Morgunblaðið - 06.03.2015, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.03.2015, Blaðsíða 12
É g stofnaði Sætar syndir vegna þess að þegar sonur minn fæddist þá vaknaði hjá mér mikill áhugi á köku- skreytingum, sérstaklega í tengslum við afmælin hans,“ út- skýrir Eva María Hallgrímsdóttir, stofnandi og eigandi fyrirtækisins. „Með tímanum urðu kökurnar alltaf flóknari og viðameiri hjá mér ásamt því að hæfileikar mínar á þessu sviði jukust.“ Í dag er svo komið að Sætar syndir geta státað af því að vera eina fyrirtækið sem er með matvælavottað eldhús og selur kök- ur skreyttar með sykurmassa, fyrir utan bakarí og konditorí. „Hjá fyrirtækinu starfa snill- ingar í skreytingagerð sem hafa gert fyrirtækinu kleift að vaxa og dafna frá upphafi og gaman að segja frá því að það eru enn skemmtilegri tímar fram- undan hjá Sætum synd- um,“ bætir Eva María við. Skreytum eftir óskum Að sögn Evu Maríu felst sérstaða Sætra synda ekki síst í því að allar kök- urnar eru gerðar eftir óskum hvers og eins og því er úr- valið endalaust. „Við notumst eingöngu við hágæða hráefni og við státum af því að selja kökur sem eru í senn sérlega fallegar og dásamlega bragðgóð- ar. Við útbúum og skreytum allar kökur í samræmi við óskir fermingarbarnsins. Það getur til dæmis átt við litavalið á kökunni svo hún sé í stíl við aðrar skreytingar og litaþemað í veisl- unni. Oft er kakan mótuð og skreytt út frá áhugamáli eða þeim tómstundum sem fermingarbarnið stundar; svo sem ákveðið boltalið, dans og dansskór, tónlist, málningardót eða klæðaburður.“ Súkkulaði og fótboltatreyjur Aðspurð segir Eva María að fót- boltatreyjur séu sérlega vinsælar um þessar mundir sem og stíl- hreinar rósakökur, enda sé það svo að einfaldleikinn sé oft fallegastur. „Frozen-æðið hefur verið yfirgnæf- andi síðustu mánuði hjá yngri kyn- slóðinni í afmælum. Súkku- laðikökur seljast alltaf vel enda er það bragð sem flestir vilja og við bjóðum upp á 4 mismunandi fyll- ingar á kökum en það er líka alltaf hægt að koma með séróskir og við skoðum það hverju sinni. Vinsæl- asta fyllingin hjá okkur er hrika- lega góð frönsk súkkulaðikaka með sérstakri karamellu sem við búum til.“ Litríkar fermingarkökur Það má því með sanni segja að möguleikarnir séu nánast óþrjót- andi og útfærslurnar jafn margar og fermingarbörnin þegar allt kem- ur til alls. „Það er voða vinsælt að fá litríkar kökur á 3-4 hæðum en þar sem hver kaka er mótuð og skreytt út frá hverju ferming- arbarni fyrir sig þá eru í raun engar ákveðnar út- færslur vinsælli en aðrar. Litli frændi minn er til dæmis að ferm- ast í vor og langar hann að hafa fermingarkökuna sína eins og skyrtu með bindi og handlóð í kring þar sem það að lyfta lóðum er hans áhugamál. Fermingarkökurnar taka mið af þeim sem fermist hverju sinni og þannig finnst okkar það eiga að vera.“ jonagnar@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Undurfagrar Allar kökurnar eru gerðar eftir óskum hvers og eins. Allt eftir óskum fermingarbarnsins Það er ómissandi að hafa myndarlega köku á borð- um í fermingarveislunni. Þar eru möguleikarnir nán- ast ótæmandi, ekki síst þegar kökugerðin Sætar syndir er annars vegar. Þar á bæ eru valkostirnir enda- lausir og útkoman iðulega ekkert minna en mögnuð. 12 | MORGUNBLAÐIÐ Fermingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.