Morgunblaðið - 21.03.2015, Blaðsíða 42
42 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MARS 2015
Sjötta ágúst 1924
fæddist amma mín,
Bjarnfríður Leós-
dóttir á Másstöðum
við mynni Hvalfjarð-
ar á dánardegi afa síns, Eyjólfs,
sem látist hafði tveimur árum áð-
ur. Á sama degi, 44 árum síðar,
fæddist ég, fyrsta barnabarn
ömmu minnar, fædd af frumburði
hennar og elstu dóttur. Þetta var
árið 1968. Í þeim tíðaranda var ég
skírð Arna en ekki Bjarnfríður í
höfuðið á ömmu minni. Síðar átti
amma eftir að eignast alnöfnu sem
ber nafn hennar með miklum
sóma.
Ég hef alltaf verið einstaklega
stolt af því að eiga sama afmæl-
isdag og amma Bía. Sterkustu
æskuminningar mínar tengjast
ömmu Bíu og húsinu sem hún og
afi Jóhannes byggðu, Stillholti 13.
Ættaróðalið þar sem við söfnuð-
umst öll saman á hátíðisdögum en
líka við minni tilefni. Þar sem
spjallað var við eldhúsborðið og
alltaf von á gestum; Herdísi og
Völlu, vinkonum hennar og sam-
herjum í verkalýðsbaráttunni, sem
struku manni um kinnina, Jónasi
Árnasyni og öðrum flottum körl-
um sem töluðu hátt og sögðu sög-
ur, Hadda og Ninnu frænku sem
kíktu inn. En svo varð amma líka
að drífa sig því hún þurfti að fara á
fund eða hlaupa upp í Fjölbrauta-
skóla að kenna, eða á kóræfingu.
Þannig var ömmuhús. Fullt af
lífi og fjöri, samtölum og sögum.
Stundum tekist á um hluti en aldr-
ei dvalið yfir ágreiningi. Í minning-
unni finnst mér amma alltaf hafa
verið að koma eða fara. Og samt
hafði hún þann eiginleika að gefa
hverjum og einum tíma og óskipta
athygli.
Amma var oft á ferðalögum.
Hún ferðaðist til landa sem ég hef
aldrei komið til. En best þekkti
amma nágrenni sitt og Ísland.
Amma var fararstjóri og skipu-
lagði ferðir. Þegar ég var 11 ára
bauð amma mér í eina slíka ferð. Í
þeirri sömu ferð var langamma
Fríða. Með ömmum mínum fékk
ég að upplifa stórkostleg öræfi Ís-
lands. Um jólin gaf amma mér
upphleypt Íslandskort til minning-
ar um ferðina okkar saman.
Við amma fórum í fleiri ferðalög
en oftast ferðuðumst við saman á
milli Reykjavíkur og Akraness,
annaðhvort keyrandi fyrir Hval-
fjörð í Lödunni hennar ömmu eða
við sigldum með Akraborginni og
urðum þá stundum sjóveikar sam-
an.
Það er margt sem rifjast upp
þegar litið er til baka. Minningar-
brot um öll jólin sem amma hélt.
Öll þau skipti sem uppábúin rúm
biðu manns, ferðirnar niður á
Langasand, sögurnar og kvæðin
sem hún sagði manni, ræðurnar
sem hún hélt blaðalaust á manna-
mótum. Hendurnar hennar fal-
legu, faðmurinn hennar hlýi þegar
hún huggaði mann og sagði;
„gráttu bara, Arna mín, gráttu
bara“. Fyrir allar þær dýrmætu
minningar þakka ég og fjölskylda
mín.
En líklega stend ég, og um leið
kynsystur mínar, í mestri þakkar-
skuld við ömmu fyrir það mikla
hugrekki sem hún sýndi með
framgöngu sinni og verkalýðsbar-
áttu fyrir jöfnum rétti og kjörum
kvenna. Sú barátta var hörð og
ljóst að baráttukonur þess tíma
þurftu oft að þola gríðarlega kven-
fyrirlitningu í átökum sínum við
ráðandi karla. Þar stýrðist amma
af ríkri réttlætiskennd og réttlátri
reiði. Í þeirri baráttu var hún ekki
tilbúin að gefa afslætti eða slá af
Bjarnfríður
Leósdóttir
✝ BjarnfríðurLeósdóttir
fæddist 6. ágúst
1924. Hún lést 10.
mars 2015. Útför
hennar fór fram 20.
mars 2015.
kröfum. Þar ruddi
amma brautina sem
ég feta nú. Það skal
aldrei gleymast.
