Morgunblaðið - 21.03.2015, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MARS 2015
„Manneskjan
fékk ekki belti
því enginn stofn-
un hefur það
hlutverk að að-
laga öryggis-
búnað að fötlun
viðkomandi. Það
er sorglegt,“
segir Bergur
Þorri Benjamíns-
son, varafor-
maður og málefnafulltrúi hjá
Sjálfsbjörg.
Í skýrslu Rannsóknarnefndar
umferðarslysa sem fjallar um bana-
slys sem varð á Vesturlandsvegi í
ágúst árið 2013 segir að ökumað-
urinn sem lést hafi verið fatlaður
og lágvaxinn og ekki með öryggis-
belti sökum þess að hefðbundinn
búnaður í bifreiðinni passaði ekki
fyrir hann. Þá segir í skýrslunni að
líkur séu á að hann hefði lifað slys-
ið af hefði hann verið spenntur í ör-
yggisbelti sem hefði verið lagað að
líkamsbyggingu hans.
Bergur segir að fatlaðir séu yf-
irleitt með beltin spennt enda
stendur skýrt í lögum að allir eigi
að nota bílbelti. „Ég held að fatl-
aðir hafi ekki verið nógu kröfu-
harðir í gegnum tíðina á sitt ör-
yggi. Rödd þeirra hefur ekki skilað
sér. Það er löngu kominn tími til að
menn geri skurk í þessum flokki,“
segir Bergur en hann fór á fund hjá
Sjúkratryggingum þar sem hann
fékk fá svör – gestir fundarins
hefðu bent á einhverja aðra.
benedikt@mbl.is
Öryggismál
fatlaðra
í ólestri
Skýrsla segir að bíl-
beltin hefðu trúlega
bjargað mannslífi
Bergur Þorri
Benjamínsson
Samtök atvinnulífsins hafa stefnt
Rafiðnaðarsambandinu fyrir fé-
lagsdóm vegna verkfallsboðunar
rafiðnaðarmanna sem starfa hjá
Ríkisútvarpinu. Búist er við að mál-
flutningur hefjist strax eftir helgina.
Eins og fram hefur komið sam-
þykkti mikill meirihluti félags-
manna í Rafiðnaðarsambandinu sem
starfa sem tæknimenn hjá Ríkis-
útvarpinu boðun vinnustöðvunar
sem á að hefjast kl. 6 að morgni
næstkomandi fimmtudags og standa
fram á mánudaginn 30. mars. Aftur
er boðað til vinnustöðvunar 9.-13
apríl og ótímabundinnar vinnustöðv-
unar 23. apríl hafi samningar ekki
tekist. Komi til verkfallsins falla all-
ar útsendingar sjónvarpsins niður
og útsendingar rásar eitt og tvö að
hluta til.
SA krefjast þess að vinnustöðv-
unin verði dæmd ólögmæt af Fé-
lagsdómi. Að sögn Þorsteins Víg-
lundssonar, framkvæmdastjóra SA,
er með stefnunni til félagsdóms ann-
ars vegar verið að láta reyna á lög-
mæti boðunar verkfalls og fyrir-
komulags atkvæðagreiðslunnar um
vinnustöðvunina. Samkvæmt lögum
um stéttarfélög og vinnudeilur sé
það einstakra stéttarfélaga að taka
ákvörðun um verkfall en ekki mið-
lægt af Rafiðnaðarsambandi Íslands
sem sé samband stéttarfélaga. „Hins
vegar teljum við að kröfugerðin sé
fullkomlega óskýr enda hafa engar
launakröfur verið lagðar fram af
hálfu RSÍ.Þ.a.l. leiki vafi á hvort fé-
laginu sé heimilt að boða til verkfalls
á grundvelli óskýrrar kröfugerðar,“
segir Þorsteinn.
SA leitar til Félagsdóms
Morgunblaðið/Ómar
Útvarpshúsið Miklar truflanir verða á útsendingum komi til verkfalls.
