Morgunblaðið - 21.03.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.03.2015, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MARS 2015 Kaupum bíla Hærra uppítökuverð Við staðgreiðum bílinn þinn og þú getur þar með fengið staðgreiðsluafslátt af nýja bílunum. Sendu okkur upplýsingar í gegnumwww.seldur.is og við sendum þér staðgreiðslutilboð þér að kostnaðarlausu. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Endurbætur með nýju útisvæði með heitum pottum og endurgerð bún- ingsklefa er meginskýring á mikilli fjölgun gesta í Vesturbæjarlaug á síðasta ári. Rétt um 273 þúsund gestir fóru í sund í Vesturbænum í fyrra en tæplega 237 þúsund árið á undan, 2013. Þetta er fjölgun um 36 þúsund manns, eða í kringum 13% „Betri aðstaða útskýrir margt. Einnig höfum við hér á bæ verið svo heppin að ná tengingu við alþjóðlega listviðburði eins og RIFF og Iceland Airwaves. Það hefur ratað í fjölmiðla og sú kynning skilar sér,“ segir Haf- liði Halldórsson, forstöðumaður í Vesturbæ. Hátt skor í janúar og febrúar Fjölgun sundlaugargesta nær ekki einvörðungu til Vesturbæjar- ins, fólki sem sækir t.d. Breiðholts- laug og Sundhöll Reykjavíkur við Barónsstíg fjölgaði lítillega í fyrra frá árinu áður. Yfir lengri tíma kem- ur Laugardalslaugin mjög sterk inn. Gestir þar voru árið 2008 604.855 en voru 784.470 árið 2012. Aukningin er 23%. Árið 2013 fór gestafjöldinn nið- ur í 637.708 meðal annars vegna rasks vegna framkvæmda – auk þess sem talning gesta fór í handa- skolum. Fólki fjölgaði svo strax 2014, en þá voru gestir um 704 þús- und. Að hún hafi ekki náð hærra er sagt helgast af leiðinlegri tíð nánast allt sumarið í fyrra. Hvað Vesturbæjarlaug áhrærir þá voru gestir þar nú í janúar og febrúar í kringum 22 þúsund í hvor- um mánuði, borið saman við um 15 þúsund manns á sama tímabili í fyrra. Tölurnar eru því allar upp á við. „Veðrið ræður miklu. Í Reykjavík hefur ekki komið sólríkt sumar síðan 2012 og því hefur aðsóknin ekki ver- ið jafn mikil og gera mætti ráð fyr- ir,“ segir Hafliði. Bætir við að fólki sem taki sundið sem stífa líkams- rækt fjölgi jafn og þétt. Fjórir synda á hverri braut „Snemma á morgnana eru á brautunum fimm hér í Vesturbæj- arlaug stundum þrír til fjórir á hverri þeirra; fólk sem syndir kannski 1.000 metra og slær ekki af. Þá nýta hlaupahópar í vaxandi mæli aðstöðu í endurbættum útiklefunum hér og það fólk er inni í gestatölunni hér,“ segir Hafliði. Hvað viðvíkur öðrum sundlaugum í borginni, til dæmis í Grafarvogi og Árbæ, hefur gestum þar fækkað. Það helgast, að sögn Hafliða, meðal annars af því að laugarnar þar eru í samkeppni t.d. við Salalaug í Kópa- vogi og Lágafellslaug, þar sem eru leiktæki og góð aðstaða sem höfðar til fjölskyldufólks – sem finnst góð dægradvöl að skreppa í sund.  Vesturbæjarlaugin slær í gegn  Endurbætur með nýju útisvæði og heitum pottum er helsta skýr- ingin  Veður og aðstaða hafa mikið að segja  Úthverfalaugarnar láta undan síga Aldrei hafa fleiri sótt í sundlaugarnar Morgunblaðið/Golli Forstöðumaður Hafliði Halldórsson ræður ríkjum í Vesturbæjarlaug. Aðsókn í sundlaugar í Reykjavík *Gestum í Laugardalslaug fækkaði 2013 m.a. vegna framkvæmda og talning fór í handaskolum. Tölur eru því ekki með öllu marktækar. 