Morgunblaðið - 21.03.2015, Blaðsíða 45
MINNINGAR 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MARS 2015
Pabbi er fallinn
frá. Þetta er ein af
þessum setningum
sem maður vill ekki
segja. Hann var bú-
inn að eiga í baráttu við sjúkdóm
sem vinnur oftast, hann barðist af
öllum sínum krafti.
Það er með miklum trega sem
ég kveð þig með nokkrum orðum
sem rifja upp góðar stundir. Svo
margar minningar koma upp í
huga mér á þessari stundu, allt
það sem þú kenndir mér, allir
þeir staðir sem við fórum á, allt
það sem þú sagðir mér frá. Það
voru margar ferðirnar sem við
fórum saman, þú kallaðir það
„bíltúr“ eða „roadtrip“. Stundum
var það aðeins til þess að fá sér ís
einhversstaðar og stundum var
það til þess að spila golf. Þeir
voru margir golfvellirnir sem við
spiluðum á, þar sem þú kenndir
mér þessa skemmtilegu íþrótt
sem ég hef nú kennt syni mínum
Baldvin Þór, „Thirdinum“, eins
og þú kallaðir hann. Allir sem
þekktu þig vita af áhuga þínum á
öllum íþróttum, ófá skiptin sem
við horfðum á t.d. golf, knatt-
spyrnu, körfubolta, íshokkí
ásamt Ólympíuleikum og HM.
Þegar ég var yngri fór ég oft með
þér á golfmót með félögum þínum
úr fluginu. Þessi mót voru haldin
í USA, Íslandi, Luxemborg og
víðar. Mér fannst það heiður að fá
að vera „caddy“ hjá þér og fylgja
þér á þessum mótum, minning-
arnar er mjög miklar frá þessum
árum.
Það var mikið sem þú kenndir
mér, um lífið, fjölskyldu, vinnu-
siðferði ásamt framkomu við
náungann. Að koma fram við
náungann eins og þú vilt láta
koma fram við þig.
Þú varst svo mikill heimsmað-
ur og vel að þér í svo mörgu sem
varð til þess að við gátum alltaf
talað saman um alla hluti, vorum
nú oftast sammála þó svo að þú
hafir haldið með Arsenal en ég
Liverpool.
Elsku pabbi, það verða minn-
ingarnar um þig sem munu lifa
lengi í huga mér. Takk fyrir allt
sem þú hefur kennt mér og gefið
mér og fjölskyldu minni.
Guð geymi þig og varðveiti.
Baldvin Berndsen
✝ Baldvin Bernd-sen fæddist 27.
febrúar 1943. Hann
lést 24. febrúar
2015. Útför Bald-
vins var gerð 5.
mars 2015.
Þar sem englarnir
syngja sefur þú,
sefur í djúpinu væra.
Við hin, sem lifum, lifum
í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að
morgni.
Drottinn minn, faðir, lífs-
ins ljós,
lát náð þína skína svo
blíða.
Minn styrkur þú ert mín, lífsins rós,
tak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Faðir minn, láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni.
Drottinn minn réttu sorgmæddri sál
svala líknarhönd
og slökk þú hjartans harmabál,
slít sundur dauðans bönd.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær,
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær,
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Baldvin Örn Berndsen.
Vinátta okkar Badda spannaði
rúmlega fimmtíu ár og það gleði-
lega og ánægjulega er að ekki er
að finna neitt nema góðar og
skemmtilegar minningar.
Snemma myndaðist lítil klíka
með okkur Badda, Sigga Stef.,
Sigga Elís og Valda og fannst
okkur á þeim tíma við mjög miki-
vægir og áberandi í þjóðlífinu
enda umsvifin mikil. Smalað var í
eina brennivín og Þórskaffi en
fórum yfirleitt á undan á billjar-
dstofuna í Einholti. Svo komu
helgarnar og þá var smalað fyrir
leigubíl til að fara á sveitaböll.