Telja verkfallsboðun tæknimanna hjá RÚV ólögmæta
Kristján Þór Júl-
íusson heilbrigð-
isráðherra hefur
skipað verk-
efnastjórn um
betri heilbrigð-
isþjónustu. Verk-
efnastjórninni er
ætlað að vinna á
grundvelli yfir-
lýsingar forsætis-
ráðherra, fjármála- og efnahags-
ráðherra, heilbrigðisráðherra,
Læknafélags Íslands og Skurð-
læknafélags Íslands frá 8. janúar sl.
Er Björn Zoëga, bæklunarlæknir
og fyrrverandi forstjóri Landspítal-
ans, formaður stjórnarinnar.
Verkefnisstjórnin, mun taka við
stjórn verkefnisins Betri heilbrigð-
isþjónusta 2013-2017 sem heilbrigð-
isráðherra setti af stað í upphafi síð-
asta árs. Gert er ráð fyrir að
verkefnastjórnin ljúki vinnu í árslok.
Ráðherra
skipar verk-
efnastjórn
Björn Zoëga
Efnahagsreikningur (í þús.kr.): 31.12.2014 31.12.2013
Verðbréf með breytilegum tekjum 41.967.302 37.827.439
Verðbréf með föstum tekjum 79.521.721 74.939.519
Veðlán 2.404.755 2.466.245
Innlán og bankainnistæður 1.982.608 1.387.704
Kröfur 892.967 957.946
Aðrar eignir og rekstrarfjármunir 159.179 160.800
126.928.532 117.739.653
Skuldir -246.362 -231.816
Séreignarsjóður, Söfnunarleið I og II 2.325.883 2.327.805
Samtals 129.008.053 119.835.642
Yfirlit um breytingar á hreinni eign til greiðslu lífeyris:
Iðgjöld 3.270.784 3.148.010
Lífeyrir og starfsendurhæfingarsjóður -3.295.732 -2.917.700
Fjárfestingartekjur 9.498.966 11.105.230
Fjárfestingargjöld -208.224 -181.143
Rekstrarkostnaður -93.383 -77.873
Hækkun á hreinni eign á tímabilinu 9.172.411 11.076.524
Hrein eign frá fyrra ári 119.835.642 108.759.118
Samtals 129.008.053 119.835.642
Lífeyrisskuldbindingar skv. niðurstöðu tryggingafræðings:
Eignir umfram áfallnar skuldbindingar 943.010 -664.576
Í hlutfalli af áfföllnum skuldbindingum 0,8% -0,6%
Eignir umfram heildarskuldbindingar -738.330 -2.506.177
Í hlutfalli af heildarskuldbindingum -0,4% -1,5%
Sjóðurinn hefur ekki þurft að skerða réttindi vegna falls bankanna haustið 2008 né nokkru
sinni áður.
Kennitölur:
Nafnávöxtun 7,8% 10,1%
Hrein raunávöxtun 6,7% 6,2%
Hrein raunávöxtun 5 ára meðaltal 5,3% 4,7%
Hrein raunávöxtun 10 ára meðaltal 3,8% 4,1%
Fjöldi virkra sjóðfélaga 6.637 6.626
Fjöldi lífeyrisþega 10.562 10.515
Rekstrarkostnaður í % af eignum 0,07% 0,07%
Eignir í íslenskum krónum 79,2% 81,0%
Eignir í erlendum gjaldmiðlum 20,8% 19,0%
Ávöxtun séreignardeildar 2014:
Nafnávöxtun Söfnunarleiðar I sem er innlánsreikningur var 3,4% eða 2,4% raunávöxtun.
Nafnávöxtun Söfnunarleiðar II sem inniheldur ýmiss verðbréf nam 3,6% eða 2,5% raunávöxtun.
Er þetta sú ávöxtun sem rétthafar njóta. Heildareignir séreignardeildarinnar eru 2.325,8 milljónir
króna í árslok 2014 og lækka um 0,1%.
Sjóðfélagar:
Sjóðurinn er ætlaður öllum launþegum og sjálfstætt starfandi mönnum sem eiga ekki kjarasamn-
ingsbundna aðild að öðrum lífeyrissjóðum. Hann getur því verið góður kostur fyrir ýmsa aðila sem
þurfa að velja sér lífeyrissjóð. Sjóðurinn byggir á samtryggingu og séreign.