Morgunblaðið - 12.03.2015, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 12.03.2015, Blaðsíða 9
SKÁK Helgi Ólafsson helol@simnet.is Þar sem fjöldi þátttakenda á Reykja- víkurskákmótinu sem hófst í Hörpu á þriðjudaginn er svo mikill er þess ekki að vænta að línur taki að skýrast fyrr en nokkuð er liðið á mótið en tefldar verða tíu umferðir. Í gær voru tvær umferðir á dagskrá og þess vegna gripu nokkrir tækifærið og skráðu sig fyrir ½ vinnings yfirsetu. Að sumir af okkar sterkari skák- mönnum okkar, t.d. Hannes Hlífar Stefánsson og Stefán Kristjánsson, skuli kjósa yfirsetu svo snemma móts verður að telja fremur hæpna ráð- stöfun því það munar um hvern ½ vinninginn í baráttunni. En fari svo að ein slík ½ vinnings yfirseta fyr- irfinnist á „skorkorti“ sigurvegarans mun ég glaður taka þessi orð aftur. Héðinn vann í átta leikjum Eftir fyrri umferðir í gær, þ.e. tvær umferðir, voru nokkrir íslenskir skákmenn búnir að vinna báðar skák- ir sínar og voru í hópi 33 skákmanna með 2 vinninga, en þetta voru voru þeir Hjörvar Steinn Grétarsson, Héðinn Steingrímsson, Guðmundur Kjartansson, Dagur Arngrímsson, Henrik Danielsen, Bragi Þorfinns- son, Halldór Grétar Einarsson, Jón Viktor Gunnarsson, Einar Hjalti Jensson og Jón Kristinn Þorgeirs- son. Héðinn Steingrímsson vann stystu skák mótsins þegar hann sigraði Lenku Ptacnikovu í aðeins átta leikj- um með svörtu! Þar sem mótið er öllum opið er oft gífurlegur stigamunur á keppendum. Hinn 13 ára gamli Halldór Atli Krist- jánsson gerði jafntefli í 1. umferð við Adam Brzezinski en stigamunur á þeim var um 800 elo-stig. Það er ein- mitt galdurinn við þetta mót að óvænt úrslit sjá dagsins ljós í hverri umferð. Armeninn Sergei Movsesian, fimmti stigahæsti maður mótsins, átti sér einskis ills von í fyrri umferð- inni í gær og tapaði í aðeins 33 leikj- um fyrir lítt þekktum enskum skák- manni: Reykjavíkurskákmótið 2015; 2. umferð: Daniel Bisby – Sergei Movsesian Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d3 Kóngsindverska uppbyggingin á alltaf sína fylgismenn. 3. … d5 4. De2 Re7 5. g3 b6 6. Bg2 Bb7 7. O-O Rbc6 8. e5 h6 9. h4 g6 10. c3 Bg7 11. Ra3 Ba6 12. He1 Dd7 13. Hb1 Rf5 Hyggst svara 14. b4 með 14. … cxb4 15. cxb5 Rfd4 o.s.frv. 14. g4! Rfe7 15. b4 Rd8 16. bxc5 bxc5 17. c4! Stingur upp í biskupinn á a6 sem opnar á leið fyrir c1-biskupinn til a3. 17. … h5 18. gxh5! Hxh5 19. Rb5 Rf5 20. d4!? Hvitur tekur nokkra áhættu með þessum leik en 20. Bg5! kom sterk- lega til greina. 20. … cxd4? Betra var 20. … Bxb5 21. Hxb5 Rxd4 22. Rxd4 Hxe5 og samkvæmt „Houdini“ er svartur ekki í nokkurri hættu eftir 23. Rxe6! Hxe2 24. Rxg7+ Kf8 25. Hxe2 Kxg7 26. Bxd5 Hc8 þó biskuparnir séu býsna ógn- andi eftir 27. Bb2+. Það er ekki ósennilegt að Movsesian hafi séð þessa stöðu í útreikningum sínum og metið hana svo að vinningsmöguleik- ar svarts væru vart fyrir hendi. 21. cxd5 Kf8?! Hann gerir sér vonir um að geta notfært sér leppun riddarans. En hvítur fær ógnandi peð á d6. 22. d6! Hb8 23. a4 Rxh4 24. Rxh4 Hxh4 25. Bg5! d3 26. Dxd3 Hxa4 Enn er riddarinn á b5 leppur. En Bisby sér leik á borði. 27. Dh3! Frábær leikur sem byggist á ein- faldri hugmynd: 27. … Hxb5 28. Dh7! og vinnur. 