Morgunblaðið - 21.03.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.03.2015, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MARS 2015 Verð frá539.900 kr.* og 12.500 Vildarpunktar *Verð án Vildarpunkta 429.900 kr. Drykkjarpakki innifalinn ef bókað er fyrir 31. mars Fararstjóri er Þóra Valsteinsdóttir VITA - Skógarhlíð 12 - Sími 570 4444Flogið með Icelandair Sigling umSuðaustur Asíu 7. - 23. nóvember HONGKONG-VIETNAM-TAILAND-SINGAPORE Fimmtudaginn 12. mars héltmeirihlutinn í borgarstjórn fund með íbúum um fyrirhugaða þrengingu Grensásvegar. Á fund- inum voru fimm frummælendur. Töluðu allir fyrir þrengingu en eng- inn fyrir and- stæðum sjónar- miðum.    Að morgni mið-vikudagsins 18. mars, þremur virkum dögum síðar, var þreng- ingin borin upp í umhverfis- og skipulagsráði borgarinnar og sam- þykkt með fjórum atkvæðum meiri- hlutans gegn þremur atkvæðum minnihlutans.    Þetta er dæmi um samráð meiri-hlutans í borgarstjórn við borgarbúa.    Samráðið er aðeins sýndar-mennska, enginn vilji er til að gefa borgarbúum færi á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri eða hlusta á þá. Og eftir sýndar- samráðið er málið keyrt í gegn með hraði og minnsta mögulega stuðn- ingi.    Um leið er þetta dæmi um for-gangsröðun meirihlutans.    Götur borgarinnar eru nánastein samfelld hola og orðnar stórhættulegar, en samt ákveða borgaryfirvöld að setja hundruð milljóna í þarflausar og jafnvel skaðlegar þrengingar.    Borgaryfirvöld sem starfa meðþessum hætti eru augljóslega ekki í nokkrum tengslum við borg- arbúa eða við það ástand sem ríkir í borginni og hafa ekki áhuga á að vinna að neinu öðru en eigin gælu- verkefnum. Dagur B. Eggertsson Dæmi um stjórn Reykjavíkurborgar STAKSTEINAR Veður víða um heim 20.3., kl. 18.00 Reykjavík 5 rigning Bolungarvík 2 alskýjað Akureyri 4 skýjað Nuuk 2 skýjað Þórshöfn 5 skýjað Ósló 5 skúrir Kaupmannahöfn 6 skýjað Stokkhólmur 2 súld Helsinki 2 léttskýjað Lúxemborg 12 heiðskírt Brussel 6 þoka Dublin 10 skýjað Glasgow 8 skýjað London 11 heiðskírt París 12 þoka Amsterdam 7 léttskýjað Hamborg 7 skýjað Berlín 12 heiðskírt Vín 11 heiðskírt Moskva 8 skýjað Algarve 16 léttskýjað Madríd 11 alskýjað Barcelona 15 léttskýjað Mallorca 15 léttskýjað Róm 15 léttskýjað Aþena 7 skýjað Winnipeg -2 skýjað Montreal 0 skýjað New York 2 alskýjað Chicago 7 léttskýjað Orlando 28 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 21. mars Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:26 19:45 ÍSAFJÖRÐUR 7:30 19:51 SIGLUFJÖRÐUR 7:13 19:34 DJÚPIVOGUR 6:55 19:15 „Þó að bætt aðstaða fyrir heimilis- fólkið sé stóra málið er byggingin einnig mikilvægt framfaramál fyrir starfsfólkið. Að mínu mati og von- andi annarra er aðstaðan að öllu leyti hin glæsilegasta,“ segir Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs og formaður bygg- ingarnefndar nýs hjúkrunarheimilis á Egilsstöðum. Nýtt hjúkrunarheimili við Heil- brigðisstofnun Austurlands á Egils- stöðum verður vígt í dag. Unnið hef- ur verið að verklegum framkvæmdum frá því í byrjun árs 2013 en undirbúningur hefur staðið mun lengur. Byggingarnefnd