Morgunblaðið - 06.03.2015, Side 46
46 | MORGUNBLAÐIÐ
Ljósin skína í
Björtuloftum
Ferming á hæstu
hæðum Hörpu
Fáðu tilboð: veislur@harpa.is eða 528 5070
Við sjáum um að útfæra fermingarveisluna með þér. Hvort sem þú kýst
hádegisveislu, hlaðborð, síðdegiskaffi, kvöldverð eða eitthvað allt annað.
Úrvals aðstaða, glæsilegir salir og hagstætt verð — og útsýnið er innifalið.
Br
an
de
nb
ur
g
V
insælt er að gefa heilsurúm í
fermingargjöf. Sigurður
Matthíasson, eigandi Svefns
& heilsu, segir unglinginn oft
eignast þá sitt fyrsta „fullorðinsrúm“
og rúmið gagnast unga fólkinu fram á
fullorðinsár.
„Rúm eru orðin mjög algeng ferm-
ingargjöf. Á fermingaraldri er her-
bergjunum oft breytt úr barna-
herbergum í falleg persónuleg
fullorðinsherbergi. Þegar ferminga-
tímabilið nálgast fáum við góð við-
brögð við fermingartilboðunum okk-
ar og margir foreldrar leggja leið sína
í verslunina með fermingarbarninu til
að velja hentuga heilsudýnu.“
Sigurður segir mikla heilsuvakn-
ingu í samfélaginu í dag og flestir séu
meðvitaðir um hversu mikilvægt er
að sofa vel á góðri heilsudýnu sem
veitir góðan stuðning og stuðlar að
þægilegum og góðum svefni. Sig-
urður segir að það skipti ekki síður
máli fyrir börn og unglinga en full-
orðna að sofa í góðu heilsurúmi.
Úthvíld og endurnærð
„Góður svefn er eitt af und-
irstöðuatriðum á uppvaxtarárunum.
Ef dýnan er ekki í lagi gildir það
sama með börnin og okkur fullorðna
fólkið. Það er nauðsynlegt að vakna
endurnærður og vel hvíldur og tilbú-
inn að takast á við verkefni dagsins.“
Að sögn Sigurðar hafa ferming-
arrúmin farið stækkandi. Í dag er al-
gengast að fyrir valinu verði rúm sem
eru 120 cm á breidd, og jafnvel farið
allt upp í 140 og 150 cm. „Rúm sem er
120 cm á breiddina er nokkuð stórt
einstaklingsrúm þar sem ungling-
urinn getur látið fara vel um sig.
Rúmin sem eru mest keypt hjá
Svefni & heilsu eru 30 cm þykk
heilsudýna með svæðaskiptu poka-
gormakerfi og á sterkum íslenskum
botni og fótum. Rúmin sem seld er á
fermingartilboði kosta frá 79.900 kr.
og fylgir vandað sængurverasett að
eigin vali með í fermingartilboðinu.“
Við fermingaraldur breytast oft
þarfir einstaklingsins. Dýnan verður
oft helsti dvalarstaðurinn, þar sem
finna þarf pláss fyrir skólabækur og
fleira. Þegar vinirnir líta inn breytist
dýnan síðan í gestasófa á meðan horft
er á mynd eða spilaður tölvuleikur.
„Fermingarrúmin koma með styrkt-
um kanti svo að dýnan þoli betur að
setið sé á dýnubrúninni löngum
stundum við lærdóm eða leik,“ segir
Sigurður.
Hlífðardýnan nauðsynleg
„Flestir hafa áttað sig á mikilvægi
þess að eiga góða hlífðardýnu og enn
brýnna að hlífðardýnuna vanti ekki á
rúm unglingsins. Þetta efsta lag tek-
ur í sig mikið af þeim óhreinindum og
svita sem líkaminn losar frá sér með-
an við sofum. Hrein og fín heilsudýna
endist lengur ef notuð er hlífð-
ardýna.“
Sigurður mælir með því að ferm-
ingarbarnið fái að taka þátt í vali á
heilsudýnunni. Þarfir hvers og eins
eru ólíkar og vissara að kaupa dýnu
sem barninu líkar vel við. Í leiðinni er
hægt að skoða og prófa kodda og
sængur sem geta bætt svefninn enn
frekar.
Á rúmið þarf svo að velja fallegt
sængurverasett, hlífðardýnu og lak.
Sigurður segir erfitt að benda fingri á
tiltekna tísku í rúmfatnaðinum um
þessar mundir; úrvalið sé breitt og
smekkur hvers og eins ráði för.
„Unglingunum þykir oft hentugt að
velja flott lak og sængurver í sama lit
þannig að rúmið lítur vel út án rúm-
teppis. Ef eitthvað er, þá eru nátt-
úrulitir á sængurfatnaði meira áber-
andi á ljósmyndunum á síðum
hönnunartímarita.“ Bendir Sigurður
t.d. á alla gráa og grábrúna tóna.
„Annars er allt í tísku. Marglituð
sængurföt geta líka haft þann kost
fram yfir þau einlitu að þau eru ekki
eins skítsæl.“
ai@mbl.is
Góður staður til að hreiðra um sig
Á unglingsárunum er rúm-
ið oft helsti íverustaðurinn
og notað jafnt til skóla-
bókalesturs, afþreyingar
og hvíldar. Velja þarf vand-
aða dýnu sem fellur rétt
að líkamanum.
Morgunblaðið/Eggert
Tímasparnaður „Unglingunum
þykir oft hentugt að velja flott lak
og sængurver í sama lit þannig að
rúmið lítur vel út án rúmteppis,“
segir Sigurður Matthíasson.
Bækistöð Á unglings-
árunum er rúmið not-
að til lestrar, afþrey-
ingar, og sem sæti
fyrir gesti.
Það fylgir unglingsárunum oft að verja löngum stundum uppi í rúmi, enda
þægilegur staður til að hvílast, og herbergið oft fyllt af afþreyingartækni,
skjám og tölvum. Sigurður bendir á að góð heilsudýna kostar minna en
snjallsími og tíminn sem fólk ver í rúminu er mjög dýrmætur. „Flestir dvelja
þriðjung ævinnar í rúminu og unglingarnir jafnvel enn lengur.“
Ef reikna má með að rúmið sé mikið notað við nám, vinnu og afþreyingu
eru sumir sem velja þann möguleika að fjárfesta í stillanlegu rafmagns-
rúmi. „Með stillanlegu rúmunum er hægt að tryggja betri líkamsstöðu þeg-
ar setið er með t.d. skólabók eða fartölvu í fanginu. Með kaupum á still-
anlegum botni má reikna með að rúmið verði tvöfalt til þrefalt dýrara.“
Stillanlegt rúm kemur í góðar þarfir