Morgunblaðið - 21.03.2015, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MARS 2015
Þýskar hágæða pönnur frá AMT
Allt fyrir eldhúsið
Verð fr
á:
13.500
kr.
• AMT eru hágæða pönnur úr 9mm þykku áli.
• Allar pönnur mega fara inn í ofn við allt að 240° hita.
• 3 ára ábyrgð á verpingu.
• Ný byltingakennd viðloðunarfrí húð sem er sterkari en
Teflon og án eiturefna.
• Nothæf fyrir allar eldavélar.
• Má setja í uppþvottavél.
Íslenska og þýska
kokkalandsliðið nota
AMT pönnur.
WORLD’S
BESTPAN
„
“
THE
* “The world‘s best pan”according to VKD, largest German Chefs Association
*
Allir velkomnir
Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi
Sími 540 3550 | progastro.is
Opið alla virka daga kl. 9–17, laugard. kl. 11-14.
Kópavogsbær auglýsir eftir umsóknum um styrk
úr Forvarnasjóði Kópavogs.
Hlutverk sjóðsins er að efla forvarnir og frístundir með
áherslu á börn, ungmenni og eldri borgara. Einnig
samstarfsverkefni íbúa, félagasamtaka, stofnana og
fyrirtækja í þágu forvarna- og frístundastarfs.
Umsóknarfrestur vegna styrkveitinga úr
forvarnasjóði er til og með 19. apríl 2015.
Allar nánari upplýsingar má finna
á kopavogur.is.
PI
PA
R\
TB
W
A
·
SÍ
A
·
15
14
19
Forvarnasjóður
Kópavogs
kopavogur.is
BAKSVIÐ
Benedikt Bóas
benedikt@mbl.is
Hún var skrýtin stemningin í
Súlnasal í gærkvöldi eftir að Árni
Páll Árnason var kjörinn formaður
Samfylkingarinnar. Gleði og sam-
staða eru ekki orð sem koma upp í
huga manns. Langt frá því.
Kosið var með rafrænum hætti
og átti því ekki að þurfa að bíða
lengi eftir úrslitunum. Þau voru
boðuð um kl. 18:45.
Stöð 2 og RÚV ætluðu að sýna
niðurstöðuna í beinni útsendingu og
tjölduðu miklu til. Þegar klukkan
sló sjö var ljóst að úrslitin væru
ekki á leiðinni í hús og fundargestir
voru farnir að ókyrrast. Mínúturnar
liðu og loks steig formaður kjör-
stjórnar, Jón Ingi Cæsarsson, í
pontu um kl. hálfátta. Tilkynnti að
það væru fimm mínútur í að úrslitin
yrðu tilkynnt – það þyrfti að koma
veðurfréttum að á RÚV. Af líkams-
tjáningu hans mátti greina að tíð-
inda var að vænta.
Salurinn gapti af undrun
Flestir voru búnir að reikna með
Árna Páli í formannsembættið enda
hafði Sigríður háð örkosningabar-
áttu sem stóð í minna en sólarhring.
En annað kom á daginn.
Fyrst var lesið upp nafn Önnu
Pálu Sverrisdóttur sem hafði fengið
eitt atkvæði. Salurinn hló og klapp-
aði fyrir henni. Gleðin var allsráð-
andi.
Svo kom nafn Árna Páls upp.
49,49% atkvæða hafði hann fengið.
Salurinn gapti af undrun. Nafn Sig-
ríðar kom næst. 49,28% hafði hún
fengið og þögn sló á salinn sem
rankaði ekki við sér fyrr en tilkynnt
var að Árni Páll væri áfram formað-
ur. Þá var klappað og staðið upp.
Árni hafði hlotið 241 atkvæði en
Sigríður 240.
Árni fór upp á svið og þakkaði
fyrir sig. Árni er raddsterkur mað-
ur en rödd hans var veik uppi í
pontu. Augljóst að honum var
brugðið. Eftir að hann kvaddi fóru
menn að stinga saman nefjum og
skoða úrslitin. Kliður fór um salinn
og fólk spurði hvað annað hvort það
hefði örugglega tekið rétt eftir. Að
það hefði munað svona gríðarlega
litlu.
Þarf nú að vanda mig
„Þetta er ekki óskaniðurstaða,“
sagði Árni Páll Árnason skömmu
eftir að úrslitin voru kunngjörð.
„Þetta er í fyrsta sinn sem við
greiðum atkvæði á landsfundi með
þessum hætti þar sem allir eru í
kjöri. Ég hef alltaf verið mjög hrif-
inn af því sérkenni Samfylkingar-
innar að kjósa formann í beinni
kosningu. Ég hef talið það flokkn-
um mjög til styrkleika og tekið eftir
því að aðrir forystumenn í íslensk-
um stjórnmálum hafa öfundað mig
af því skýra umboði sem ég fékk í
allsherjaratkvæðagreiðslu fyrir
tveimur árum. En þetta eru leik-
reglurnar og við erum að vinna eftir
þeim. Ég kvarta ekki yfir leikregl-
unum og hef aldrei gert,“ sagði
hann og bætti við að niðurstaðan
setti ríkar skyldur á hans herðar.
