Morgunblaðið - 06.03.2015, Side 76

Morgunblaðið - 06.03.2015, Side 76
76 | MORGUNBLAÐIÐ Skólavörðustíg 7 | 101 Reykjavík | Sími 551 5814 | www.th.is 30% afsláttur af ferðatösku í millistærð +handtösku Fermingartilboð Verð áður 19.600 kr Verð nú 13.700 kr Réttu handtökin Var búið að nefna það að við fermingu komast herrarnir í fullorðinna manna tölu? Því fylgir að geta afgreitt sitt eigið hálstau sómasamlega. Bindið er staðalbúnaður sem nauðsynlegt er að kunna, og þar sem þverlsaufan kemur sífellt sterkari inn er ómögulegt annað en að kunna tökin á henni líka. Hér á eftir fara leiðbeiningar, skref fyrir skref, sem sýna hvernig algengasti bindishnúturinn og hnýtt þverslaufa eru græjuð þegar tilefni er til. EPA Hnýttur Hinn nýbakaði Óskarsverðlaunahafi Eddie Redmayne kann greinilega þá list að hnýta slaufuna almennilega. AFP Óaðfinnanlegur Daniel Craig er dæmi um mann sem klikkar aldrei á bind- ishnútnum, sama hvert tilefnið kann að vera. Allt- af skotheldur. Þessi bindishnútur er að öllum líkindum sá vinsælasti í heimi enda er einfaldleikinn oftar en ekki besta lausnin. Hnúturinn er einkar auðveldur en þó þarf að vanda til verka við fráganginn ef vel á að vera; gætið þess að herða hnútinn passlega svo hann verði ekki skakkur og hallist þá óþarflega mikið. Gangið ennfremur úr skugga um að hafa dálitla glufu eða rauf í bindið þar sem það kemur niður undan hnútnum. Þar skilur nefnilega milli hafra og sauða þegar bindishnútar eru annars vegar. 4 Þá er breiði endinn tekinn og ýtt upp ígegnum opið fyrir framan hálsinn3 Breiði endinn er tekinn framyfir ogvafinn utan um hnútinn, sem er að taka á sig mynd. 2 Breiði endinn er lagður aftur fyrirþann mjóa.1 Breiðari endinn er lagður í kross yfirþann mjórri. 8 Herðið neðra op hnútsins uns glufaeða rauf myndast þar í bindið. Þar með er einfaldi hnúturinn í höfn. 7 Þegar breiði endinn hefur verið tog-aður alla leið er hnúturinn hertur upp að kraga. Grípið hnútinn milli þumal- og vísifingurs með annarri hendi og togið í bindislafið með hinni. 6 Smeygið breiða endanum gegnumlykkjuna sem myndar framhlið hnútsins. 5 Togið endann svo langtsem hann nær. Einfaldur hnútur (Four-in-hand)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.