Morgunblaðið - 21.03.2015, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.03.2015, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Malín Brand Spennandi Ruth Ásdísardóttir er nýráðinn verkefnastjóri bókabæjanna austanfjalls og segist hún spennt að takast á við þau fjölbreyttu verkefni sem framundan eru. Má þar til dæmis nefna barnabókahátíðina á komandi hausti. hjá bókaunnendum víða um heim sem „The Town of Books“ eða „Bókabærinn“. Þessi breski smábær er gott dæmi um hvernig hægt er að skapa bókum skemmtilegt umhverfi og laða þannig að bókaunnendur hvaðanæva. Ruth segir vel raunhæft að stefna að því að laða bókaunn- endur austur fyrir fjall og hafa fyrstu skrefin þegar verið tekin með því að fá bæjarbúa til að taka virkan þátt í verkefninu. Til dæmis hefur bókakassa verið komið upp í einni götunni á Selfossi og þar getur fólk sótt sér bækur sem það langar að lesa og skilið aðrar eftir. „Það er einmitt það sem við viljum, að fólk fái hugmyndir og framkvæmi, hvort sem það er með okkar hjálp eða ekki. Að fólk upplifi sig sem hluta af þessu,“ segir Ruth. Rétt eins og sjá má í bókabæjum erlendis er í raun endalaust hægt að lífga upp á bókabæina. Hvort sem það er með húsgöflum í formi bóka- kjala, bókalistaverkum, borðum með und- irstöðum úr bókum, bókakaffi hvers kyns, bekkjum sem skrifa má ljóð og texta á og svo mætti lengi telja. Ímynd- unaraflið er í raun það eina sem gæti stoppað það hvað hægt er að gera. „Draumurinn minn er að opna hér kvennabókabúð sem væri forn- bókabúð með verkum eftir konur, hvort sem þær eru erlendar eða ís- lenskar, þýddar eða hvað sem er. Þess vegna mættu þær vera á hin- um ýmsu tungumálum því það væri svo gaman fyrir ferðamennina. Þetta er sameiginlegur draumur okkar Önnu á Konubókastofu,“ seg- ir Ruth og vísar þar til Rannveigar Önnu Jónsdóttur forstöðukonu Konubókastofu og ein þeirra sem tilheyra undirbúningshópi bókabæj- anna. Barnabókahátíð á haustin Vissulega tekur það mörg ár fyrir hátíðir á borð við þá sem haldin er í breska smábænum Hay-on-Wye sem minnst var á hér að ofan að festa sig í sessi í bókabæjum. Hins vegar er ekkert sem mælir á móti því að byrja sem fyrst og á meðal þess sem stendur til fyrir austan fjall er að setja upp barnabókahátíð í haust. „Þetta verður væntanlega ein helgi í upphafi skólaárs og mun- um við einblína á barnabókmenntir. Hugmyndin kviknaði í raun úr frá því að rithöfundurinn Ármann Kr. Einarsson á hundrað ára fæðingar- afmæli á árinu og svo verða Jón Oddur og Jón Bjarni fertugir,“ segir Ruth og það eru aldeilis tímamót í heimi íslenskra barnabókmennta! Hugmyndin er að barnabókahátíðin verði haldin á hverju ári eða annað hvert ár. Þáttur íbúanna Sem fyrr segir skiptir miklu að íbúar bókabæjanna taki þátt í upp- byggingunni og er óhætt að segja að viðbrögð íbúa austanfjalls hafi verið prýðileg. „Á þeim fundum sem við höfum haldið höfum við boðið fólki að skrá sig í vinnuhópa og hafa nú þegar tugir fólks skráð sig,“ segir Ruth. Til dæmis hafa margir skráð sig í undirbúningshópinn fyrir barnabókahátíðina og verður fyrsti fundur þess vinnuhóps á mánudag- inn og geta áhugasamir því enn slegist í hópinn. Annað stórt verkefni sem ekki er hafið en æði margir íbúar á svæð- inu gætu haft áhuga á er að skrá eða kortleggja sögu bókmennta í bóka- bæjunum. „Það á alveg eftir að út- færa þá hugmynd en nú þegar hafa gríðarlega margir skráð sig í vinnu- hóp verkefnisins sem er alveg frá- bært og það eru margir sérfræð- ingar í þessum hópi! Þetta er sannarlega mjög viðamikið enda er allt landslagið hér texti, ef svo má segja.“ Það verður sannarlega gam- an að fylgjast með og auðvitað taka þátt í þeim fjölmörgu verkefnum sem verða til í bókabæjunum aust- anfjalls. Áhugasamir eru eindregið hvattir til að skrá sig í vinnuhópa eða koma með hugmyndir með því að senda tölvupóst á netfangið boka- ustanfjalls@gmail.com. „Ég er mjög spennt að heyra hvað hóparnir hafa að segja,“ segir Ruth Ásdísardóttir, verkefnastjóri bókabæjanna austanfjalls sem hefur að undanförnu unnið kappsamlega að nátengdu verkefni sem lýtur að skipulagningu hátíðardagskrár í Rauða húsinu á vegum Konu- bókastofunnar á Eyrarbakka vegna 100 ára kosningaréttar kvenna á Ís- landi. Sú dagskrá verður á morgun, sunnudaginn 22. mars, og má lesa ít- arlega um hana í sérstökum ramma hér neðar á síðunni. Nánari upplýsingar um bóka- bæina austanfjalls má nálgast á vef- síðunni www.bokabaeir.is og á Fa- cebook undir leitarstrengnum Bókabæirnir austanfjalls. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MARS 2015 Vefsíðan www.kosningarettur- 100ara.is er býsna góð fyrir þá sem vilja fræðast um kosningarétt kvenna og mikilvægi hans í nútíð og í fortíð. Að síðunni stendur Framkvæmda- nefnd um 100 ára afmæli kosninga- réttar kvenna og má lesa um nefnd- ina þar, uppruna og umboð og þá fjölmörgu viðburði sem hún stendur fyrir á afmælisárinu. Auk dagskrárinnar í Rauða húsinu sem kynnt er hér á síðunni eru fleiri tengdir viðburðir um helgina og á næstu dögum. Má þar til dæmis nefna málþing sem haldið er í dag í sal Kvenfélagasambands Íslands að Hallveigarstöðum klukkan 14. Þar verður rætt um hvort hækka eigi kosningaaldurinn upp í tuttugu og fimm ár. Fundarfyrirkomulagi verður þannig háttað að fyrst verða tvær framsögur, með og á móti tillögunni og tvö andsvör í framhaldinu. Að því loknu verða pallborðsumræður þar sem gestum úr sal gefst kostur á að leggja fram spurningar til þátttak- enda. Um alla viðburði má lesa á síð- unni sem er vel upp sett og því afar aðgengileg. Ekki má gleyma að minn- ast á að á síðunni er hlekkur á sér- stakan Skólavef þar sem nálgast má efni fyrir nemendur efri bekkja grunnskóla um þróun kosningaréttar og hugtökin jafnrétti, lýðræði og mannréttindi. Sá vefur er opinn öll- um endurgjaldslaust. Þetta og meira til á www.kosningarettur100ara.is. Afmælisnefndin Konur Á vefsíðunni er fjallað um kosningaréttinn og fleira. Fyrir konur, karla og alla Í sumum bókabæjum erlendis hafa verið gefin út dagatöl þar sem íbúar bregða sér í gervi sinna eftirlætispersóna úr bók- menntunum og sannarlega mætti fá fólkið á Suðurlandi til að taka þátt í slíku. „Þá er fólk í bænum fengið til að klæða sig upp sem ein- hver bókmenntapersóna, tekin af því mynd og svo gefið út dagatal,“ segir Ruth Ásdísardóttir verk- efnastjóri bókabæjanna austanfjalls. Það væri nú ekki leiðinlegt að sjá uppi á vegg kaup- manninn á horninu í skrúða Péturs Pans eða konuna í apótek- inu klædda upp sem Madame Bovary, svo dæmi séu tekin. Eftirlæti bók- menntanna ÝMSAR HUGMYNDIR Á morgun, sunnudaginn 22. mars, verður sérstök hátíðardagskrá Konu- bókastofu í Rauða húsinu á Eyrar- bakka. Tilefnið er ærið því í ár eru hundrað ár liðin frá því að konur á Ís- landi fengu almennan kosningarétt. Dagskráin hefst klukkan 14 og stend- ur til 16 og munu ýmsar heiðurskonur deila fróðleik með gestum og næsta víst að hann tengist kosningarétti, kvennabaráttu og framtíðarhorfum. Á meðal þeirra sem munu koma fram eru Hildur Hákonardóttir, Auður Styrkásdóttir, Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir og námsmeyjarnar Hall- dóra Íris Magnúsdóttir og Hallgerður Freyja Þorvaldsdóttir úr Fjölbrauta- skóla Suðurlands. Margrét Eir, söng- og leikkona mun syngja nokkra kvennaslagara og er ókeypis inn á þennan viðburð sem all- ir eru velkomnir á. Hátíðardagskráin er styrkt af 100 ára afmælisjóðnum og af Sveitarfélaginu Árborg en þær Ruth Ásdísardóttir og Rannveig Anna Jónsdóttir skipulögðu. Dagskrá í Rauða húsinu á sunnudag Hátíðardagskrá Konubókastofu vegna 100 ára kosningaafmælis Morgunblaðið/Þorkell Hátíðardagskrá Á morgun verður góð dagskrá í Rauða húsinu á Eyrarbakka. „Glöggt er gests augað“ er átaksverkefni um öryggi eldri borgara sem slysavarnadeildir innan Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Öryggismiðstöðin standa að. Á næstu vikum fá einstaklingar fæddir 1939 bréf – og býðst þeim í framhaldi að fá heimsókn frá fulltrúum Slysavarna- félagsins Landsbjargar þar sem farið verður yfir öryggismál og slysavarnir á heimilinu. Nánari upplýsingar á www.landsbjorg.is og www.oryggi.is Verður þú 76 ára á árinu? PI PA R\ TB W A -S ÍA -1 51 25 7 Í ár verður lögð áhersla á mikilvægi öryggishnappsins. Kynntu þér kosti hans á www.oryggi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.