Arna Kristín
Einarsdóttir.
Elsku amma mín.
Takk fyrir allt
sem við höfum gert í
gegnum tíðina. Síð-
ustu dagar eru búnir
að vera skrítnir og erfiðir, sökn-
uðurinn er mikill. Þú kenndir mér
svo margt og strákunum mínum
einnig, þeim Gísla Frey og Theo-
dóri Smára. Ég er þakklátur fyrir
að fá að hafa verið samferða þér öll
þessi ár í gegnum lífið mitt.
Það er margt, elsku amma mín,
sem við höfum gert. Manstu þegar
við lásum Anton og Arnald saman
þegar ég gisti hjá þér og þeir voru
frostbræður, mikið hvað við hlóg-
um að þessum sögum. Ég mun
lesa þessar bækur fyrir börnin
mín og minnast þín, og þú munt
hlæja með. Ég man eftir jólunum
þegar allir komu saman á Stillholt-
inu til að spila og þú gerðir svo
góðar lagkökur og súkkulaði.
Einnig eru mér minnisstæð ára-
mótin sem við áttum öll saman á
Stillholtinu. Ég man alltaf hvernig
þú huggaðir mig og hin ömmu-
börnin þín ef eitthvað bjátaði á. Þá
sagðir þú alltaf „Gráttu bara“ það
er gott að gráta og það gerði ég
þegar þú varst að fara í ferðalagið
langa.
Þú varst alltaf stolt af okkur
barnabörnunum þínum en við vor-
um líka stolt af að eiga þig. Þú ert
og verður ein af þeim manneskjum
sem ég hugsa til og veit að þú
munt fylgjast með okkur um
ókomna tíð. Því þú ert engillinn
okkar sem vakir yfir okkur með
afa Jóa.
Englar eins og þú:
Þú tekur þig svo vel út
hvar sem þú ert.
Ótrúlega dýrmætt eintak,
sólin sem yljar
og umhverfið vermir.
Þú glæðir tilveruna gleði
með gefandi nærveru
og færir bros á brá
svo það birtir til í sálinni.
Sólin sem bræðir hjörtun.
Í mannhafinu
er gott að vita
af englum
eins og þér.
Því að þú ert sólin mín
sem aldrei dregur fyrir.
(Sigurbjörn Þorkelsson.)
Þinn
Þorsteinn Gíslason.
Elsku systir mín.
Við leiðarlok er ljúft að horfa til
baka, minnast allra samveru-
stundanna okkar og kærleikans,
sem við höfum átt. Þú varst mik-
ilvægur hlekkur í lífi mínu og fjöl-
skyldu minnar og fyrir það vil ég
þakka þér.
Gott er ein með guði að vaka,
gráta hljótt og minnast þín,
þegar annar ylur dvín, –
seiða liðið líf til baka,
og láta huggast, systir mín!
Við skulum leiðast eilífð alla,–
aldrei sigur lífsins dvín.
Ég sé þig, elsku systir mín.
Gott er þreyttu höfði að halla
að hjarta guðs – og minnast þín.
(Jóhannes úr Kötlum)
Við Haddi þökkum þér sam-
fylgdina ljúfu, takk fyrir allt og
allt.
Megi heimferðin til ljóssins ei-
lífa færa þér frið, elsku systir.
Hallbera.
Nú hefur Bía frænka, stóra
systir hennar mömmu, kvatt okk-
ur. Mamma hefur nú á tæpum
tveimur árum kvatt systkini sín
þrjú. Bía var alla tíð stór hluti af
lífi mínu, hún bjó alltaf í kallfæri
við okkur og samgangur á milli
heimila þeirra systra var mikill.
Bía frænka var stórbrotin kona.
Hún var áræðin, kjörkuð og bjart-
sýn og með það að leiðarljósi held
ég að hún hafi farið í gegnum lífið.
