Morgunblaðið - 21.03.2015, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.03.2015, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MARS 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Óöldin í Jem-en hefurtekið á sig mjög ófagra mynd síðustu daga. Bar- dagar hörðnuðu mjög á fimmtudag á milli uppreisnarmanna úr hópi sjía-múslima og súnní- múslima, en þeir síðarnefndu eru hliðhollir stjórnvöldum. Í gær versnaði ástandið enn þegar tveir sjálfsmorðs- sprengjumenn gerðu árás á tvær moskur í höfuðborginni Sanaa, sem sjíar sækja. Árás- in var gerð á föstudegi, og var tímasetning árásinnar til þess fallin að valda sem mestu manntjóni, en að minnsta kosti 140 manns féllu í árásunum og um 340 manns særðust illa í þeim. Sam- kvæmt óstaðfestum fréttum hefur Ríki íslams tekið á sig ábyrgðina á ódæðinu. Saga Jemena hefur verið róstusöm í gegnum tíðina, en landið var um langa hríð tví- skipt vegna kalda stríðsins og sameinaðist ekki aftur fyrr en um það leyti sem Berlínar- múrinn féll. Jemenar hafa háð nokkur borgarastríð sín á milli og segja má að róst- urnar nú, sem staðið hafa frá árinu 2011, séu í raun bara framlenging á þeirri miklu ófriðarsögu. Deil- urnar nú hafa, líkt og annars staðar í Mið-Austur- löndum, verið einkum á milli trúarhópa sjía- og súnní- múslima, og endurspeglar baráttan á milli þessara hópa að einhverju leyti valdataflið sem nú stendur yfir á milli Írana og Sádí-Araba um ítök í arabaheiminum. Það er hins vegar ný og uggvænleg staða sem komin er upp, reynist það rétt að Ríki íslams standi að baki hinu viðurstyggilega voða- verki, en það væri þá fyrsta árásin sem samtökin bera ábyrgð á í Jemen, þó að nokkuð sé síðan þau lýstu því yfir að þau væru búin að teygja anga sína þangað. Þátttaka Ríkis íslams í jem- enska ófriðnum flækir stöð- una heilmikið. Í staðinn fyrir deilu á milli ríkisstjórnar landsins og hóps sjía, sem ósáttir voru við stöðu sína innan ríkisins, er nú blásið undir allsherjar trúar- bragðastríð í landinu. Líklegt er því að ofbeldið eigi enn eft- ir að færast í vöxt í Jemen og að enn fleiri, jafnt saklausir borgarar sem bardagamenn, muni láta lífið. Tvær viðbjóðslegar sjálfsmorðsárásir auka enn á vandann} Jemen á barmi borgarastyrjaldar SkyndiáhlaupSigríðar Ingibjargar Ingadóttur, þing- manns Samfylk- ingarinnar, gegn Árna Páli Árnasyni, for- manni flokksins, heppnaðist næstum því. Árni Páll fékk aðeins einu atkvæði meira en Sigríður Ingibjörg og innan við helming heildar- atkvæða. Niðurstaða í for- mannskjöri Samfylkingar- innar er með öðrum orðum sú að formaðurinn situr áfram með minnihluta að baki, aðeins 241 atkvæði. „Sigurræða“ Árna Páls bar þess greinileg merki hve veik niðurstaða þetta er fyrir formann og flokk og líktist mun frekar ræðu þess sem hefur beðið ósigur en ræðu sigurvegara. For- maðurinn var bersýnilega sleginn og skyldi engan undra. En niðurstaðan var ekki aðeins veik fyrir flokkinn vegna þess hve lítinn stuðn- ing formaðurinn fékk þrátt fyrir veikan mótfram- bjóðanda. Hún sýnir líka hve fá- ir eru áhuga- samir um starf Samfylking- arinnar, sem flokksmenn hafa gert sér vonir um að yrði stór og öflugur flokkur. Innan við fimm hundruð sóttu landsfundinn þó að fyrir lægi að kosið yrði um formann og spennan væri mikil. Samfylkingin hefur með einsmálsstefnu sinni ein- angrað sig og veikt langt umfram það sem eðlilegt væri um flokk sem kallar sig jafnaðarmannaflokk og sækist eftir að verða leið- andi afl í íslenskum stjórn- málum. Samfylkingin þráast enn við í málinu eina og óhjákvæmilegt er eftir niðurstöðu formannskjörs- ins að flokkurinn gangi enn veikari af landsfundi en hann var áður en til fundar var haldið. Niðurstaðan gat ekki orðið verri fyrir Samfylkinguna} Veikur formaður veikist enn Á