Morgunblaðið - 21.03.2015, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.03.2015, Blaðsíða 33
UMRÆÐAN 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MARS 2015 Við óperuhúsið í Parísstendur meðal fjölmargraminnismerkja brjóstmyndaf Francois André Phili- dor einu helsta tónskáldi Frakka á 18. öld. Þessum franska aðalsmanni var margt til lista lagt en í dag er hann sennilega þekktastur fyrir af- rek sín á skáksviðinu. Um miðja 18. öld var hann langfremsti skákmað- ur heims og er stundum talinn í hópi hinna óopinberu heimsmeist- ara ásamt Paul Morphy og Adolph Andersen – þeim er tefldi „Ódauð- legu skákina“. Árið 1749 kom út eftir Philidor-bókin Skákrann- sóknir. Nokkrar stöður sem hann tók til meðferðar í bókinni segja heilmikið um dýpt athugana hans t.d. er vinningsleið í endataflinu kóngur, hrókur og biskup gegn kóng og hrók ekkert minna en tær snilld. „Peðin eru sál skákarinnar,“ er frægasta setning bókarinnar. Orð voru dýr í þá daga. Ritskoðunar- menn töldu að þessi lína væri dulbúin hvatning til uppreisnar gegn Loðvík fimmtánda og Philidor var rekinn frá óperuhúsinu. Bylt- ingin kom 40 árum síðar en þá var Philidor staddur í London og þrátt fyrir setninguna um peðin var hann settur á dauðalista nýrra stjórn- valda. Þegar greinarhöfundur var að labba um ganga Hörpu á meðan á Reykjavíkurmótinu stóð tók ég eft- ir því að Henrik Danielsen, sem stóð sig einna best íslensku kepp- endanna, tefldi nokkrum sinnum upp þá einu byrjun sem ber nafn Philidor. Hún hefur aldrei notið mikilla vinsælda en Henrik hefur náð góðum tökum á henni og vann með henni hinn öfluga tékkneska stórmeistara David Navara: Reykjavíkurskákmótið 2015; 10. umferð: David Navara – Henrik Dani- elsen Philidors-vörn 1. e4 d6 2. d4 Rf6 3. Rc3 e5 4. Rf3 Rbd7 5. Bc4 Be7 Hér er komin fram eitt helsta af- brigði Philidor varnarinnar. Ein leið sem ti boða stendur er 6. Bxf7++!? Kxf7 7. Rg5+ Kg8 8. Re6 De8 9. Rxc7 Dg6 og svartur heldur velli. 6. a4 0-0 7. 0-0 c6 8. He1 exd4 9. Rxd4 Re5 10. Ba2 He8 11. h3 a5 12. Be3 Bf8 13. Dd2 Rg6 14. f3 Be6 15. Rxe6 fxe6 16. f4 Kh8 17. f5 exf5 18. exf5 Re5 19. Bd4 Navara sem er geysisterkur í byrjunum hefur byggt upp vænlega stöðu þó varnir svarts séu traustar. 19. … Red7 20. Hxe8 Dxe8 21. He1 Dh5 22. Be6 d5 23. De3 Eðlilegra er að stilla drottning- unni upp á f2 en Navra vildi hafa vald á h3-peðinu. 23. … Dh4 24. g4 Þetta var hugmyndin. Hvítur hótar 25. g5. En Navara var grandalaus um hætturnar sem leynsast í stöðunni. – sjá stöðumynd 24. … Bc5! 25. He2?? Gerir illt verra. Hann varð að leika 25. Bxc5 Rxc5 26. He2 eða 25. Hd1. Í báðum tilvikum er svarta staðan betri. 25. … Rxg4! 26. f6 Dxf6! Vitaskuld ekki 26. … Rxe3 27. fxg7+ mát! Nú hrinur hvíta staðan til grunna. 