Hún barðist af heilindum fyrir ís-
lenskt verkafólk og mættu margir
taka hana sér til fyrirmyndar. En
fyrir mér var hún Bía bara góða
frænka mín sem var mér svo dýr-
mæt og var mér svo góð. Alltaf gat
maður á jólum gert ráð fyrir bók
frá henni í jólagjöf. Mér er enn í
fersku minni þegar ég fékk bókina
Bréf til Láru og þá aðeins 13 ára
gömul. Það fyrsta sem flaug í
gegnum hugann var að Bía
frænka hefði merkt rangt og ég
ætti einhvers staðar aðra bók svo
ég spurði hana. Nei, henni fannst
þessi bók bara henta mér. Ég
byrjaði að lesa bókina, lagði hana
hið snarasta frá mér og hugsaði að
Bía væri nú orðin pínu rugluð að
halda að þessi bók hentaði mér.
Löngu seinna átti ég að vinna rit-
gerð um bók og samtengja hana
einhverjum. Þá var bókin Bréf til
Láru tekin fram, lesin og sam-
tengd þessari ótrúlegu konu sem
hún frænka mín var. Við hlógum
saman þegar Bía var búin að lesa
ritgerðina yfir og höfðum gaman
af. Ég naut þess að heimsækja
hana og spjalla um íslensk þjóð-
mál, pólitíkina, fjölskylduna og
bara allt milli himins og jarðar.
Hún hafði sterkar skoðanir á
mörgum málefnum og lét þær í
ljós, ekki alltaf við góðar undir-
tektir, en það fannst henni allt í
lagi. Mér fannst frábært hvernig
Bía stóð alla tíð við skoðanir sínar
og gaf hvergi eftir. Núna er gott
að minnast góðra stunda, muna
fallegu einlægu frænkuna mína og
þakka fyrir allt það sem hún var
mér. Ég kvaddi hana á sjúkrahús-
inu rétt áður en hún lést með þeim
orðum að mér þætti óendanlega
vænt um hana. Ég finn óneitan-
lega fyrir söknuði núna við leið-
arlok en minningar um einstaka
konu sem glæddi líf mitt gleði með
miklum litum á ég og geymi.
Elsku Steinunn, Einar, Leó,
Sólveig, Hallbera, Gísli, mamma
mín og fjölskyldan öll. Ég votta
ykkur mína dýpstu samúð. Megi
minningar um einstaka konu yljar
ykkur um ókomin ár.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn.)
Sigrún Ríkharðs.
Sá ég samhljóðan
í sögu þinni
skörungsskapar
og skyldurækni,
skaps og stillingar,
styrks og blíðu,
vilja og varúðar,
vits og dáðar.
(Matthías Jochumson.)
Þetta ljóð Matthíasar Jochums-
sonar finnst mér lýsa Bíu frænku
ótrúlega vel. Hún var kona mikilla
andstæðna sem mótuðu hana og
líf hennar. Bía var kjarkmikil en
viðkvæm, skapmikil en blíð, vilja-
sterk en varkár, kappsfull en
skynsöm. Hún fór óhrædd aðrar
leiðir og hafði ekki áhyggjur af því
hvað öðrum fannst. Dillandi hlátur
hennar var smitandi og gaf öðrum
gleði en um leið fylgdi Bía skoð-
unum sínum eftir án eftirgjafar.
Bía frænka var stórmerkileg
kona, það fann ég strax í barn-
æsku og hún var einhvern veginn
öðruvísi en aðrar konur sem ég
þekkti. Hún elskaði náttúruna,
veðrið, söguna og landið sitt.
Gangandi, hjólandi, ak-
andi … með vindinn í hárinu og
sól í andliti, þannig hitti ég hana
oft. Geislandi af lífsgleði, sífellt að
njóta, alltaf að læra, sjálfri sér
nóg. Að fá að lifa lífi sínu til fulln-
ustu í rúm 90 ár er þakkarvert,
enn að sinna áhugamálum sínum
og félagsþörf – þannig var Bía allt
til hins síðasta og þannig ætla ég
að muna hana.
Frá því ég man eftir mér hefur
Bía tengst lífi mínu órjúfanlegum
böndum. Hún var systir hennar
mömmu. Fjölskyldan hennar var
mín og samverustundirnar marg-
ar og ljúfar. Samgangur á milli
heimila hennar og foreldra minna
var mikill og svo eðlilegt að hafa
þetta samkrull á milli. Sem barn
gekk ég út og inn á Stillholtinu,
stundum án þess að banka. Þó
læddist ég inn eftir hádegi því þá
gat ég verið viss um að Bía væri í
sófanum inni í stofu, búin að lesa
Þjóðviljann, leggja hann yfir and-
litið, steinsofandi. Yndisleg og
hjartkær minning. Ég man eftir
útilegu með Bíu þar sem áfanga-
staður dagsins var óráðinn í upp-
hafi en tjaldið sett niður á falleg-
um stað að lokum. Um nóttina
byrjaði að rigna og lítill árfarveg-
ur seytlaði undir tjaldbotninum –
ævintýralegt.
