Morgunblaðið - 21.03.2015, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.03.2015, Blaðsíða 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MARS 2015 ✝ Hafliði Jónssonfæddist í Set- bergi á Húsavík 9. desember 1938. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Norðurlands á Húsavík 14. mars 2015. Foreldrar hans voru Jón Sörensson sjómaður, f. 18.2. 1894, d. 2.5. 1979, og Guðbjörg Jóhannesdóttir húsmóðir, f. 10.10. 1903, d. 23.4. 1971. Systkini Hafliða eru Jó- hann Kristinn, f. 1924, d. 1994, Sören, f. 1925, d. 1992, Ingi- björg, f. 1928, Skúli, f. 1930, d. 2014, Kristín Sigurbjörg, f. 1935, d. 2003, og Sigún, f. 1942. Hafliði kvæntist 25. desember 1959 Guðbjörgu Tryggvadóttur frá Hafranesi við Reyðarfjörð, f. 8.2. 1934, d. 25.1. 1977. Börn þeirra eru: 1) Ari, f. 1.4. 1959, 2) Dóra, f. 1.10. 1961, gift Ingólfi Hjaltalín, f. 21.5. 1959, og eiga þau fjögur börn: Hafliða, f. 12.2. 1980, kvæntan Helgu J. Trausta- dóttur, Evu, f. 26.5. 1982, gift William Hayhurst, Olgu, f. 22.6. 1986, og Ingunni, f. 10.1. 1988, í sambúð með Andra Þorlákssyni. Dóra og Ingólfur eiga níu barna- eldrum. Hann var næstyngstur í röð sjö systkina. Hann sótti Barnaskóla og Gagnfræðaskóla Húsavíkur á sínum uppvaxt- arárum og að skyldunámi loknu fluttist hann til Reykjavíkur þar sem hann var við nám við Efna- laugina Glæsi. Að loknu stuttu verknámi vann hann um tíma í Efnalaug Húsavíkur. Hafliði hóf nám í málaraiðn hjá Ingvari Þor- valdssyni á Húsavík árið 1964 og lauk sveinsprófi 1967. Hann fékk meistararéttindi árið 1970 og starfaði sem málarameistari all- an sinn starfsferil eða fram til ársins 2008. Samhliða málara- starfinu rak Hafliði verslun með málningarvörur á Húsavík, m.a. í Þórarinshúsi og Hlöðufelli. Árið 1957 kynntist Hafliði Guðbjörgu og hófu þau sína sam- búð í foreldrahúsum hans, í Set- bergi, þar sem þau bjuggu með frumburð sinn fyrstu mánuðina á meðan þau byggðu sér hús í Höfðabrekku 18. Hafliði bjó lengst af í Höfðabrekku 18 eða fram til ársins 1997 þegar hann fluttist í Grundargarð 4 á Húsa- vík. Hafliði og Margrét hófu sam- búð árið 1977 og bjuggu þau í Höfðabrekku 18 alla sína hjú- skapartíð. Þau slitu samvistum árið 1996. Hafliði verður jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju í dag, 21. mars 2015, hefst athöfnin kl. 14. börn. 3) Rut, f. 20.11. 1969, gift Ingólfi H. Arnar- syni, f. 30.12. 1964, og eiga þau þrjú börn: Arndísi, f. 28.3. 1990, Hauk og Hafþór, f. 28.6. 1999. Hafliði kvæntist 10. apríl 1980 Mar- gréti Eiríksdóttur frá Nýlendu á Staf- nesi, f. 3.12. 1948, d. 15.6. 2005. Dóttir þeirra er Huld, f. 5.9. 1981, í sambúð með Jóhanni Gunnari Sigurðssyni, f. 27.9. 1978, og eiga þau tvö börn: Mar- gréti Sif, f. 26.12. 2006, og Krist- ján Gunnar, f. 30.8. 2009. Upp- eldisdætur Hafliða eru: 1) Anna Margrét Gunnarsdóttir, f. 21.9. 1970, í sambúð með Pétri B. Eggertssyni, f. 1.9. 1968, og eiga þau tvö börn: Gunnar Svein, f. 30.1. 1998, og Andreu, f. 31.10. 2000, og 2) Dagbjört Erla Gunn- arsdóttir, f. 13.8. 1972, í sambúð með Ágústi Hermannssyni, f. 29.10. 1971, og eiga þau þrjár dætur: Huldu Ösp, f. 23.4. 1999, Agnesi Björk, f. 7.9. 2004, og Hildi Örnu, f. 25.10. 