Tíminn leið og Baddi fór að vinna
hjá Loftleiðum sem fljótlega sáu
hæfileika hans og fluttu hann til
starfa í New York. Við hjónin
heimsóttum Badda oft og var
ferðast víða, meðal annars til
Brasilíu en mest fannst okkur
gaman á Púertó Ríkó, sem var
mikil ævintýraferð. Ég gæti
skrifað heila bók um allt sem við
brölluðum saman, en nú, kæri
vinur, kveð ég þig með söknuði og
sendi öllum aðstendendum sam-
úðarkveðjur.
Guð blessi þig vinur minn,
Þórarinn í Laxnesi.
✝ Þóra ElísabetÍvarsdóttir
fæddist í Reykjavík
29.12. 1947. Hún
lést á Landspítal-
anum 4.3. 2015.
Foreldrar henn-
ar voru (Jakobína)
Halldóra Marías-
dóttir, f. 18.3. 1922,
d. 1997, og (Jörgen)
Ívar Sigurbjörns-
son, f. 16.6. 1914, d.
1971. Systkini Þóru Elísabetar
eru: Hörður, f. 1943, Guðrún
Jóna, f. 1944, d. 2012, Soffía
Margrét, f. 1950, og Lilja Björk,
f. 1962.
Árið 1969 giftist hún barns-
föður sínum, Andrési Þór Fil-
ippussyni, þau skildu 1989.
Þeirra börn eru:
Halldóra, f. 1966,
gift Gauta Hall-
dórssyni, þeirra
synir eru Kári, Eg-
ill og Broddi. Þór-
arinn Sigurður, f.
1968, Ívar, f. 1975,
og Freyr, f. 1976,
kvæntur Lilju Finn-
bogadóttur, þeirra
börn Filippus og
Maríanna.
Þóra var við búskap ásamt
manni sínum fram um 1980 en
eftir það starfaði hún nær óslitið
hjá Fiskvinnslunni á Seyðisfirði,
síðar Brimbergi.
Útförin fer fram frá Seyðis-
fjarðarkirkju í dag, 21. mars
2015, kl. 14.
Nú ertu farin elsku Þóra mín.
Það er svo skrýtið að hugsa til
þess þar sem þú hefur verið ein
af mínum bestu vinkonum síðan
við vorum börn.
Við kynntumst þegar við vor-
um á 13. ári, báðar að hefja nám í
Gaggó vest. Æskuheimili þitt á
Vesturgötunni varð fljótlega
mitt annað heimili enda virtist
þar alltaf vera pláss og næg
hlýja fyrir alla sem þangað
komu.
Á sumrin fórst þú á Þórarins-
staði við Seyðisfjörð og þrátt fyr-
ir að ég hafi ávallt saknað vin-
konu minnar á þessum tímum
fann ég að þarna var bæði hugur
þinn og hjarta.
Eftir skólann bjuggum við
saman í rúmlega ár þar sem við
unnum á Reykjalundi og var
þetta mjög skemmtilegur tími í
okkar lífi. Eftir það varstu alfar-
in austur á Seyðisfjörð þar sem
þú kynntist Andrési. Fljótlega
hófuð þið búskap á Dvergasteini
og þar óluð þið upp ykkar börn.
Allir sem þér kynntust sáu að
þú varst algjör nagli enda
vannstu myrkranna á milli hvort
sem það var við búskapinn eða
fiskvinnsluna. Þeir sem ekki
fengu að upplifa matseld þína
misstu af miklu enda varstu
besti kokkur í heimi.
Þegar Haukur veiktist varstu
sannarlega vinur í raun þar sem
þú tókst bæði Kristínu og
Krumma til þín þegar hann var
sem veikastur. Krummi var
reyndar hjá þér hvert einasta
sumar þar sem þú varst honum
sem önnur móðir enda hafðir þú
heitið því að taka hann í sveit til
þín ef hann fæddist á afmælis-
daginn þinn.
Svona varstu fyrir mér. Sann-
ur vinur á ögurstundu sem gerði
hlutina með stæl. Það skipti því
litlu fyrir okkar vináttu þótt þú
byggir hinum megin á landinu og
að oft hafi liðið langt á milli sam-
skipta. Það var mér gríðarlega
mikilvægt að geta verið stuðn-
ingur fyrir þig þann stutta tíma
sem þú barðist við þín veikindi
og geta rifjað upp allar þær góðu
stundir sem við áttum saman
þau 55 ár sem við þekktumst.