„Sæl, frænka mín“ – var jafnan
kveðja hennar þegar við hittumst
og einhver falleg vel valin orð
fylgdu með. Einföld kveðja en
kærleiksfull og jafnan faðmlag og
koss á kinn.
Í dag segi ég „Farðu vel,
frænka mín“. Takk fyrir allt og
allt. Njóttu heimkomu þinnar og
ég veit að nú eruð þið Jói saman á
ný og vakið yfir fjölskyldu ykkar
sem tekur við kyndlinum og ber
hann stolt áfram.
Fegurð lífsins
speglast í lind minninganna
um þig.
(S.Þ.)
Elsku Steinunn, Leó, Hallbera
og fjölskyldur. Einlægar samúð-
arkveðjur til ykkar allra.
Ingunn.
Elsku amma.
Ekki átti ég von á því þegar ég
kvaddi þig sunnudaginn 1. mars
að það yrði okkar hinsta kveðja.
Ég var að fara til Portúgal morg-
uninn eftir að keppa og þú sagðir
við mig að ég ætti að skora þar, og
þú skyldir skora á þessa leiðinda
pest sem var að hrjá þig. En
stundum láta mörkin á sér standa
og þú varst farin frá okkur rétt
rúmri viku síðar.
Ég er svo þakklát fyrir það að
hafa fengið að alast upp í næsta
nágrenni við þig þar sem við
barnabörnin gátum alltaf komið í
heimsókn til þín á Stillholtið og
alltaf tókstu á móti okkur með jafn
mikilli hlýju og ást, það er að segja
ef þú varst ekki á bókmennta-
fundi, dansæfingu eða á kóræf-
ingu svo fátt eitt sé nefnt. Þú varst
svo ótrúleg kona og við svo montin
að eiga þig sem ömmu. Þú varst
hafsjór af fróðleik og að ferðast
um landið með þér og heyra þig
tala um allar sögurnar á bakvið
hvern stað, heyra allskonar þjóð-
sögur og draugasögur eru minn-
ingar sem ég mun varðveita alla
mína tíð. Þegar framhaldsskóla-
gangan hófst varst þú tilbúin með
heitan mat í hverju hádegi og
stundum var laumast í einn og
einn lúr á sófanum þegar tími fell
niður. Alltaf var maður velkomin.
Elsku amma. Það voru forrétt-
indi að fá að hafa þig jafn lengi hjá
okkur og raun bar vitni en nú er
komið að leiðarlokum. Ég mun
sakna þín mikið en ég veit að afi
Jói og litli drengurinn þinn taka
vel á móti þér.
Þín
Hallbera Guðný.
Hún Bjarnfríður vinkona mín
er farin heim. Það segjum við
skátar um þá sem hverfa úr þess-
um heimi. Við Bía – en það var hún
alltaf kölluð – höfum verið nánar
vinkonur síðan við munum eftir
okkur, heimili okkar stóðu hlið við
hlið – Efra-Nes og Sigtún. Alla
okkar æskudaga vorum við eins
og samlokur og ef önnur okkar
sást mátti reikna með að hin væri
þar nærri. Þannig liðu æsku- og
unglingsárin. Bía var skarpgreind
og átti gott með að læra, og við
fórum saman í Samvinnuskólann
og Bía útskrifaðist þaðan 1943.