rið 2009 var samþykkt þingsálykt- unartillaga um að Ísland skyldi gerast aðili að Evrópusambandinu. Ríkisstjórnin sem lagði hana fram hefði ekki þurft þess, en kaus að gera það, svona til þess að gulltryggja það að annar þáverandi stjórnarflokka, sem hingað til hefur þóst vera andsnúinn aðild, gæti ekki annað en stutt óbeint við ferlið, þrátt fyrir kosningalof- orð um annað. Það má alveg rifja það upp að í athugasemd- um við ályktunina var vinstri stjórninni alls ekki gefið frítt spil í viðræðunum við ESB, heldur átti hún að gæta ákveðinna „grunnhagsmuna“ Ís- lands, sem voru listaðar í sex liðum. Þar á meðal var nefnt að í viðræðunum bæri að „tryggja for- ræði þjóðarinnar yfir fiskveiðiauðlindinni, sjálf- bæra nýtingu auðlindarinnar og hlutdeild í deili- stofnum og eins víðtækt forsvar í hagsmunagæslu í sjávarútvegi í alþjóðasamningum og hægt er“. Þegar á síð- asta kjörtímabili varð ljóst að það myndi ekki ganga eftir að forræði þjóðarinnar yfir fiskveiðiauðlindinni yrði tryggt. Raunar var það svo ljóst að sjávarútvegskaflinn kom ekki einu sinni til umræðu á öllum þeim tíma sem leið á milli 2009 og 2013, þrátt fyrir vilja íslensku samninganefndarinnar til þess. Líkt og Ágúst Þór Árnason hefur bent á sigldu við- ræðurnar í raun í strand árið 2011 því að Evrópusambandið hafði ekki áhuga á því að semja um eitt né neitt, enda hefur viðkvæðið þar alltaf verið hið sama: Það eru engar varan- legar undanþágur í boði. Sú ríkisstjórn sem ætlaði sér því að ná samn- ingi við ESB yrði því að slá af þeim „grunnhags- munum“ sem sérstaklega eru nefndir í þings- ályktuninni, sem allt í einu er orðin heilagri en aðrar slíkar. Umsóknin er því sjálfdauð sam- kvæmt ályktuninni sjálfri. En hvað gerist þegar reynt er að draga um- sóknina til baka, líkt og fyrri ríkisstjórn hefði átt að gera? Jú, stjórnarandstaðan svoleiðis missir sig í ómálefnalegum málflutningi, land- ráðabrigslum og tali um valdarán. Öllum að óvörum kemur í ljós að Illugi Jökulsson vill að ríkisstjórnin fari frá, líkt og hinir atvinnumót- mælendurnir á Austurvelli sem þykjast allt í einu hafa kosið Sjálfstæðisflokkinn í síðustu kosningum út á Evrópumálin. Þvert á fúkyrðaflauminn á Alþingi, hafa hvorki lög né stjórnarskrá verið brotin með bréfi utanríkisráðherra. Það er engin krísa í stjórnskipun landsins og það er ekki búið að ræna völdum. Hér er ennþá þingræði við lýði, og ætti stjórnarandstöðunni að vera í lófa lagið að fá samþykkt vantraust á ríkisstjórnina eða utanrík- isráðherra hið snarasta, ef ekki er þar meirihluti fyrir ákvörðunum framkvæmdavaldsins. Hvað stendur þá eftir? Jú, að þeir sem nú hamast hvað mest fyrir því að haldið sé ríghaldi í dauða aðildarumsókn eru í raun að berjast fyrir því að viðræðurnar haldi áfram á forsendum Evrópusambandsins. Ég vona að andi Jónasar frá Hriflu fyrirgefi mér þegar ég segi að í þessum efnum gildi: „Allt er betra en ríghaldið.“ sgs@mbl.is Stefán Gunn- ar Sveinsson Pistill Allt er betra en ríghaldið STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Hvorki gengur né rekur íkjaraviðræðunum á al-menna vinnumarkað-inum og er talið ósenni- legt að hreyfing komist á viðræður fyrir páska. Atkvæðagreiðsla Starfs- greinasambandsins fer í gang eftir helgina um umfangsmiklar verkfalls- aðgerðir, sem eiga að hefjast frá og með 10. apríl. Tíu dagar eru liðnir frá því að viðræðum SGS við Samtök at- vinnulífsins var slitið. Ríkissátta- semjari hefur boðað deilendur til sáttafundar næstkomandi þriðjudag þó sáttaumleitanir hafi engan árang- ur borið, þar sem sáttasemjara ber að gera tilraun til sátta með aðilum inn- an 14 sólarhringa frá því síðustu samningatilraunum var hætt. Samtök atvinnulífsins lögðu í vikunni fram hugmyndir um nýjar leiðir sem fara mætti í