Morgunblaðið - 21.03.2015, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.03.2015, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MARS 2015 Laugavegi 25, 101 Reykjavík. Sími 552-7499 Glerártorg, 600 Akureyri. Sími 461-3006 Glæsileg ný verslun opnar í dag kl. 12:00 á Glerártorgi Hlýr og notalegur ullarfatnaður á alla fjölskylduna á góðu verði www.ullarkistan.is Opnunartilboðog léttar veitingar Hætta er á alvarlegum skorti á ferskvatni í löndum þar sem loftslagið er hlýtt og þurrt ef ríki heims gera ekki ráðstafanir til að bæta nýtingu vatnsins, að því er fram kemur í nýrri skýrslu stofnana Sameinuðu þjóðanna. Í skýrslunni segir að til sé nægilegt fersk- vatn til að fullnægja þörf heimsbyggðarinnar, að því tilskildu að gerbreyting verði á því hvernig vatnið er nýtt, hvernig ríkin stjórna nýtingunni og deila vatninu með öðrum. Hættan á vatnsskorti stafar einkum af íbúa- fjölgun í heiminum. Íbúar jarðar eru nú um 7,3 milljarðar og þeim fjölgar um 80 milljónir á ári. Líklegt þykir að íbúarnir verði orðnir 9,1 milljarður árið 2050. Til að mæta þessari fjölgun og brauðfæða íbúana þarf að auka landbúnaðarframleiðsluna um 60%. Nú þegar eru um 70% af allri vatns- notkun í heiminum notuð til matvælafram- leiðslu. Hlýnun jarðar er einnig talin geta ýtt undir vatnsskort þar sem líklegt er að breytingar verði á úrkomunni, þ.e. að hún minnki á sum- um þéttbýlum svæðum en aukist ef til vill ann- ars staðar. Þéttbýlismyndun getur ýtt undir vatns- skort, að sögn skýrsluhöfundanna. Þeir spá því að vatnsþörfin aukist um 55% í heiminum fyrir árið 2050, einkum vegna mannfjölgunar á þétt- býlum svæðum. „Borgir þurfa að leita lengra eða grafa dýpra til að ná í vatn, eða þurfa að reiða sig á nýjar lausnir eða tækninýjungar til að full- nægja vatnsþörfinni,“ segir í skýrslunni. Grunnvatn ofnýtt til áveitu Skýrsluhöfundarnir benda á margt sem bet- ur mætti fara, meðal annars á mengun vatns af völdum efna á borð við skordýraeitur, auk mengunar frá verksmiðjum og vegna óhreins- aðs skólps. Í skýrslunni er einnig varað við of- nýtingu vatns, einkum til áveitu. Rúmur helmingur íbúa heimsins notar grunnvatn og um 43% af öllu áveituvatni heimsins eru grunnvatn. Um 20% af vatns- gengu jarðlögunum eru ofnýtt, að sögn skýrsluhöfundanna. Svo mikið vatn er tekið úr jarðlögunum að vatnstakan hefur oft valdið landsigi, eða því að saltvatn hefur borist í ferskvatn undir yfirborði jarðskorpunnar á strandsvæðum. Aukin vatnsnotkun hefur þegar leitt til vatnsskorts á svæðum á borð við Norður- Kínasléttuna, um 410.000 ferkm landsvæði. Þar hefur mikil áveita valdið því að grunn- vatnsborðið hefur lækkað um meira en 40 metra á sumum svæðum. Ennfremur er talin hætta á miklum vatnsskorti á Indlandi vegna ofnýtingar á grunnvatni til áveitu á sumum svæðum. bogi@mbl.is 0 2 4 6 8 106.000 5.000 4.000 3.000 2.000 1.000 0 Ferskvatn í heiminum 2000 1970 1990 2010 20302050* Vatnsnotkun 0 500 1 000 1 700 2 500 7 500 15 000 50 000 Aðgangur að endurnýjanlegum vatnsbólum (þrír rúmmetrar á mann á ári, miðað við 2013) Alger skortur Skortur Álag Viðkvæm staða Heimili 10% Landbúnaður Iðnaður 20% Heimild: Skýrsla Sameinuðu þjóðanna: The UNWorld Water Development Report Heildaríbúafjöldi í heiminum (í milljörðum) 3,7 5,3 6,9 8,4 Áveitur Heimili ÞéttbýliIðnaður Raforkuframleiðsla * spár Búfé