Morgunblaðið - 06.03.2015, Side 63
B
örnin nú til dags virðast
stundum vera að drukkna í
alls kyns leikföngum og
tækjum. Það er af sem áð-
ur var þegar þótti framúrskarandi
flott að fá eins og eitt reiðhjól í
fermingargjöf, til að geta skotist á
milli torfbæja.
En hvað á að gefa ferming-
arbarninu sem virðist ekki vanhaga
um nokkurn hlut? Og gefum okkur
um leið að sádi-arabískur olíufursti
fáist til að taka þátt í að borga fyr-
ir gjöfina, eða að Víkinga-
lottómiðinn skili loksins fyrsta
vinningi.
Sunreef 90 Ultimate
Öll fermingarbörn ættu að eiga
snekkju. En snekkjur eru ekki all-
ar skapaðar jafnar. Þessi forláta
tvíbytna frá Sunreef er mikið
meistaraverk hönnunar og tækni,
gerð úr koltrefjum og sólarsellum.
Er um að ræða seglbát, svo að ekki
þarf að hafa of miklar áhyggjur af
bensínreikningnum þegar litli ætt-
arlaukurinn skellir sér í hringferð
um Hvalfjörðinn.
Er svefnpláss fyrir marga gesti
um borð og stofan rúmgóð. Fremst
í snekkjunni er heitur pottur og
nóg af góðum stöðum til að slaka á
í sólbaði.
En hvers vegna tvíbytnu? spyrja
lesendur eflaust. Jú, tvíbytnur hafa
þann eiginleika að vera stöðugri á
sjónum, vagga ekki svo mikið og ná
meiri hraða.
Reikna má með að snekkjan
myndi kosta á bilinu einn til tvo
milljarða fullkláruð.
Rolls Royce Wraith
Fram að bílprófi kalla unglings-
árin á mikið skutl. Ef illa gengur
að finna tíma fyrir allt skutlið er
upplagt að gefa fermingarbarninu
Rolls Royce Wraith. Þannig er
tryggt að röð sjálfboðaliða bíði fyr-
ir framan húsið, í þeirri von að fá
náðarsamlegast að setjast undir
stýrið á þessum eðalvagni, til að
koma ungmenninu á fótboltaæfingu
eða í tónlistarskólann.
Wraith er sportlegasti bílinn í
Rolls Royce-línunni, en mikill dreki
á veginum og klassískur í bak og
fyrir. Meðal sérkenna eru hurð-
irnar sem opnast „öfugum megin“.
Þá má vitaskuld panta útgáfu með
nuddsætum og kæli fyrir kampa-
vín.
Wraith kostar frá um 40 millj-
ónum vestanhafs, en er væntanlega
mun dýrari þegar búið er að bæta
við aukabúnaði og flytja drossíuna
til landsins.
Handteiknaður Tinni
Er ekki ungt fólk hrifið af
myndasögum? Og eru ekki sög-
urnar um Tinna heimsbókmenntir?
Þeir sem segja já við báðum spurn-
ingum ættu að skoða uppboð
Sotheby’s í París 7. mars, en þar
verða seldir munir tengdir teikni-
myndasagnagerð. Einn verðmæt-
asti munurinn á uppboðinu er
skissa eftir Hergé, af forsíðukápu.
Er matsverðið á bilinu 450.000 til
480.000 evrur.
ai@mbl.is
Fermingargjafir handa barninu sem á allt
Dreki Flest börn fara í skólann á 30 milljóna króna Volvo strætó. Af hverju ekki 30 milljóna Rolls Royce?
Frelsi Rúmgóð snekkja er til
margra góðra hluta nytsamleg.
Verðmæti Skyssur eftir Hergé á
uppboði Sotheby’s kosta glás.
MORGUNBLAÐIÐ | 63
KASUAL Á FACEBOOK | KASUAL SMÁRALIND S: 588 1444
KASUAL FERMINGAFÖT Á
STELPUR & STRÁKA
Jakki kr. 21.900
Skyrta kr. 7.990
Buxur kr. 9.990
Jakki kr. 9.900
Bolur kr. 7.900
Buxur kr. 9.900
Grænn kjóll
kr. 21.900
Jakki kr. 23.990
Vesti kr. 12.900
Buxur kr. 9.990
Kjóll kr. 9.900
Hálsmen kr. 8.900