Morgunblaðið - 06.03.2015, Side 22

Morgunblaðið - 06.03.2015, Side 22
22 | MORGUNBLAÐIÐ L öng hefð er fyrir því að gefa íslenskum ferming- arbörnum útivistarvörur. Á þessum tímamótum eignast margir sinn fyrsta svefn- poka eða sitt eigið tjald og iðulega endist sú gjöf þeim vel og lengi. Guðmundur Gunnlaugsson er eig- andi verslunarinnar Íslensku Alp- arnir. Hann segir tjöld, svefnpoka og bakpoka vinsælustu ferming- argjafirnar. Vitundarvakning hjá landanum Að sögn Guðmundar hefur þróun- in verið sú undanfarin ár að það fær- ist stöðugt í aukana að gefa útivist- arvörur á fermingardaginn. Spilar þar vafalaust inn í sú mikla vakning sem orðið hefur í samfélaginu öllu um gildi útivistar af ýmsum toga. „Heilu fjölskyldurnar eiga nú orðið sameiginleg áhugamál í útivistinni, og eru duglegar að ganga saman á fjöll eða fara á skíði. Útivist er góð leið fyrir fjölskylduna til að eiga ánægjulegar samverustundir.“ Bætir Guðmundur við að á sumum heimilum sé það haft fyrir reglu að gefa aðeins útivistarvörur í ferming- argjöf, enda einfaldar það valið og næsta víst að gjöfin fellur í kramið. „Svo er alltaf hægt að velja gjafa- bréf, og getur þá fermingarbarnið komið og valið sér sjálft það sem það langar mest í.“ Hægt er að fá vönduð tjöld, bak- poka og svefnpoka á góðu verði. Guðmundur tekur dæmi af tjöldum en hægt er að fá tveggja til þriggja manna tjald með 2.500 mm vatns- heldni og trefjasúlum fyrir 19.900 kr. „Er um að ræða sterkbyggt og létt tjald sem dugar til margra ára.“ Velja fullorðinsstærð Fínir svefnpokar kosta á bilinu 10- 15.000 kr. og hafa þá kuldaþol sem dugar við mjög krefjandi aðstæður. „Rétt er að velja fullorðinsstærð, 185-195 cm, en ekki unglingastærð, 160 cm, því íslensk fermingarbörn eru yfirleitt fljót að vaxa upp úr ung- lingastærðinni og geta notað fullorð- inspokann lengur. Fermingar- svefnpokinn á eftir að koma í góðar þarfir, hvort heldur í fjölskylduferð- um, skólaferðalögum eða skátaferð- um.“ Við val á bakpokum segir Guð- mundur gott að velja poka sem eru nægilega stórir til að rúma tjald, bakpoka, fatnað og nesti. „Yfirleitt eru unglingarnir ekki að nota pok- ana þannig að þeir beri þá langar vegalengdir á bakinu, heldur er pok- inn notaður í rútuferðalagið, eða sem farangurstaska í ferðum til út- landa. Á suma pokana má festa snjó- brettið og auðveldar það burðinn í skíðaferðunum. Algengt verð á hent- ugum poka í þessum stærðarflokki er í kringum 20.000 kr. fyrir 50-75 lítra poka.“ Gjöf sem kemur sér vel En hvað ef fermingarbarnið þekk- ir lítið til útivistar? Eru öll ferming- arbörn jafnánægð með að fá gjöf úr útivistarvöruversluninni? „Að gefa útivistarvörur getur verið hvatinn sem þarf til að vekja áhuga ung- lingsins á útivist, en svo er hitt ljóst að á árunum framundan verður farið á skátamót, skólaferðalög, ættarmót og ýmis önnur ævintýri, og þá á fermingarbarnið eftir að gleðjast mikið yfir að eiga góðan svefnpoka, eða sitt eigið tjald.“ ai@mbl.is Útivistarvörur eru sígild fermingargjöf Notadrjúgur Bakpokann er jafnt hægt að nota í rútuferðalagið og sem ferðatösku. Morgunblaðið/Eggert Skíðaskór Það er betra að vera vel skæddur á skíðunum. Morgunblaðið/Eggert „Að gefa útivistarvörur getur verið hvatinn sem þarf til að vekja áhuga unglingsins á útivist,“ segir Guðmundur Gunnlaugsson. Þarfaþing Fermingarsvefnpokinn á væntanlega eftir að koma í góðar þarfir Hvað á að gefa ferming- arbarninu sem er á kafi í útivist og á þegar allt til alls? Guð- mundur segir að oft vanti skíða- hjálminn í útivistarvörusafnið og hjálmur skipti miklu máli fyrir þá sem eru í skíðasportinu. „Sem betur fer sést það í skíðabrekk- unum að æ fleiri eru með hjálm á höfðinu hvort sem þeir eru á skíðum eða bretti. „Við Íslendingar eigum að stefna að því að allir séu með hjálm í brekkunum á komandi árum og við hjá Íslensku Ölp- unum gerum okkar besta til að það gangi eftir. Enda er skíða- hjálmur góður til að halda hita á höfðinu og umfram allt til að verja höfuðið gegn höggum.“ Hjálmurinn er ómissandi obby Charlton Í upphafi er skipt í fimmtán manna æfingahópa. Hver hópur fær sinn FA/UEFA réttindi. Flesta daga er æft tvisvar til dag. Íslenskir fararstjórar eru me B Knattspyrnuskóli 27. júlí til 3. ágúst Verð 221.500 kr innifalið heimsókn á Old Trafford eða Anfield Langvinsælasti knattspyrnuskólann fyrir íslenska stráka og stelpur, 13 til 16 ára, síðastliðin tuttugu ár. Núna eru í landsliðum og meistaraflokkum Knattspyrnuskóla Tilvalin fer þjálfara með ÍT ferðir - Mörkin sími 588 9900 - itferdir@ þrisvar á ð hópnum alla ferðina. félaga leikmenn sem hafa verið í Bobby Charlton. Byrjið mingargjöf 3 - 108 Reykjavik itferdir.is - www.itferdir.is M eð fy rir va ra um ve rð br ey tin ga r.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.