2014 2013 2012 2011 2010 2009 2008 Árbæjarlaug 249.716 263.265 241.573 256.519 304.440 307.684 278.400 Breiðholtslaug 212.386 203.689 206.772 204.648 222.584 204.047 195.344 Grafarvogslaug 211.123 214.492 216.905 198.239 228.225 228.882 217.610 Laugardalslaug* 703.985 637.708 784.470 744.541 774.955 739.307 604.855 Sundhöll 156.892 156.013 145.332 137.415 143.594 125.011 131.400 Vesturbæjarlaug 272.965 236.529 226.621 229.366 231.159 220.532 208.351 Samtals 1.807.067 1.711.696 1.821.673 1.770.728 1.904.957 1.825.463 1.635.960 Hafísinn er langt frá landi. Óveðr- in sem gengið hafa yfir Ísland eiga þátt í að ýta honum frá land- inu. Vísindamenn hafa getað fylgst vel með þróuninni með myndum úr evrópskum gervitunglum sem ná í gegnum skýjahulu. Ingibjörg Jónsdóttir, dósent í landafræði við Háskóla Íslands, segir að mjög greinilega hafi sést á þessum myndum hvernig ísinn brotnaði upp í hvassviðrinu um síðustu helgi og sópaðist frá Íslandi. Lægðagangurinn að undanförnu hafi því haft mikil áhrif á hafísinn. Samkvæmt tilkynningu Veður- stofu Íslands var ísjaðarinn um 110 sjómílur frá Straumnesi, þar sem hann var næst land. Er þetta mikil breyting á einum mánuði því 17. febrúar var meginísröndin metin í aðeins 46 sjómílna fjar- lægð frá Gelti. helgi@mbl.is Hafís sópaðist í burtu  Stormarnir ýttu hafísröndinni frá Hafísinn hopar Heimild: vedur.is Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Það hefur enginn verið að gera neitt í dag. Ætli þetta sé ekki að verða búið? Það er orðið lokalegt,“ sagði Sig- urður Bjarnason, skipstjóri á Jónu Eðvalds SF-200, í gær. Skipið var þá við leit á loðnumiðunum við Snæfells- nes. Bátarnir hafa verið að finna loðnu á smáblettum undanfarna daga. Í fyrradag var ágætis veiði á bleðli út af Malarrifi. Ekkert var að sjá þar eða annars staðar í gær. Útgerðirnar eru langt komnar með kvótann en hann er þó ekki alveg þurrausinn og því halda þeir áfram að leita á meðan nokkur von er. „Maður þarf að vera á réttum stað á réttum tíma. Það getur komið einn og einn dagur þar sem eitthvað sést,“ sagði Kristinn Snæbjörns- son, stýrimaður á Beiti NK-123. Hann fékk afla undan Malarrifi í fyrradag og var að sigla til Helguvíkur til löndunar þegar rætt var við hann um hádegisbil í gær. Furðanlega ræst úr vertíðinni Afli Beitis var 1.400-1.500 tonn og taldi Kristinn að það væri hrognaloðna. Hann sagði að það yrði að koma í ljós hvort ennþá væri verið að taka hrogn í Helguvík. Kristinn taldi að loðnan væri byrjuð að hrygna. Þá fer hún upp á grynningar en svo komi eitthvað upp ann- að slagið. Þá þurfi að nýta tækifærið. Furðanlega hefur ræst úr loðnuvertíðinni, miðað við hvernig göngurnar voru og hvernig veðrið lét. „Þetta er fín vertíð. Það hefur ræst vel úr henni miðað við hvernig útlitið var á tímabili. Við erum sáttir,“ segir Jón Már Jónsson, yfirmaður landvinnslu Síldarvinnslunnar í Nes- kaupstað. Loðnan var dreifð út af Norðurlandi framan af ver- tíðinni og ekki var hægt að ganga að hefðbundnum göngum austur og suður fyrir landið. Þá hefur veðrið verið óhagstætt. Góð veiði í mars hefur bjargað vertíð- inni þótt veður hafi áfram verið slæm. Sjómenn telja að það hafi verið vestanganga suður með Vestfjörðum og inn á Breiðafjörð og Faxaflóa sem gaf þeim það sem á vantaði. Jón Már segir að ágætlega hafi gengið að koma af- urðunum í verð. Huga að kolmunnaveiðum Meginhluti flotans er enn að huga að loðnunni. Út- gerðirnar eru þó að útbúa fyrstu skipin á kolmunnaveið- ar í hafinu suður af Færeyjum. Börkur, skip Síldar- vinnslunnar, er eitt þeirra. Hann hefur lokið loðnu- veiðum og fer á kolmunna. Er að koma lokahljóð í loðnusjómennina?  Loðnuskipin eru enn að leita  Ágætri vertíð að ljúka Morgunblaðið/Börkur Kjartansson Veiðar Gamla Hoffell SU-802 í sjóroki á loðnumiðunum vestur af landinu. Heimaey VE-1 er að kasta fjær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.