Morgunblaðið - 21.03.2015, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MARS 2015
✝ Anna BjörgSveinsdóttir
fæddist í Reykjavík
18. júní 1964. Hún
lést á Landspítal-
anum við Hring-
braut 13. mars
2015.
Foreldrar henn-
ar eru Sveinn Jó-
hannsson, f. 20.9.
1935, og Geirlaug
Sveinsdóttir, f.
11.10. 1942. Bræður Önnu
Bjargar eru: 1) Jóhann Sveins-
son, f. 24.2. 1963, giftur Hafdísi
Björk Guðmundsdóttur. Synir
þeirra eru Sveinn Þorgeir, Guð-
mundur Gauti og Brynjar Logi.
2) Bjarni Ágúst Sveinsson, f. 1.8.
1972. Börn hans eru Elísa Björt
og Alexander Ágúst.
Anna Björg lætur eftir sig
eiginmann, Ólaf Helga Ólafsson,
f. 5.12. 1960. Börn þeirra eru
Þórdís, f. 20.11. 1992, og Ólafur
Geir, f. 14.2. 1996. Dóttir Ólafs
Helga og Þórhildar Björns-
dóttur er Sigrún Ólafsdóttir, f.
6.1. 1979. Sigrún er gift Matta
stúdentsprófi. Hún stundaði
mikið íþróttir á sínum yngri ár-
um með góðum árangri. Eftir
stúdentspróf starfaði hún í
nokkur ár sem aðstoðarmaður
sjúkraþjálfara á Reykjalundi.
Árið 1996 fluttu Anna Björg og
Ólafur Helgi að Valdastöðum í
Kjós þar sem þau hófu búskap í
félagi við foreldra Ólafs Helga.
Ásamt bændastörfunum starfaði
Anna Björg í Ásgarðsskóla og
síðar Klébergsskóla og á bóka-
safni Kjósarhrepps. Hún var af-
ar virk í félagsstörfum í sveit-
inni. Hún sat um tíma í hrepps-
nefnd Kjósarhrepps og var í
stjórn Kvenfélagins. Anna Björg
hafði mikinn áhuga á laxveiði.
Hún veiddi mikið með eig-
inmanni sínum og vinum og var
auk þess í veiðifélaginu Óðflug-
um ásamt vinkonum sínum.
Anna Björg var einnig mikill
náttúruunnandi og naut þess vel
að búa í sveitinni. Hún fylgdist
alltaf með komu farfuglanna á
vorin og skráði niður dagsetn-
ingar þegar þeir birtust á
túninu. Hún naut þess að taka
þátt í sauðburðinum á hverju
vori og ræktaði garðinn sinn af
mikilli alúð, hvort sem það voru
matjurtir, blóm eða tré.
Útför Önnu Bjargar fer fram
frá Reynivallakirkju í Kjós í
dag, 21. mars 2015, kl. 14.
Kallio og eiga þau
Evu Þórhildi, f.
1.10. 2013. For-
eldrar Ólafs Helga
eru Ólafur Þór
Ólafsson, f. 10.12.
1936, og Þórdís
Ólafsdóttir, f.
20.11. 1940. Systur
Ólafs Helga eru 1)
Ásdís, f. 10.4. 1962.
Börn hennar eru
Selma Hrönn og
Óskar Þór. 2) Vigdís, f. 13.6.
1966. Eiginmaður hennar er Ás-
geir Þór Árnason og börn þeirra
eru Heiða María og Árni Steinn.
3) Valdís, f. 9.9. 1976. Eig-
inmaður hennar er Jóhann Dav-
íð Snorrason og synir þeirra eru
Markús Orri og Matthías Kári.
Anna Björg ólst upp í Þor-
lákshöfn en var mörg sumur í
sveit hjá afa sínum og ömmu á
Borgarfirði eystri og leit hún
ávallt á sig sem Borgfirðing.
Hún stundaði nám við Héraðs-
skólann á Laugarvatni og Fjöl-
brautaskóla Suðurlands á Sel-
fossi þaðan sem hún lauk
Anna Björg var 19 ára og ég 17.
