Morgunblaðið - 06.03.2015, Side 12

Morgunblaðið - 06.03.2015, Side 12
É g stofnaði Sætar syndir vegna þess að þegar sonur minn fæddist þá vaknaði hjá mér mikill áhugi á köku- skreytingum, sérstaklega í tengslum við afmælin hans,“ út- skýrir Eva María Hallgrímsdóttir, stofnandi og eigandi fyrirtækisins. „Með tímanum urðu kökurnar alltaf flóknari og viðameiri hjá mér ásamt því að hæfileikar mínar á þessu sviði jukust.“ Í dag er svo komið að Sætar syndir geta státað af því að vera eina fyrirtækið sem er með matvælavottað eldhús og selur kök- ur skreyttar með sykurmassa, fyrir utan bakarí og konditorí. „Hjá fyrirtækinu starfa snill- ingar í skreytingagerð sem hafa gert fyrirtækinu kleift að vaxa og dafna frá upphafi og gaman að segja frá því að það eru enn skemmtilegri tímar fram- undan hjá Sætum synd- um,“ bætir Eva María við. Skreytum eftir óskum Að sögn Evu Maríu felst sérstaða Sætra synda ekki síst í því að allar kök- urnar eru gerðar eftir óskum hvers og eins og því er úr- valið endalaust. „Við notumst eingöngu við hágæða hráefni og við státum af því að selja kökur sem eru í senn sérlega fallegar og dásamlega bragðgóð- ar. Við útbúum og skreytum allar kökur í samræmi við óskir fermingarbarnsins. Það getur til dæmis átt við litavalið á kökunni svo hún sé í stíl við aðrar skreytingar og litaþemað í veisl- unni. Oft er kakan mótuð og skreytt út frá áhugamáli eða þeim tómstundum sem fermingarbarnið stundar; svo sem ákveðið boltalið, dans og dansskór, tónlist, málningardót eða klæðaburður.“ Súkkulaði og fótboltatreyjur Aðspurð segir Eva María að fót- boltatreyjur séu sérlega vinsælar um þessar mundir sem og stíl- hreinar rósakökur, enda sé það svo að einfaldleikinn sé oft fallegastur. „Frozen-æðið hefur verið yfirgnæf- andi síðustu mánuði hjá yngri kyn- slóðinni í afmælum. Súkku- laðikökur seljast alltaf vel enda er það bragð sem flestir vilja og við bjóðum upp á 4 mismunandi fyll- ingar á kökum en það er líka alltaf hægt að koma með séróskir og við skoðum það hverju sinni. Vinsæl- asta fyllingin hjá okkur er hrika- lega góð frönsk súkkulaðikaka með sérstakri karamellu sem við búum til.“ Litríkar fermingarkökur Það má því með sanni segja að möguleikarnir séu nánast óþrjót- andi og útfærslurnar jafn margar og fermingarbörnin þegar allt kem- ur til alls. „Það er voða vinsælt að fá litríkar kökur á 3-4 hæðum en þar sem hver kaka er mótuð og skreytt út frá hverju ferming- arbarni fyrir sig þá eru í raun engar ákveðnar út- færslur vinsælli en aðrar. Litli frændi minn er til dæmis að ferm- ast í vor og langar hann að hafa fermingarkökuna sína eins og skyrtu með bindi og handlóð í kring þar sem það að lyfta lóðum er hans áhugamál. Fermingarkökurnar taka mið af þeim sem fermist hverju sinni og þannig finnst okkar það eiga að vera.“ jonagnar@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Undurfagrar Allar kökurnar eru gerðar eftir óskum hvers og eins. Allt eftir óskum fermingarbarnsins Það er ómissandi að hafa myndarlega köku á borð- um í fermingarveislunni. Þar eru möguleikarnir nán- ast ótæmandi, ekki síst þegar kökugerðin Sætar syndir er annars vegar. Þar á bæ eru valkostirnir enda- lausir og útkoman iðulega ekkert minna en mögnuð. 12 | MORGUNBLAÐIÐ Fermingar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.