Morgunblaðið - 06.03.2015, Side 66

Morgunblaðið - 06.03.2015, Side 66
66 | MORGUNBLAÐIÐ Smára tor g i 522 7860 • Korpu torg i 522 7870 • G le r á r to r g i 522 7880 Erum á Facebook • www.p i e r . i s Fermingargjafirnar eru hjá okkur Adeline snyrtiborð 79.900,- Stærð:135x49xH80 cm. Hnöttur 12.990,- Najya lampi 5.990,- Papasan stóll 12.990,- Stærð:114xH60 cm. Papasan pulla 9.990,- Sphaira kúluljós 7.990,- Frá því ég var lítill strákur hefur mér alltaf fundist heitu brauðréttirn- ir í fjölskylduboðum aðalmálið. Ekki kökurnar heldur heitu réttirnir! Og svo góðir fannst mér þeir vera að á seinni árum hélt ég aldrei fjölskyldu- boð öðruvísi en að bjóða upp á nokkr- ar tegundir af heitum réttum. Eftir að við fluttumst til Svíþjóðar hefur fjölskylduboðum fækkað sökum fjar- lægðar og um leið tækifærum til að útbúa þessa ljúffengu heitu rétti og nú er svo komið að ég sakna bæði fjöl- skyldunnar og heitu brauðréttanna! Brauðréttirnir eru alla jafna gerðir í stóru eldföstu móti og einn réttur dugar fyrir 10-15 gesti. Það er því sjaldan ástæða til að gera svona rétt bara fyrir sjálfan sig. En þessi aðferð er hugsanlega lausn á þeim vanda. Nú get ég eldað brauðrétt handa ein- um hvenær sem er! 2 brauðsneiðar 2 egg 15 ml rjómi 1 skinkusneið 1 msk. rauðlaukur, smátt skorinn 1 msk. paprika, smátt skorin 2 litlir vorlaukar, smátt skornir steinselja, söxuð hvítlauksolía salt og pipar 1. Fyrsta skref er að skera skorp- una af brauðinu og fletja það út. 2. Penslið svo brauðið með hvít- lauksolíu og setjið í múffumót með olíuhliðina að mótinu svo að auðvelt sé að ná því út. 3. Setjið skinkuna og grænmetið ofan í brauðformið. 4. Þeytið eggin og rjómann saman í skál, saltið og piprið. 5. Hellið eggjablöndunni yfir. Bíðið smástund – brauðið á eftir að draga í sig vökvann og hægt er að bæta við meiri eggjahræru. 6. Að lokum raspið þið ost yfir. 7. Bakið í 10-15 mínútur í 180 gráðu heitum ofni. Berið fram með einföldu salati. Heitur brauðréttur í bolla a la Ingvarsson Það kemur fyrir að halda þarf stærri veislur. Stundum útskrifast einhver, aðrir fermast, margir gifta sig, börnin eiga afmæli, flestir eiga jú stórafmæli einhvern tíma á ævinni sem þeir vilja fagna. Þá er ágætt að geta boðið gestum upp á eitthvert ljúfmeti eins og til dæmis þessar snittur. Eitthvað þessu líkt höfum við feðgarnir gert oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Einhvern tíma gerð- um við saman sjö hundruð snittur á einum morgni. Þá var sko steikt með annarri hendinni og smurt með hinni. Ein með pestói, brie-osti og ólífum Auðvitað er hægt að laga sitt eigið pestó með því að blanda ristuðum furuhnetum saman við fersk basil- lauf, olíu, hvítlauk og jómfrúarolíu. En það getur verið heldur kostnað- arsamt að fjárfesta í svo miklu af fersku basil. Það er líka hægt að djassa upp pestó sem keypt er í búð með því að blanda saman við það svo- litlu fersku basil til viðbótar og kannski smáræði af parmaosti! Gæt- ið ykkar þó þegar þið kaupið pestó að lesa innihaldslýsinguna vel – það er lyginni líkast hvað sumir framleið- endur setja í pestóið sitt! Fyrir 30 snittur 1 baguetta, hvítlauksolía, 500 g brie-ostur, 1 krukka pestó (gjarnan heimagert), 60-70 ólífur 1. Sneiðið baguettuna í 30 jafn- þykkar sneiðar, penslið þær með hvítlauksolíu og ristið á pönnu eða í ofni þangað til þær verða fallega gullinbrúnar. 2. Smyrjið pestói á brauðsneið- arnar, setjið næst ostbita á brauðið og raðið svo nokkrum ólífum ofan á ostinn. Saltið og piprið. Festið með tannstöngli. Önnur með salami, basil og grillaðri papriku 1. Sneiðið baguettuna í 30 jafn- þykkar sneiðar, penslið þær með hvítlauksolíu og ristið á pönnu eða í ofni þar til þær verða fallega gull- inbrúnar. Það er hægt að kaupa tilbúnar peperoni grigliati (grillaðar paprik- ur) í krukku en það er líka leikur einn að laga þær sjálfur (sjá bls. 109 – þá með spagettíinu). Það eina sem þarf að gera er að pensla nokkrar paprikur með jómfrúarolíu og grilla í ofninum í 30 mínútur. Svo eru þær settar í skál og plastfilma sett yfir sem verður til þess að ytri himnan losnar auðveldlega af. Svo er bara að skera paprikurnar í hæfilega bita og geyma í jómfrúarolíu þangað til mann langar í þær! Fyrir 30 snittur 1 baguetta, 1 krukka rautt pestó, 30 þunnar salamisneiðar, 30 bitar af peperoni grigliati, 30 basillauf 2. Smyrjið pestói á brauðið og setjið svo salamisneið á. 3. Tyllið basillaufi ofan á og paprikubita efst. Festið með tannstöngli. Síðan ein með parmaskinku og sólþurrkuðum tómötum Það er auðvitað engin skylda að nota parmaskinku í snittu eins og þessa. Það má auðvitað söðla um og nota serrano-skinku, já, eða bara hvaða þurrkuðu skinku sem völ er á. Í Lundi stendur okkur til boða heil- mikið úrval af þýskri skinku sem mér finnst líka mjög góð, skinka frá Vestfalíu er sérlega gómsæt. Kletta- salatið hefur ögn piprað bragð og gefur snittu sem þessari ljúffengt bragð. Fyrir 30 snittur 1 baguetta, 1 krukka ólífu-tapenade, 15-20 sneiðar parmaskinka, 75 g klettasalat, 30 bitar sólþurrkaðir tómatar (ein krukka) 1. Sneiðið baguettuna í 30 jafn- þykkar sneiðar, penslið þær með hvítlauksolíu og ristið á pönnu eða í ofni þar til þær verða fallega gull- inbrúnar. 2. Smyrjið tapenade á brauðið og setjið svo hálfa sneið af parma- skinku á það. Ljúffengar snittur fyrir veisluna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.