2009. Hafliði ólst upp í Setbergi ásamt systkinum sínum og for- Jæja, pabbi minn, þá er kallið komið. Heldur fyrr en við reikn- uðum með en þó svo akkúrat á réttum tíma eins og þú hefðir helst viljað. Sáttur við guð og menn og búinn að kveðja þitt fólk. Lífið var ekki alltaf dans á rós- um en þegar á heildina er litið hefði ég ekki getað óskað mér betri pabba og börnunum mínum varstu besti afi í heimi. Síðustu vikur hafa verið afar lærdómsríkar fyrir okkur bæði, þú lærðir að þiggja og ég lærði hvílík gjöf æðruleysi eins og þitt getur verið. En svo ég noti þín eigin orð, menn verða ekki sjálfkrafa dýr- lingar þótt þeir kveðji okkur hérna megin, þannig að ég hef þetta ekki lengra og bið fyrir bestu kveðjur í sumarlandið. Þín, Rut. Elsku pabbi/afi Hafliði okkar, nú ertu farinn frá okkur, aðeins of snögglega, en þó alveg eins og þú hefðir kosið. Það var eins og þú hefðir fundið það á þér, að nú væri tíminn kominn. Þegar þú keyptir kökurnar í kökuboðið deginum áð- ur en þú kvaddir, þegar þú baðst Lindu um að passa stubbana þína, taka við af þér, að þú treystir á þau Kidda. Hvernig þú kvaddir fólkið þitt, sagðist sjá það síðar. Við erum svo þakklát fyrir þessa síðustu daga. Fyrir að hafa fengið að vera með þér, fyrir að hafa get- að hjálpað þér að vera heima. Elsku pabbi/afi Hafliði, það eru engin orð til að lýsa því hversu mikið þú gafst okkur fjölskyld- unni. Þú varst kletturinn okkar, besti vinur og ráðgjafi, alltaf til staðar. Þú hafðir ótakmarkaðan tíma fyrir stubbana þína, sem voru svo heppin að hafa þig, þú gafst þér alltaf tíma til að koma og slökkva elda milli systkinanna ef þurfti og þá þurfti ekki nema að heyrast bank í hurðinni niðri og lágvært kall á stubbana, þá datt allt í dúnalogn. Þú hafðir einstakt lag á þeim og þú varst þekktur um bæinn sem afi Hafliði. Þau voru jafn stolt af þér, eins og þú varst af þeim. Virðingin var gagnkvæm og enn í dag er erfitt að koma orðum að sambandinu ykkar, það var ein- stakt. Elsku pabbi/afi Hafliði, við eig- um ótal myndir af þér í huga okk- ar og hjörtum: í þykjustukaffiboði inni í barnaherbergi, sitjandi á gólfinu með þeim að kubba, í sand- kassanum að baka sandkökur og í bílnum þínum á leið einn hring. Þær voru óteljandi bílferðirnar sem þú fórst með stubbana þína og óteljandi símtölin sem þú fékkst frá þeim, þar sem þú hlust- aðir af áhuga á það sem þau höfðu að segja. Allt eru þetta dýrmætar perlur sem við festum nú á keðju minninganna. Elsku pabbi/afi Hafliði, við elskum þig af öllu hjarta. Minn- ingin um þig lifir með okkur um ókomna tíð. Takk fyrir allt. Þín, Huld, Jóhann, Margrét Sif og Kristján Gunnar. Mig langar að minnast Hafliða Jónsonar, mágs míns í mörg ár. Ég kynntist honum er þau Margrét systir mín hófu sambúð árið 1979. Ári síðar giftu þau sig. Hafliði kom mér fyrir sjónir sem elskulegur maður, fullur af glettni og lífi. Magga systir var fótaað- gerðarfræðingur og stundaði vinnu sína lengst af á heimili þeirra í Höfðabrekku 18 á Húsa- vík. Síðar hafði hún aðsetur og verslun annars staðar í bænum. Alltaf var hún studd af Hafliða málarameistara. Þau Magga og Hafliði eignuðust saman eina dótt- ur, Huld, sem erfir og ber með sér það allra besta frá foreldrum sín- um. Magga átti tvær dætur frá fyrra hjónabandi sem Hafliði gekk í föðurstað. Ég veit að þær eins og hin börn- in hans minnast hans sem góðs föður. Og ekki síður minnast börn þeirra systra hans sem yndislegs afa. Hafliði