Ég á eftir að sakna þín mikið
og megi Guð vaka yfir þér.
Ég sendi innilegar samúðar-
kveðjur til barna þinna, barna-
barna og systkina.
Regína Viggósdóttir.
Ég kveð þig kæra vinkona
með söknuði. Ekki átti ég von á
að þú færir svona fljótt. Ég er
ekki enn búin að átta mig á því
að þú sért farin, þó svo að ég
vissi að þú gengir ekki heil til
skógar kom höggið samt eins og
reiðarslag.
Þú varst heldur ekkert að tala
um veikindi þín. Koma væntan-
legs barnabarn þíns í maí, sem
þú hlakkaðir til að sjá, ásamt
fyrirhugaðri ferð til Krítar í
sama mánuði með gömlum
starfsfélögum voru þér efst í
huga. En þeirri ferðaáætlun
þinni hefur nú verðið breytt.
Minningarnar tengdar þér eru
margar. Þú varst mikil fjöl-
skyldukona og gast sagt sögur
frá æsku þinni og uppeldi með
miklum tilþrifum um margt er
þá gerðist og hvernig líf þitt var í
þínu uppeldi.
Ung varstu send í sveit hingað
á Seyðisfjörð og það út á land-
senda að Þórarinsstöðum þar
sem réðu húsum aldraður bóndi
og hans ráðskona. Þarna leið þér
vel Reykjavíkurstelpunni og
dvaldir þú á Þórarinsstöðum öll
sumur til 15 ára aldurs. Þá lá
leiðin yfir fjörðinn að Dverga-
steini og þú gerðist þar vinnu-
kona og seinna húsfrú, giftist og
ólst þar upp þín fjögur börn.
Seinna lá leiðin inn í bæ og vinna
í fiski tók við. Það var alveg
sama að hverskonar vinnu þú
gekkst, þú varst afburðadugleg
og vandvirk.
Leiðir okkar lágu ekki mikið
saman fyrr en þú fluttir á Tún-
götuna fyrir 20 árum. Við áttum
margar ógleymanlegar stundir
saman. Þó að við værum mjög
ólíkar skorti aldrei umræðuefni
og voru þau mjög margvísleg og
ekki vorum við sammála á öllum
sviðum. Þú varst mikil sögu-
manneskja enda lestrarhestur.
Ekki kom maður svo í kaffisopa
að borðið flóði ekki í bókum,
blöðum og krossgátum sem þú
varst sjúk í og myndagátur inni
á milli. Það var mikið spjallað um
bækur og rithöfunda og ekki
vorum við alltaf sammála. Það
var oft tekist á um Palestínu og
Ísrael, Maríu Antoniette, breska
kóngafólkið og fleira og fleira
auk margs úr mannkynssögunni
sem þú varst vel lesin í. Það var
vissara að halda sig á mottunni
og vera ekki að reyna að bera á
móti þínum staðreyndum, ekki
þræta, það gat tekið drjúgan
tíma.
Ferðirnar okkar í berjamó
voru árlegir viðburðir og fleiri
bíltúrar með Hafsteini en þið
höfðuð gaman af að tala um fjöll-
in hér í kring enda þekktuð þið
öll nöfnin. Þú varst líka dugleg
að koma og hjálpa mér með hann
eftir að hann veiktist og ég að
jafna mig eftir bílslys. Þú hjálp-
aðir mér við margt sem ég réði
ekki við. Þú varst líka varabíl-
stjóri hjá mér í héraðsferðum en
við hlógum oft að því þar sem þú
keyrðir ekki bíl. En það var viss-
ara að vera með svo að við kæm-
umst örugglega heim.
Þú elskaðir fjölskyldu þína og
alla ástvini og fylgdist vel með
þeirra daglega lífi, sérstaklega
var þér umhugað um drengina
þína tvo sem hér búa og hlúðir
að þeim eftir bestu getu.