Óli bróðir var að koma með kær-
ustuna á Valdastaði í fyrsta skipti.
Ég var full efasemda. Einhver
Þorlákshafnarbredda að koma í
fjölskylduna. En áhyggjurnar
hurfu fljótt eftir að hún mætti á
svæðið. Bauð snaggaralega góðan
daginn með sinni hvellu rödd og
fallega geislandi brosinu sínu. Við
urðum strax vinkonur, alveg frá
fyrsta degi. Það bar aldrei skugga
á þann vinskap. Við vorum eig-
inlega eins og systur, miklir sálu-
félagar og samrýndar eins og
sokkapar. Vorum oft spurðar að
því hvort við værum systur.
Hugsuðum eins, sögðum það
sama á sama tíma, völdum sömu
flugurnar fyrir þá mörgu laxa
sem við glímdum saman við. Anna
Björg var alveg einstök mann-
eskja. Hugsaði fyrst og fremst um
velferð annarra. Kunni ekki að
segja nei. Heimili Önnu og Óla
hefur alltaf staðið opið. Ég fékk
að vera eitt af „gæludýrunum“ í
Álfatúninu eins og þau kölluðu
okkur sem fengum að búa hjá
þeim í einhvern tíma. Eftir að þau
fluttu á Valdastaði voru alltaf allir
velkomnir og alltaf nóg að borða
enda iðulega seilst eftir hræðslu-
kjöti í frystinn ef minnstu áhyggj-
ur voru af skorti. Anna Björg var
snilldarkokkur. Átti sinn mat-
jurtagarð og dekraði við krydd-
jurtirnar í tíma og ótíma. Svo var
hún ein besta veiðikona sem ég
hef kynnst og mikill náttúruunn-
andi. Stórt skarð er höggvið í
veiðiklúbbinn okkar, Óðflugurn-
ar. Það vantar svo mikið þegar
það vantar eina, erum við Óðflug-
urnar vanar að segja. Fjölmargar
yndislegar stundir átti ég með
Önnu Björgu. Sumarbústaðar-
ferðir, utanlandsferðir, endalaus-
ar veislur á Valdastöðum og allir
veiðitúrarnir. Alltaf gaman, alltaf
gleði, mikið hlegið, aldrei vesen
hjá okkur en vesenið var skrokk-
urinn hennar. Meiri hrakfalla-
bálki hef ég ekki kynnst í lífinu.
Bæði hné ónýt, gömul íþrótta-
meiðsl, slatti af slysum, skurðir og
aðgerðir hér og þar. Svo fór bakið
í slagsmálum við hrút og þegar
krabbinn bankaði upp á í fyrra-
sumar þá sagðist hún í æðruleysi
bara hafa átt það eftir. Fallega
brosið dofnaði smátt og smátt og
meinið sigraði að lokum. Hversu
ósanngjarnt getur lífið verið. Ég
geymi fallegar minningar um
mína kæru mágkonu, vinkonu og
veiðivinu.
Elsku Anna Björg, takk fyrir
öll góðu árin. Þú lofar að hjálpa
mér áfram að finna réttu fluguna.
Vigdís.
Anna Björg vinkona mín,
frænka og bekkjarsystir er fallin
frá. Ég var heppin að fá að alast
upp í samfélagi með Önnu Björgu,
minningar mínar frá æsku og
skólagöngu eru ótrúlega margar
tengdar henni. Anna Björg var
kletturinn í hópnum hvort sem við
vorum við leik eða í skólanum.
Hún var bráðþroska krakki, bæði
andlega og líkamlega, stór og öfl-
ug miðað við okkur hin og sátta-
semjarinn í hópnum ef þess þurfti
með. Það var einhvern veginn
alltaf svo gott að vera í návist
hennar.
Strax í æsku tengdumst við
einstökum og ljúfum böndum sem
aldrei hafa rofnað þó svo að á
stundum hafi tognað verulega á
þeim. Þessi bönd áttu þann góða
eiginleika að þegar við hittumst
eða heyrðumst í síma skruppu
þau saman og við urðu jafn sterk
og ljúf og þegar við vorum stelpu-
skjátur.