var ekkjumaður er þau systir mín kynntust. Hann á þrjú börn frá fyrra hjónabandi. Ég kynntist aðeins yngstu dóttur hans, Rut, sem ólst upp með dætr- unum þrem. Yndisleg stúlka. Ég kom oft á heimili þeirra með dætrum mínum og dvaldi stund- um lengur en skemur. Fyrir þær móttökur og elsku mér sýnda, þakka ég. Leiðir Möggu og Hafliða skildi á tíunda áratugnum. Lífið var þeim ekki alltaf auðvelt. En Haf- liði hefur alltaf verið vinurinn sem gott var að heimsækja og leita til. Góð vinátta var einnig alla tíð með Bjössa bróður mínum og honum. Það eru tæp tíu ár á milli brott- ferðar þeirra Möggu og Hafliða. Við Gunnar vottum stórfjöl- skyldunni okkar dýpstu samúð. Sigurbjörg Eiríksdóttir. Við höfum ekki verið mjög háar í loftinu þegar við hittum Hafliða fyrst og okkar fyrstu minningar tengdar honum eru sveipaðar hálfgerðum töfraljóma. Það er kannski við því að búast þegar æskuminningar eru rifjaðar upp, að þær góðu vegi hæst, en auðvit- að skiptust á skin og skúrir eins og í flestum öðrum fjölskyldum. Við munum fyrst eftir okkur í gula Malibu-num á leiðinni heim í Höfðabrekku, sem fyrstu árin okkar á Húsavík var okkar annað heimili fyrir utan heimilið okkar hjá föðurfjölskyldunni í Reykja- vík. Hafliði hefur frá fyrstu kynnum reynst okkur sem besti faðir, traustur, góður og ávallt reiðubú- inn til að hjálpa, hvort sem var að gefa ráð eða taka til hendinni með málningarpensilinn á lofti. Hann lét okkur aldrei finna að við vær- um ekki blóðskyld og hafði hann til dæmis einstakt lag á að hrósa okkur systkinunum þar sem hann sagði okkur hvert í sínu lagi, örlít- ið glettinn og þegar hin heyrðu ekki til, að við bærum af okkar systrum og bræðrum. Hann fylgdist vel með og tók þátt í lífi okkar og fjölskyldna okkar og eft- ir að leiðir hans og mömmu skildi hélst sambandið óbreytt og var hann stór hluti af okkar fjöl- skyldulífi fram til síðasta dags. Hann hafði einstaklega góða nærveru, ómælda þolinmæði og jafnaðargeð og okkur fannst gott að leita til hans. Ef okkur systrum sinnaðist eða við upplifðum lífið ósanngjarnt á einhvern hátt, þá var hans ráðlegging alltaf á þá leið að láta aðra ekki pirra sig og hafa áhrif á sig, það hefði ekkert upp á sig. Okkur þótti óendanlega vænt um öll kaffiinnlitin á seinni árum, þegar hann kom og spurði frétta um bæjarmálin og annað sem var áhugavert hverju sinni. Hann var sjálfur dulur og flík- aði aldrei sínum tilfinningum og líðan, en fann sér huggun í að hjálpa öðrum. Hann gleymdi aldr- ei afmælisdögum og kom og leit inn hvort sem um var að ræða yngstu eða elstu meðlimi fjöl- skyldunnar. Við systur erum þakklátar fyrir að hafa kynnst honum og fyrir að hafa fengið að taka þátt í lífi hans fram á síðasta dag og samveru- stundir síðustu vikna munu seint gleymast. Við minnumst hans með hlýhug og þakklæti. Anna og Erla. Hafliði Jónsson HINSTA KVEÐJA Elsku afi, við eigum eftir að sakna þín. