Morgunblaðið - 06.03.2015, Side 59

Morgunblaðið - 06.03.2015, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ | 59 ALÞJÓÐLEGAR SUMARBÚÐIR LANGAR ÞIG Í ÆVINTÝRI? Dvöl á vegum AFS er spennandi og dýrmæt lífsreynsla og nú í fyrsta skipti býður AFS upp á ævintýralegar sumarbúðir í Surrey á Bretlandi eða Malaga á Spáni. Alþjóðlegar sumarbúðir 2015 Bretland | 2 vikur | verð 345.000 kr. 17. - 29. júlí (13-16 ára) 31. júlí - 12. ágúst (15-17 ára) Spánn | 4 vikur | verð 528.000 kr. 28. júní - 25. júlí (14-18 ára) Innifalið · flugkostnaður · fararstjóri · fullt fæði · gisting í heimavistarskólum · formlegt tungumálanám 4 klst. á dag · borgarferðir · alþjóðleg samskipti · íþróttir, leikir, glens og gaman · fjölbreytt afþreying og fræðsla Áhersla er lögð á · sjálfsvitund og gagnrýna hugsun · leiðtogahæfni · hópavinnu · aukna menningarvitund · menningarlæsi · sjálfstyrkingu Ingólfsstræti 3, 2. hæð | 552 5450 info-isl@afs.org | afs.is | facebook.com/skiptinemi Nánari upplýsingar má nálgast á afs.is eða skrifstofu AFS V in nu st of an .is / 0 2 1 5 F ermingaraldurinn getur markað ákveðin skil í því hvernig einstaklingurinn klæðir sig. Ungmennið byrjar að vaxa og þroskast á bæði sál og líkama og tímabært að skipta úr barnamerkjum yfir í fullorðinsmerki. Það getur farið vel á því að nota tækifærið um þessi tímamót og byrja að kenna unglingnum á heimilinu um heim tískunnar, og veita honum leiðsögn um hvernig snyrtilegir ungir piltar og stúlkur ættu að klæða sig. Þar með er ekki sagt að krakk- inn megi ekki ráða því sjálfur hvernig hann klæðir sig, og öllum er hollt að ganga í gegnum tísku- bylgjurnar með jafnöldrunum, hvort sem buxurnar eru mjóar þá stundina eða falla í pokum um ökklana. Ungmennið má samt ekki standa alveg á gati, eða eiga ekk- ert hentugt í fataskápnum, þegar upp kemur tilefni sem kallar á snyrtilegan klæðaburð. Ef fermingarbarnið er búið að taka út góðan vaxtarkipp er t.d. ekki óvitlaust fyrir smekklegt for- eldri, frænda eða frænku að fara með ungmennið í heimsókn í verslun á borð við Hugo Boss í Kringlunni. Í úrvalinu hjá Hugo Boss má finna unglegar línur sem geta passað vel á táningsstrákum og -stúlkum, og góð fyrstu kynni af vönduðum tískufatnaði. Stórborgir tískunnar Ef tími og peningar leyfa getur verið enn sniðugra að fara í inn- kaupaferð til stórborgar á borð við New York, London eða París. Verslunarrekendur á Íslandi gera sitt besta, en úrvalið er samt allt annað þegar komið er út í hinn stóra heim og ekki amalegt vega- nesti fyrir unglinginn að bera skynbragð á gæðin og sniðin hjá virtustu tískuhúsum. Er t.d. upplagt að heimsækja nýopnaða verslun Burberry á Re- gent Street í London, enda versl- unin sérlega glæsileg en Burberry líka með gott úrval af smart fatn- aði fyrir bæði kynin, og fötin ekki óhóflega dýr þótt þau kosti sitt. Í leiðinni er hægt að kíkja á hvað er á herðatrjánum í versl- ununum í og við Knightsbridge, allt frá Gucci og Saint Laurent til Armani og Louis Vuitton. Það þarf alls ekki að kaupa neitt þótt farið sé inn um dyrnar, og alveg nógu mikil upplifun að sjá glam- úrinn og finna kaldan svitann spretta fram þegar spurt er um verðið. Blessunarlega ætti að vera góð H&M-búð handan við hornið, og þar er hægt að finna hreint ágæt- an fatnað sem hentar vel þegar líkaminn er enn að stækka og sumarvinnan eina tekjulindin. ai@mbl.is Fínu fötin fermingarbarnsins AFP Franskt Reffileg fyrirsæta í leð- urjakka frá Yves Saint Laurent. Hvort jakkinn er peninganna virði er smekksatriði, og tískuuppeldi skiptir þar miklu máli. Sumar Snotur flík úr línu Rochas á tískuvikunni í París. Er hér kom- inn fermingarkjóllinn? Stíll Klæðileg samsetning frá Agnes B. Spes Svona er herratískan hjá Valentino.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.