á íslenskum tónarfi og er mikill fengur í þessu nýja verki. Endirinn verður ekki síður þjóð- legur en það eru Rúmensk þjóðlög eftir Bartók,“ segir m.a. í tilkynn- ingu. Þar kemur fram að Laufey og Elísabet hafa stillt saman strengi sína í yfir tvo áratugi. Tón- leikahald þeirra hefur verið vítt og breitt um Ísland, í Hollandi, Þýskalandi og á Ítalíu. silja@mbl.is 4 plús 47 á 15.15 í Norræna húsinu Morgunblaðið/Árni Sæberg Dúó Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari og Elísabet Waage hörpuleikari. Stockfish – evrópskri kvik- myndahátíð í Reykjavík, lýkur nú um helgina í Bíó Paradís og á dag- skrá verða þrjár kvikmyndir sem tilnefndar voru til Óskarsverðlauna sem besta erlenda kvikmyndin og þar af sú sem hlaut verðlaunin, Ida. Hinar eru eistneska kvikmyndin Tangerines, Mandarínur og loka- mynd hátíðarinnar, hin argent- ínska Relatos salvajes, eða Hefnd- arsögur. Í dag kl. 15 mun bandaríski kvik- myndaframleiðandinn Christine Vachon halda fyrirlesturinn „Úr öskustónni á Óskarinn“, fjalla um fjárhagshliðar kvikmyndagerðar og þær hindranir sem framleið- endur mynda utan bandarísku stúd- íóanna þurfa að yfirstíga í kvik- myndalandslagi nútímans og í kvöld kemur svo í ljós hvaða stutt- mynd sigraði í keppninni Sprett- fiskur. Á morgun verða svo sýndar kvikmyndir sem notið hafa vin- sælda á hátíðinni og aukasýning verður á þeirri kvikmynd sem hlýt- ur áhorfendaverðlaun hátíð- arinnar. Þá verða einnig sýndar stuttmyndirnar sem tóku þátt í Sprettfiski. Dagskrá má finna á stockfishfestival.is Lokamyndin Úr Relatos salvajes. Lokahelgi hátíð- arinnar Stockfish Gjörningurinn Draumastaða – Um hið andlega í listinni verður fluttur í dag kl. 17 í Kaffistofunni sem er við hlið Kling & Bang- gallerísins að Hverfisgötu 42. Höfundar gjörn- ingsins eru myndlistarmennirnir Huginn Þór Arason og Haraldur Jónsson og munu þeir taka þátt í flutningi hans með sjálfboðaliðum og góðum gestum. Í tilkynningu segir að verkið sé óvæntur ávöxtur samstarfs lista- mannanna sem hófst á Akranesi síðastliðið haust, óður til raunveru- leikans og gefi tóninn fyrir það sem koma skal. Áhorfendur verði vitni að ákveðnum hreyfimynstrum og mælingum um leið og þeir finni fyr- ir endimörkum líkamans. Finna fyrir endi- mörkum líkamans Huginn Þór Arason Ljósmyndasýn- ing Sæbjargar Freyju Gísladótt- ur, Alvöru karl- menn, verður opnuð í dag kl. 16 í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Sæbjörg er meistaranemi í þjóðfræði og vann í fyrrasum- ar verkefni á vegum Nýsköp- unarsjóðs námsmanna þar sem hún kannaði birtingarmynd karl- mennsku í ljósmyndum frá árunum 1914 til 2014. Sæbjörg safnaði og greindi um þúsund ljósmyndir frá Skjalasafni Austfirðinga og Skjala- safninu á Ísafirði frá fyrstu áratug- um 20. aldar og ljósmyndaði einnig 30 karlmenn sem eru búsettir á Eg- ilsstöðum, Reykjavík og Önund- arfirði og er sýningin afrakstur þeirrar vinnu. Alvöru karlmenn í Sláturhúsinu Ein ljósmyndanna á sýningu Sæbjargar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.