Við vorum jafnöldrur og bekkj-
arsystur í einstaklega samheldn-
um bekk sem hefur haft þann sið
að hittast nokkuð reglulega. Síð-
ast í haust hittumst við nokkur úr
bekknum í tilefni af 35 ára ferm-
ingarafmælinu. Anna Björg
komst ekki, hún var upptekin í
baráttunni við krabbameinið sem
lagði hana að velli föstudaginn 13.
mars. Það hefur verið óskrifuð
regla hjá bekknum að byrja á því
að hittast í kirkjugarðinum í Þor-
lákshöfn þar sem tvö úr bekknum
eru jarðsett. Þorbergur sem lést
úr hvítblæði 30. maí 1979 og Auð-
ur sem drukknaði í höfninni 8.
des. 1979 í bílslysi, sem Anna
Björg og bekkjarsystir okkar,
Hafdís Guðmunds, björguðust úr.
Það var einstök stund sem við átt-
um saman nokkur úr hópnum
þetta kvöld í kirkjunni áður en við
gengum út í garð. Þá ræddum við
veikindi Önnu Bjargar og baráttu
hennar framundan, sameinuð-
umst í þögninni og sendum til
hennar góðar hugsanir og
strauma. Ég veit að ég get lofað
því fyrir hönd hinna bekkjar-
systkinanna að við eigum örugg-
lega eftir að gera okkur ferð í
Kjósina þegar við hittumst næst
og að við munum kveikja á kerti
og leggja blóm á leiðið hennar
Önnu Bjargar.
Í nokkur ár fórum við vinkon-
urnar saman og veiddum í bæj-
arlæknum á Valdastöðum í byrj-
un september. Veiðiklóin Anna
Björg átti ekki í vandræðum með
að fá fisk en öðru máli gegndi um
mig. Henni leið ekki vel með að
senda vinkonu sína heim fisklausa
og lagði ýmislegt á sig til að
bjarga því.
Meðal annars datt hún í ána og
varð rennvot frá toppi til táar.
Hún fann það fljótlega út að ein-
faldasta leiðin var sú að hringja í
Óla sinn til að redda málunum
sem hann gerði að sjálfsögðu. Það
voru dýrmætar stundir sem við
stöllurnar áttum saman á bökkum
Laxár í Kjós, bara tvær og rædd-
um um lífið og tilveruna og hvað
við vorum heppnar með örlög
okkar í lífinu. En enginn veit sína
ævi fyrr en öll er. Við sáum ævilok
Önnu Bjargar ekki fyrir svona
snemma, við ætluðum báðar að
verða gamlar kerlingar og veiða
saman í ellinni.
Um leið og ég votta Óla Helga,
Þórdísi, Óla Geir og Sigrúnu, for-
eldrum Önnu Geirlaugu og Sveini,
tengdaforeldrunum Ólafi Þór og
Þórdísi og öðrum aðstandendum
samúð mína vil ég þakka Önnu
Björgu fyrir samfylgdina. Minn-
ing hennar lifir meðal okkar sem
vorum svo gæfusöm að kynnast
henni.
Jenný Erlingsdóttir.
Á votum og vindasömum degi
missti Kjósin einn af sínum öfl-
ugustu bústólpum. Hin sam-
heldna fjölskylda á Valdastöðum
missti máttarstoð sem hefur í rúm
þrjátíu ár staðið vaktina í sauð-
burði, komið heyi í hús, henst á
eftir skjátum í smalamennsku og
smám saman tekið æ meiri
ábyrgð á rekstri hins blómlega
bús. Þegar þú tekur við skráning-
um í ærbókina er ábyrgðin orðin
ærin.
Vætusumarið 1983 var hið
fyrsta af fjölmörgum sem ég
gegndi stöðu ráðsmanns á Valda-
stöðum. Þolanleg frammistaða á
reynslutíma í sauðburðinum
tryggði mér ráðningu út sumarið.