Dreifbýli Eftirspurn í heiminum (í rúmkm) 70% Segja hættu á alvar- legum vatnsskorti  Vatnsþörfin gæti aukist um 55% á 35 árum Galati. AFP. | Í rúmenskum bæ við Dóná dönsuðu þrjár bókelskar syst- ur af gleði í hvert sinn sem póstber- inn afhenti þeim bréf frá jöfrum á borð við Mark Twain, Emile Zola og Jules Verne. Systurnar Antonie, Rovena og Emilia Schwarz fæddust á síðari helmingi 19. aldar. Þær helguðu líf sitt kennslu, lestri fagurbókmennta og söfnun eiginhandaráritana og ljósmynda af rithöfundum, að sögn Ilie Zanfir, forstöðumanns bóka- safns í bænum Galati. Yngsta systirin, Emilia, gaf bóka- safninu 714 bréf sem þær höfðu safnað. Fyrsta bréfið er frá árinu 1891 og það síðasta frá 1961. Flest bréfanna fengu systurnar undir lok 19. aldar og í byrjun 20. aldar þegar þær voru unglingar. Lítið er vitað um líf systranna, annað en það að þær voru gyðingar, eignuðust aldrei börn og ráku skóla fyrir stúlkur. Í frístundunum skrif- uðu þær þekktum rithöfundum, spurðu þá um bækur þeirra og skoðanir þeirra á málefnum líðandi stundar. Þær gerðust einnig svo djarfar að biðja þá um að senda myndir af sér. Margir rithöfundanna svöruðu með glöðu geði og sendu systrunum bréf. Sum þeirra voru aðeins nokkrar línur en önnur lengri. Einn rifhöfundanna skrifaði heila síðu um skoðanir sínar á hlutverki kvenna í samfélaginu, bókmenntum og stjörnufræði, helstu hugðar- efnum elstu systurinnar, Antonie, sem dó árið 1912. Franski rithöfundurinn Emile Zola (1840-1902) svaraði bréfi frá Rovenu og ráðlagði henni að lesa ekki bækur hans fyrr en foreldrar hennar eða eiginmaður leyfðu henni það. Meðal annarra sem svör- uðu voru Jules Verne og Mark Twa- in sem synjuðu báðir kurteislega beiðni systranna um myndir af sér. AFP Sagnaskáld Mynd og svarbréf sem Emile Zola sendi einni systurinni. Söfnuðu bréfum frá skáldjöfrum  Systur skildu eftir sig merkilegt safn AFP Bókelsk Ljósmynd af Emiliu Schwarz, yngstu systurinni. Að minnsta kosti 142 biðu bana í þremur sprengjuárásum á tvær moskur sjíta í Sanaa, höfuðborg Jemens, í gær. Um 350 manns særð- ust í árásunum, að sögn embættis- manns í heilbrigðisráðuneyti lands- ins. Áður óþekktur hópur liðsmanna Ríkis íslams, samtaka íslamista, í Sanaa lýsti árásunum á hendur sér í yfirlýsingu á netinu. Hryðjuverka- samtökin hafa náð svæðum í Sýrlandi og Írak á sitt vald og lýstu því yfir í nóvember síðast- liðnum að þau hefðu hafið starf- semi í Jemen. Árásirnar á moskurnar eru þær fyrstu sem liðsmenn samtakanna lýsa á hendur sér í Jemen. Glundroði hefur ríkt í landinu frá því að einræðisherrann Ali Abdullah Saleh hrökklaðist frá völdum árið 2012. Saleh er sakaður um að styðja uppreisnarhreyfinguna Houthi sem hefur náð höfuðborginni á sitt vald. Forseti landsins, Abedrabbo Manso- ur Hadi, slapp úr stofufangelsi í Sanaa í febrúar og flúði til borgar- innar Aden sem er á valdi stuðnings- manna hans. Uppreisnarhreyfingin Houthi, sem er skipuð sjítum, er talin njóta stuðnings klerkastjórnarinnar í Ír- an. Hreyfingin hefur reynt að ná fleiri svæðum í Jemen á sitt vald en mætt mótspyrnu vopnaðra hópa súnníta og liðsmanna hryðjuverka- hreyfingarinnar al-Qaeda á Arabíu- skaga. bogi@mbl.is Urðu 142 að bana í moskum Önnur moskanna í Sanaa í gær.  Ríki íslams lýsti sprengjuárásunum á hendur sér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.