Að leiðarlokum þakka ég þér
kæra vinkona alla vináttuna og
samverustundirnar, votta ástvin-
um þínum mína dýpstu samúð,
þeirra er söknuðurinn mikill, en
á ég von á þér hoppandi inn um
dyrnar hjá mér og kalla „ertu
nokkuð á leið í kaupfélagið?“.
Minningin um góða konu mun
lifa áfram í hjarta mínu.
Vertu sæl og haf þökk fyrir
allt og allt.
Gunnþórunn
Gunnlaugsdóttir.
Hún Þóra mín er horfin á
braut eftir stutta en harða bar-
áttu við „ókindina“ sem ég kalla
þann sjúkdóm sem lagði hana að
velli. Þegar ég fékk fréttir af því
að Þóra væri komin á spítala í
Reykjavík var mér nokkuð
brugðið, ég hafði átt notalega
stund með henni stuttu áður á
Seyðisfirði, þar bjó hún í meira
en 50 ár og þar kynntist ég
henni. Þótt samfundir okkar
væru strjálir í gegn um árin
slitnaði aldrei vinskapurinn okk-
ar á milli.
Ég man Þóru fallega, ljós-
hærða, bláeygða og brosandi
stúlku, þannig vil ég muna hana.
Ég ætla ekki að rekja lífs-
hlaup Þóru, það þekkja þeir sem
hana þekktu, hún var kjarnorku-
kona sem vílaði ekkert fyrir sér,
vann hvaða vinnu sem þurfti, var
mikil húsmóðir ef svo bar undir,
eldaði góðan mat og handavinn-
an hennar var til fyrirmyndar.
Þóra var víðlesin og fylgdist
mikið með þjóðmálum.
Eftir að Þóra veiktist og
þurfti að dvelja í Reykjavík í
margs konar meðferðum hitt-
umst við reglulega, fórum á
kaffihús, kvikmyndahús og auð-
vitað í Kringluna. Þar fannst
henni svo gaman, geta skoðað í
búðir, bókabúðir heilluðu hana
þar gat hún eytt löngum tíma,
litið í bækur og keypt það sem
henni líkaði.
Við spjölluðum mikið um liðna
tíð, hlógum mikið og skemmtum
okkur yfir uppátækjum okkar,
við nutum þess að vera saman og
deila gleði og sorgum. Enginn
sleppur við áföll, þau eru bara
misjafnlega sjáanleg og allar
fjölskyldur eiga sín leyndarmál,
það átti vinkona mín líka. Við
ræddum um dauðann, kannski
ekki hennar en hún vissi alveg
hvert stefndi en vildi hlífa sínum
nánustu við þeirri hugsun.
Ein hennar heitasta ósk var
að lifa og fagna komu lang-
ömmubarnsins sem von er á með
sumrinu en vonir okkar og þrár
rætast ekki alltaf, hún elskaði
börnin sín skilyrðislaust og talaði
mikið um þau hvert á sinn hátt.
Þóra stóð sig eins og hetja í
þessari orrustu og kvartaði ekki,
hún var þakklát öllum sem hjálp-
uðu henni í gegnum þessa bar-
áttu og er ég mikið þakklát fyrir
að hafa getað eytt tíma með
henni, það gaf mér mikið og von-
andi naut hún samvista okkar.
Eitt veit ég fyrir víst; það
hefðu ekki allir farið í sporin
hennar.
Ég er viss um að það hefur
verið góð lending hjá Þóru minn
í „Sumarlandinu“ og margir sem
fögnuðu henni þó svo að hún
hefði kosið að fara síðar.
Ég votta öllum ástvinum elsku
Þóru innilega samúð.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Vertu Guði falin, elsku Þóra
mín, við hittumst síðar.
Aðalheiður Árnadóttir
(Heiða Árna).
Þóra Elísabet
Ívarsdóttir
Hinn 14. mars sl.
hefði amma orðið 92
ára og því langar
mig að minnast
hennar með örfáum
orðum. Þegar ég minnist ömmu
streyma fram minningar úr æsku
allt til okkar síðustu stunda sam-
an.