Let’s Dance með David Bowie var
hljóðheimur sumarsins sunnan
undir Reynivallahálsi. Fljótlega
fór að kvisast að vertíðin í Þor-
lákshöfn þann veturinn hefði ver-
ið frænda mínum Óla Helga
óvenju happadrjúg. Upp úr því
fór að verða töluverður spenning-
ur á bænum þegar von var á Önnu
Björgu austan að þegar vaktafrí
var í Skálanum. Við biðum þolin-
móð í Subarunum við þjóðveginn
þangað til að Sæmundur skreið
yfir Laxárbrúna og út stökk Anna
með sitt breiða bros, þó örlítið
feimin til að byrja með. Það leið
ekki á löngu áður en feimnin vék
fyrir dillandi hlátri og raust í
hærri kantinum sem féll vel að
umræðunum við krásum hlaðið
eldhúsborðið. Ekki lét hún orðin
nægja heldur tók strax virkan
þátt í störfum og leik Kjósverja.
Laxveiði er fólkinu á Valdastöð-
um í blóð borin en það kom fljótt í
ljós að austfirskur ættbogi og
uppeldi í Þorlákshöfn myndu
duga Önnu og vel það á árbakk-
anum. Þeir voru dregnir ófáir á
land laxarnir hvort sem það var
úr Straumunum með Óðflugunum
eða úr Laxánni svo ekki sé minnst
á blessaða Bugðuna. Elja, bjart-
sýni og örlítið af þrjósku eru
nauðsynlegir eiginleikar góðs
veiðimanns. Anna Björg var góð-
ur veiðimaður.
Anna Björg kom í Kjósina með
sinn kraftmikla persónuleika,
breiða bros og eilífan vilja til
verka sem urðu svo áreynslulaust
órjúfanlegur hluti þessa
Valdastaðakarakters sem hver
sem þangað kemur þekkir vel.
Samfélagslegar stoðir Kjósarinn-
ar, hvort sem það eru kvenfélag,
bókasafn eða sveitarstjórn hafa
notið þessara eiginleika Önnu
Bjargar og ímynda ég mér að þær
verði ögn rýrari án þeirra.
Veturinn hefur verið langur og
erfiður en framundan er sauð-
burðurinn sem var alltaf í uppá-
haldi hjá Önnu. Þá hörfar vetur-
inn, dagurinn teygir sig langt inn í
nóttina og ný líf kvikna. Við kom-
um saman, fjölskylda og vinir,
þökkum fyrir góðan tíma með
góðri vinkonu en syrgjum að sá
tími verði ekki lengri. Megi allar
góðar vættir styðja og styrkja
fjölskyldu Önnu Bjargar á erfið-
um tímum.
Karl Guðmundsson.
Línan leggst fagurlega út fyrir
skilin, berst mjúklega niður að
Strenghorninu og á nákvæmlega
réttum stað strekkist á henni og
kunnuglegt bros veiðikonunnar í
ánni til okkar sem sitjum á bakk-
anum gefur til kynna að hann sé á.
Veiðiklóin klikkar ekki í tökunum.
Hún klikkaði heldur aldrei á því
að vera í rauðu sokkunum og helst
líka rauðu peysunni ef hún fór til
veiða. Líklega hefur það eitthvað
haft að segja með aflasældina.
Bjarta brosið hennar Önnu
Bjargar mun sitja áfram í sálum
okkar hinna í okkar árlegu veiði-
ferðum í Straumana í Borgarfirði.
Við Óðflugurnar sjö höfum far-
ið þar saman til veiða í 24 ár. Anna
Björg var gríðarlega stór per-
sóna. Laðaði að sér fólk úr öllum
áttum með einstakri nærveru og
hlýju. Þessi hressa, kraftmikla,
hláturmilda aflakló, matgæðing-
urinn, vinurinn, bóndinn, stelpan
úr Borgarfirði eystri sem sagði
allar skemmtilegu sögurnar og
orðatiltækin þaðan – Þorláks-
hafnarstelpan sem varð að bónd-
anum í Kjósinni og féll eins og flís
við samfélagið.