kjarasamn- ingum, sem miða að því að stokka upp áratugagömul launakerfi. Fyrir- myndin er sótt til Norðurlandanna og leggur SA til að grunnlaun verði hækkuð en jafnframt verði samn- ingsbundnar álagsgreiðslur á laun lækkaðar s.s. fyrir yfirvinnu og vaktavinnu. Skv. heimildum Morgun- blaðsins er vilji innan verkalýðs- hreyfingarinnar til að skoða breyt- ingar af þessu tagi út frá samanburði við nágrannalöndin og vinna að upp- byggingu nýs launakerfsins, þar sem meiri áhersla er lögð á dag- vinnulaunin. Í kröfugerð iðnaðar- manna er t.a.m. lögð rík áhersla á endurskoðun launakerfa. En þrátt fyrir að hugmyndir af þessu tagi eigi hljómgrunn innan ASÍ er engu að síður mikil óánægja innan verkalýðs- hreyfingarinanr gagnvart SA fyrir að spila út tillögunum með þessum hætti og á þessum tímapunkti. Hörð kjara- deila er í gangi milli SA og stétt- arfélaganna í SGS, þar sem flestir hópar vinna skv. töxtum sem eru langt undir 300 þús kr. á mánuði og margir þurfa að framfleyta sér með yfirvinnu. Almenn viðbrögð innan verkalýðsfélaganna hafa því verið þau að SA sé ekki að bjóða aðra lausn en þá að launafólk eigi sjálft að borga fyrir umsamdar launahækkanir með því að taka þær af álagsgreiðslunum. Þetta útspil SA geti því tafið fyrir því að raunveruleg vinna við endur- skoðun samninga komist í gang. Inn- an SA er á móti bent á að hugmyndir í þessa veru hafi verið ræddar í við- ræðum við alla viðsemjendur SA á umliðnum vikum og eigi ekki að koma á óvart. Nú hafi verið gefið út með skýrum hætti að SA sé tilbúið að ráð- ast í afgerandi uppstokkun launa- kerfanna ef áhugi sé á því. Stjórnvöld hafa enn engu spilað út sem talið er geta greitt fyrir lausn kjaraviðræðna skv. heimildum innan verkalýðshreyfingarinnar. Ríkisstjórnin hefur þó viðrað hugmyndir á bak við tjöldin og m.a. kynnt hugmyndir í húsnæðismálum og drög að frumvarpi sem félags- málaráðherra hyggst leggja fram. Þessum hugmyndum er fálega tekið og innihaldið sagt vera mjög rýrt. Þær séu ekki í neinu samræmi við þær væntingar sem uppi eru innan ASÍ, hvorki hvað varðar útfærslu né þá fjármuni sem setja á í endurbætur í húsnæðismálum. „Það er ekkert í þeim spilum sem gefur tilefni til að ætla að þetta hjálpi neitt til,“ segir viðmælandi innan ASÍ. Útspil SA gagnrýnt en á þó hljómgrunn Morgunblaðið/Eggert Kjaramál Iðnaðarmannafélög hittu SA á samningafundi í gær, Flóafélögin og VR hafa einbeitt sér að sérmálum, SGS undirbýr kosningu um verkfall. „Við höfum verið að taka púlsinn á okkar aðildarfyrirtækjum og það er alveg ljóst að menn sjá engan veg- inn fram á að geta mætt svona launakröfum án þess að af því leiddi mikið tjón með stóraukinni verðbólgu og fækkun starfa,“ segir Þorsteinn Víglundsson, fram- kvæmdastjóri SA, um launakröfur verkalýðshreyfingarinnar. SA standi annars vegar frammi fyrir kröfum um 20-45% hækkanir í árs- samningum og hins vegar kröfum SGS um 50-70% hækkanir í þriggja ára samningi. „Hins vegar höfum við fundið mikinn stuðning við okkar útspil um að stokka upp launakerfin, end- urskoða álagsgreiðslur og hækka grunnlaun á móti. Það gæti þá verið hluti af lausn í þeirri stöðu sem nú er uppi,“ segir hann. „Ég held að það sé mjög brýnt að allir aðilar sýni ábyrgð í þeirri stöðu sem uppi er, setjist niður sameigin- lega og með ríkisstjórninni með það að markmiði að leita lausna á þeim deilum sem uppi eru,“ segir Þorsteinn. Ná þurfi samstöðu milli aðila vinnumarkaðarins um leið til lausnar og mjög virkan stuðning þurfi frá ríkisstjórninni, sem koma verði að yfirstandandi kjaradeilum með mjög afgerandi hætti svo ná megi sátt um framhaldið og varð- veita stöðugleikann. Ríkisstjórn veiti virkan stuðning FRAMKVÆMDASTJÓRI SA HVETUR TIL VÍÐTÆKRAR SAMSTÖÐU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.