Morgunblaðið - 06.03.2015, Side 14

Morgunblaðið - 06.03.2015, Side 14
14 | MORGUNBLAÐIÐ E lsta systir mín fermdist borgaralegri fermingu fyrir fimm árum og ég hugsaði ekki mikið út í það þá, fannst það bara eðlilegasti hlutur í heimi,“ segir Hrafnhildur Ein- arsdóttir, nemandi í 8. bekk í Hagaskóla. „Í vetur, þegar fór að styttast í mína eigin fermingu, tók ég svo sömu ákvörðun. Ég velti þessu ekki lengi fyrir mér, mér fannst eiginlega ekkert annað koma til greina en að fermast borgaralega.“ Hún segist ekki hafa látið það hafa áhrif á sig þó flestir úr vina- hópnum hafi kosið að fermast í kirkju. „Ég var ekkert að spá í það hvað vinkonur mínar eða skóla- félagar ætluðu að gera og þau voru ekkert að pæla í því hvers vegna ég vildi fermast borg- aralegri fermingu. Mér finnst frá- bært að við unglingar skulum hafa þetta val og geta ráðið hlutunum sjálfir, það þurfa ekki allir að vera eins.“ Mín skoðun Hrafnhildur á þrjár systur sem eru 18, 12 og 5 ára og einn bróður, 2 ára. „Við þrjár elstu systurnar vorum allar skírðar en yngstu systkini mín tvö hins vegar ekki. Það breytti engu varðandi ferm- inguna þó að ég hafi verið skírð, mig langaði bara ekki til að láta ferma mig í kirkju.“ Spurð nánar út í fermingarund- irbúninginn, sem hófst í byrjun janúar og stendur fram að pásk- um, segir Hrafnhildur að henni hafi ekki fundist neitt erfitt að mæta ein í fyrsta tíma á námskeiði Siðmenntar. Þar hafi svo komið í ljós að hún þekkti nokkra krakka úr Hagaskóla og hópurinn hafi strax náð vel saman. „Mér finnst námskeiðið fræð- andi og líka mjög skemmtilegt. Við hittumst einu sinni í viku með leið- beinandanum og stundum eru gestir sem koma og spjalla við okkur. Fluttir eru alls konar fróð- legir fyrirlestrar um ólík efni og í tengslum við þá fer fram hópa- vinna, þá skapast alltaf miklar um- ræður hjá okkur krökkunum. Þannig umræður fá mann til að hugsa málin og segja sína skoðun, rétta upp hönd og segja hvað manni finnst. Ég geri það oft og er ekkert feimin við það.“ Gagnrýnin hugsun Hrafnhildur segist vera bóka- ormur, hún hafi alltaf lesið mikið og velt málunum fyrir sér. „Ég er mikill pælari og spái í hlutina. Þess vegna finnst mér borgaraleg ferm- ing vera svo spennandi. Ég veit að orðið ferming er þýðing á orðinu confirmare úr latnesku, en það þýðir til dæmis að styðja og styrkja. Í borgaralegri fermingu er maður einmitt studdur í því að verða ábyrgur einstaklingur, þar læri ég meðal annars hvernig ég get borið ábyrgð á sjálfri mér og mínu eigin lífi. Á námskeiðinu fjöllum við um ólíka siði, tölum um hvað það þýðir að vera með fordóma, ræðum gagnrýna hugsun og hvað það sé miklu betra að skoða hlutina frá ólíkum sjónarhornum. Maður á ekki bara að gleypa við öllu sem maður heyrir og les og samþykkja það án þess að hugsa frekar út í það. Það skiptir svo miklu máli að reyna alltaf að skoða allar hliðar málsins, ekki bara eina.“ Gagnkvæm virðing Hrafnhildur kveðst vera þeirrar skoðunar að fermingarfræðsla Sið- menntar sé mjög gagnleg fyrir alla, ekki bara unglinga heldur líka eldra fólk. „Í rauninni fyndist mér bara að það ætti að kenna öllum krökkum það sem við lærum á undirbúningsnámskeiðinu, það er svo gott veganesti.“ Hún segir að í borgaralegri fermingu snúist fræðslan meðal annars um manngæsku – hvað það sé mikilvægt að vera ábyrgur, góð- ur borgari, góður við aðra og sýna öðrum umburðarlyndi. „Við tölum mikið um fordóma og fordóma- leysi, maður þurfi að taka fólki eins og það er og sýna öllum virð- ingu. Svo ræðum við um hvað það sé gott fyrir mann að vera alltaf opinn fyrir nýjum hugmyndum og hugsa út fyrir rammann.“ Skemmtileg athöfn Spurð út í fermingarathöfnina í Háskólabíói 12. apríl næstkomandi segist Hrafnhildur hlakka mikið til. „Í byrjun febrúar fengum við öll sent bréf þar sem beðið var um að fermingarbörnin kæmu með uppástungur varðandi athöfnina, segðum hvernig við vildum hafa hana. Spurt var hvort við hefðum áhuga á að koma sjálf fram, til dæmis með því að lesa ljóð, flytja ávarp, syngja, dansa eða spila á hljóðfæri. Í bréfinu vorum við líka spurð hvort við værum með tillögur að skemmtilegum ræðumanni, en í öllum borgaralegum ferming- arathöfnum er einn ræðumaður sem gefur fermingarbörnunum holl og góð ráð. Hann talar til dæmis um umburðarlyndi, gagn- rýna hugsun, fjölbreytileika og rétt fólks til að vera öðruvísi, eða þá að hann talar um unglingsárin og þessi tímamót.“ Hún leggur áherslu á að fræðsl- an á námskeiðinu sé mjög góð og hún sé viss um að hún eigi eftir að gagnast henni alla ævi. „Allt sem við lærum í fermingarfræðslunni er góð undirstaða fyrir lífið. Við tölum þar mikið um samskipti ung- linga og foreldra, samskipti kynjanna, jafnrétti, tilfinningar, gleði og hamingju. Það er mjög mikilvægt að tala um alla þessa hluti. Ég á bara tvo bekki eftir í grunnskóla og þá fer ég í fram- haldsskóla og þarf að hugsa enn sjálfstæðara en núna, þá gæti komið sér vel fyrir mig að hafa val- ið borgaralega fermingu.“ beggo@mbl.is Gott veganesti Hrafnhildur Einarsdóttir, nemandi í Hagaskóla, fermist borgaralegri ferm- ingu í Háskólabíói 12. apríl og hlakkar til; hún segir undirbúningsnámskeið Siðmenntar vera gagnlegt og skemmtilegt og það eigi í raun erindi við alla. Morgunblaðið/Ómar Hugsandi „Ég er mikill pælari og spái í hlutina, þess vegna finnst mér borgaraleg ferming vera svo spennandi,“ segir Hrafnhildur Einarsdóttir. Gagnlegt „Í rauninni fyndist mér bara að það ætti að kenna öllum krökkum það sem við lærum á námskeiðinu.“ ’Allt sem við lærumer góð undirstaðafyrir lífið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.