Nú hefur stórt skarð verið
höggvið í okkar hóp. Vorvindar
þjóta og líður að veiðitíma. Eitt-
hvað verða hlátrasköllin daprari
við ána okkar óendanlegu í sumar
sem áfram mun renna djúp og
breið til sjávar. Hver spyr nú:
„Hefur einhver séð Simmsarana
mína?“ Hver raular nú „Summer-
time“ um leið og hún hnýtir flug-
una fimlega á tauminn? Hver
grillar nú hamborgarana á pall-
inum í hádeginu og dillar sér með
„I feel good“ í botni, með campari/
appelsínusafa innan seilingar?
Hvernig förum við að? Það vantar
svo mikið þegar það vantar eina.
Kvenveiðifélagið Óðfluga,
Brynhildur, Hjördís,
Hrafnhildur Inga, Sólveig,
Vigdís og Þórdís.
Þá er þessari stuttu en snörpu
orrustu Önnu Bjargar lokið með
sigri vágestsins. Þeir sem fylgd-
ust með framvindu mála gerðu
sér fljótlega grein fyrir að þessi
barátta yrði einstefna. Því miður í
öfuga átt. Vonlaus bardagi henn-
ar var hetjulegur eins og hennar
var von og vísa. Það verður að
sættast við orðinn hlut, þó sárt
verði. Það mun taka langan tíma.
Ég kynntist Önnu Björgu
skömmu eftir að ég kynntist eig-
inmanni hennar við laxveiðar í
Laxá í Kjós á níunda áratugnum.
Anna Björg var mér afar kær. Við
áttum skap saman og aldrei bar
skugga á okkar vináttu öll þessi
ár. Hún var einstök, með afbrigð-
um geðgóð og skemmtileg. Bros-
mildi og yndislegt hjartalag henn-
ar var alþekkt á Borgarfirði
eystra, í Þorlákshöfn og loks í
Kjósinni. Þar varð hún fljótlega
örugg og skelegg bústýra, setti
rækilega svip sinn á Valdastaði og
sveitina. Þar fór ekkert mannlegt
fram hjá henni. Hún er með
skemmtilegri konum sem ég hef
kynnst og ég sá hana sjaldan
skipta skapi. Það var einna helst
að hún hvessti sig við okkur fé-
lagana á yngri árum ef henni
fannst farið fram úr hófi í ýmsum
efnum.
Barngóð var hún með afbrigð-
um. Yngri dóttir mín dáði hana
mikið sem barn og kallaði hana
Ömmu Björgu. Önnu Björgu lík-
aði þessi afbökun á nafni sínu afar
vel og hafði oft á orði og hló. Hún
vissi að fátt er fimm ára gamalli
hnátu kærara en amma sín. Þetta
segir margt um Önnu Björgu. „Þú
blekkir ekki börn“ hefur verið
sagt. Enda blekkti hún aldrei
neinn. Stálheiðarleg og með ríka
réttlætiskennd. Lífsviðhorf henn-
ar voru einföld. Fjölskylda og vin-
ir voru í fyrirrúmi. Hún var stolt
af uppruna sínum, heimilinu og
Kjósinni. Hjálpsöm, skilningsrík
og umfram allt traust kona. Gott
geðslag hennar var ávallt ein-
kennandi og með kærleiksrík
augu í fallegu andliti.
Samverustundir voru margar
með Önnu Björgu í gegnum tíð-
ina. Minnisstæðar sumarbústaða-
ferðir. Heimsóknir á Valdastaði
með og án barna og barnabarna
eru eftirminnilegar. Valdastaðir
voru eins og félagsmiðstöð þegar
sauðburður stóð yfir, einnig þegar
kúnum var hleypt út að vori og
allt fram eftir sumri, að réttum að
hausti – öllum borgarbörnum til
mikillar skemmtunar. Ekki má
gleyma heimalningunum. Barna-
skarinn var oft mikill á Valdastöð-
um, sem jók álagið á húsfreyjuna
á annars annasömu heimili. Því
tók Anna Björg með brosi á vör
og „gaf svo á garðann“ því ekkert
barn fór svangt frá Valdastöðum.
