Morgunblaðið - 21.03.2015, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.03.2015, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MARS 2015 Indlandi. Meðal annars voru mæli- stöðvar settar upp í Bandaríkjunum, í Grænlandi, Færeyjum, Hjaltlandi og í Svíþjóð auk Íslands. Með sam- anburði á mælingunum var hægt að ákvarða staðsetningu Íslands af meiri nákvæmni en áður hafði þekkst. Leiðangur í Landeyjar Tveir bandarískir sérfræðingar komu hingað til lands vegna mæling- anna. Annar þeirra, Mr. Dix, var á vegum Bandaríkjastjórnar en hinn, Mr. Hollinsworth, var á vegum Ko- dak-verksmiðjanna, að því er fram kom í Morgunblaðinu. Björn var við nám í verk- fræðideild Háskóla Íslands á þess- um tíma. Þorbjörn Sigurgeirsson, prófessor og formaður Rannsókna- ráðs ríkisins, fékk Björn og Guðna Ágústsson, starfsmann Landsímans, til að taka þátt í leiðangrinum. Björn sagði að Þorbjörn, sem for- maður Rann- sóknaráðs á þeim tíma, hefði haft mikinn áhuga á því að kynnast tækjabúnaðinum sem Bandaríkja- mennirnir komu með. Hann velti mikið fyrir sér staðsetning- arkerfum og hvort hægt væri að finna staðsetn- ingar á vélrænan hátt. Þorbjörn var flugmaður og stundaði meðal annars segulmælingar úr lofti. „Hann var að öðru leyti ekkert hrifinn af því að það væri herinn sem var með þetta,“ sagði Björn. Leiðangursmennirnir fóru austur að Guðnastöðum í Landeyjum með mikinn búnað. Farið var þann 22. júní, eða átta dögum fyrir sólmyrkv- ann, á tveimur bílum og var annar þeirra vörubíll frá varnarliðinu. Vörubílstjórinn Wolski var banda- rískur hermaður en var aldrei ávarpaður öðruvísi en með nafni og mundi Björn ekki til þess að hann hefði verið titlaður með hergráðu. Björn sagði að vörubíllinn hefði ver- ið svo þunghlaðinn að vegurinn dú- aði undan þunga hans. Mælistaður númer IX Slegið var upp stóru tjaldi og bún- aðurinn settur upp. Góður tími gafst til að fínstilla tækin og æfa vinnu- brögðin áður en almyrkvinn varð kl. 12.05 þann 30. júní. Ragnar Guðlaugsson, fyrrverandi bóndi á Guðnastöðum, var tvítugur þegar þetta var. Hann sagði að leið- angursmennirnir hefðu gist á Guðnastöðum en að mælingastað- urinn hefði verið í landi næsta bæj- ar, Hólma. Málmskilti var steypt í jörð þar sem sjálft mælitækið var staðsett. Skjöldurinn var merktur bandaríska flughernum og sól- myrkvaleiðangrinum 30. júní 1954. Mælistaðurinn var merktur með rómversku tölunum IX eða númer níu. Kristján Ágústsson, sem var bóndi á Hólmum þar til fyrir 13 ár- um, sagði að merkið hefði verið til staðar þegar hann fór frá Hólmum. Skýjað fyrst en dró frá sólu Leiðangursmennirnir settu upp færanlega rafstöð og fótósellu til að mæla gang tunglsins fyrir sólina af mikilli nákvæmni. Fyrsta krist- alsklukkan kom hingað til lands af þessu tilefni og var hún notuð til að ákvarða tíma almyrkvans sem ná- kvæmast. Kristalsklukkur voru fyrstu klukkurnar sem tóku sjálfri jörðinni fram sem tímamæli, að því er fram kemur í Almanaki Háskóla Íslands. Einnig voru þeir með við- tæki sem tók við nákvæmu tíma- merki frá útvarpsstöð og var það notað til að stilla búnaðinn. Tækninni er þannig lýst í Morg- Ljósmyndir/Björn Kristinsson Mælitæki Þorbjörn Sigurgeirsson (t.v.) og Mr. Dix (t.h.) við fótóselluna. Stilla þurfti ljóssíuna eftir því sem birtan breyttist. Hnattstaðan skýrð í ljósi almyrkva  Almyrkvinn 30. júní 1954 var notaður til að mæla hnattstöðu Íslands  Mikill tækjabúnaður var settur upp í Landeyjum  Mælingin var á vegum bandaríska flughersins og niðurstöður aldrei birtar Merkið Plata var steypt þar sem mælitækið stóð. Staðurinn var merktur bandaríska