Morgunblaðið - 06.03.2015, Side 57

Morgunblaðið - 06.03.2015, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ | 57 Kíktu á naestakynslod.is og sjáðu hvað aðrir þátttakendur höfðu að segja um þjálfunina. GJAFABRÉF DALE CARNEGIE FYRIR FERMINGARBARNIÐ WWW.NAESTAKYNSLOD.IS // S: 555 7080 E f unga fólkið er spurt þá kemur yfirleitt í ljós að það óskar sér helst raftækja og peninga í fermingargjöf. Snjallsími, fartölva, leikjatölva eða sandur af seðlum er toppurinn á tilverunni þegar maður er fjór- tán ára. Fyrir vikið kunna blessuð börnin ekki alltaf að meta sígildar ferming- argjafir sem eru þó allra góðra gjalda verðar. Stundum er best að velja ekki gjöfina sem barnið vill í dag, heldur gjöfina sem það mun vilja eftir nokkur ár, og þykja vænst um jafnvel komið á fullorðinsár. Hér eru nokkur dæmi: Sígildar bókmenntir Nú þegar ungviðið streymir sjón- varpsþáttum og kvikmyndum af net- inu í gríð og erg eru bækur því ekki ofarlega í huga. Er ekki hægt að reikna með að unglingurinn reki upp fagnaðaróp ef hann opnar ferming- arpakann og finnur þar öndvegis- verk eftir Laxness, safn af ljóðum Davíðs Stefánssonar eða máski mestaraverk einhvers erlends höf- undar. Hitt er samt víst að löngu eftir að snjallsíminn er úreltur og ferming- arpeningarnir kláraðir verða bæk- urnar enn uppi í hillu. Svo kemur þroskinn, og vitið, og þá gerist það einn daginn að eigandi bókanna út- býr sér kaffibolla, nær í nokkra kon- fektmola, hreiðrar um sig í þægileg- um stól og byrjar lesturinn. Vandaður blekpenni Fjórtán ára guttar og gellur sjá varla mikinn tilgang í því að eiga góð- an penna. Það þarf jú ekki merkilegt ritáhald til að skrifa skólaglós- urnar, og svo er líka lífið allt orðið rafrænt og lát- ið duga að kvitta undir alla hluti með pin- númerinu. En blekpenninn reyn- ist vel, þegar upp er stað- ið. Í gegnum alla gelgj- una situr hann á vísum stað í skrifborðinu. Tek- inn fram þegar bráðvant- ar að skrifa eitthvað, og lagður á sinn stað aftur því ekki má vandaður gripurinn týnast. Þá koma menntaskóla- árin og háskólaárin og enn er penninn í skúff- unni, notaður til að kvitta undir skólaritgerðir og loks eins og eina bachelor- eða mastersritgerð. Hver veit? Góður lampi Oft fá fermingarbörn húsgögn að gjöf og breytist barnaherbergið þar með í unglingaherbergi. Húsgögnin endast oft furðulengi og fylgja sumum langt út í lífið. Sjaldnast notar fólk samt fermingarmublurnar eftir að byrjað er að búa. Flottur lampi eftir góðan hönnuð getur verið undantekningin frá þessu. Í lampaheiminum má finna borðlampa sem eru tímalaus hönnun og til prýði á skrifborði unglingsins. Tizio-lampinn eftir Richard Sapper gæti verið sniðugt val. Lampinn kom fyrst á markað árið 1972 og þykir enn sérlega fagur og stílhreinn. Þarf mikið að gerast til að þessi fermingargjöf þyki ekki ennþá hrikalega töff eftir 10, 20 eða 30 ár. ai@mbl.is Kunna að meta gjafirnar, seinna meir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.