27. Bxf6 Rgxf6 28. Bxd7 Rxd7 29. Dxc5 Rxc5 30. He7 Kg8 31. Re2 Kf8 32. Hc7 He8 33. Kf1 He3 34. c3 Hxh3 35. b4 axb4 36. cxb4 Rxa4 37. Hxb7 Hh4 38. Kf2 Rb2 39. Kf3 Rd3 - og Navara gafst upp. Úrslit á Íslandsmóti skák- félaga ráðast um helgina Skákfélagið Huginn, Taflfélag Reykjavíkur og Taflfélag Vest- mannaeyja eiga í harðri baráttu um sigurinn á Íslandsmóti skákfélaga en seinni hluti keppninnar hófst í Rumaskóla á fimmtudagskvöldið. Huginn var fyrir lokasprettinn með 28 ½ vinning í efsta sæti, TR er með 28 vinninga og TV er í 3. sæti með 27 ½ vinning. Langt er í fjórða lið en Fjölnir situr þar með 23 vinn- inga. Meira um keppnina síðar. „Peðin eru sál skákarinnar“ Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Í tæpan áratug hefur Hlutverkasetur (AE starfsendurhæf- ing) leyst mikinn fjölda fólks úr fjötr- um einsemdar, þung- lyndis og ýmissa geð- rænna kvilla. Félagið var stofnað í maí 2005 og hefur starf- semi þess vaxið ört síðustu árin. Í mið- stöð félagsins í Borgartúni 1 í Reykjavík kemur fjöldi fólks á hverjum degi að sækja sér stuðn- ing, tómstundaiðju og sérfræðiað- stoð til að takast á við dagleg vandamál. Hjá Hlutverkasetri hafa góðir hlutir gerst hratt undir stjórn El- ínar Ebbu Ásmundsdóttur, iðju- þjálfa, sem styðst við stóran hóp fagfólks og sjálfboðaliða. Þessir starfsmenn hafa mótað einstaklega hlýlegt, mannvænt og litríkt sam- félag, þar sem allir eru velkomnir til þátttöku í uppbyggjandi starfi, sem hefur það meginmarkmið, að efla virkni fólks, sem hefur glatað hlutverki í lífinu, einkum vegna andlegra áfalla og veikinda. Þessi starfsmei er ekki hávær né ber hún bumbur á torgum. Áhrifin hafa hins vegar farið víða og orðið mörgum til mikillar gæfu. Hlutverkasetur hefur starfað í samvinnu við velferðarsvið Reykjavíkurborgar, innlendir og erlendir nemar hafa verið þar við vettvangsnám og Virk hefur stutt starfið. Þá hafa verið gerðir samningar við velferð- arráðuneytið og Vinnumálastofnun og unnið hefur verið að tilraunaverkefnum með hverfasamtökum og bæjarfélögum utan Reykjavíkur. Hlut- verkasetur hefur veitt margvíslegri þekkingu víða um land og stuðl- að að endurhæfingu fjölda einstaklinga, sem áður sátu kjarklausir í myrkri einsemdar og vonleysis, en eru nú komnir til starfa hjá stofnunum og fyrir- tækjum, sem hafa haft skilning á mikilvægi þeirrar endurhæfingar, sem er kjarninn í starfi Hlutverka- seturs. Í miðstöð setursins í Borgartúni 1 eru daglega í boði fjölbreytt námskeið; allt frá tónlist og leiklist til prjóna- og saumaskapar. Þar er öllum vel tekið og faðmurinn er stór. Árangur þessa mikilvirka en látlausa félagsskapar hefur á 10 árum sýnt og sannað, að með alúð, þekkingu og fórnfúsu starfi má gott af góðu hljóta. Hinn 13. maí nk. verða 10 ár lið- in frá stofnun Hlutverkaseturs. Frá þeim degi og fram í október verður áfangans minnst með ýms- um viðburðum, sem kynntir verða á heimasíðunni hlutverkasetur.is. Gott má af góðu hljóta Eftir Árna Gunnarsson Árni Gunnarsson »Hlutverkasetur hef- ur stuðlað að end- urhæfingu mikils fjölda einstaklinga, sem áður sátu í myrkri einsemdar og vonleysis. Höfundur situr í stjórn Hlutverkaseturs. Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Smiðjuvegi 7 200 Kópavogi Sími: 54 54 300 ispan@ispan.is ispan.is CLARVISTA STURTUGLER TÆR SNILLD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.