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þín afabörn, Andrea og Gunnar. Okkur langar með nokkrum orð- um að kveðja kæra vinkonu og sam- starfsfélaga. Guðjóna hóf nám við Hjúkrun- arskóla Íslands árið 1979 og réðst að námi loknu til starfa á hand- lækningadeild Sjúkrahúss Akra- ness þar sem hún starfaði alla tíð, fyrstu árin sem almennur hjúkr- unarfræðingur og sem deildar- stjóri frá árinu 1985. Hún sinnti störfum sínum af einstakri vand- virkni og aflaði sér mikillar reynslu og þekkingar á hjúkrun skurðsjúklinga. Guðjóna var ráða- góð, umhyggjusöm og bar hag sjúklinga og starfsmanna sinna fyrir brjósti. Guðjóna naut virð- ingar í hópi vinnufélaga og oft var leitað eftir hennar ráðgjöf og áliti enda lá hún ekki á skoðunum sín- um. Öll verk sem hún tók að sér, hvort sem var innan veggja sjúkrahússins eða við félagsstörf, var sinnt af miklum metnaði og samviskusemi. Guðjóna var einstök persóna, bráðvel gefin, um margt fróð og víðlesnari hjúkrunarfræðingur er vandfundinn. Hún var ýmsum gáfum gædd sem hún nýtti í frí- stundum og má þar nefna hæfi- leikann til að ráða drauma, spá í spil og bolla. Guðjóna hafði ekki Guðjóna Kristjánsdóttir ✝ Guðjóna Krist-jánsdóttir fæddist 24. nóv- ember 1958. Hún lést 11. mars 2015. Útför Guðjónu fór fram 19. mars 2015. hátt um þessa hæfi- leika sína en við sem þekktum hana vel fengum að njóta. Það skapaðist sú skemmtilega hefð að láta hana spá í bolla þegar við hittumst utan vinnu og til þess voru keyptir sérstakir spábollar. Hin síðari ár fékkst hún talsvert við að yrkja og var gjarnan fengin til að setja saman vísu eða brag fyrir af- mæli og sérstök tilefni meðal vinnufélaga. Guðjóna var mikill fagurkeri og enginn fór úr hennar húsi án þess að fá heimabakaðar kræsingar. Við fórum ógleymanlega ferð til New York árið 2012 ásamt nokkrum vinnufélögum og úr þeirri ferð eigum við dýrmætar minningar. Jóhanna á góðar minningar úr fleiri utanlandsferð- um með Guðjónu, þeirri fyrstu ár- ið 1982 en saman fóru þær til To- ronto, Puerto Rico, New York, Amsterdam, Grikklands, Parísar og Sloveniu. Fyrir fjórum árum greindist Guðjóna með krabbamein og fyrir tæpu ári tók að halla undan fæti. Síðastliðið ár hefur verið erfitt og mikið á fjölskylduna lagt en aldrei heyrðum við Guðjónu kvarta. Hún átti einstaklega umhyggjusaman eiginmann sem stóð eins og klett- ur við hlið hennar allt fram á síð- ustu mínútu og góð dóttir og hennar fjölskylda gerðu það sem þeim var unnt til að létta henni líf- ið síðustu vikurnar. Almari, Kristínu, Hrólfi, barna- börnum, systur og öðrum ástvin- um sendum við einlægar samúð- arkveðjur. Að leiðarlokum þökkum við af heilum hug vináttu, samstarf, tryggð og allar ánægjulegu sam- verustundirnar við störf og leik síðustu 35 árin. Góðar minningar um einstaka konu lifa áfram. Jóhanna F. Jóhannesdóttir og Steinunn Sigurðardóttir. Hvað skal segja, nú þegar þess- ari baráttu vinkonu okkar, er lok- ið. Baráttu sem var háð af miklum krafti og lífsvilja. Stundum bjart, stundum ansi svart. Í þessari bar- áttu birtist raunsæið hennar, hún vissi vel hvert stefndi. En lífsvilj- inn var líka mikill og löngunin til að vera lengur með fólkinu sínu. Fólkið hennar stóð þétt með henni í þessari baráttu, eiginmaður, dóttir, systir og hópar af vinkon- um og vinnufélögum sem vildu allt fyrir hana gera. Okkar kynni voru löng og góð. Minningarnar margar sem við geymum eins og gull. Við höfum fylgst með hvor annarri í gegnum barneignir, fermingar, giftingar, barnabörn og ýmsar uppákomur sem lífinu fylgja. Við höfum ferðast saman, innanlands og ut- an, farið í sumarbústaði og skemmt okkur við alls kyns sprell. Það var ómetanlegt að hlæja með henni, hún hafði svo dillandi og smitandi