Morgunblaðið - 06.03.2015, Side 74

Morgunblaðið - 06.03.2015, Side 74
74 | MORGUNBLAÐIÐ Lengir. Þykkir. Engar klessur. Clump Defy Extension Sölustaðir: Fríhöfnin Keflavíkurflugvelli. HAGKAUP – Holtagörðum, Kringlunni, Smáralind, Skeifunni. Lyf og heilsa: Austurveri, Eiðistorgi, Hringbraut, Kringlunni. Apótek Hafnarfjarðar, Apótek Garðabæjar, Árbæjarapótek, Garðsapótek, Lyfjaver, Lyfjaval Bílaapótek, Nana Hólagarði, Lyfsalinn Glæsibæ, Urðarapótek. Landið: Lyf og Heilsa: Glerártorgi, Hrísalundi, Hverargerði og Vestmannaeyjum. KS Sauðarkróki, Apótek Suðurnesja. gegnum bloggið og eyðum meiri tíma saman, sem er afar dýrmætt.“ Hollt veganesti Sólveig bendir á að hún og dóttirin hafi báðar kynnst hollum, næring- arríkum og hreinum mat í æsku og þar með hafi línan í rauninni verið lögð. „Við bjuggum í mörg ár heima hjá foreldrum mínum, Eiríki og Hildi. Þau hafa stundað lífræna mat- jurtarækt til heimilisins í hartnær 60 ár og því ólumst við mæðgur báðar upp við fallegar hugsjónir og fullt af fersku grænmeti. Afi Eiríkur og amma Hildur eru fyrirmyndirnar okkar beggja og ástæðan fyrir því að lífræn ræktun er sú aðferð sem okk- ur þykir eðlilegust við ræktun mat- væla, bæði hvað snýr að okkur sjálf- um og jörðinni okkar.“ Þær mæðgur eru sammála um að matarblogg sé orðið að sérstöku list- formi, þar sem fallegar myndir, góð- ar uppskriftir og frásagnarlist flétt- ist saman, og þar séu þær á heimavelli. „Við mamma eigum það líka sameiginlegt að hafa frá unga aldri haft áhuga á listum,“ segir Hildur. „Mamma lærði myndlist, textíl og hannyrðir og ég lagði stund á tónlist. Hún hefur mikla þekkingu á matreiðslu heilsu- og hráfæðis og ég er með BS-gráðu í næring- arfræði. Við höfum báðar mjög gam- an af því að framreiða fallegan mat og stilla honum upp og elskum fal- legar matarmyndir. Því njótum við þess báðar að blogga um mat og deila hugmyndum með öðru mat- aráhugafólki.“ Dæturnar fermdar Talið berst að veislu- og fjöl- skylduhefðum og fermingu Hildar fyrir 20 árum. „Við héldum fallegt fjölskylduboð heima hjá foreldrum mínum og buðum upp á frekar hefð- bundnar veitingar, þar sem þó var notað hollara hráefni en almennt tíðkaðist,“ segir Sólveig. „Til dæmis vorum við með pönnukökur bakaðar úr heilhveiti, bláberjaköku þar sem svampbotninn var sömuleiðis úr heilhveiti, heimabakað brauð og hummus svo eitthvað sé nefnt. Á þessum tíma þótti þetta vera hálf- gerð heilsuveisla. Fjórtán árum síðar var ferming- arveisla númer tvö á heimilinu. Þá V ið mæðgur eigum það sam- eiginlegt að hafa brennandi áhuga á matargerð, græn- meti, lífrænni matjurtarækt og umhverfisvernd og við eigum afar gott með að vinna saman,“ segir Sól- veig Eiríksdóttir, heilsumatarhönn- uður og veitingakona, betur þekkt sem Solla í Gló, en hún og dóttir hennar Hildur Ársælsdóttir standa að baki spennandi og fallegu nýju matarbloggi sem ber hið viðeigandi heiti Mæðgurnar. „Í fyrrasumar ræddum við okkar á milli að okkur langaði til að hittast oftar og gera eitthvað skemmtilegt matarkyns saman. Þannig fæddist hugmyndin að mæðgnablogginu, sem varð að veruleika síðastliðið haust. Við erum ótrúlega þakklátar fyrir frábærar og hvetjandi við- tökur. Þetta er með því skemmti- legra sem við gerum, við fáum útrás fyrir sameiginleg áhugamál okkar í bauð ég upp á litlar spínatbökur, hýðishrísgrjóna-sushi, hráfæðis- pitsur, hráfæðis-sushi, kúrbítsrúllur, hráfæðiskökur og fleiri skemmtilega hollustubita. Ég hef sjaldan fengið jafnjákvæð viðbrögð og í þeirri veislu. Í kjölfarið rigndi yfir mig fyr- irspurnum þar sem veislugestir báðu um uppskriftir að traktering- unum. Ég útbjó þá uppskriftaskjal í tölvunni og sendi pósta á vini og vandamenn, sem voru að fara að ferma eða halda minni veislur. Vin- sældir „hollusturéttanna“ sýndu svart á hvítu að það hafði orðið al- vöru breyting á matarvenjum land- ans, sem var auðvitað ákaflega gleði- legt.“ Yngstu gestirnir Aðspurðar segja Hildur og Sól- veig það alltaf vera áskorun að útbúa hollan og góðan bita fyrir yngstu veislugestina. „Reynslan hefur sýnt okkur að einfaldir réttir eins og litl- ar speltpitsur með lífrænni tóm- atsósu eru mjög ofarlega á vinsælda- listanum hjá smáfólkinu. Sömuleiðis slær það alltaf í gegn að hafa nóg af niðurskornu grænmeti og ávöxtum. Ef við værum að halda saman fermingarveislu núna myndum við bjóða til miðdagsveislu, með smá- réttum og sætum bitum. Við mynd- um leggja áherslu á litríkan, fallegan og ferskan mat, hafa fullt af góm- sætum litlum bitum, nóg af græn- meti og ávöxtum og ekki má gleyma fermingarkökunni. Markmiðið væri ekki að halda „heilsuveislu“, heldur bjóða upp á girnilegan veislumat úr góðu hráefni. Við myndum útbúa rétti sem okkur þykja góðir. Veislu- matur á þeim nótum bragðast ekki bara vel, heldur líður manni líka vel af honum. Það er náttúrlega bara já- kvætt.“ Kaka úr baunum Mæðgunum finnst báðum mik- ilvægt að úrvalið í fermingarveisl- unni sé þannig að allir fái eitthvað við sitt hæfi, líka þeir sem séu með ofnæmi, t.d. fyrir eggjum, mjólk, Morgunblaðið/Eggert Í veislu hjá mæðgum Sólveig Eiríksdóttir, heilsu- matarhönnuður og veit- ingakona, og dóttirin Hild- ur Ársælsdóttir, með BS-gráðu í næringarfræði, halda úti vinsælu mat- arbloggi þar sem áhersla er lögð á hollan, ferskan og fallegan mat – og einmitt í þeim anda yrði ferming- arboðið þeirra. Gómsætt Mæðgurnar Sólveig og Hildur ásamt Ágústi ömmudreng: „Ef við værum að halda saman fermingarveislu myndum við bjóða til miðdags- veislu, með smáréttum og sætum bitum. Markmiðið væri ekki að halda „heilsuveislu“, heldur bjóða upp á girnilegan veislumat úr góðu hráefni.“ ’Finnið pönnu-kökumeistaranní fjölskyldunni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.