Morgunblaðið - 06.03.2015, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 06.03.2015, Qupperneq 66
66 | MORGUNBLAÐIÐ Smára tor g i 522 7860 • Korpu torg i 522 7870 • G le r á r to r g i 522 7880 Erum á Facebook • www.p i e r . i s Fermingargjafirnar eru hjá okkur Adeline snyrtiborð 79.900,- Stærð:135x49xH80 cm. Hnöttur 12.990,- Najya lampi 5.990,- Papasan stóll 12.990,- Stærð:114xH60 cm. Papasan pulla 9.990,- Sphaira kúluljós 7.990,- Frá því ég var lítill strákur hefur mér alltaf fundist heitu brauðréttirn- ir í fjölskylduboðum aðalmálið. Ekki kökurnar heldur heitu réttirnir! Og svo góðir fannst mér þeir vera að á seinni árum hélt ég aldrei fjölskyldu- boð öðruvísi en að bjóða upp á nokkr- ar tegundir af heitum réttum. Eftir að við fluttumst til Svíþjóðar hefur fjölskylduboðum fækkað sökum fjar- lægðar og um leið tækifærum til að útbúa þessa ljúffengu heitu rétti og nú er svo komið að ég sakna bæði fjöl- skyldunnar og heitu brauðréttanna! Brauðréttirnir eru alla jafna gerðir í stóru eldföstu móti og einn réttur dugar fyrir 10-15 gesti. Það er því sjaldan ástæða til að gera svona rétt bara fyrir sjálfan sig. En þessi aðferð er hugsanlega lausn á þeim vanda. Nú get ég eldað brauðrétt handa ein- um hvenær sem er! 2 brauðsneiðar 2 egg 15 ml rjómi 1 skinkusneið 1 msk. rauðlaukur, smátt skorinn 1 msk. paprika, smátt skorin 2 litlir vorlaukar, smátt skornir steinselja, söxuð hvítlauksolía salt og pipar 1. Fyrsta skref er að skera skorp- una af brauðinu og fletja það út. 2. Penslið svo brauðið með hvít- lauksolíu og setjið í múffumót með olíuhliðina að mótinu svo að auðvelt sé að ná því út. 3. Setjið skinkuna og grænmetið ofan í brauðformið. 4. Þeytið eggin og rjómann saman í skál, saltið og piprið. 5. Hellið eggjablöndunni yfir. Bíðið smástund – brauðið á eftir að draga í sig vökvann og hægt er að bæta við meiri eggjahræru. 6. Að lokum raspið þið ost yfir. 7. Bakið í 10-15 mínútur í 180 gráðu heitum ofni. Berið fram með einföldu salati. Heitur brauðréttur í bolla a la Ingvarsson Það kemur fyrir að halda þarf stærri veislur. Stundum útskrifast einhver, aðrir fermast, margir gifta sig, börnin eiga afmæli, flestir eiga jú stórafmæli einhvern tíma á ævinni sem þeir vilja fagna. Þá er ágætt að geta boðið gestum upp á eitthvert ljúfmeti eins og til dæmis þessar snittur. Eitthvað þessu líkt höfum við feðgarnir gert oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Einhvern tíma gerð- um við saman sjö hundruð snittur á einum morgni. Þá var sko steikt með annarri hendinni og smurt með hinni. Ein með pestói, brie-osti og ólífum Auðvitað er hægt að laga sitt eigið pestó með því að blanda ristuðum furuhnetum saman við fersk basil- lauf, olíu, hvítlauk og jómfrúarolíu. En það getur verið heldur kostnað- arsamt að fjárfesta í svo miklu af fersku basil. Það er líka hægt að djassa upp pestó sem keypt er í búð með því að blanda saman við það svo- litlu fersku basil til viðbótar og kannski smáræði af parmaosti! Gæt- ið ykkar þó þegar þið kaupið pestó að lesa innihaldslýsinguna vel – það er lyginni líkast hvað sumir framleið- endur setja í pestóið sitt! Fyrir 30 snittur 1 baguetta, hvítlauksolía, 500 g brie-ostur, 1 krukka pestó (gjarnan heimagert), 60-70 ólífur 1. Sneiðið baguettuna í 30 jafn- þykkar sneiðar, penslið þær með hvítlauksolíu og ristið á pönnu eða í ofni þangað til þær verða fallega gullinbrúnar. 2. Smyrjið pestói á brauðsneið- arnar, setjið næst ostbita á brauðið og raðið svo nokkrum ólífum ofan á ostinn. Saltið og piprið. Festið með tannstöngli. Önnur með salami, basil og grillaðri papriku 1. Sneiðið baguettuna í 30 jafn- þykkar sneiðar, penslið þær með hvítlauksolíu og ristið á pönnu eða í ofni þar til þær verða fallega gull- inbrúnar. Það er hægt að kaupa tilbúnar peperoni grigliati (grillaðar paprik- ur) í krukku en það er líka leikur einn að laga þær sjálfur (sjá bls. 109 – þá með spagettíinu). Það eina sem þarf að gera er að pensla nokkrar paprikur með jómfrúarolíu og grilla í ofninum í 30 mínútur. Svo eru þær settar í skál og plastfilma sett yfir sem verður til þess að ytri himnan losnar auðveldlega af. Svo er bara að skera paprikurnar í hæfilega bita og geyma í jómfrúarolíu þangað til mann langar í þær! Fyrir 30 snittur 1 baguetta, 1 krukka rautt pestó, 30 þunnar salamisneiðar, 30 bitar af peperoni grigliati, 30 basillauf 2. Smyrjið pestói á brauðið og setjið svo salamisneið á. 3. Tyllið basillaufi ofan á og paprikubita efst. Festið með tannstöngli. Síðan ein með parmaskinku og sólþurrkuðum tómötum Það er auðvitað engin skylda að nota parmaskinku í snittu eins og þessa. Það má auðvitað söðla um og nota serrano-skinku, já, eða bara hvaða þurrkuðu skinku sem völ er á. Í Lundi stendur okkur til boða heil- mikið úrval af þýskri skinku sem mér finnst líka mjög góð, skinka frá Vestfalíu er sérlega gómsæt. Kletta- salatið hefur ögn piprað bragð og gefur snittu sem þessari ljúffengt bragð. Fyrir 30 snittur 1 baguetta, 1 krukka ólífu-tapenade, 15-20 sneiðar parmaskinka, 75 g klettasalat, 30 bitar sólþurrkaðir tómatar (ein krukka) 1. Sneiðið baguettuna í 30 jafn- þykkar sneiðar, penslið þær með hvítlauksolíu og ristið á pönnu eða í ofni þar til þær verða fallega gull- inbrúnar. 2. Smyrjið tapenade á brauðið og setjið svo hálfa sneið af parma- skinku á það. Ljúffengar snittur fyrir veisluna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.