hlátur. Hún var afburða- fróð og víðlesin, las nánast allt sem hún komst í. Barnæskan var skemmtileg á Skaganum, saumafundir í Frón, stúkufundir og stúkuböll, starfið í Skátafélaginu með útilegum og skátamótum. Barnaskólinn og gagnfræðaskólinn lágu létt fyrir henni því hún var námsmaður góður. Eftir gagnfræðaskólann fór hún í hjúkrunarnám og þar fann hún sína réttu hillu í lífinu. Hún starfaði alla sína tíð á Sjúkra- húsinu á Akranesi, lengst af sem deildarstjóri. Þar fengu margir notið hennar manngæsku, þekk- ingar og færni í starfi. Þar kveðja hana og sakna, margir góðir vinnufélagar sem urðu líka vinir hennar, í gegnum tíðina. Hún var mikil fjölskyldumann- eskja og elskaði að hafa fólkið sitt í kringum sig. Hún eignaðist eina dóttur Kristínu Björk og þrjár dótturdætur, Valgerði, Tönju og Eddu Sögu, sem voru líf hennar og yndi. Hún eignaðist góðan mann, Björn Almar Sigurjónsson sem stóð eins og klettur með henni alla tíð. Barnabörnin áttu gott skjól hjá ömmu og voru mikið hjá henni, til lengri og skemmri tíma. Við vinkonurnar þökkum nú, af heilum hug, allar samverustund- irnar, allar kræsingarnar sem hún bar á borð fyrir okkur, öll fallegu jólakortin sem hún skrifaði af ein- lægni, allan hláturinn með henni, allar góðar og daprar stundir með henni. Við eigum eftir að sakna Guð- jónu S.E. Kristjánsdóttur sem var okkur svo mikils virði. Hvíl í friði, elskuleg. Þínar vinkonur, Brynja, Hlín og Þórunn. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Komið er að þeim tímamótum sem enginn fær umflúið í lífinu. Þegar horfið er á braut úr jarð- nesku lífi fylgir förin til hins óþekkta og í þá för lagði Guðjóna okkar hinn 11. mars sl. Dauðans tími er alltaf óviss, jafnvel þótt fólk hafi um hríð staðið við dauð- ans dyr. Skilnaðurinn er svo al- gjör, umskiptin svo glögg. Það sem er og hefur lengi verið, það verður skyndilega hluti af lið- inni tíð. Eftir lifa minningar sem við eigum mikið af og yljum okkur við. Á tímamótum lítum við til baka og sjáum í skýrara ljósi en nokkru sinni fyrr hve mikið er skilið eftir. Hún sýndi hetjulega baráttu í veikindum sínum en varð að lok- um að játa sig sigraða. Hún tókst á við allan mótbyr í lífinu af æðru- leysi og sýndi okkur hvernig á að vinna úr erfiðleikum á jákvæðan hátt ásamt því sem hún var ávallt boðin og búin til að hjálpa til þegar þörf var á. Hún var einstök, skarpgreind, traust, víðlesin og einstaklega hagmælt. Það eru ófá skiptin sem við samstarfsfólkið leituðum í hennar smiðju þegar átti að gleðja samstarfsfélaga með góðri vísu. Oft leituðum við til hennar þegar átti að vinna úr faglegum úrlausn- arefnum, og aldrei stóð á svari frá henni enda ráðagóð með eindæm- um. Nú þegar komið er að kveðju- stund, viljum við, deildarstjórar Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi, þakka samfylgdina í gegnum árin, hvatninguna, stuðn- inginn og allt sem hún gerði fyrir okkur á óeigingjarnan hátt. Al- mari, Kristínu, Elísabetu og allri fjölskyldu hennar sendum við okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Minning þín lifir. Fyrir hönd deildarstjóra HVE á Akranesi, Anna Björnsdóttir. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einn- ig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systk- ini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.