Morgunblaðið - 21.03.2015, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MARS 2015
„Þetta var magnað og alveg hreint stórkost-
legt,“ segir Sævar Helgi Bragason, formaður
Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, um sól-
myrkvann sem náði hámarki klukkan 9:37 í
gærmorgun. Sólmyrkvi verður þegar tunglið
gengur milli sólar og jarðar og myrkvar sólina
að hluta til eða í heild frá jörðu séð. Í Reykja-
vík huldi tunglið 97,5% sólar.
Sævar Helgi segir að bestu skilyrðin til að
fylgjast með sólmyrkvanum í gær hafi verið á
Íslandi. Þau hafi verið mun betri hér en í Fær-
eyjum og á Bretlandseyjum.
„Það var magnað að sjá hvernig rökkvaði og
það myndaðist þessi furðulega birta. Ég hef
upplifað þetta nokkrum sinnum áður en finnst
þetta alltaf jafn magnað,“ segir Sævar Helgi
en hann var staddur fyrir framan aðalbygg-
ingu Háskóla Íslands, ásamt þúsundum öðrum,
en þar var haldin sólmyrkvahátíð í tilefni dags-
ins. Gríðarleg stemning myndaðist á svæðinu
og var áhugi fólks á þessum merka atburði
augljóslega mikill. Hópurinn taldi niður í sam-
einingu, og þegar hámarkinu var náð brutust
út mikil fagnaðarlæti.
Meðal viðstaddra voru hjónin Edward og
Hailey Gomez, stjörnufræðingar frá Cardiff í
Wales, en þau gerðu sér sérstaka ferð til Ís-
lands til að fylgjast með sólmyrkvanum, rétt
eins og margir aðrir. Edward segir þau hjón
hafa sett sig í samband við Sævar Helga og
ákveðið að taka þátt í gleðinni með honum.
„Það er ekki hægt að lýsa þessu. Þetta var
töfrum líkast,“ segir Edward. Hailey tekur
undir og segir það hafa verið dásamlegt að
deila upplifuninni með öllu þessu fólki.
Almyrkvi verður næst árið 2026
Mörgum þótti kólna þegar tunglið þakti sól-
ina að mestu en samkvæmt upplýsingum Hall-
dórs Björnssonar, veðurfræðings á Veðurstofu
Íslands, lækkaði hitinn um rúma hálfa gráðu á
meðan deildarmyrkvinn stóð sem hæst.
„Við erum með færanlega stöð til að sleppa
loftbelg sem var upphaflega keyptur til að geta
mælt ýmislegt í tengslum við eldgos. Blaðran
náði tuttugu og fjögurra kílómetra hæð. Það
varð 0,7 gráðu kólnun sem fylgdi sólmyrkv-
anum í Reykjavík. Sólargeislunin og hitinn
fylgdust að í þessu,“ segir hann.
Hafi landsmenn ekki fengið nægju sína af
sólmyrkvum geta þeir huggað sig við það að
aðeins eru ellefu ár þangað til almyrkvi verð-
ur, eða hinn 12. ágúst 2026. Mun hann sjást vel
í Reykjavík. davidmar@mbl.is
Morgunblaðið/Júlíus
Sjónarspil Nemendur í Breiðholtsskóla þyrptust út á skólalóðina í gær til þess að fylgjast með sólmyrkvanum en um 52 þúsund sólmyrkvagleraugum var dreift í grunnskóla á landinu í vikunni.
Hiti lækkaði um 0,7 gráður
Tunglið gekk á milli sólar og jarðar í sólmyrkva í gærmorgun og úr varð tilkomumikið sjónarspil
Í Reykjavík skyggðust 97,5% af skífu sólar og safnaðist fólk víða saman til að berja fyrirbærið augum
Morgunblaðið/Eggert
Myrkvi Í gær varð deildarmyrkvi en árið 2026 verður almyrkvi sem mun sjást frá Íslandi.
Fólk átti stefnumót víðsvegar um
landið í gær þegar sólmyrkvinn
gekk yfir. Þúsundir manna söfn-
uðust saman fyrir framan aðal-
byggingu Háskóla Íslands, fjöldi
kom saman við Hallgrímskirkju og
víða voru skíðasvæði opnuð til þess
að fólk gæti fylgst með fyrirbær-
inu úr nokkurri hæð. Þá fylgdust
ásatrúarmenn með sólmyrkvanum
frá lóð félagsins í Öskjuhlíð og var
eldur kveiktur, lúðrar þeyttir og
trumbur barðar. Að því loknu var
fyrsta skóflustungan tekin að nýju
höfuðhofi félagsins.
Grunnskólanemendur hópuðust
víðast hvar út á skólalóðir en tug-
um þúsunda sólmyrkvagleraugna
hafði verið dreift í grunnskóla
landsins. Fjölmargir erlendir
stjörnu- og veðurfræðingar heim-
sóttu einnig landið vegna myrkv-
ans og á meðan sumir tóku þátt í
hátíðarhöldum voru aðrir upp-
teknir við mælingar og rannsókn-
arstörf.
Morgunblaðið/Golli
Áhugi Fjöldi ferðamanna kom saman við Hallgrímskirkju til að fylgjast með.
Lúðrar þeyttir og trumbur
barðar í skugga sólmyrkva
Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is
Þér er í lófa lagið að taka upp
Hjá okkur færðu faglega þjónustu,
byggða á þekkingu og áratuga reynslu.