27. … Kg8 28. Rc7 Hxb1 29. Hxb1 Bxe5? Hann varð að valda drottninguna með 29. … Bc8. 30. Rd5! Ha5 Eða 30. … Dxd6 31. Rf6+! og mát- ar. 31. Bf6! - og Movsesian gafst upp. Fjölmargir Íslendingar byrja með tveim sigrum  Nokkrir skráðu sig fyrir ½ vinnings yfirsetu í gær Morgunblaðið/Árni Sæberg Harpa Reykjavíkurskákmótið fer vel af stað hjá íslensku keppendunum. FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2015 Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. S:694-7911 www.facebook.com/spennandi Opið: Mán. - fim: 12 - 18 og fös. 12-16 VOR 2015 15% afsláttur af öllum vörum í dag Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 www.lifstykkjabudin.is tískuvika Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Töluverð ásókn er í húsmæðraorlof á vegum um 20 orlofsnefnda hús- mæðra vítt og breitt um landið, en fyrir Alþingi liggur frumvarp um af- nám laga um húsmæðraorlof. Lög um orlof húsmæðra voru lög- fest 1960 og ný heildarlög sett 1972. Tilgangur þeirra var að viðurkenna mikilvægi ólaunaðra starfa, en kona sem veitir eða hefur veitt heimili for- stöðu án launagreiðslu fyrir starfið, á rétt til orlofsins. Sveitarfélögum ber að greiða liðlega 100 krónur á hvern íbúa sveitarfélagsins til orlofs húsmæðra, þannig að útgjöldin nema samtals um 33 milljónum króna á ári. Svanhvít Jónsdóttir, formaður or- lofsnefndar Kvenfélagasambands Gullbringu- og Kjósarsýslu, segir að biðlisti sé í tvær af þremur ferðum, sem nefndin skipuleggur til útlanda í ár. Almenna reglan er að konur, sem ekki hafa farið áður, ganga fyrir. Mikilvægt samfélagsverkefni Lögin hafa verið gagnrýnd og sögð barn síns tíma. „Það er ekki sanngjörn gagnrýni,“ segir Svan- hvít. Hún vísar til þess að margar konurnar séu einar eða eigi veika eiginmenn, konur sem hafi gott af því að komast í burtu og finni fyrir mesta örygginu í hópi með öðrum konum. „Þetta eru eldri konur sem hafa aldrei fengið fæðingarorlof, barnabætur eða niðurgreiddan leik- skóla,“ segir hún. Svanhvít áréttar að öll vinna í sambandi við orlofs- ferðirnar sé unnin í sjálfboðavinnu og starfið sé mjög mikilvægt. Nið- urgreiðslan hafi yfirleitt verið um 20-50 þúsund krónur á hverja konu. „Margar konur borga fullt gjald,“ bætir hún við, en bendir á að aðrar konur hafi ekki mikið á milli hand- anna og muni um hverja krónu. „Flest sveitarfélögin munar ekki um þessar upphæðir en þær skipta margar konur máli,“ segir hún. „Það er svo margt að hjá svo mörgum, sem við vitum ekki um, en konurnar fá mikið út úr þessum ferðum og búa að því.“ Frumvarpið er til umfjöllunar í allsherjar- og menntamálanefnd þingsins og rann umsóknarfrestur um það út í gær. Nokkrar umsóknir hafa borist. Bæjarráð Vestmanna- eyja hvetur til dæmis Alþingi „mjög eindregið til að afnema lög um orlof húsmæðra“ og formaður Jafnrétt- isráðs segir að „með lögum og sjóð- um sem þessum er verið að viðhalda gömlum gildum sem við viljum upp- ræta og passsa ekki inn í raunheima dagsins í dag“. Morgunblaðið/Eggert Húsmæður Kvennaferðir henta þeim frekar en fljótandi hótel. Orlofið mikilvægt fyrir konurnar  Ásókn í ferðir um 20 orlofsnefnda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.