var kosin fyrir sveitarstjórnarkosning- arnar 2010. „Eins og efnahagsástandið var þegar við vorum að síga af stað með þessa framkvæmd var sveitarfélagið ekki í stakk búið til að fara í stór- framkvæmdir og atvinnulífið var í lægð. Hjúkrunarheimilið var eina framkvæmdin sem við lögðum í,“ segir Gunnar. Sveitarfélagið fjár- magnar framkvæmdina en fær 85% hlut ríkisins til baka í gegn um leigu- greiðslur á mörgum árum. Gunnar segir að brýn þörf sé fyrir nýtt hjúkrunarheimili. Fólkið búi við óviðunandi aðstæður á hjúkr- unarheimili HSA, tveir og í sumum tilvikum allt að fjórir saman í her- bergi. Byggt vel við vöxt Heimilið er byggt vel við vöxt því í því eru 40 hjúkrunarrými. Heimild er fyrir 30 rýmum en þau 10 sem eft- ir eru verða leigð til sjúkrahússins. Í eldra hjúkrunarheimilinu eru 23 heimilismenn sem flytja í nýju bygg- inguna og sjö bætast í hópinn. Hjúkrunarheimilið er byggt við HSA og mun Heilbrigðisstofnunin reka það. Segir Gunnar að í því felist ákveðin samlegðaráhrif og hafi sam- reksturinn gengið vel. Kostnaður við bygginguna losar hálfan annan milljarð, þegar upp verður staðið. Frágangi utanhúss er ekki alveg lokið en íbúarnir flytja inn fljótlega eftir páska. helgi@mbl.is Aðstaða fyrir eldri borgara bætt  Nýtt og glæsilegt hjúkrunarheimili á Egilsstöðum vígt í dag  Góð aðstaða fyrir heimilisfólk og starfsfólk  Hagkvæmur samrekstur með sjúkrahúsinu Ljósmynd/Austurfrétt Nýbygging Hjúkrunarheimilið er byggt við húsnæði Heilbrigðisstofnunar Austurlands á Egilsstöðum enda rekur HSA hjúkrunarheimilið. Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskatt- stjóri, segir fleiri einstaklinga búna að skila skattframtali í ár en á sama tíma í fyrra. Aukningin nemur þremur prósentustigum. Sé farið enn aftar í tímann nemur aukningin sex til sjö prósentustigum. Tæplega 106 þúsund af 267 þúsund einstak- lingum eru búnir að skila skatt- framtali. Hafi einstaklingar ekki óskað eftir fresti var síðasti skila- dagur í gær, föstudag. Hann segir að þeir sem óskað hafa eftir fresti skipti tugum þúsunda. Skúli Eggert segir ekki ljóst hvað það sé sem valdi aukningunni, en leiðir að því líkur að það sé vegna breyttrar auglýsingastefnu og aukins þjónustuþáttar hjá RSK en viðvera er lengri hjá starfs- mönnum embættisins í ár en und- anfarin ár. Hann reiknaði með miklum fjölda framtala í gærkvöldi. Svo kæmi „önnur súpa“ í kringum 30. og 31. mars og strax eftir páska. Hann segir að fyrir flesta taki það ekki nema fimm til fimmtán mínútur að skila framtalinu enda sé það nánast tilbúið í mörgum tilfellum. Undirbúningurinn hófst 1992 Skúli Eggert segir fyrirkomulag- ið eins og við þekkjum það í dag vera fimmtán ára gamalt. „Undir- búningurinn að þessu hófst árið 1992, að snúa þessu við. Áður var það þannig að öll gögn voru send til framteljenda og fólk fyllti þetta út handvirkt og svo þurfti að fara handvirkt yfir þetta,“ segir Skúli og bætir við að það hafi tekið um 15 ár að koma fyrirkomulaginu í það form sem stefnt var að árið 1992. Fleiri hafa skilað framtalinu en í fyrra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.