Morgunblaðið - 21.03.2015, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.03.2015, Blaðsíða 25
FRÉTTIR 25Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MARS 2015 Fyrir liggur að vínbúð verður opn- uð í Spönginni í Grafarvogi í Reykjavík á næstunni. Nákvæm dagsetning opnunar liggur ekki fyrir en ÁTVR tekur við húsnæðinu hinn 1. maí. Vínbúðin verður í um 430 fer- metra húsnæði í hluta rýmisins sem nú hýsir Hagkaup en sú verslun kemur til með að minnka. Vínbúð lokað 2009 Stefnt hefur verið að því að opna Vínbúð í Grafarvogi en slíkri versl- un í Spönginni var lokað í byrjun ársins 2009. Hátt í 20 þúsund manns búa í hverfinu. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, að- stoðarforstjóri ÁTVR, staðfesti opnun verslunarinnar í samtali við Gullinbrú og sagði ÁTVR hafa skrifað undir samning við Reiti fasteignafélag um leigu á húsnæð- inu. Nánari upplýsingar um opnunar- dag munu liggja fyrir um miðjan apríl. sunnasaem@mbl.is Vínbúð brátt opnuð í Spönginni  ÁTVR hefur leigt húsnæði fyrir búðina Morgunblaðið/Heiddi Vínbúð Til stendur að opna nýja vínbúð í Spönginni í Reykjavík. „Ég er enn með gæsahúð,“ sagði Hilmar Örn Hilmarsson, allsherjar- goði, eftir sólmyrkvaathöfn, sem ásatrúarmenn héldu á Öskjuhlíð í Reykjavík í gærmorgun. Að at- höfninni lokinni var fyrsta skóflu- stungan tekin á lóð Ásatrúarfélags- ins en þar mun rísa fyrsta höfuðhof álfunnar í þúsund ár. Eigna sér heiðurinn af veðrinu „Þetta var mögnuð stund og við eignum okkur alfarið heiðurinn af þessu góða veðri,“ sagði Hilmar Örn. „Við tókum guðina á teppið og pöntuðum þetta veður sér- staklega.“ Að sögn Hilmars Arnar mættu yfir 300 manns í Öskjuhlíðina, flestir með sólmyrkvagleraugu eða önnur tæki og tól til sólmyrkva- skoðunar. „Margir voru með sótað gler og notuðu brotna geisladiska til að horfa á sólmyrkvann og höfðu greinilega gúglað ýmsar að- ferðir sem ég hef ekki séð áður,“ segir Hilmar Örn. Sólmyrkvaathöfnin hófst kl 08.38 við upphaf sólmyrkvans. „Þessi tímasetning er hlaðin merkingu og er afskaplega merkileg,“ sagði Hilmar Örn. „Sól og tungl í sam- stöðu að fara inn í hrútsmerkið. Þetta er afskaplega táknræn ný byrjun og mjög merkileg stjörnu- spekilega séð.“ Að lokinni sólmyrkvaathöfninni tók Dagur B. Eggertsson borgar- stjóri fyrstu skóflustunguna að hinu nýja hofi Ásatrúarmanna og svæðið og samkoman voru helguð. amb@mbl.is Tímasetning hlaðin merkingu Morgunblaðið/Golli Skóflustunga „Þetta var mögnuð stund,“ sagði Hilmar Örn Hilmarsson.  Fyrsta skóflustunga tekin að hofi eftir sólmyrkvann Skrúfudagurinn svonefndi er í dag en það er árlegur kynn- ingardagur nemenda og kennara í Vél- tækniskóla og Skipstjórnar- skóla Tækni- skólans. Skrúfudag- urinn markar jafnframt upphaf hátíðarhalda til að minnast þess, að formleg vélstjóramenntun á Íslandi á 100 ára afmæli í ár en haustið 1915 setti Alþingi „lög um vjelstjóraskóla í Reykjavík“. Skólinn var stofnaður sama haust og hefur starfað óslitið síðan. Dagskráin í dag hefst klukkan 12.30 í Tækniskólanum við Há- teigsveg (Sjómannaskólanum). Mun Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, þá m.a. flytja ávarp. Skrúfudag- urinn í dag Sjómannaskólinn í Reykjavík. Bankas t ræt i 7 er samsta r f sað i l i Ga l l e r í L i s t . einstakt eitthvað alveg einstakar gjafir fyrir einstök tækifæri handa einstöku fólki Úrval einstakra málverka og listmuna eftir íslenska listamenn | Skipholt 50a | S 581 4020 | www.galleril ist.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.