flughernum og var númer IX. Heimildir Mr. Hollinsworth var á vegum Kodak-verksmiðj- anna og tók hann kvik- og ljósmyndir í leiðangrinum. Björn Kristinsson VIÐTAL Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Almyrkvinn var stórkostlegur,“ sagði Björn Kristinsson, prófessor emeritus við Rafmagns- og tölvu- verkfræðideild Háskóla Íslands, sem fylgdist með almyrkva sem varð á sólu 30. júní 1954. Hann sagði að almyrkvinn væri sér mjög eftir- minnilegur. Atferli fuglanna hefði breyst og birtan verið undarleg. Almyrkvinn sást syðst á landinu. Tækifærið var notað til að gera ná- kvæmar mælingar á almyrkvanum með fullkomnasta tækjabúnaði þess tíma. Tilgangurinn var að ákvarða staðsetningu Íslands og fjarlægð þess frá meginlöndunum. Sambæri- legar mælingar voru gerðar á 16 stöðum á braut sólmyrkvans, en hún lá vestan frá Bandaríkjunum, austur yfir Atlantshaf og endaði austur í „Þeir sem horfa á deildarmyrkva eins og varð nú átta sig ekki á því hvað er mikill munur á honum og al- myrkva. Það er tvennt ólíkt en deild- armyrkvi er vissulega áhugaverð- ur,“ sagði dr. Þorsteinn Sæmundsson, stjörnufræðingur. Við almyrkva hylur tunglið alla skífu sólar, frá jörðu séð, en ekki við deildarmyrkva. Tunglið huldi t.d. 97,5% af skífu sólar í Reykjavík í gær en 99,4% á Norðfirði. Ferill al- myrkvans lá um 70 km austur af Suðausturlandi. Þorsteinn rifjaði upp almyrkvann sem sást syðst á Íslandi 30. júní 1954. Hann fylgdist með honum af Reyn- isfjalli við Vík í Mýrdal. „Í almyrkva þarf engin sól- myrkvagleraugu. Þú getur horft beint í sólina. Maður sér kórónu sól- ar teygjast langt út frá henni. Það er stórkostleg sjón. Maður sér líka gló- andi sólstróka út frá sólinni. Það sem kom mér mest á óvart var lit- urinn á himninum. Það eru svo stór- kostleg litbrigði að því verður ekki lýst. Maður sér út fyrir skuggann og þar sjást allir litir regnbogans. Þetta er að mínu viti stórkostlegasta nátt- úrufyrirbæri sem maður getur upp- lifað. Þess vegna eltast menn við að sjá þetta aftur og aftur.“ Þorsteinn sagði það vera til skammar að Ís- lendingum hefði ekki verið boðið upp á flug til að skoða almyrkv- ann rétt austan við landið. Ís- lenskar þotur hefðu hins vegar verið leigðar til að fljúga með útlenda ferðamenn. „Mér bauðst að fljúga frá Þýska- landi og Bretlandi, en ég reiknaði með að það yrði boðið upp á flug héðan en það kom ekki,“ sagði Þor- steinn. Guðjón Arngrímsson, upplýsinga- fulltrúi Icelandair, sagði að flugfloti félagsins hefði verið fullnýttur í áætlunarflugi í gærmorgun auk þess sem þrjár flugvélar hefðu verið leigðar erlendri ferðaskrifstofu til almyrkvaflugs. Ingi Þór Guðmundsson, for- stöðumaður sölu- og markaðssviðs Flugfélags Íslands, sagði að ekki hefði orðið vart eftirspurnar eftir al- myrkvaflugi hér innanlands. Marg- ar fyrirspurnir bárust frá útlöndum og var boðið í mörg verkefni. Þau enduðu hins vegar flest í Færeyjum. Einstakt nátt- úrufyrirbæri  Hneyksli að ekki var boðið upp á flug Þorsteinn Sæmundsson Áþreifanleg vellíðan EDDA HEILDVERSLUN Stofnsett 1932 Höfðabakka 9, 110 Reykjavík • Sími: 525 8210 eddaehf@eddaehf.is • www.eddaehf.is 82 ÁRA EDDA Heildverslun Draumur um góða nótt Heildverslun með lín fyrir: • hótelið • gistiheimilið • bændagistinguna • veitingasalinn • heilsulindina • hjúkrunarheimilið • þvottahúsið • sérverslunina Gæði og glæsileiki Heildverslunin Edda hefur um áratuga skeið sérhæft sig sem innflytjandi á líni. Mörg af stærstu hótelum landsins jafnt sem minni nota allt lín frá okkur. Bjóðum einnig upp á lífrænt lín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.