Morgunblaðið - 06.03.2015, Side 54

Morgunblaðið - 06.03.2015, Side 54
54 | MORGUNBLAÐIÐ Í ár er frekar afslappaður stíll ríkjandi,“ segir Sara Dögg um fötin fyrir fermingardöm- urnar. „Bjartir, sumarlegir og náttúrulegir tónar eru allsráð- andi, gallaefni, kögur og mik- ið um skemmtileg mynstur. Hátt mitti er áberandi og útvíðar buxur eru komnar aftur. Hippastemningin er í aðalhlutverki!“ Sama er að segja með fylgihlutina, segir Sara Dögg. Þar er svipuð stemning og í fötunum; kögur og 70’s-tíska. Mikið um mynstraða og létta trefla. Að sögn Söru Daggar er Zara þekkt fyrir það að sækja sér innblástur af tískupöllunum og vorið er engin undantekning á því. „Í ár er það Bohemian 70’s-tískan sem er áberandi. Einnig er Normcore 90’s-stíll að koma sterkur inn sem er mjög hversdagslegur, einfaldur, sportlegur og útskýrir sig best sem „nothing special“,“ útskýrir Sara. „Það mætti lýsa stemningunni sem svo: its being cool through not being cool.“ Fallegir kjólar vinsælir „Það er mikið verið að sækjast eftir fallegum ljósum kjólum, hvíti liturinn er alltaf vinsæll,“ út- skýrir Sara Dögg. „Fermingarstúlkur í dag eru byrjaðar að fara út fyrir rammann og eru ekki hræddar við að sýna sinn persónulega stíl og það endurspeglast í vali þeirra á fermingarfatnaði. Í anda nýrrar línu hjá ZARA þá fórum við af- slöppuðu leiðina þegar við völdum fermingardressin og eins og má sjá á þessum flíkum þá eru þær tíma- lausar og ekki skemmir hvað það er mikið notagildi í þeim eftir fermingu.“ Það hlýtur að falla í kramið hjá foreldrunum sem jafnan borga brúsann þegar fermingarfötin eru annars vegar. „Því má svo bæta við að frá og með 5. mars hefur Zara á Íslandi lækkað verð um u.þ.b. 14% frá síðasta sumri,“ bætir Sara Dögg við. „Lækkunin er mismikil eftir vöruflokkum, t.d hafa kjólarnir á myndunum lækkað um 14% til 16%.“ jonagnar@mbl.is Það er stór þáttur í fermingardeg- inum að velja fötin fyrir tímamótin og ekki minnsta tilhlökkunin að finna draumadressið. Sara Dögg Guðjónsdóttir, útstillingarstjóri og stílisti hjá Zöru, setti saman þrjá al- klæðnaði á dömurnar, sem henta fyrir stóra daginn. Morgunblaðið/Eggert Fermingarfötin fyrir hana

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.