„Ég þarf að vanda mig mjög vel í
framhaldinu. Ég hef enga sérstaka
gagnrýni heyrt á mín störf frá því
að þetta mótframboð kom fram. Ég
hef heyrt almenn orð en ég hef
enga beina gagnrýni heyrt hvað ég
hefði átt að gera öðruvísi eða eitt-
hvað slíkt. En ég tek auðvitað allri
slíkri gagnrýni ef hún kemur fram.“
Ljóst sé að niðurstaðan sé til
vitnis um að landsfundarfulltrúar
hafi deildar meiningar um foryst-
una. „Það er alveg augljóst mál.“
Enginn óvinafögnuður
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir var
þakklát þeim fjölmörgu sem
hringdu, sendu skilaboð og vildu fá
hana í formannsembættið. „Það var
auðvitað mjög mjótt á munum en ég
vil óska Árna Páli til hamingju með
að hafa verið endurkjörinn. Ég er
þeim þakklát sem ýttu á mig og það
er augljóst að krafan um breytingar
innan flokksins er mikil. Ég sé ekki
annað en að við munum vinna öll
saman að því og það er enginn
óvinafögnuður í Samfylkingunni.
Óvinurinn er hægristjórnin.
Fyrst maður tapar þá er gott að
tapa svona. En ég held að við verð-
um sterkari eftir þessa kosningu,“
sagði Sigríður Ingibjörg.
Hélt að framboðið væri grín
Kristján Möller studdi Árna Pál
til formanns en hann sagðist aldrei
hafa kynnst öðru eins.
„Ég var íþróttafulltrúi til margra
ára og framkvæmdi skíðamót og
annað slíkt. Ég hef oft séð menn
sigra með einu sekúndubroti eða
marki á síðustu stundu. En að sjá
það gerast í formannskjöri í flokkn-
um, það hefði ég aldrei geta ímynd-
að mér,“ sagði Kristján og bætti við
að þegar hann sá frétt á mbl um
framboð Sigríðar hélt hann að það
væri verið að gera grín.
„Ég fagna því að Árni hafi sigrað.
Það var tekist á um formannsemb-
ættið og þetta framboð hennar var
óvænt. Þegar ég sá fréttina um
framboð hennar á mbl þá hélt ég að
það væri verið að gera grín. Ég
hafði engan pata af þessu framboði
hennar. Ég hef alltaf verið stuðn-
ingsmaður þess að kosning til for-
manns eigi að fara í gegnum alls-
herjarkosningu eins og lög segja til
um. Þá hefði Sigríður þurft að
bjóða sig fram fyrir mánuði. Þá
hefðu allir flokksmenn fengið að
kjósa eins og við höfum yfirleitt
alltaf gert. Nema þegar Jóhanna
var ein í framboði,“ sagði Kristján
Möller.
Þungavigtarmenn tjá sig ekki
Margir voru greinilega í tals-
verðu uppnámi og alls staðar stakk
fólk saman nefjum til þess að ræða
niðurstöðuna. Fáir vildu hins vegar
tjá sig um hana við fjölmiðla. Helgi
Hjörvar, þingflokksformaður Sam-
fylkingarinnar, sagðist ekki vilja tjá
sig um niðurstöðuna og sama átti
við um Össur Skarphéðinsson, fyrr-
verandi formann flokksins. Oddný
G. Harðardóttir alþingismaður
sagðist ekki vera búin að mynda sér
skoðun á niðurstöðunni þegar eftir
því var leitað.
Valgerður Bjarnadóttir alþingis-
maður sagði aðspurð að niður-
staðan segði ekkert um stöðu Sam-
fylkingarinnar. „Þetta segir bara að
sá sem vann vann og sá sem tapaði
tapaði.“
Skellur fyrir Árna Pál
Eva Indriðadóttir, formaður
Ungra jafnaðarmanna, sagði niður-
stöðuna skell fyrir Árna Pál.
„Þetta er náttúrlega sjokkerandi
niðurstaða fyrir flokkinn og pínu
skellur fyrir Árna Pál. Það er núna
bara undir honum komið að sýna
hvað í honum býr og leiða flokkinn í
betri átt,“ sagði hún. Niðurstaðan
sé þannig skilaboð til hans um að
spýta í lófana. „Það gerist varla
skýrara en þetta.“
Spennuþrungin stund í Súlnasal
Árni Páll var endurkjörinn formaður Samfylkingarinnar Munaði aðeins einu atkvæði á honum og
Sigríði Ingibjörgu Fjölmargir óskuðu Sigríði til hamingju Súlnasalur nötraði í kjölfar úrslitanna
Morgunblaðið/Eggert
Ávarp formanns Árni Páll Árnason ávarpar þingheim eftir að úrslitin í formannskjörinu höfðu verið tilkynnt.