Morgunblaðið - 21.03.2015, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 21.03.2015, Blaðsíða 60
LAUGARDAGUR 21. MARS 80. DAGUR ÁRSINS 2015 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 790 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Fylgstu með sólmyrkvanum 2. Hringdu skelfingu lostnir … 3. Þegar myrkrið skall á 4. Morgunpartí Vigdísar Hauks  Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykja- vík, RIFF, verður aftur með sér- viðburði í Kópavogi í haust. Lista- og menningarráð bæjarins hefur ákveð- ið að styrkja hátíðina um 3,5 milljónir króna. Stefnt er að því að hafa við- burði m.a. í Gerðarsafni, Salnum, Bókasafni Kópavogs og Molanum. Myndin var tekin í sundbíói RIFF í Kópavogi í fyrra. RIFF haldin aftur að hluta til í Kópavogi  Námskeið fyrir börn um leiklist í kvikmyndum verður haldið í dag kl. 14 í Bíó Paradís og er það hluti af dagskrá Alþjóðlegrar barnakvik- myndahátíðar sem stendur þar yfir. Námskeiðinu stýra Ask Hasselbalch, leikstjóri Antboy-kvikmyndanna, Bragi Þór Hinriksson, leikstjóri Algjör Sveppi-myndanna, og Ólafur S.K. Þorvaldz, leikari og leiklistarkennari. Hasselbalch og Bragi munu fjalla um heim barnakvikmyndagerðar og fjalla um reynslu sína af því að leikstýra börnum í kvikmyndum sínum og þátt- takendur fá að kynnast leiklist í kvik- myndum undir stjórn Ólafs. Skráning á námskeiðið fer fram með tölvupósti og skal senda hann á netfangið helga@bioparadis.is. Viðtal við Hassel- balch má finna á bls. 55 í Morgun- blaðinu í dag og kemur m.a. fram í því að tökur á þriðju og síðustu Antboy-myndinni hefjist í sumar. Börn fá að kynnast leiklist í kvikmyndum FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Snýst í suðvestan 8-15 í dag með skúrum, en léttir til austantil. Hiti 2 til 10 stig að deginum, hlýjast norðaustantil. Á sunnudag Suðvestan 8-15 m/s og él, léttskýjað á austurhelmingi landsins. Hiti um eða yfir frostmarki að deginum. Gengur í norðlæga átt um kvöld með éljum við norðurströnd. Á mánudag Norðan- og norðvestanátt 8-15 m/s, hvassast við austurströndina. Él á Norður- og Austurlandi en léttskýjað sunnan jökla. Frost 0 til 7 stig, en frostlaust syðst. María Guðmundsdóttir frá Akureyri varð Íslandsmeistari í stórsvigi kvenna á nýjan leik í gær og Einar Kristinn Kristgeirsson varð Íslands- meistari í stórsvigi karla þriðja árið í röð en keppt var í greininni í Bögg- visstaðafjalli við Dalvík. María full- komnaði þar með endurkomu sína en hún var hætt keppni eftir að hafa slit- ið krossband í hné tvisvar. » 2-3 María fullkomnaði endurkomuna Keflvíkingar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Hauka á úti- velli eftir framlengdan leik í fyrstu umferð úrslitakeppni karla í körfuknattleik í gær- kvöld. Þeir enduðu í sjötta sæti deildarinnar en hafa nú náð undirtökunum í einvíg- inu gegn Hafnarfjarðarlið- inu sem endaði í þriðja sæti. Á Sauðárkróki vann Tinda- stóll tólf stiga sigur á Þór úr Þorlákshöfn. »2-3 Keflvíkingar í betri stöðu Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Það gengur bara nokkuð vel en maður þarf samt að púsla þessu saman. Ég sinni hestamennskunni annaðhvort í byrjun dags eða á kvöldin. Það er eini tíminn sem mað- ur hefur þegar maður er í fullri vinnu, svo á ég líka tvær litlar stelp- ur. En við erum öll fjölskyldan í hestamennskunni,“ segir Játvarður Jökull Ingvarsson en hann sigraði í töltkeppni áhugamannadeildar Spretts. Hann sat hryssuna Röst frá Lækjamótum og hlutu þau í loka- einkunn 7,33. Töltkeppnin var síðasta keppnin í mótaröð áhugamannadeildar Spretts sem kennd var við fyrir- tækið Glugga og gler. Keppt var í fjórum greinum í deildinni: slak- taumatölti, fjórgangi, fimmgangi og fyrrgreindri töltkeppni. Reiknuð voru stig fyrir árangurinn og einnig liðakeppnina en 14 lið tóku þátt sem skipuð voru fjórum knöpum hvert. Lið Játvarðs, Margrétarhof, var jafnframt stigahæsta liðið í tölt- keppninni og er það stigahæsta í deildinni í ár. Góðir hestar og þjálfari Játvarður stendur jafnframt uppi sem sigurvegari í einstaklings- keppninni. Fyrir töltkeppnina var hann efstur að stigum því hann sigr- aði í slaktaumatölti á hestinum Bald- vin frá Stangarholti. Sá hestur er m.a. Íslandsmeistari í þeirri grein, þá undir stjórn Reynis Arnar Pálmasonar, reiðkennara og tamningamanns, en Reynir er þjálfari liðs Margrétarhofs. „Að vera vel hestaður og með góðan þjálfara skiptir miklu máli í þessu. Ég hef lært alveg rosalega mikið í vetur og þjálfunin hefur verið markvissari undir stjórn Reynis,“ segir Játvarð- ur Jökull, spurður hver sé lykillinn að árangrinum, en Játvarður hefur stundað hestamennsku frá unga aldri. Aðstandendur eiga hrós skilið „Það hefur verið virkilega gaman að keppa í þessari deild, margir áhorfendur og allur aðbúnaður mjög flottur. Aðstandendur deildarinnar eiga hrós skilið fyrir framtakið. Þetta hleypir miklu lífi í hesta- mennskuna og lengir tímabilið þar sem fólk tekur hrossin fyrr inn en annars.“ Játvarður ætlar án efa að taka þátt aftur að ári. Hann er þegar bú- inn að koma auga á góð hross sem hann ætlar að tefla fram að ári. Nýtir morgnana og kvöldin vel  Sigursæll í áhugamanna- deild Spretts Ljósmynd/Hulda G. Geirsdóttir Áhugamannadeild Spretts Játvarður Jökull Ingvarsson á hryssunni Röst frá Lækjamótum kampakátur eftir sigur í töltkeppni, önnur var Birgitta Dröfn Kristinsdóttir á stóðhestinum Barða frá Laugarbökkum. „Það varð strax ljóst um leið og við auglýstum eftir liðum til að taka þátt síðastliðið haust að áhuginn var mikill. Það má eiginlega segja að þetta hafi farið fram úr okkar björt- ustu vonum,“ segir Magnús Benediktsson, einn af for- sprökkum áhugamannadeild- ar Spretts. Fyrirmynd deildar- innar er sótt til meistaradeildarinnar í hesta- íþróttum sem hefur verið haldin um árabil á Suðurlandi þar sem atvinnumenn keppa. Hins vegar var fyrirkomulag áhugamannadeildarinnar með þeim hætti að fyrirtæki keyptu auglýsingu á hverja keppnisgrein og var t.d. keppt síðastliðið fimmtudagskvöld í Top reiter- töltinu. Stefnt er að því að mótið verði eins að ári. Fram úr björtustu vonum MIKILL ÁHUGI MEÐAL HESTAMANNA Magnús Benediktsson Eftir að hafa notast við sama byrj- unarlið í öllum fjórum leikjum undan- keppni EM í knattspyrnu í haust, með árangri upp á 2. sæti og 75% sigur- hlutfall, er ljóst að Heimir Hallgríms- son og Lars Lagerbäck þurfa að breyta til fyrir leikinn við Kasakstan ytra eftir slétta viku. Viðvörunar- bjöllur klingja vegna stöðunnar á sókn- armönnum Íslands en lausnin gæti verið falin í Eiði Smára Guðjohnsen sem er í hópnum á ný. »1 Eiður gæti leyst vanda- mál í sóknarleiknum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.