Svo tóku við árin þar sem við báð-
ar unnum við verslunar- og skrif-
stofustörf þangað til við stofnuð-
um heimili um líkt leyti, en þá var
ekki siður að konur væru að vinna
úti, enda ekki neinir leikskólar til
að passa börnin okkar. En Bía var
mjög félagslynd og hafði mikla
forustuhæfileika. Skátafélagið og
íþróttafélagið Kári nutu starfs-
krafta hennar og við áttum marg-
ar yndislegar minningar frá þeim
tíma. Bía sótti námskeið í leiklist
og framsögn og starfaði mikið
með Leikfélagi Akraness og lék
hvert stórhlutverkið á fætur öðru,
hún var glæsileg ung kona sem
hæfði hvaða hlutverki sem var, og
alveg fram á síðustu ár las hún
upp betur en nokkur annar. Um
árabil vann hún mikið að verka-
lýðsmálum og var varaform.
verkakvennadeildar VLFA, einn-
ig tók hún þátt í stjórnmálum, sat
um tíma á Alþingi sem varaþing-
maður Jónasar Árnasonar. Eftir
að hún missti mann sinn, Jóhann-
es Finnsson, frá þremur börnum
réðst hún í að afla sér kennara-
réttinda og kenndi í mörg ár við
Fjölbrautaskóla Akraness, einnig
sótti hún leiðsögumannanámskeið
og mörg sumur stjórnaði hún
ferðahópnum „Áfangar“, en sá
hópur fór í vikuferðir á hverju
sumri og þá oftast eitthvað inn á
hálendið. Þessar ferðir eru
ógleymanlegar, hún var alltaf búin
að undirbúa sig með frásagnir um
staðina sem við heimsóttum, og
oft fór hún með löng ljóð sem hún
kunni alveg utanað, en Bía var
mjög bókhneigð og átti mikið af
bókum. Í mörg ár var hún formað-
ur félags eldri borgara, FEBAN,
og undir hennar stjórn efldist
starfsemi félagsins og býr enn að
því skipulagi sem hún kom á. Hún
átti líka sæti í stjórn Landssam-
bands félaga eldri borgara. Árið
1955 fluttu þau hjón í nýtt hús sem
þau byggðu á Stillholti 13, þau
unnu mikið sjálf við bygginguna
eins og ungt fólk gerði á þessum
árum, og þar bjó Bía þar til á síð-
asta ári að hún flutti á hjúkrunar-
og dvalarheimilið Höfða, en samt
hélt hún áfram að starfa í FEB-
AN, mætti á æfingar kórs félags-
ins fram undir síðustu áramót. Við
Bía ferðuðumst mikið saman eftir
að við vorum báða orðnar einar,
bæði erlendis og innanlands, fór-
um nokkrar ferðir tvær einar í
jeppanum, þar á meðal ógleyman-
leg ferð að Langasjó þar sem FÍ
stóð fyrir bátsferð eftir vatninu.
Og nú er hún farin í ferðina sem
bíður okkar allra – og kannski
hittumst við í „Sumarlandinu“ og
förum saman í eitthvert ferðalag?
Hjartans þakkir fyrir alla okk-
ar samveru í tæp 90 ár.
Ég votta allri fjölskyldu hennar
mína dýpstu samúð
Auður Ásdís Sæmundsdóttir.
Ég er þakklát fyrir að hafa
fengið að kynnast Bjarnfríði Leós-
dóttur.
Hún er og var ein af mínum
kvenfyrirmyndum í lífinu. Ávallt í
góðu skapi, hress og skemmtileg
baráttukona. Eins og ég nefndi oft
við þig, elsku Bía mín: ég krækti
ekki bara í hann Steina þinn held-
ur vann ég líka í fjölskyldu-lottó-
inu. Að kynnast þér og þínum af-
komendum að Stillholti 13.
Ljúfar, fallegar og hlýjar minn-
ingar streyma um mig þegar ég
hugsa til þín, elsku Bía mín. Þú
tókst ávallt fallega á móti okkur
þegar við mættum til þín í Still-
holtið og setning á borð við „Kom-
ið fagnandi“ er setning sem ég og
strákarnir mínir geymum í hjört-
um okkar þegar við hugsum um
þig.
Fyrir rúmum 15 árum þegar
við Steini kynntumst tókst þú
strax fallega á móti mér og við höf-
um alltaf átt sérstakt og gott sam-
band. Þú studdir mig vel á erfiðum
tímum eftir fæðingu Gísla Freys
eldri sonar okkar og fylgdist
spennt með ungu foreldrunum
spreyta sig í nýja hlutverkinu. Ár-
ið sem Theodór Smári fæddist
voru næstum daglegir göngutúrar
til þín ómetanlegir. Við litla fjöl-
skyldan mættum til þín á laugar-
dagsmorgnum í grjónagraut og
pönnukökur ásamt fleiri afkom-
endum þínum og þessar stundir
voru góðar. Þú fylgdist spennt
með náminu mínu og hefur stutt
mig í gegnum súrt og sætt.
