Morgunblaðið - 06.03.2015, Side 42

Morgunblaðið - 06.03.2015, Side 42
42 | MORGUNBLAÐIÐ Þ etta er valkostur sem stendur öllum unglingum til boða og nýtur sífellt meiri vinsælda,“ segir Hope Knútsson, formaður Siðmenntar, en félagið hefur staðið fyrir borg- aralegum fermingum frá árinu 1989. „Í ár fermast rúmlega 300 unglingar borgaralega; aðsóknin hefur aukist jafnt og þétt en í fyrra má segja að hafi orðið sprenging þegar þátttakendum fjölgaði um 40% á milli ára. Við höfum enga sérstaka skýringu, aðra en þá að þessi valmöguleiki er nú orðinn þekktari en áður var.“ Siðmennt býð- ur upp á ferm- ingarnámskeið hvar sem er á landinu, að því gefnu að næg þátttaka sé fyrir hendi, að sögn Hope. „Ferming- arbörnin í ár eru víðsvegar að af landinu og sækja um þessar mund- ir námskeið sem haldin eru á Ak- ureyri, í Reykjavík og í fyrsta sinn í Reykjanesbæ; athafnirnar í vor verða alls sjö talsins – í Reykjavík, Kópavogi, Reykjanesbæ og á Ak- ureyri.“ Hvað er borgaraleg ferming? „Ungmenni sem fermast borg- aralega eru studd í því að vera heilsteyptir og ábyrgir borgarar í lýðræðislegu samfélagi en megin- tilgangur borgaralegrar fermingar er að efla heilbrigð og farsæl við- horf unglinga til lífsins og kenna þeim að bera virðingu fyrir mann- inum, menningu hans og um- hverfi.“ Borgaraleg ferming – fyrir hverja? „Með kirkjulegri fermingu stað- festir einstaklingurinn skírnarheit og játast kristinni trú. Margir ung- lingar eru ekki reiðubúnir að vinna trúarheit; sumir eru annarrar trú- ar eða trúa á guð á sinn hátt og önnur ungmenni eru ekki trúuð. Fyrir þau er borgaraleg ferming góður kostur. Það geta vitaskuld allir valið að fermast borgaralega, jafnvel þótt þeir telji sig trúaða eða tilheyri trúfélagi. Ár hvert fermast fjölmargir þátttakendur með ólíkar lífsskoðanir borg- aralega, sum ungmennin tilheyra trúfélögum, önnur ekki.“ Frelsi og ábyrgð Kennslan og námsefnið? „Fermingarbörnin sækja vandað námskeið þar sem þau læra ým- islegt sem er góður undirbúningur fyrir það að verða fullorðinn, með öllum þeim réttindum og skyldum sem því fylgja. Á undirbúnings- námskeiðinu er það talinn kostur hversu ólíkir þátttakendur eru þegar kemur að lífsafstöðu þeirra og skoðunum, enda hefur það margoft sannast á námskeiðum borgaralegrar fermingar að þrátt fyrir ólíkan bakgrunn og mismun- andi skoðanir hafa þátttakendur vel getað rökrætt og átt samskipti á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Á námskeiðunum er fjallað um ýmislegt sem miðar að því að efla þroska, gott siðferði og ábyrgð- arkennd. Sem dæmi má nefna gagnrýna hugsun, siðfræði, fjöl- miðlalæsi, hvernig það er að vera unglingur í auglýsinga- og neyslu- samfélagi, mannleg samskipti, fjöl- menningu og fordóma, skaðsemi vímuefna, sjálfsmyndina og sam- skipti kynjanna, hamingjuna og til- gang lífsins, tilfinningar og sorg, mannréttindi og mikilvægi þess að bera virðingu fyrir umhverfinu. Ýmsum kennsluaðferðum er beitt en þó er fyrst og fremst um að ræða stutta fyrirlestra, umræð- ur og hópavinnu. Kennslustjóri Siðmenntar, Jóhann Björnsson, hefur umsjón með hópnum og kennir meginhluta námsefnisins en jafnframt koma nokkrir gestafyr- irlesarar í heimsókn ár hvert.“ Fermingarathöfnin? „Hápunktur fermingarinnar er virðuleg lokaathöfn sem stjórn Sið- menntar skipuleggur. Þar eru börnin sjálf í aðalhlutverki, flytja ávörp, ljóð, spila á hljóðfæri, dansa og annað í þeim dúr. Þau fá svo í lokin afhent skrautritað skjal, til staðfestingar á því að þau hafi lok- ið námskeiðinu borgaraleg ferm- ing.“ beggo@mbl.is Jákvætt viðhorf til lífsins Hope Knútsson, formaður Siðmenntar, segir marga ung- linga á fermingaraldri af ýmsum ástæðum ekki vera reiðubúna að vinna trúarheit í kirkjulegri athöfn og fyrir þá sé borgaraleg ferming góður valkostur. Útskrift Prúðbúin fermingarbörn fá afhent fermingarskírteini við hátíðlega athöfn borgaralegrar fermingar í Háskólabíói. ’Hápunktur fermingarinnar er virðuleg lokaathöfn Hope Knútsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.