Sérkapítuli eru ógleymanlegar
veiðiferðir í margar laxveiðiár og
auðvitað í Laxá í Kjós. Anna
Björg var fljót að ná góðum tök-
um á laxveiði og varð feikilega
góður flugukastari. Í veiðiferðum
okkar – eins og í hversdagslegu
lífi – komu helstu eiginleikar
hennar í ljós; dugnaður, ósér-
hlífni, útsjónarsemi að ógleymdri
kímnigáfunni.
Það voru forréttindi að kynnast
Önnu Björgu og eiga með henni
ógleymanlegar stundir. Hún var
mæt kona og eftirminnileg. Henn-
ar mun ég minnast um aldur og
ævi.
Ég votta Óla Helga, Þórdísi,
Óla Geir, foreldrum, tengdafor-
eldrum og öðrum ástvinum mína
dýpstu samúð.
Gylfi Gautur Pétursson.
Við kveðjum í dag Önnu Björgu
vinkonu okkar. Við sitjum eftir
með allar góðu minningarnar, litla
Anna Björg með sína yndislegu
glaðværð og dillandi hlátur. Hún
ólst upp í Þorlákshöfn og okkur er
minnisstætt þegar barnahópurinn
var að leikjum bæði úti eða inni,
þá var Anna Björg alltaf glöð og
kát og stráði geislum sólar í kring-
um sig. Fjölskyldur okkar höfðu
mikil samskipti og Anna Björg var
tíður gestur á okkar heimili. Tím-
inn leið og þegar Anna Björg kom
til okkar sem fullorðin kona fylgdi
henni alltaf gleði í húsið.
Við hjónin kveðjum góða vin-
konu með þökk fyrir tryggð og
vináttu alla tíð. Eiginmanni og
börnum, Geiru, Sveini og bræðr-
um og tengdafólki hennar vottum
við samúð okkar.
Blessuð sé minning hennar.
Af eilífðarljósi bjarma ber,
sem brautina þungu greiðir.
Vort líf, sem svo stutt og stopult er,
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri en auga sér
mót öllum oss faðminn breiðir.
(Einar Benediktsson.)
Sigurður (Siggi) og Ragna.
Allir sem þekktu Önnu Björgu
Sveinsdóttur vita að nú er horfin
ein af eðaldætrum þessa lands,
horfin og kemur ekki aftur. En
megi hennar glaðlega fas fylgja
okkur hinum í minningunni.
Minningunni um konuna sem
var hrókur alls fagnaðar á góðum
stundum, dugnaðarforkur í dags-
ins önn og amstri, sterk og þraut-
seig í andstreymi lífsins.
Minningunni um bóndann sem
unni búfénaði sínum, stangveiði-
konuna sem kastaði flugunni og
naut útiverunnar, húsmóðurina
sem hélt þétt um fjölskyldu sína.
Minningunni um konuna sem
elskaði lífið og ræktaði garðinn
sinn, og síðast en ekki síst, hafði
auga fyrir fegurð þess smáa og
beið spennt eftir komu lóunnar á
hverju vori.
Okkar innilegustu samúðar-
kveðjur til ykkar Óli Helgi, Þór-
dís, Óli Geir og fjölskylda
Katrín og Björn,
Kiðafelli III.
Anna Björg
Sveinsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Sólin sveif á tindi Baulu
í blárri vornóttinni
og skreytti Skessuhornið
rauðri skotthúfu
við dönsuðum á milli trjánna
með skógarþrestinum
vöknuðum glaðar að morgni
og gengum sjö til veiða
í silkimjúkri ánni
gott er að minnast
góðra daga á bakkanum
með kærri Óðflugu.
Hrafnhildur Inga
Sigurðardóttir.
Elsku Anna Björg.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér
nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að
morgni.
(Bubbi Morthens)
Kærleikskveðja.
Fyrir hönd Unghjóna-
klúbbsins í Kjósinni,
Jóhanna og
Sigríður Klara.
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
Útfararþjónusta
í 20 ár
Hinrik Valsson Svanhildur Eiríksdóttir Gísli G.Guðmundsson
Vistvænar íslenskar kistur, krossar og duftker
Hinrik: Sími 892 0748 / Gísli: Sími 482 4300
www.fylgd.is • fylgd@fylgd.is
Þjónusta allan sólarhringinn