Amma var glæsileg kona, hlý
og góð. Hún elskaði tónlist og var
lengi í kór bæði í Möðruvallasókn
og kór aldraðra á Akureyri.
Amma elskaði líka að dansa. Mér
er minnisstætt þegar ég heimsótti
ömmu í Víðilundinn og hún spurði
Sigríður
Magnúsdóttir
✝ Sigríður Magn-úsdóttir fædd-
ist 14. mars 1923.
Hún lést 30. janúar
2014. Sigríður var
jarðsungin 14. febr-
úar 2014.
hvort við ættum ekki
að fara niður og
drekka kaffi og
hlusta á tónlist, það
ætti líka að dansa
gömlu dansana. Á
þessum tíma var
amma búin að tapa
mestallri sjón og
gekk með göngu-
grind. En það stopp-
aði hana ekki, hún
tók bæði þátt í
söngnum og dansinum. Göngu-
grindin var sett til hliðar og upp
stóð hún þegar henni var boðið í
dans og teinrétt og glæsileg dans-
aði hún. Ég dáðist að henni og
fannst hún svo falleg og glæsileg.
Amma spilaði líka keilu á elliheim-
ilinu í Kjarnalundi, það fannst
Óskari mínum ótrúlega kúl,
þ.e.a.s. að eiga langömmu sem
spilaði keilu þótt hún sæi nánast
ekki keilurnar og svo fékk hann
auðvitað að spila með.
Þegar komið var í heimsókn til
ömmu var fastur liður að fá sér
kaffi og „með því“. Amma var
mjög gestrisin og umhugað um að
hafa nóg af bakkelsi ef gesti bar
að garði. Þrátt fyrir að hringja á
undan og segja að maður ætlaði
bara rétt að kíkja í kaffi þá stóð
heilt hlaðborð og beið þegar mað-
ur mætti. Og það þýddi ekkert að
segja að maður væri ekki svang-
ur, maður lærði fljótt að það var
alveg eins gott að borða strax eins
og að reyna malda í móinn því
amma hélt tölu yfir hvað maður
setti ofan í sig og að maður borð-
aði nóg.
Amma fór ekki alltaf troðnar
slóðir og líf hennar var ekki alltaf
dans á rósum. Andleg veikindi
þjáðu hana á tímum, ung missti
hún dóttur sína Sigrúnu og nokkr-
um árum seinna eignaðist hún
Kristínu frænku sem er fædd med
Downs syndrom. Eftir að ég sjálf
varð fullorðin og eignaðist barn
ræddum við amma um ótrúleg-
ustu hluti, marga sem bara verða
á milli okkar. En hún kenndi mér
margt. Amma fór ekki alltaf
troðnar slóðir miðað við aldur og
samtíð. Hún tók t.d. bílpróf á
gamals aldri þegar afi veiktist af
Parkisons og gat ekki keyrt leng-
ur og hún lét ekki segja sér hvað
væri best að gera fyrir Kristínu
frænku ef henni þótti það ekki
passa. Kristín var t.d. fyrst af
börnum með Downs syndrom til
að læra að lesa. Ömmu og afa
hafði verið sagt að „þessi“ börn
myndu ekki læra að lesa og skrifa.
Sem betur fer hlustuðu þau ekki
því Kristín lærði bæði að lesa og
skrifa, fór í skóla, lærði á hljóð-
færi og svona mætti lengi telja.
Ömmu var umhugað um fjöl-
skyldu sína, barnabörn og barna-
barnabörn. Hún fylgdist með okk-
ur fram á síðasta dag, hún vildi
vita hvað við værum að gera og
hvernig okkur liði. Amma var
dugleg að hringja og það voru ófá
símtölin sem við áttum saman,
sem alltaf enduðu á setningunni
„Guð veri með þér, elskan“.
Elsku amma, takk fyrir allt og
allt.
Ég elska þig,
Antonía.
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
ÚTFARARÞJÓNUSTA
Vönduð og persónuleg
þjónusta
Sími: 551 7080 & 691 0919
ATHÖFNÚTFARAÞJÓNUSTA - athofn@athofn.is - www.athofn.is
Inger Steinsson
IngerRósÓlafsdóttir