Morgunblaðið - 21.03.2015, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MARS 2015
Vilja aldamótabyggð við Ölfusárbrú
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Kortlagning Sigurður Einarsson akritekt, Guðjón Arngrímsson og Leó Árnason forsvarsmenn
verkefnisins og lengst til hægri Snorri Freyr Hilmarsson sem er hönnuður nýbyggðarinnar.
Bæjarráð Árborgar úthlutar lóðum í miðbæ Selfoss Gert ráð fyrir allt að 30 húsum í
gömlum stíl Verslun, þjónusta og íbúðabyggð Fjárfestingin allt að þrír milljarðar kr.
Yfirsýn Svona gæti svæðið litið út fullbyggt, það er aðalgata frá Ölfusábrú
til suðurs. Timburhúsin eru af ýmsum gerðum og kæmu tilsniðin á staðinn.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Miðbær Væntanlegt uppbyggingarsvæði er reiturinn beint sunnan við Ölfusárbrú sem teygir sig
svo að bæjargarðinum svonefnda sem er óbyggða svæðið neðst og til hægri á myndinni.
SVIÐSLJÓS
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Nýr miðbær á Selfossi skapar al-
veg sterka stöðu. Nálgunin í þessu
verkefni er önnur en sést hefur
hingað til. Í anda þess sem gerðist
um aldamótin 1900 verður þarna
lágreist byggð endurgerðra timb-
urhúsa. Þau hafa skemmtilegan
svip og þarna skapast möguleika
fyrir ýmsa atvinnustarfsemi. Þar
horfum við meðal annars til versl-
unar og þjónustu við ferðafólk,“
segir Guðjón Arngrímsson.
Bæjarráð Árborgar samþykkti á
fundi sínum í fyrradag, vilyrði fyrir
úthlutun miðbæjarsvæðisins á Sel-
fossi til Sigtúns þróunarfélags ehf.
um uppbyggingu alhliða þjón-
ustukjarna. Í verkefni þessu er
undir alls 2,5 ha. svæði, meðal ann-
ars reitur beint andspænis Ölfus-
árbrú þegar ekið er inn í bæinn.
Áform um uppbyggingu um-
rædds svæðis hafa lengi verið í
deiglunni og ýmsum hugmyndum
verið varpað fram. Miðbæjarmálin
eystra komust þó fyrst á hreyfingu
fyrir um ári þegar Guðjón Arn-
grímsson, blaðafulltrúi Icelandair,
og Leó Árnason athafnamaður, sem
báðir eru frá Selfossi, kynntu bæj-
aryfirvöldum hugmyndir sínar. Þar
var málinu var strax sýndur áhugi,
svo gerlegt varð að stíga skrefin
lengra. Um verkefnið var stofnað
Sigtún þróunarfélag ehf. og sam-
þykki bæjaryfirvalda í Árborg um
miðbæjarsvæðið, sem er til sex
mánaða, er bundið félaginu.
Hjartað er autt
Nokkuð er síðan vilyrði bæjaryf-
irvalda fékkst og var þá leitað til
Batterísins arkitekta og Snorra
Freyrs Hilmarssonar hönnuðar
sem er höfundur þeirra teikninga
að nýjum miðbæ sem fyrir liggja.
„Mér hefur runnið til rifja að sjá
miðbæinn, hjarta Selfoss, standa
auðan en um tíu ár eru frá því síð-
ustu húsin þar voru rifin. Tækifær-
in þarna óþrjótandi og mikilvægt að
nýta þau meðal annars í tengslum
við ferðaþjónustu. Á því sviði liggja
sóknarfæri Selfoss, hundruð þús-
unda ferðamanna fara um bæinn á
hverju ári án þess að staldra við að
neinu ráði. Því viljum við breyta.
Rætt hefur verið um að skapa þurfi
fleiri raunverulegar ástæður til
þess að fólk hafi viðdvöl í bænum
og það tilefni er svo sannarlega
Hluti af uppbyggingunni nýju er
sögusýning í torfbæ og tengdum
byggingum. Við uppbyggingu
sýningahaldsins verður lögð
áhersla á daglegt líf og bygging-
arsögu á Suðurlandi frá land-
námi til líðandi stundar.
„Þetta nær allt frá smæstu
kotbýlum til stórbýla og minn-
isvarða um reisulegar dóm-
kirkjur miðalda,“ segir Guðjón
Arngrímsson sem á sínum tíma
kannaði á vegum Icelandair og
tengdra félaga möguleika á því
að reisa Skálholtskirkju í mið-
aldastíl. Ekki reyndist hljóm-
grunnur fyrir því verkefni, sem
því var lagt til hliðar.
„Þó að við sjáum fyrir okkur
mjög fjölbreytta starfsemi í nýja
miðbænum á Selfossi er ferða-
þjónustan útgangspunkturinn.
Sagan verður sögð meðal annars
með því að veita gestum innsýn
í þróun matarhefða, enda Suður-
landið matarkista,“ segir Leó.
Bætir við að sýningarsvæði við
torfbæ og minnisvarða um dóm-
kirkju tengjast við bæjargarð-
innn á Selfossi. Hann verði nú,
með samþykkt bæjaryfirvalda í
Árborg, endurhannaður með til-
liti til útivistar og ýmissa bæj-
arhátíða.
Opið hús verður í Tryggva-
skála á Selfossi í dag, laug-
ardag, frá kl. 11-17. Þar liggja
frammi uppdrættir og teikningar
og áhugasömum gefst kostur á
að ræða við forsvarsmenn verk-
efnisins og kynna sér hugmynd-
irnar nánar. Þá er verkefnið
einnig kynnt á slóðinni
www.midbaerselfoss.is
Minnisvarði um miðaldakirkju
BYGGINGASAGA SUÐURLANDS Á SÖGUSÝNINGU Í TORFBÆ
Sviðsmynd Sögusýning í gamaldags húsum og kirkja í miðaldastíl vektu athygli.
Mild og örugg hreinsi-
aðferð, sérstaklega gerð
til að hjálpa þér að
halda viðkvæmasta
líkamshluta þínum
hreinum, frískum og
lyktarlausum. Dagleg
notkun kemur jafn-
vægi á náttúrulegt
sýrustig þessa
viðkvæma svæðis.
Gott við vægri
sveppasýkingu.
Hreinsigel
fyrir konur
www.volare.is
Söluráðgjafar um land allt