Strákarnir okkar þeir Gísli
Freyr og Theodór Smári eiga
hlýjar og góðar minningar um
elsku langömmu sína.
Elsku Bjarnfríður mín, nú ertu
komin á góðan stað þar sem þú
hittir aftur ástina í lífi þínu, hann
Jóhannes, og litla engilinn ykkar.
Ég passa strákana þína núna fyrir
þig hér á þessum stað.
Þín
Svala Ýr Smáradóttir.
Það er með djúpri virðingu og
þakklæti fyrir góð og gjöful kynni
sem ég set línur á blað til minn-
ingar um merka konu.
Bjarnfríður var langt á undan
sinni samtíð, ein af þeim kjarna-
manneskjum sem ruddu ótroðnar
slóðir fyrir nútíma konur og það
þurfti oft mikinn kjark og dug fyr-
ir venjulegar manneskjur að
ganga gegn ríkjandi hefðum en
venjuleg manneskja var Bjarn-
fríður ekki. Karlarnir höfðu orðið í
þá daga og konur andmæltu al-
mennt ekki vinnuveitendum sín-
um þótt kjörin væru rýr, og í litlu
bæjarfélagi er oft stutt í dóm-
hörku og fordóma.
Þá eins og ávallt var hræðslu-
áróður notaður og sagt að ef hlut-
irnir yrðu ekki með hefðbundnum
hætti, þá færi allt skollans til. En
Bjarnfríður lét oftast allt slíkt sem
vind um eyrun þjóta. Það var köll-
un hennar að fylgja sannfæringu
sinni og rík réttlætiskennd ásamt
óvenju sterkum baráttuvilja,
knúði hana áfram á móti straumn-
um.
Í hennar tíð og félaga hennar í
verkalýðsfélaginu breyttist margt
til hins betra. Satt að segja held ég
að það sé gæfa Akurnesinga hvað
við höfum átt öfluga og virta
verkalýðsforystu í gegnum tíðina
og eigum enn.
Ég kynntist Bjarnfríði ung að
árum en þá var hún einmitt í
harðri kjarabaráttu, trúlega þeirri
allra hörðustu sem orðið hefur á
Skaganum í seinni tíð. Þessa bar-
áttu háði hún meðal annars við
bónda minn og þótti mér hún taka
djarflega á drengnum og félögum
hans, sem voru þó ekki taldir nein-
ir aukvisar. Í þessum slag runnu
loðnuhrognin í stríðum straumum
í sjóinn aftur og mátti sjá dollara-
merkin úr augum margra hverfa
með.
Við skildum bæði að hún var
einungis að berjast fyrir framtíð-
arrétti fólksins sem hún var um-
boðsmaður fyrir og til þess þurfti
að færa fórnir. Það hitnaði svo
sannarlega í kolunum meðan hæst
stóð og öll spjót voru á lofti.
Ég kynntist líka annarri og
mýkri Bjarnfríði, konu sem var
búin að ganga nærri sér í vinnu
fyrir málstaðinn og hafði auk þess
lent í margvíslegum raunum.
Heilsan brast um tíma en fjöl-
skyldan var henni sterkur bak-
hjarl og hún vann sig upp úr erf-
iðum veikindum með börnunum
sínum og fyrir börnin sín. Herdís
Ólafsdóttir samverkakona hennar
og vinkona var heldur aldrei langt
undan og saman eru þær ógleym-
anlegar. Þær settu sannarlega
svip á bæinn sinn, vinkonurnar, og
krydduðu tilveruna, ekki bara á
Akranesi því kallarnir í Vinnu-
veitendasambandinu við Garða-
stræti fengu reglulega að finna til
tevatnsins þegar þær voru annars
vegar. Með óttablandinni virðingu
voru þær ávallt, þar á bæ, nefndar
„Dísirnar“ frá Akranesi.
Bjarnfríður var glæsileg kona,
ávallt fallega klædd, gáfuð,
menningarleg og hörð í horn að
taka ef þess þurfti með, en í senn
mild og móðurleg. Hún léði alltaf
góðum málum lið, var tryggðar-
tröll og sönn sínum hugsjónum.
Hún skilur eftir sig djúp spor í