Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.03.2015, Page 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.03.2015, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.3. 2015 S tofnun Evrópusambandsins er merki- leg tilraun, um það geta allir orðið sammála, þótt deila megi um margt af því sem síðar hefur komið til. Heimsmynd og hugmynd Hugmyndir um nánara samstarf ríkja álfunnar er fremur notaleg og það er auðvelt að hrífast með. Ýmsir atburðir evrópskrar sögu ýta næstum því ósjálfrátt undir vinsamleg viðbrögð við málflutningi um að efla skuli gott og heilbrigt samstarf ríkja á því svæði, því það er með nokkrum ólíkindum hve oft evrópskar þjóðir, þjóðarbrot, kynkvíslir, ættbálkar og fursta- dæmi af ýmsum stærðum og gerðum hafa getað flogist á með illindum síðustu tvö árþúsundin. Óþarft er þó og villandi að láta eins og slíkt sé einstætt fyrir Evrópu og því verði sérstakar íþyngjandi reglur að gilda þar, svo þjóðirnar fari sér ekki að voða. Þjóðir og þjóðabrot á steppum Rússlands, víðlendasta ríkis heims, hafa held- ur betur fengið að svippa í gegnum tíðina. Hvíti mað- urinn, með herraþjóðarkomplexinn, skipti Afríku í lönd eða ríki að geðþótta, einkum til að gæta arðráns- jafnvægis á milli evrópuríkja. Eftir tvær heimsstyrj- aldir og vaxandi samviskubit tóku nýlenduveldin loks að tygja sig heim. Heimamenn voru illa í stakk búnir til að taka við valdataumunum. Spilling, græðgi og misk- unnarleysi fengu hinar nýfrjálsu þjóðir margar í vöggugjöf og löng bið verið eftir vænlegri gjöfum. Í Afríku eru tugþúsundir myrtar af hernaðarhetjum á hverju ári, og nær það þó furðu sjaldan inn í heims- fréttir, nema þá helst þegar það hendir að erlendur ferðamaður villist inn í skothríðina. 46 ára framlenging Ríki Suður-Ameríku eru mörg hver völlur átaka, þótt ekki geisi orrustur á milli einstakra ríkja. Síðasta ríkja- stríðið var „fótboltastríðið“ svonefnda, 14. júlí 1969. Það fylgdi í kjölfar óeirða vegna þriggja leikja keppni um sæti á heimsmeistaramótinu í fótbolta. Fræðimenn telja þó að rætur stríðsins hafi verið dýpri en átökin um boltann. El Salvador réðst fyrirvaralaust nokkra kílómetra inn í Hondúras og loftárásir voru gerðar á báða bóga. Stríðið stóð í hundrað klukkustundir, uns vopnahlé tók gildi 20. júlí. Friðarviðræður stóðu lengi en samningar hafa enn ekki náðst. En vopnahléið hefur haldið í nær 46 ár. Þetta fótboltastríð örgeðja Suður-Ameríkuþjóða er stundum haft í flimtingum. En eins og önnur stríð átti það sína dökku hlið. Talið er að nærri 3000 manneskjur hafi fallið. Óbreyttir borgarar voru þar í miklum meiri- hluta, m.a. vegna loftárása og hundruð þúsunda manna komust á vergang um lengri eða skemmri hríð. En þótt stríð blossi sjaldan upp á milli ríkja í Suður- Ameríku, loga víða eldar, og stjórnleysi og óáran tefur framfarir, en tryggir viðvarandi fátækt og misskipt- ingu. Yrði friðvænlegra þar syðra settu menn nákvæm- ar reglur um sams konar ljósaperur handa öllum, eða að tryggt væri að sveitarfélag í Síle væri skuldbundið til að bjóða út snjómokstur sinn í Mexíkó og á Haíti? Úrskurðarnefnd hér norður við heimskautsbaug taldi nýverið, að bjóða yrði út snjómokstur í sveitar- félagi þar, svo að þeir sem eru fremstir í þeirri grein á Sikiley, Kranafélagið á Corleone, mætti njóta jafn- ræðis við aðra verktaka. Úrskurðarnefndin leit svo á, að með samningnum um EES hefði heilbrigð skynsemi verið tekin endan- lega úr sambandi, enda er hvergi á hana minnst í samningnum, né í þeim 100.000 síðum reglugerða, sem ESB hefur tekist að setja og það á svo skömmum tíma, að aðdáun vekur, bæði á Bifröst og í smáríkjadeild HÍ. Ó mitt kæra eftirlit Íslensk Persónuvernd tók í undarlegheitum að skipta sér af málum, sem hún taldi, að uppsprottin nýtíska í furstadæmum eftirlitanna krefðist að hún gerði. Verndin hefur nú skilað áliti, sem engu breytir til eða frá, frekar en frumhlaup Umboðsmanns Alþingis, sem Höfðu leiðtogar Úkraínu gleymt framgöngu ESB þegar Balkanríkin bárust á banaspjót? * Persónuvernd virðist byggja áþeirri túlkun að sé eitthvað ekkibeinlínis leyft þá sé það þar með bannað. Það stendur þó hvergi í stjórnarskránni, sem ein gæti skipað fyrir um þvílíka reglu, svo gilt væri. Reykjavíkurbréf 27.02.15

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.